Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 3

Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 3
91 husuð yður fyrir framsögumann, en meiri lilutinn hefir gjört í þessu máli, sem þjer auðsjáanlega leitizt við að spilla, eins og því. En haldið þjer ekki, að íslendingar geti eins vel Iátið 10,000 rd. til að byggja hús á þing- völlum, eins og að greiða mörg 10,000 rd. í kostnað þann, sem leiðir meðai annars af kláðarollum yðar? þegar jeg vorið 1840var útskrifaður úr Bessastaða- skóla, var jeg ráðinn í Eyjafjörð fyrir barnakennara. Fór jeg þá vestur að finna foreldra mína og reið svo norð- ur. En áður en jeg fór að sunnan, bað kennari minn, Dr. Sveinbjörn Egilsson, mig að taka brjef til amtmanns- Bjarna Thórarensens á Möðruvöllum. Jeg kom að Möðru- völlum seint á sunnudag. J>ar var þá fyrir Bjarni stú- dent Bjarnason frá Ásgarði. Ilann var leikbróðir minn í æsku og síðan skólabróðir, og hafði þá hið sama vor gjörzt handritari amtmanns Bjarna. Jeg skilaði brefl Svb. Egilssonar, en amtmaðurtók mjermeðhinni mestu hlíðu, og kannaðist við frændsemi okkar og var hinn kátasti. Sagði hann okkur Bjarna J>á vísur nokkrar, er liann kvað að verið hefði íbrefi Egilsens, ogrjeðjeg, að Bjarni hefði áður sent Egilsen vísur líks efnis, og væru þessar andsvar þcirra frá Egilsen; þeir amtmaður og Bjarni, er báðir voru hinir ihestu söngmenn, sungu vís- urnar, og nam jeg þær og svo Bjarni stúdent, og skrif- uðum þær upp og eru þær þannig: 1. Blessaður vertu aldrei áll eða með kroppinn mjóa; forði þjer bæði Finnur og Páll frá því að vera tóa. 2. Líttu, á hve þau leika sjer iíns á dúknum snoðna, hann í lykkjum hundrað er, hún með skottið loðna. 3. þau eru bæði að vjelum vön, svo vant er milli að gjöra, sykurvör og sírópsgrön sýnist á þeim vera. Bjarni amtmaður fór þcim orðum um vísur þessar, og svo sínar, að þær heyrði tilþví kyni skáldskapar, er héti slcrítlur. Beri maður vísur þessar saman við vísur Bjarna amtnt.: »Væri jeg bara orðinn áll», (sjá kvæðabók hans bls. 17G), þá sjest glöggt skyldleiki vísnanna. En jeg get þessa að eins af því, jeg sje að útgfendur ijóð- mæla Svb. Egilssonar ekki hafa getað fengið vísur þess- ar, því líklega hefir höfundurinn aldrei skrifað þær í kvæðasafn sitt, og mun svo geta verið um íleira. En ekki vildi jeg láta vísurnar niður falla, og það því síður sem jeg veit ekki, livort nokkurnú lifandi manna, annar en jeg, geti meðrökum skýrtfrá, hvernig á þeim stendur. J. P. Th. f JÓIIANN GUÐLAUGSSON. Hví hefir sól með sumri sigið til viðar niður, og hretviðri á hausti helnepju til vor krepjað? Obbadon fróns á fjöllum fjörnjótsson dreif að hreyfast; sagði: »mjer fylg, því feigðar flyt jeg sigðin bitra. 2. f niðamyrkri nætur nú skulum hvílu búa, mann-engli líf svo linni, i iægis skauti blautu, Jóhanni Guðiaug getinn, guðs ráðstöfun svo tjáir, æðra heimkynni, en heimi, hef jeg sál hans gefið. 3. Fyrðar tveir á fleyi fylgd sjer tóku gildir. Vík yfir dranga vildu voðar yglu sigla; Jóhann og Sigurð sáum sjerlegt atgjörvi bera, gáfum og vinsæld gædda guð hafði báða á láði. 4. Brast á stormur sterkur, strjálaði fönn í hrönnum, samtök við græði gjörði, grimmd að framkvæma ramma; ránarbörn fóru á fætur, fley upp á að teygjast, unz þeirra marar marinn mátti drekkjast í brekkum. 5. jþá að full-hugum hraustum helsvefninn rjeði stefna, einn guð ákvarðað hafði áralok þeirra í bárum, lians ráð er hulið mönnum, hiýtur þó hver að líta, styrkur almættis stýrir stundu, himni, og grundu. 6. Von er þó sorg að svífi sinni móður liljóðu, því fyrir ári einu eiginmann hafði dregið

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.