Norðanfari


Norðanfari - 06.09.1870, Blaðsíða 4

Norðanfari - 06.09.1870, Blaðsíða 4
70 þai 1500 faSma H — sáum viS næsta glöggt hverju þar fdr fram. Við vorum nýlega komn- ir inn á bjargife um eða rjett fyrir miðjan <lag, þá heyrðum við skot á gnfuskipinu og fylgdu þar mörg fleiri á eptir, eitthvað rúint 20 alls, stundum riðu nokkur skotin af svo ört eins og margir væru að skjóta eða hver byssan væri þrifin eptir aðra, en stundum leifi nokkub á milli svo vel var tími til að hla'a; skotreykina sáum vib glöggt og komu þeir allir upp á sjálfu gufuskipinu; frá því skot- reykurinn sást og til þess við heyrðum hvell- inn, leið svo langt að við gátum sagt hver við annan: Nú var skotið! Enn var skoti?! og dauða fuglinn sáum við fljóta á sjórium til og frá kringum skipið, þegar skothríð þessi hafði staðið um stund, sáutn við 2 menn koma frá skipinu á minnstabátnum — 2 eða 3 stærri bátar fylgdu líka skipinu —, annar reri bátn- um enn hinn týndi dauða (skotna) fuglinn upp af sjónum, og hristi hvern fugl lítib eitt í hendi sjer áður hann lagði þá niður í bátinn, á meðan þessir menn voru að tína upp fugl- inn var enn haldib áfram nokkra stund ab skjóta af gufuskipinu, og þegar skothríðinni lynti sáum við mennina á litlabátnum fara að gufuskipinu og kasta fuglinum upp á það; Iitlu síðar Ieysti gufuskipið upp og hjelt á burt. — þetta sem hjer er sagt erum við reiðubúnir ab staðfesta fyrir rjetti ef krafist verður. Sköruvík 25. júní 1870. A. Guðmundsson. G. Finnsson. S. Jónsson. þAKKARÁVORP. — Seint á næstl. vetri neyddisí jeg til að flytja burt frá heitnili mínu vegna bjargar- leysis, hef jeg síðan hjálparþurfandi notib vel- vildar og góðgjorðasemi meðbræðra minna. Jeg þakka því innilega öllum þeim er hafa gjört mjer gott; einkanlega eru þab Mývetn- ingar, hjá hverjum jeg dvaldi mest, sem jeg er skyldugur að minnast með þakklátum huga, því auk þess örlætis er þeir sýndu rojer, voru þeir mjer á allan hátt svo mannúðlegir eins og jeg hefði komið að foreldrahúaum, þó jeg væri þeim meb öllu ókunnur; jeg bib því þann er endurgjeldur öll góðverk, að blessa þá og farsæla, og láta þessa mannvini aldrei skorta efni til að gjöra gott. Ritað í júním. 1870. Asmundur Jónasson þistilfirðingur. — í harðindunum fyrir jólin næstl. vetur, varb sonur minn Arngrímur fyrir því láni, í hríð og harðveðri seint á degi, að koma auga á einhverja lifandi skepnu í holti spotta korn frá bœnum. þótti drengnum þetta aihugavert, og gekk því upp í boltið ab skyggnast betur að. það var þá maður, skríðandi á höndum og hnjám, höfuðfatslaus, yfirkominn af þreytu og villu og svo ringlaður, að hann vissi ekkert um sig. Maðurinn var Stefán trjesm. Ólafsson læknis, Thorarensen, bóndi í Löngnhlíð, sem lagði heimleiðis af Akureyri deginum fyrir og ætl- aði að ganga yfir heiðarnar (Laugalands og Krossastaða), en villtist í hríðinni og missti bæði böfuðfatib ogskíðisín._ Ðrengurinn hijóp heim og svo var farið til nœsta bæjar, til ab fá hjáip til að koma manninum heim ab bæ mínum. A þessu stóð ekki lengi; en þegar komib var aptur til mannsins, þá var hann lagstur fyrir, með opin augun á móti hríðinni og veðrinu, rnállaus, og með litlu meiru en lífsmarki. Hann var nú borinn heim, og ept- ir föngum reynt til að hjúkra honum; raknaði hann vib um nóttina og smá batnaði, svo að hann gat daginn eptir Betið með hjáip á besti heim til sín, en sjönina vantaði af ofraun í augunum, sem síðar batnaði líka, svo hann náði sjer að mestu eða öllu. það var gæfa drengsins míns og mín að svona heppilega tókst ti!; og þó sú hin lítilfjörlega hjálp, sem á heimili raínu var látin Stefáni í tje, geti aldrei álitizt annað en kristilegt skylduverk vib nauðstaddan náunga, þá hefir þó herra Stefán Thorarensen af öríæti sínu og veglyndi, látið mig og dreng minn njóta þess, að við orðum meðal í drottinshendi til að lífdagar hans urðu iengri í þetta sinn, þar sem hann heíir gefið okkur allt að 7 (segi og skrifa allt að sjö) ríkisdala virði. þetta veglyndi og höfðings- rausn kom sjer því betur, sem jeg er bláfá- tækur fjölskyldumaður, og sje jeg einnig meb þakklæti af þessu atviki, að aumingjunum leggst æfinlega eitthvað til. Jeg leyfi nijcr líka opinberlega með virðingu að þakkagjöfina og bið Norðanfara í næsta blaði að ílytja þakk- lætisorð þessi viðkomendnm : herra Stefáni og vandamönnum hans í Lönguiilíð, sem mest hefðu misst, hefði forsjónin ekki afstýrt elis- inu svo dásamlega. Steðja, á þelamörk 22. ágústm. 