Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 2
90 sig að guði, eða falsspámaðurinn, sem getur um í Op- inberunarbók Jóhannesar, er fylgir dýrinu og drekanum. Jmgar hinn gamli Satan loks ræðst á Krists kirkju, og ætlar að láta skríða til skarar við hana, þá mun hans smurði ekki verða tekinn af flokki drýsildjöflanna, og svo reynir Satan að gjöra hann sómasamlega úr garði, með nesti og nýja skó; því svo er spáð, að hann skuli birtast í allskonar krapti, táknum og undrnm lyginnar. Spádómarnir um Antikrist geta aldrei rætzt á Magnúsi, og það því síður, sem hann einu sinni hefir verið guðs- barn, þó aldrei hefði verið nema í skírninni. En djöf- ullinn, sem var morðingi frá upphafi, þekkir sína, og einhver af hans gömlu gæðingum mun þá verða fyrir valinu. Jeg enda þá þessa grein, með því að segja lönd- um mínum álit mitt um Magnús Eiríksson, og verður það þetta: Hann er nú hinn sami auðnuleysingi sem áður, maður vitskertur, stundum með viti og stundum með óviti. þegar köstin koma að honum, talar hann alla óliæfu, eins og vitstola menn, og á því má ekki henda neinar reiður. |>ar eð Magnús er landsmaður vor, því hann er fæddur á íslandi, og einnig náungi vor allra, skapaður í mannsmynd, eigum vjer að taka hann til bæna i öll- um kirkjum landsins, á þá leið: að hinn óhreini andi, vitfirringin, hverfi frá honum, og að honum hlotnist sú náð á dauðastundunni, að verða heilvita, og Ijós hins eilífa orðsins skíni þá svo á hans hálfbrostnu augu, að hann fái lokið upp vörum sínum, ekki til sjálíhælni, heldur til auðmýktar, og geti sagt: »Fyrir þig hinn ei- lífi kærleiki, Kristur liinn krossfesti, sem jeg í fásinnu lastaði, er mitt frelsi fullkomnaðn. J. Þ. Th. SVAR til II. Kr. Friðrikssonar undirkennara við lærða skólann í Iteykjavík. (ISiðurlag). þessum atriðum 3 ætla jeg nú að svara, en fáu einu, því þau eru ekki margra orða verð. 1. þjer Ijetuð yður þá muna, að segja satt og rjelt frá. J>jer dyljið það, að jeg sjálfur kom upp í skóla til yðar og bauð yður að rita nnffn yðar, cn þjer neituðuð því, án þess að gefa mjer í skyn, að þjer kærðuð yður um að ræða það mál framar. þetta var nú hin 3. tiiraun til að fá yðar »ómissandi» nafn, sem þjer haldið, undir boðshréfið. Aptur á móti ofliermið þjer það, að jeg gæti vitað, að þjer og sýslumaður J. Thoroddsen væruð samdóma um uppkast yðar, því það var alveg nafnlaust, meðan jeg hafði það undir hönd- um, en hitt er satt, að Thoroddsen ogþjer töluðuð um í haust að fara strax að safna gjöfunum, og mundi jeg ekki hafa haft neitt á móti því, að skrifa strax undir uppkast yðar, hefði það eigi verið svo herfilega illa skrifað, bæði að stefnu, hugsun og málfæri. Ef þjer nú viljið gjöra svo vel, og láta prenta þetta uppkast óbreytt, þá vona jeg að allir sjái, að þessir lágfleygu eiginleg- leikar þess sjást allir á því sjálfu, en látið jtjer nafn yðar undir það, sem minni hluti skýlisnefndarinnar, þá haldið þjer, að stíll yðar og rithattur þyki fallegri, enjegætlaði að flestum öðrum þætti. Að öðru leyti get jeg sagt yður, að nefndin þurfti engan snarfara »til þess, að nafn J. Thoroddsens gæti« staðið undir neðanmálsgreininni um undanfærslu yðar, að rita undir boðsbrjefið, þó yður geti nú eigi skilizt það. Um 2. þjer farið mörgum herfdegum orðum um boðsbrjefið. J>að er eins og yfirdómari Jón Pjetursson, sýslumaður J. Thoroddsen og jeg sjeurn skóladrengir og þeir í neðsta bekk; svo hrokalega talið þjer. Látið þjer yður ekki svona mikið, undirskólakennari! Ef það væri nú svo, að maður gæti sagt, að þjer hugsuðuð Ijósara, eður rituðuð betri íslenzku, en svona rjett í meðallagi, þá mættuð þjer djarft um tala. En þetta er eigi svo. Yður verður aldrei list sú lánuð, og því ættuð þjer að leggja löst þann niður að dramba svona í blöðunum út af öðru eins lítilræði. Jeg skora nú á yður, skólakenn- ari! að reka af yður sliðruorðið með því að prenta yð- ar uppleast orðrjett, eim og pað var, og skal jeg fyrir mitt leyti láta mjer lynda, að menntaðir menn og ó- menntaðir skeri úr því, hvort yðar uppkast taki í nokkru fram boðsbrjefinu. En nú kemur aðalmergur málsins og er hann sá, að þjer hafið ranghermt boðsbrjefið. Eða hvar stendur það í því, að það vilji reisa pað liús á Þingvöllutn, par sem alpingi sltyldi haldið framvegis? J>etta eru helber ósannindi, það sjá allir. En þar stendur bending um tilætlan Kristjáns konungs hins 8. í þessu efni, en þessi bending stendur í grundvallarlögum sjálfs alþingis, og er aumt til þess að vita, að þjer skulið eigi vita þelta, sein eruð búnir að pjakka svo mörg ár á alþingi, eður þá að þjer skulið vera, jeg þori að segja, sá einasti menntaði maður á Islandi, sem látið þessa mildiríku og lands- föðurlegu bending hins hásæla konungs fælavður frá að rita nafn yðar undir það skjal, sem hún stendur í. Einnig þessari fögru afsökun skýt jeg undir dóm annara, en grunur minn er sá, að íslendingar kjósi sjer lieldur, að II. Kr. Friðriksson vanti á boðsbrjefið, en nafn liins ó- gleymanlega konungs. Um 3. Loks lýsi jeg því yfir, að það eru ósannindi, að meiri hlutinn hafi rekið yður úr nefndinni; hitt held jeg, að þjer á alþingi 1863 í meira liluta skólanefndar- innar liafið gjört meiri nefndarafglöp, er pjer sjálfur

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.