Íslendingur - 29.10.1864, Qupperneq 6

Íslendingur - 29.10.1864, Qupperneq 6
38 izt yfir eina línu, í uppkasti okkar, því eptir því varhann þannig orðaður: »J>ar eð kjörstjórninni eigi er nægilega kunnugt, að kaupmann Sveinbjörn Jakobsson vanti þá hæflleg- leika, er gjöri hann ltjörgengan, eður að noldtuð það sje framltomið, er svipti hann kjörgengi til al- þingis, hlýtur hún að átíta eptir hinum framkomnu upplýsingum, að eigi sje nægileg ástæða til að meina mönnum að kjósa hann, þó hann eigi standi á kjörskránni. |>að, sem hjer er með frábrugðnu letri, hefir þá átt að hafa fallið óvart burt úr úrskurðinum, þegar hann var bókaður. En þetta kemur nú í rauninni ekkert aðal- málefninu við, og það er ekki heldur það, sem hefir gjört þjóðólf æfan móti okkur, heldur er það hitt, að við eigi skyldum álíta, að kjörstjórnin ætti að neita að taka á móti atkvæðum þeim, er Sveinbirni kaupmanni Jakobssyni yrðu gefin. En þrátt fyrir alla skvaldurs- prjedikun J>jóðólfs um, að kjörstjórnin hefði átt að neita þessu, erum við enn sömu skoðunar og fyrr, að okkur er ekkert það til hlítar kunnugt, er geti svipt tjeðan kaupmann kjörgengi, en að fara hjer að hrekja ástæður |>jóðólfs fyrir hinu gagnstæða, á ekki við og væri hreinn óþarfi; það heyrir undir alþingið á sínum tíma, að skera úr því, livort Sveinbjörn kaupmaður Jakobsson megi njóta þar þingsetu eður eigi, og þar getur málaflutn- ingsmaður Jón Guðmundsson, ef hann verður á þingi, komið fram með allar sínarástæður gegn þingsetu hans; en palladómar hans og stöku annara manna um þetta mál í Jjóðólfi, eður utan Jjóðólfs, eru lítils virði. Við vonum og, að hver maður, sem með sanngirni og stillingu vill líta á þetta mál, hljóti að álíta, að við eptir skoðun okkar höfum gjört með öllu rjett, að meina mönnum ekki, að kjósa kaupmann Sveinbjörn Jakobs- I/son; því ef við hefðum gjört þetta, hefðum við mót betri vitund og vísvitandi ekki að eins viljað traðka rjetti hans eins, heldur og alls kjördæmisins, með því að vilja meina því að kjósa þann manninn, er raunin gaf vitni um, að það bar mest og bezt traustið til, og sem við með sjálf- um okkur álítum, að það mætti kjósa, og erum þar að auki sannfærðir um, að getur unnið landinu mikið gagn sem alþingismaður; auk þessa alls hefði afleiðingin hjer af orðið sú, ef alþingið álítur, að hann hafi rjett til þingsetu, sem við fvrir okkar leyti þykjumst vissir að það muni gjöra, að það hefði ónýtt alla kosninguna, er fram hefði farið, og Iteykjavíkurbær orðið fulltrúalaus á næsta þingi, þar enginn tími hefði þá orðið til þess, er þingið var saman komið, að fara að kjósa upp aptur. En skyldi þingið þar á móti mót von neita kaupmanni Sveinbirni Jakobssyni um þingsetu, þá höfum við þó gjört eptir beztu samvizku okkar, og afleiðingin getur þá aldrei orðið önnur en sú, að varaþingmaðurinn, sem málaflutningsmaður Jón Guðmundsson ekkert hefir út á að setja, heldur þvert á móti gaf sjálfur atkvæði sitt, verður kallaður á þingið til að vinna ættjörðu sinni gagn. Jón Pjetursson. Páll Melsteð. Útlendar frjcttir. Póstskipið Arcturus kom hingað til Reykjavíkur 22. þ. m. um dagmálabil og hafðifarið frá Iíaupmannahöfn 6. sama mánaðar. Með því bárust nú engin sjerlegtíð- indi, en hinna helztu frjetta, sem vjer nú höfum heyrt, skal hjer getið í stuttu máli. Síðan vopnahljeð og frið- arfrumvarpið (er vjer nefndum í síðasta blaði ísl. 22. sept.) var samið milli Dana og Jjóðverja 1. dag ágúst- mán. í sumar sem leið, hafa menn setið á fundi í Wín- arborg og verið að semja friðinn, en svo er að ráða af blöðunum, sem margt væri þar enn ótalað og ógjört, þangað til allt yrði sljett og fellt og fullur friður kæmist á. f>að er mælt, að menn muni þegar vera orðnir á- sáttir um, hver verða skuli landamæri milli Dana og þjóðverja, að likindum þau hin sömu, sem nefnd eru í friðarfrumvarpinu frá 1. ágústmán. En nú er sagt, að þjóðverjar gjöri fyrir hönd hertogadæmanna kröfu til að fá að tiltölu hlutdeild í ýmsum sjóðum, er sameigin- legir hafa verið fyrir alltDanaveldi, t. a. m. Eyrarsunds- tolli Og fl.; en það munar miklu frá því sem fyrst var farið fram á í friðarfrumvarpinu, þar sem í 3. grein þess að eins var talað um slculdir, er hertogadæmin ættu að taka þátt í með Danmörku, en hins var þá ekki við getið, að þau ættu einnig að fá tilsvaranda skerf af ýmsum sjóðum eður innstæðufje, er Danir ættu. En þjóðverj- ar þykjast sjá, að þeir eigi allskostar við Dani og geti haft ráð þeirra í hendi sjer, og fara því það, sem þeir komast. Bismark, ráðgjafi Prússakonungs, ræður nú um stundir mestu (og því nær öllu) í viðskiptum J>jóð- verja og Dana, og af honum er engrar líknar að vænta, því að hann þykir aiira mannaharðsnúnastur, þeirra sem nú eru uppi meðal fjóðverja og þóttlengra væri leitað. það er haft fyrir satt, að enska stjórnin hafi ritað Prúss- um brjef og ráðið þeim til að fara vægðarsamlega með

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.