1870. Kristjáu Arngríinsson. ALAEDDÍN. (Niðurl. Af því sem að Kraen Olnas þagði nú, og sýndizt sem htigsa sig um, kváíu allir meðlimir samkundunnar í einu hljóði ujip meiningu sína um Alaeddín. Hvers vegna, segja samkomumenn, hikar hinn háttvirti dóm- ari sjer við, að fullnægja bæn Alaeddíns. Vjer biðjum þig fyrir hönd Álaeddíns, ab láta hann njóta dyggða sinna og atgjörvis, og gjöra hann að tengdasyni þínum. Kraen Olnas beifi einungis eptir bæn þessari, og svaraði þegar. það gleður mig, ab vai mitt hefir öðla«t samþykki þeirra sem hjer eru saman- komnir, þrí jeg skal ekki dyljast þess, ab nú utn langan tíma, hefi jeg unnt Alaeddín sern syni mínutn, fyrir atgjörvi hans og siðprýði, blíðu og göfuglynda hugarfar. Svo margra fytirbænir eru mjer næg sönnun fyrir því, ab jeg hefi eigi farib vilt í dómi mínum. Jeg kýs hann því með gleði fyrir tengdason minn, og þakka þessari góðu og heiðruðu samkomu hið vinsamlegasta fyrir þab, sem hún hefir talað máli hans. Fundurinn óskaði föður og tilvonandi tengdasyni til hamingju. Cadíen eður dómarinn var þegar sóttur, og hjóna- bandið staðfest meb opinberu skjali. Kraen Olnas hjelt nú mikla veizlu. þá upp var staðið frá borðum, kom gamall maður ásamt 5 unglingum, er iionum fylgdu, inn í stofuna. Alaeddín þekkti þá þegar að þetta var hinn gamli vinur hans Halil, en ungling- arnir 5 bræður hans. Kraen Olnas hafði nokkru eptir þsð að pyngjan fannst, sent skip til Egyptalands til þess að sækja fjölskyldu Jessedíns og flytja hana til Indlands, hvar hann ói önn fyrir henni sem faðir. Móðurin bjó í kvennabúri dóttur hans, og bræðrunum var kennd verziun. Alaeddín varpaði sjer í fang Halils og grjet þar fögrutn tárum. Flann mynntist og bróðnrlega við bræður sína, urðu þar þá miklir fagnaðarfundir; hann spurði og eptir hvort móðir hans lifði enn þá. þegar hann nú með fullkominni vissu fjekk að vita, hverjum hann einkanlega átti ab þakka ham- ingju sína, starði hann nokkur augnablik á Kraen Olnas rneð furðu og aðdáun; en að því búnu lagði hannfaðm sinn um hálshonumog grjet, en megnaði ekki að segja eittorb, því honum var allt af þungt nibri fyrir. Allur fundurinn sýndist gagntekinn af himneskum tilfinningum, og sjerhver fann, ab þar er engin stærri ltikka, en gleði sú sem er ávöxtur dyggða, velgjörða og þakklátsemis. P0NTUÐ KONA. Ameríkumanni einum hafði græðst mikið fje, og hugsaði sjer því að giptast, en fann þó enga samlenda sjer, er honum líkaði. Hann skrifaði því skipta vin sínum einum f Lundúnaborg, hvers ráðvendni og reglusemi hann gjörla þekkti. Eptirað hann hafði skrif- ab honum um ýmislegt, er hann vildi fá út- rjett, byrjafi hann formálalaust að tala um giptumáls áform sitt. „Jeg hefi fastráðið að gipta mig segir hann, enn jeg finn enga hjer, sem mjer iíkar. Dragðu því eigi undan með næstu skipsferð, að senda mjer kvennmann. A heimanfylgju þarf jeg ekki að halda, en stulkan verður að vera koinin af heiðvirðu fólki, og hjerum 20—22 ára gömul, í meðal- lagi að stærð og vel vaxin, geðsleg að útliti, meb óspjallað mannorð, iieilsugóð og hraust. Svo verður hún að geta þolað sjóferðina hing- að og loptslagið hjerna, svo jeg eigi þurfi þegar að fá mjer aðra. þegar stúlkan er kom- in hingað ásamt brjefi yðar til mín, svo skuld- bynd jeg mig til, að eiga hana 14 dögum eptir að jeg hefi sjeb hana, og svo fram- vegis. William R...........