Íslendingur - 29.10.1864, Blaðsíða 5

Íslendingur - 29.10.1864, Blaðsíða 5
37 Máhkostnaður fyrir báðum rjettum fálli niður. Dóminum ber að fullnægja innan 8 vikna frá lög- birtingu hans, undir aðför að lögum. (Aðsent). J>ann 26. maí 1864 andaðist á Móeiðarhvoli að Skula Iæknis Thorarensens, þorsteinn málari Guðmunds- son frá Illíð í Gnúpverjarhrepp, 47 ára gamall, eptir 31 viku þunga legu af innvortis meinlætum, sem gjörðu út utan við mjóhrygginn neðarlega og víðar um líkamann, með æversnandi útgangi. þorsteinn sál. var á unga aldri náttúraður með uppdrátt, og rjeðst því í að fara af landi hjeðan til Kaupmannahafnar 27 ára gamall, að áeggjan biskups sái. Steingríms og fleiri góðra manna hjer á landi, og nam þar töluvert á fjöllistaskólanum í uppdráttarlist- inni um 4 ára tírna, en varð vegna fátæktar að hætla, þó hann væri ekki fullnuma, en maðurinn orðinn nokk- uð gamall að nema þá íþrótt til hlítar. Ilann hefir mál- að víða altaristöflur með myndum, og kirkjur með ein- földum lit, og margt tleira. þorsteinn var allvel gáfaður, stilltur og hógvær maður, ráðsettur og ráðvandur í hegðun sinni. I föðurætt var hann 8. maður frá Ein- ari prófasti í Heydölum, 15. frá Birni Einarssyni Jórsala- fara; í móðurætt sína 7. frá sira Jóni á Mosfelli Ste- fánssyni Skálholts-ráðsmanni, Gunnarssyni Hóla-ráðs- manni, Gíslasonar á Hafgrímsstöðum. Alþingis kosningar. í Reykjavik framfór kosning til alþingis 29. í fyrra mánuði; var Sveinbjörn kaupmaður Jakobsson kosinn al- þingismaður með 42 atkvæðum, en Magnús bóndi Jóns- son í Bráðræði varaþingmaður með 48 atkvæðum. Á fundinum gáfu 72 menn atkvæði. Líka höfum vjer heyrt, að í Dalasýslu væri kosnir: Jón Bjarnason í Olafsdal, alþingismaður, og Indriði Gísla- son á Ilvoli varaþingmaður, og í Strandasýslu Torö hreppstjóri Einarsson á Iíleifum alþingismaður og Ás- geir Einarsson á Ásbjarnarnesi varaþingmaður. 1 Húna- vatnssýslu eru kosnir: Páll Jónsson Yíðalín í Yíðidals- tungu alþingismaður og Jón á Sólheimum Pálmason, varaþingmaður. í Suður-þingeyjarsýslu er Jón á Gaut- löndum Sigurðsson kosinn alþingismaður og i Norður- J>ingeyjarsýslu Sveinn kandíd. Skúlason, en eigi höfum vjer frjett, hverjir þar væri kosnir varaþingmenn. Pútstjóri þjóðólfs hefir í blaði sínu, 12. þessamán. orðið mjög æfur út af því, hvernig kosningin til alþingis hjerna í Reykjavík núna skyldi takast, að Sveinbjörn kaupmaður Jakobsson skyldi verða kosinn alþingismaður en eigi Ilalldór skólakennari Friðriksson. Ritstjórinn er bálreiður 1. kjörstjóranum út af þvi, að hann, þvert á móti því, sem hann hefði mátt gjöra, skyldi gjöra það að umtals- og úrskurðarefni á kjörfundinum, hvort Svein birni kaupmanni Jakobssyni hefði ranglega verið sleppt af kjörskránni eður ekki. Hann stóð sum sje ekki á kjörskránni^ en ljet Pjetur organista Guðjohnson bjóða sig fram á fundinum fyrir alþingismann. 2. okkur, er með vorum í kjörstjórninni út af því, að við skyldum úrskurða, að við sæum eigi eigi næga ástæðu til, að meina mönnum að kjósa Sveinbjörn kaupmann Jakobs- son, þvi þjóðólfur álítur, að hann hafi eigi kjörgengi, og 3. öllum þeim, er kusu hann fyrir alþingismann. fað er ekki ekki okkar, að svara fyrir kjörstjórann nje kjósendur Sveinbjarnar kaupmanns Jakobssonar; þeir geta gjört það sjálfir, ef þeir vilja. {>ó viljum við geta þess, að það er víst ranghermt um kjörstjórann, að hann hafi gjört það að umtals- eður úrskurðarefni á fundinum, hvort kaupmanni Sveinbirni Jakobssyni hefði verið ranglega sleppt af kjörskránni, eður ekki; heldur tók hann það undir úrskurð kjörstjórnarinnar — eins og ágreiningsatkvæði hans sjálfs bendir á — hvort at- kvæði þau gæti álitizt gild, er velnefndum kaupmanni yrði gefin á fundinum, eður, sem er hið sama, hvort kjörstjórnin ætti að taka á móti þeim og bóka þau sem gild. Eins og það nú getur ekki verið neitt vafamál, að það hefði verið bein skylda kjörstjórans, að taka þetta undir úrskurð, hefði organisti Pjetur Guðjolinsson boðið kaupmann Sveinbjörn Jakobsson fram, áður en menn voru farnir að ganga til atkvæða, eins getur það ekki heldur hafa verið ólöglegt, að kjörstjórinn gjörði þetta, þó menn væri byrjaðir að kjósa, úr því enginn, sem á fundinum var, hvorki málaflatningsmaður Jón Guðmunds- son, nje nokkur annar, hafðí hið minnsta á móti því, heldur biðu allir með þolinmæði kyrrir, meðan á úr- skurðinum stóð, svo engin þingglöp urðu að þessu. Að reiðast mönnum og heimska þá opinberlega út í blöðum, þó þeir kjósi þann fyrir alþingismann, er maður sjálfur óskar af einhverjum ástæðum að eigi kæmi á þing, þykir okkur líka býsna undarlegt og síður en ekki frjálslegt, og höfðum við hugsað, að ritstjóra þjóðólfs mundi farast öðruvísi við Reykjavíkurbúa en svona. Hvað nú það snertir, er þjóðólfur segir um okkur, þá viljum við eigi mannspilla okkur á þvi, að fara að yrðast við hann út uf því. Við játum það fúslega, að úrskurður okkar hefir verið óheppilega orðaðttr, hvað á- stæðurnar snertir, ef hann er eins í gjörðabókinni, og í þjóðólfi stendur; en það hefir þá og komið til af því, að þegar hann hefir verið bókaður, hefir af vanvara skot-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.