Íslendingur - 29.10.1864, Síða 7

Íslendingur - 29.10.1864, Síða 7
39 Dani, en Bismark hafi svarað skætingi einum. J>á sendi Viktoria drottning Clarendon lávarð, nafnfrægan mann, til Wínarborgar, og gátu þá margir þess tii, að hann mundi með vitsmunum sínum og góðgirni fá einhverju til vegar komið Dönum í vil; en til að sannfæra menn um hið gagnstæða ljet Bismark um það leyti það boð út ganga til hins prússneska herstjóra á Jótlandi, að hann skyldi fara með Jótland sem hvert annað land, er með vopn- um væri unnið. þjóðverjar hafa um þessar mundir 35000 hermanna á Jótlandi (25000 Prússa og 10000 Austurríkismanna), en sá heitir Vogel von Falkenstein,, er yfirstjórn hefir alls þessa herliðs. IJann beitir að sögn hinni mestu harðýðgi við Dani, og mælt er, að hann haíi sett Trampe, greifa, sem þar er amtmaður á Jót- landi (en sem hjer var fyrir skemmstu), í fangelsi um nokkra daga, fyrir þá skuld að greifinn hafði ritað skýrslu eina á dönsku, en ekki á f>jóðversku. jþykir Dönum þessi Vogel vera hið versta illfygli. Eitt af því, sem hann hefir gjört Dönum til skapraunar og ógagns, er það, að hann hefir lagt toll á vöruflutninga milli Jót- lands og eyjanna, eins og Jótland væri ekki danskt land heldur útlent. En hvað sem um þetta er, þá ímynda flestir sjer, að Danir verði tilneyddir að ganga að hverj- um þeim friðarkostum, sem þjóðverjar setja þeim, því að hjer er við slíkt ofurefli að etja, að Danir eru frá með öltu, ef aptur skyldi til vopnaviðskipta koma með þeim. Danir geta ekki af sjálfs síns rammleik varið eyjarnar fyrir þjóðverjum, því að þó hingað til hafi þeir getað fyllilega jafnast við þjóðverja á sjó, þá er nú svo komið, að Prússar og Austurríkismenn liafa herskip meiri og fíeiri en Danir. þeir hafa sum sje 35 skip, og þar á meðal nokkra járnbyrðinga, með 438 fallbyssum, en Danir að eins 23 skip með 343 fallbyssum; ekki að tala um manngrúann og auðæfin hjá þjóðverjum, en á hinn bóginn fámennið og fátæktina hjá Dönum. Nú sem stendur virðast engar líkurtil þess, að aðrar þjóðir vilji skerast í leikinn með Dönum. þjóðverjar geta þvi tekið eyjarnar, ef stríðið hefst að nýju, og þá er útgjört um Danmörku. þetta sjer konungur vor og stjórn hans, og því kýs hann heldur frið en stríð. En þó Kristján kon- ungur hafi átt litlu láni að fagna, síðan hann kom til ríkis sökum ófriðar þessa, þá hefir hann hins vegar að öllum líkindum gildar ástæður til að gleðjast yílr börn- um sínum, og öllum þeim vegi og virðingu, er þeim sýnist ætluð. Alexandra, elzta dóttir hans, er gipt kon- ungsefni Englendinga, Georg sonur hans er konungur á Grikklandi, Dagmar dóltir hans er föstntið Nikulási Alexandersyni, keisaraefni Rússa, og Iíristján Friðrik, elzti sonur hans, er krónprins Dana. Fari því allt sem ætlað er, verða þessar dætur hans, þegar fram líða stundir, drottningar, önnuryfir Rtissaveldi, hin yfír Eng- landi, það er í tveimur hinum voldugustu ríkjum á jörðu, og þessir tveir synir hans, annar konungur yfir Grikkj- urn og hinn yfir Dönum. Nú á konungur vor 2 börn eptir, sem eru ung og ekki komin til vegs, þyri Í1 vetra og Yaldimar 6 vetra. Ekki er annars getið, en að ófriður liggi niðri um þessar mundir allsstaðar íNorðurálfunni, þó að víða brenni í kolunum undir niðri, og gjósi upp þegar minnst von- utn varir. Á Italíu fer allt vel fram, og sagt. er að Napóleon keisari hafi í septemb.mán. gjört samning við Viktor konung Emanuel, um ýms ítölsk málefni, er miði til þess, að tryggja friðinn, og leiða til lykta vandræði þau, sem menn hafa átt með páfann og ríki hans, samt að fá Venedig frá Austurríkismönnum og sameina hana við Ítalíu. Napoleon hefir um mörg ár haft setulið í Rómaborg, og mörgum verið misjafnlega við þá ráðs- mennsku keisarans. Nú er það eitt í samningum þess- um, að keisarinn skuli heimta til sín heim aptur þetta setulið, og skal það gjört innan tveggja ára; en Viktor Emanuel ætlar að flytja sigbúferlum meðhirð sinni fráTúrín til Florenz, sem er nokkru sunnar á Ítalíu. Er konungur ítala betur í bygð kominn þar syðra, en þar norður, sem hann nú hefir aðsetu. Humbert heitir elzti sonur hans, og stendur til ríkiserfða á Ítalíu eptir föður sinn. þessi konungsson þykir gott mannsefni og var fyrir skemmstu á ferð í Danmörku og Svíþjóð, því að allkærter nú með þessum þjóðum og ítölum. Frá Grikklandi berast all- góðar frjettir, konungur er þar vel látinn, og flest mun nú vera þar heldur á framfaraskeiði. Á Spáni leit út fyrir óeirðir í Kataloníu-sveitum, hvort sem meiraverður af. Frá Pólen heyristnú ekki annað en að uppreisnin þar sje brotin á bak aptur um stundarsakir. En það þykir mega ganga að því vakandi, að Pólverjar sitji sig ekki úr færi, hvenær sem tækifærið býðst, til að hefja nýja uppreist og hefna sín. á Rússum. Fjöldi Pólverja hefir þessi árin komizt undan og fíúið vestur á þýzka- land, Sveits, Frakldand o. s. frv. og hefst þar við um stundarsakir, þangað til betur blæs. En hvað bíður sinnar stundar. — Heiðursbóndinn herra Páll Ingimundsson á Mið- húsum í Reykhólasveit hefir látið gjöra vandað spjald, sem sett er í Reykhólakirkju, með graíletri eptir konu hans Ragnheiði Gestsdóttur, og er grafletrið á spjaldinu þannig: t Hjer er í græna grund grundarblóm ausið mold sofnað við blíðan blund, blundar, unz hrærir fold hinn mikli meginkraptur, dupti sem snýr í heilagt liold : RAGNIIEIÐUR GESTSDÓTTIR; hún var fædd 1820, giptist Páli bónda Ingimundssyni ár1847

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.