Íslendingur - 29.10.1864, Síða 8

Íslendingur - 29.10.1864, Síða 8
40 átti með honum 6 börn, 3 dætur, sem dóu á unga aldri, og 3 syni, sem enn eru á lífi. Hún andaðist 16. júní 1862. 1. Hún var í hjarta prúð, hreinskilin viðmótsþýð, hógværð var hennar skrúð, hófsemi, stilling fríð; háttu og hegðan alla guðræknis skreytti birta blíð. 2. Mannástin helg og hrein hennar í brjósti var, hún vildi hvers á mein liönd leggja blessunar, góðverk hún gjörði eigi sjer til fánýtrar fordyldar. 3. Hún þolgóð þrautir bar, þá sterk, er reyndist mest; ástvinum engill var af guði sendur bezt, sorgþjáðan sefa’ að hugga og allan hugar bæta brest. 4. Guð tók mitt góða víf, guð þekkir hrelldra tár, guð, sem er Ijós og líf, ljósgeislum þerrar brár sinna syrgjandi barna, þegar að rennur eilíft ár. Svo minntist konu sinnar elskulegrar P. í. Foreldrar Ragnheiðar voru Daggestur Einarsson og Kristín Pjetursdóttir. Daggestur nefndi og ritaði sig ætíð Gest; faðir hans var Einar Ólafsson í Rauðseyjum, hans faðir Ólafur Sturlaugsson á Brekku, hans faðir Sturlaugur Pjetursson, er þar bjó, og hans faðir Pjetur Sturluson; konaEinars í Rauðseyjum og móðir Daggests hjet Bergljót Sigurðardóttir frá Mýrartungu, Pálssonar frá Hnúki, Helgasonar frá Reynikeldu, Einarssonar, Einars- sonar, Teitssonar í Ásgarði, Eiríkssonar, er þarbjó og, Guðmundssonar frá ,Felli í Kollafirði, Andrjessonar frá Felli, Guðmundssonar hins ríka á Reykhólum, Arasonar Guðmundssonar, er lifað hefir um miðja 14. öld; var Ari bróðir Rafns lögmanns Guðmundssonar; en kona Guðmundar Andrjessonar var þrúður dóttir þorleifs hirð- stjóra ogriddaraá Reykhólum, Bjarnarsonar hins ríka á Skarði á Skarðströnd. Iíristín Pjetursdóttir móðir Ragn- heiðar var fyrri kona Daggests, en hann var seinni maður hennar; var Pjetur faðirhennará Hríshóli, og son Pjet- urs í Skáleyjum og Sigríðar Pálsdóttur frá Iílett, Gríms- sonar, Jónssonar á Kollafjarðarnesi, Gíslasonar prests í Yatnsfirði, bróður Odds biskups Einarssonar; Einarfaðir Odds biskups var seinast prestur í Eydölum, og er frá honum Eydalaætt. tit afskiptapaí Skaptafellssýslu 1864. Ekkja hins sjó-dauða, eða hennar kirkjuganga. Iíirkjuna sæki eg, því kær er hún mjer, Kristur minn dýrstur þar boðaður er, sem huggaði hrellda og harmþrungna bezt, það herma bæði Nain og Bethanía sjest. Litast jeg um garðinn og leiðin sje þar græn, — lít upp til himins qg flyt mína bæn — enga svarðar-torfu jeg eygi samt þar, er undir liggur hann, sem mjer kærastur var. Skunda jeg í guðshús og skvgnist um rann, skylda’ eg eigi þar finna saknaðan mann? smælingjarnir augunum inn renna í kór, út úr mínum veltist þá táranna sjór. Ógurlegur ægir í eyrum dunar hátt, inn um leggur náhljóð kirkjunnar gátt, úti í ólgu-djúpi eður unnar við stein eru nú að hrekjast manns kólnuðu bein. Hlýði jeg á guðs orð og hermir það mjer, Hann er eigi misstur, sem græturðu hjer, sá býr uppi á himnum, er heyja mun dóm, liann allt vekur sofanda básúnu-hljóm. Ylur vitjar beina, þótt urin sje og hvít, upprisu-lífið það gjörir þau nýt, mynd hans þekki eg aptur, mjer sem var allt, mæðan er þá horfin og sjerhvað fallvalt. Með sonum bæði og dætrum þá sæki eg hans á fund, hvað sælu- við fær jafnast þá inndælu -stund! ef gengum guðs á vegi þá gefst oss sælu-vist, en gnæfir yfir allt fá að skoða þar Krist. M. H. — í setpembermánuði í fyrra tapaðist á veginum úr Reykjavík og inn að Öskjuhlíð kvennfat úr Ijerepti með ljósbláum og brúnum rúðum og gulum og rauðum tein- um; hekluð budda var í vasanum, svört og grá, með perlum á, sumum gyltum og sumum úr stáli, og var í henni 1 rd.— 1 rd. 48 sk.; hvítur vasaklútur var og í vasanum, merktur I. G. þeir sem fundið hafa þetta, biðjast að skila þvi mót sanngjarnri horgun yfirsetukonu Mad. Ingibjörgu Guð- johnsen hjer í bænum. titgefendur og ábyrgðarmenn: Benidikt Sveinsson, Jón Pjetursson, Jón Þórðarson Thoroddsen. l?rentabur í prentsmfbju Islands, 1864. Einar þórbarson.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.