“. þegar nú útrjettingavinurinn í Lundúnum hafði meðtekið beiðni þessa, varð hann hyssa, þótti honum þetta ekki vandalaust, því lieldur sem hann vissi, að það var eigi anðgjört ab gjöra vín sínum til hæfis. þá er Englending- urinn hafði iengi leitab, hjclt hann ab nú hefði hann loksins fundið konu, sem hinum mundi líka. þetta var fátæk stúlka, en af heiðvirðu og góðu fólki komin, sem liiklaust gekk aö boðinu. þá er hún hafði útvegað sjer allar hinar nauðsynlegu meðkenningar, fór hón meb sama skipi og vörur herra William R., er pantaðar höfðu verib frá Lundúnum og voru sendar og til Ameiíku. A vöruskránni var um konuna f'arið svo látandi orðtmi : „Einnig ein stúlka 21 árs, sem pöntuð er, samkvæmt meðfyigjandi skilríkjum“. Allt kom vel um- búið og með góðum skilum til hinnar tilætl- uðu hafnar; William var þegar komin þang- að. þá er hann sjer, að fögur mær kemur í land, gengur liann til hennar, afhendir hún honum þá brjef frá skiptavin hans, í hverju hann meðai annars las þetta: „Sá er færir yður brjef þctta, er konan, sem jeg samkvæmt yðar heiðraða brjefi til mín dagsettu....... hefi útvegab yður, fyrir reikning yðar og á- byrgð“. „Yngisniey“ mælti ameríkumaðurinn, „Aldrei mun víxlabrjefi mínu verða mótmælt, jeg tel mig hamingjumann að geta leyst það“. 14 diigum eptir þetta, fór brúðkaupið fram. Herra William, skrifaði aptur vin sínum og Ijet liann vita, að hann hefði meðtekið allt meb beztu skiluin er hann itafði sent lionum, og að hann væri hjartanlega ánægður meb kvonfangið. Bóndi nokkur, sem um tíma hafði veriö drykkjumaður, gekk allt í einu í bindindi. Svo stóð á, að hann einliverju sinni hafði út- búib sig v«l niið brennivín, og keypt heila tunnu sjer til hressingar ; hann setti krana í tunnuna, til þess að lionum veitti sem hægast að ná í sopann. Einhverju sinni bar svo við, að hann seint um kvöld ætlaði ab fá sjer neb- an í því, og fór með fliiskuna og fyllti hana úr tunnunrii. En af því að hann var drukk- inn, þá gleymdi hann, að snúa krananum,svo að allt brennivínið rann tít úr tunnunni, og var bún orðin tóm, þegar að var komið um morguninn. þetta gramdist honum svo mjög, að hann þegar gekk í bindindi, og hafði aldrei framar brennivín á hcimili sínu, ekki einu sinni í kaffi. Samt þáði hann brennivín í kaffi, þegur liaim var einti.oro otafear gootkom— andi. þetta sýnir, hvernig bindindið og spar- semin geta fagurlega sameinast. Sýslumaður nokkur Iiafði dæmt mann til tíu vandarhagga refsingar fyrir þjófnað. En maðurinn sagði sýslumanni, að hann mundi skjóta málinu til æðra dómstóls (ylirrjettar). þá narrar sýslumaður manninn á afvikinn stab, og lætur fullnægja dómi sínum á honum, og segir síðan vib hann : „Appelleraðu nú“. Prestur nokkur fór að gefa saman hjón, og hljóbaði hjónavfgslan þannig : „Aukist og margfaldist fyrsta Móses-bók, fjölgi og upp- fylli undirdjúpinn“. Eptir ágizkun er allur verzlunarskipafloti heimsins 63,650 skip, sem samanlagt bera 18,835,930 tons (hjerum 2 lestir danskar hvert ton). Af þessum flota eru 59,518 seglskip, en 4,132 gufuskip, og eru í þessari tölu þó hvorkji, vatnaskip, nje þau, sem höfð eru til strandaferða, þab eru einungis skip sem fara millum landa í Stokkhólma í Svíþjób, var ívetursýnd- ur drengur að nafni Níels Níelsson 9 eða 10 vetra ganiall, sem vog ab eins 13 pd. en er þó rjettskapaður, heilsugóður, kvikur og lífleg- ur og ai'bragðsvel greindur. AUGLÝSING. — Fyrir nokkru síöan fannst hjer í flæðar- málinu fyrir utan kaupstaðinn hnakkklæði, sem goymt «r hjá tnjer, þar til eigandi vitjar, greiðir l'undarlapnin og borgun fyrir auglýs- ingu þessa. Akureyri 3. september 1870. Björn Jónsson. Fjármark Guðrúnar Sigurðardóttir á Mú!a í Aðaldal: stúfrifað vinstra. Brenni- mark: G S d. Brennimark Páls Bjarnasonar á Birningstöðum í Ljósavatnskarði: Pall B, Eitjandi og ábyrytlarmadur Bjöm JÓDSSOII* freutaður í jireutsm. á Akureyrt. J. Sveiuesou. J

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.