Íslendingur - 22.05.1865, Page 4

Íslendingur - 22.05.1865, Page 4
92 dauði að hæli hinnzta, hrifið úr faðmi á víG, ein bára sjaldan unnar á skjellur bjargi og fargast. 7. Einkason elskulega öldruð sæta grætur, engri heimsgleði auðnast aptur það bæta skaptri, fyrr en hjervist og harmar liljóta takmark og þrjóta; vonar, sína sjái’ hún sólbjarta guðs hjá stóli. B. 0. KLÖGUN SKÓLAKENNARA H. KR. FRIÐRIIÍSSONAR yGr mjer til ráðgjafastjórnarinnar, sem getið er um í næsta blaði á undan, er þannig hljóðandi á íslenzku: Eins og hinu háa stjórnarráði án efa er full-kunn- ugt, hefir kláðamálið, er svo mikið hefir verið um rætt i hin síðustu sjö ár, valdið svo miklu ósamlyndi hjer í landi og svo stórkostlegum æsingum, að það hefði að minni hyggju verið æskilegt, að stjórnin hefði sjeð sjer fært að láta meira til sín taka í því, en hún hefir gjört, svo að landsmenn hefði haft frið til að sannfærast um, hve mikið gott leiddi af því, að þeir færu betr með fje sitt og hirtu beturum það. J>að er og stjórninni fullkunn- ugt, að á fyrstu kláðaárunum urðu þeir fyrir mörgum ofbeldisverkum, er eigi vildu skera fje sitt niður í þeim sýslum, sem kláðinn var í, t. d. að menn fóru inn í fjárhús annara bænda og kyrktu það fje, er í þeim var. |>að er enn fremur alkunnugt, að mönnum var hótað því, einkum á Norðurlandi, að fje þeirra skyldi verða skorið með valdi, ef þeir gerðu það eigi sjálfir með góðu, og að það því eigi sjaldan bar við, að þeir sáu sjer eigi annað fært, en eyða heilbrigðu fje móti vilja sínum. Jeg þarf hjer eigi að tala um hinar ofsalegu umræður um málið á alþingi og tillögur þingsins, er settu allan eignarrjett í hættu. |>að var þó svo að sjá, sem menn værn orðnir stilltari og gætnari í fyrra sumar, og þótt uppástungur alþingis engan veginn fullnægðu þeim kröf- um, er menn vissulega höfðu rjett til að gjöra til þess konar samkomu, eða væru svo stiililegar og á svo góð- um rökum byggðar, sem æskilegt var, virtust þær þó í fljótu áliti alls ekki veita eignarrjettinum neinn yfirgang. En um sama leyti Ijet þingið þó út ganga áskorun til Gullbringu- og Kjósarsýslubúa, er miðaði til að fá þá til að eyða fje sínu og fá annað í staðinn. fessi áskor- un mundi þó án efa hafa orðið árangurslaus, hefði hún ekki fengið ötulan og starfsaman uppihaldsmann og for- vígismann, þar sem yfirdómari Benidikt Sveinsson er; hann reið hinn síðara hlut sumarsins frá einum bæ til annars, hjelt fundi við bændur, og reyndi sumpart til að telja þá á niðurskurð, sumpart fullyrti hann, að uppá- stungur alþingis mundu verða gerðar að lögum ogmundu þau lög út koma sama haust, og eptir þeim mundi það verða svo erfitt fyrir þá að halda fje þeirra, að það væri næstum ómögulegt, og um leið reyndi hann með öllu mögulegu móti til að gera bændur hrædda. En þrált fyrir æsingar hans og annara, er eins hugsa, var það þó að eins í einum hrepp, nefnilega Iíjalarneshrepp, er menn fengust til að skera niður fje sitt, ogfásjerann- að fje. I vetur, er var, varð vart við kláða að eins á fáum bæjum hjer íGullbringu- og Kjósarsýslum,og fjeð a þessum bæjum var yfir höfuð alt læknað um veturinn eptir tilhlutun stiptamtmanns, svo að menn vissu eigi til, að kláði væri neinstaðar þegar vorið byrjaði, og nú í sumar hefir alls ekki orðið vart við kláðann, fyrr en nú í septembermánuði, að kláði fannst í fáeinum kind- um, en þær voru þegar skornar, og þess hefir eigi held- ur enn orðið vart, að þessar kindur hafi sýkt aðrar, þótt full ástæða sje til að ætla, að þær kindur, sem kláðinn hefir fundizt í, hafi ekki verið allæknaðar í vor. En þótt skynsamlegar ástæður sjeu til að ætla, að þó kláðanum sje eigi nú þegar útrýmt, muni honum þó verða alveg útrýmt með því að leggja alt kapp á það framvegis, eða að það þurfi að minnsta kosti ekkert mein að verða að honum, eru þó niðurskurðaræsingarnar byrjaðar aptur síðara hluta sumarsins, og það með meira ákafa en nokkuru sinni áður. það er þannig fullhermt, að hinn setti amtmaður Bogi Thorarensen hafi í síðastliðnumjixlí- mánuði beðið amtmann Havstein, að útvega nokkravopn- aða menn, til að fara suður ásamt 200 mönnum úr Vesturamtinu, er hann hafði til húna, og þröngva Sunn- lendingum til niðurskurðar með vopnum; en amtmaður Flavstein vildi eigi aðhyllast þessa uppástungu. J>ing- vallafundur var haldinn 15.—1G. ágúst síðastl. J>ar var það aptur yfirdómari Benidikt Sveinsson, er hreyfði mái- inu, og með kappi því og fulltingi, er Norðlendingar, þeir er á fundinum voru, t. d. hjeraðslæknir Jósep Skaptason, sýndu og veittu honum, kom hann því til leiðar, að Norðlendingar fyrir hönd Húnvetninga, og sýslumaður Jón Thoroddsen fyrir hönd Borgfirðingabuðu Iíjósarsýslubúum og Seltjarnarness- og Álptaneshrepps- búum í Gullbringusýslu svo og Reykvíkingum annað fje í staðinn fyrir fje þeirra, með vissum skilmálum, er sýndust vera dágóðir, ef þeir vildu skera fje sitt niður; og til þess að fá menn í áðurnefndum hjernðum til að skera niður, var kosin sjö manna nefnd; voru þeir í henni yfirdómari Benidikt Sveinsson og sýslumaður Jón Thoroddsen. Skömmu eptir |>ingvallafundinn hóf nú

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.