Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 6

Íslendingur - 22.05.1865, Blaðsíða 6
94 þannigvona jeg, að hvermaðnr sjái, að allar gjörðir mínar í íjárkláðamáljnu hafi haft það mark ög mið, að hrinda stefnu stjórnarinnar í þessu velferðarmáli lands- ins í það horf, sem samrýmzt gæti landsháttum vorum og þar á byggðri skoðun og vilja allra hinna beztu og vitrustu Islendinga, og skýt jeg því nú óhræddur til dóms allra slíkra manna á landi voru, hvort þeir álíti mínar gjörðir í þessu máli síður lagaðar til að fá lieppileg úrslit málsins, og þá um leið, samkvæm vilja stjórnar- innar, heldur en hið fjarskalega einstrengingslega og óalþýðlega lækningakapp II. Kr. skólakennara Friðriks- sonar, sem ekkert hefir við að styðjast nema rangskildan vilja ráðgjafastjórnarinnar. Ilinum persónulegu meiðyrð- um, sem finnast í klöguninni, og sem að eins eru rógur um mig og ekki konp málinu við, ætla jeg mjer að svara á aðra leið, og draga hann fyrir lög og rjett hvað þau snertir. B. Sveinsson. 4- t fORSTEINN ÓLAFSSON, frá Stóra-ási í Borgarfirði, dáinn 23. maí 18G3. Fyrr gekk jeg völdum með vini á vörmum dags morgni; hvorki kveið hita nje kulda, hreti nje stormi; en vonaði flestra ósk fylltist að forsjónarráði; mig langaði að liði að kveldi ljósfagur dagur. 2. Skjótt byrgðu himin heiðan um hádegi á sumri þokuský þykk úr veslri undan þjetturo regnskúrum; en þó að svipleg sýnist svoddan umbreyting, gullleiptur sólar síðar sorta þeim eyðir. 3. Allt er hverfult í heimi, nema hugsjón til vinar, finn jeg hann siðar alsælan, á sælunnar landi; með nýjum skilningi skoðum skaparans vegu um alskíra eilífðar daga í alfjjðurs húsi. Svo minnist sárt saknandi síns elskaða ektamaka Þorgerður Hannesdóttir. — Með póstskipinu, sem hingað kom 24. f. m., frjettist^ að stiptamtmannsembættið hjer á landi og amt- mannsé'mbættið í Suðunimdæminu væri veitt justitsráði Hilmar Finsen; hann hafði áður verið bæjar- og hjeraðs- fógeti á Als, og er sonur Jóns Ilannessonar biskups Finnssonar; en í Yesturnmdæminu er nú settur fyrir amtmann Bergur Thorberg, fullmektugur í íslenzkn stjófnardeildinni; hann er sonur Ólafs prests Thorbergs á Breiðabólstað í Vesturhópi. Yfirdómsforsetinn Th. Jonasson er sæmdur danne- brogs-commandeurkrossi fyrsta flokks, og kvaddur til að vera konungsfulltrúi á alþíngi nú ísumar; konungkjörnir þingmenn veraldlegu stjettarinnar eru þeir Jón justitsráð Hjaltalín, Jón yfirdómari Pjetursson, Ilergur Thorberg og Ilalldór skólakennari Friðriksson, en andlegu stjettar- innar, biskup Helgi Thordersen og prófessor Pjetur Pjet- ursson; en varaþingmenn konungkjörnir: Árni landfógeli Thorsteinsen og prófastur Ólafur Pálsson. I Austurskaptafellssýslu er sagður kosinn fyrir al- þingismann Stefán Eiríksson í Árnanesi, en fyrir vara- þingmann Bergur prófastur Jónsson í Bjarnanesi, og í Hegranesþingi er kosinn alþingismaður Ólafur Sigurðs- son í Ási í Hegranesi, og varaþingmaður Egill Gott- skálksson á Steiná. STAKA. ^Erling skakka öll við þing ætlum næsta traustan ; sigling hans á sexæring sjást mun glæst að austan. Auglýsing. Frá prentsmiðjunni í Reykjavík er nú kominn úí ritlingur í 12 blaða broti, llObls., um jarðamötin, fjár- kláðann og ýmislega tilhögun, eptirFriðrik prest Eggerz; fæst ritlingur þessi til kaups bæði hjá höfundinum og í Reykjavík hjá Einari prentara þórðarsyni, og kostar inn- heftur 36 sk. Enn fremur í Reykjavík komið út á kostnað bók- menntafjelagsins 1865: Tölvísi eptir Björn Gunnlaugsson, 400 bls. á 2rd. » sk. Blöð úr Hauksbók m.m. (Jón |>orkelsson) á » — 36 — Skýring málfræð. hugmynda (H. Kr.Friðrikss.) »— 12 — í Iíaupmannahöfn: Skfrnir 39. árg. 32 sk.; Tíðindi um stjórnarmál. á ísl. I. B. xr. og II. i. Skýrslur um Landshagi III. 4.; ís- lenzkar jþjóðsögur og æfint. II. 2. 1) Sjá Fornmannasögur VIII. b., Swris sógn. Útgefendur og ábyrgðarmenn: Benidikt Sveinsson, Jón Pjetursson, Jón Þórðarson Thoroddsen. Frentaímr í prentsmÆju íslands, 1865. Einar þörbaraon.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.