Norðanfari


Norðanfari - 19.04.1873, Blaðsíða 1

Norðanfari - 19.04.1873, Blaðsíða 1
^zndur Jcavpefuhnn kostnad- ' faust ; verct drg, 28 arkir * rd, 40 sk.y einstök nr, 8 sk, *ölulaun 7. hvert. Auglýsingar eru teknar i hlad- id fynr 6 sk, hver lina, Vid- aitkab/öd eru prentud d kostn- ad hlutadeigenda. 13. ÁIC. AKURETRI 19. APRIL 1873. JH ðl.—ðð. Grein sú sem stendur í júlí og ágúst blöðum Tím- ^ns 1872, með fyrirsögn »f>jóðvinafjelagið m. fl.« er samin með svo þýðum blæ, og virðist í fljótubragði svo sakleysislega og einlægnislega að lýsa lieitri ættjarðar- ast höfundarins, að oss Jjykir ekki ólíklegt að menn ^unni að fallast á skoðanir hans, og afsakanir, einkum Þeir sem ekki eru gagnkunnugir skapferli höfundarins og €áfna liðugleik. En þar sem af greininni er auðsær til- §angur hans sá, að kasta rýrð á þjóðvinafjelagið, og Sjöra það tortryggilegt í augum landsmanna, höfum vjer 'erið að bíða eptir því, að einhver af þjóðvinunum bæri hönd fyrir höfuð fjelagsins, í blöðunum, og af því vjer Wum ekki sjeð neitt í þá stefnu, enn sem komið er, 'eyfum vjer oss að koma fram með fáeinar athugascmd- lr við áminnsta grein. þar sem höfundirinn í fyrsta hluta greinar sinnar, ^eitast við að afsaka og fegra aðgjörðir minnahlutans á Ulþingi 1871 — sem oss kemur ekki til hugar að lá Lonum, þar sem hann var í þeim flokki og það þjóð- kjörinn — þá gat hann naumast hitt á snjallara ráð, en að ímynda sjer, »að alþýða vor, þegar hún dætair þessa flokka meirihl. og minnihlutann, viti ekki hvað hún gjöri og dæmir« og. til þess að leiða almenning úr þessari »leiðslu« leitast við eptir sínu höfði að gjöra ljóst að minnihlutinn hafði rjettara. það er auðráið þegar mað- ur með athygli les ástæður höfundarins að hann er orð- inn æfður í aðferð stjórnarinnar dönsku nú að undan- furuu, í því að leitast við að glepja sjónir fyrir íslend- lngum í þessu máli, og oss koma ósjálfrátt til hugar ræður manna á ríkisþinginu 1870, þegar stjórnarstöðu- lögin voru rædd. það væri að bera í bakkafullann læk- inn ef vjer bjer, færum að hrekja ástæður höf. því það er búið að rita svo mikið um þetta mál á alla vega, í blöðum Islendinga, Dana og Noregsmanna, að hver óvil- hallur maður sem því er nokkuð kunnugur, þarf ekki að ^era í »leiðslu« eða efa um það hverjir hafl rjettara fyrir sjer meiri eða minni hlutinn á alþ. 1871. Yjer viljum kð eins vekja athygli á nokkrum atriðum. þegar málið er dregið fram úr þeirri hugsunarflækju sem það heflr verið sett í, þá er það ljóst og einfalt. Frumvarpið til hinnar sjerstöku stjórnarskrár, sem minnihlutinn sam- þykkti, með lítilfjörlegum breytingum, lofaði oss mikl- um stjórnfræðislegum gæðum, að minnsta kosti leit það svo út á pappírnum, því mun enginn neita, eu áttum vjer kost á þessum gæðum fyrir ekkert? blutum vjer ekki til þess að geta öðlast þau, að missa önnur en dýrmæt- sri stjórnfræðisleg gæði hefðum vjer ekki þegar til al- vörunnar kom, að lögum hlotið að verða þegnar þegn- anna, ef alþingi hefði samþykkt frumvarpið? í staðinn fyrir, að vjer erum það, eins og nú stendur á ólöglegan hátt, af því vjer erum minni máttar, og af því að þjóð- frelsisflokkurinn' danski sem mestu ræður, er ekki kom- inn svo langt í stjórnfræðislegu rjettlæti, að hann vilji «nna þeim sem er í stjórnarsambandi við Dani, þegn- legs jafnrjettis, þó þeir fyrir þessa einu synd sjeu bún- ir alveg að missa mörg og góð lönd ríkisins. Ilöfundurinn segir það haft verið sorglegt að ekki gat gengið saman með meirihl. og minnihlutanum, svö lítiö sem þeim hafi borið á milli. Hann heldur enn- fremur »að stjórnarherranum hafl verið þægð í að frum- varpið náði ekki samþykki á þinginu, því það sje mun- ur fyrir hann, að fá iöggjafarþing, sem stendur honum jafnfætis, og þó ofar, til að þjarka við í stað þingsins sem núna er, sem hann geti vaflð um flngur sjer eins og hann vill«. Vjer skulum nú leitast við að sýna með ástæðum, að hverutveggja þessi ætlan höf. er ramm- skökk, og getur varla verið borin fram í öðrum tilgangi en að glepja sjónir fyrir þeim er lítið skynbragð hafa á málinu, en það eru því miður allt of margir meðal vor. Eptir að einveldið var afnumið heflr það smámsam- an orðið augljósara fyrir sífeldar bænir og kröfur meiri- hluta alþingis að ráðherrastjórnin hefir fundið til þess að á henni hvíldi þung siðferðisleg og lagaleg skylda, að láta af hendi einveldi það yflr íslandi, er hún á ólög- legan hátt hal'ði hryfið til sín úr höndum einvalds kon- ungsins. Ráðgjafstjórnin heflr því á ýmsa vega reynt til að semja við íslendinga um stjórnarbót, en sett sjer þó jafnframt það takmark, að sleppa engu verulegu af valdi því er hún hafði náð. Eptir að frumvarpið um stöðu íslands í ríkinu komst inn á Ríkisþingið hefir það stutt stjórnina (í þessu) að sama takmarki. Samkvæmt þessari grundvallarreglu eru stöðulögin, og stjórnarskrár frumvörpin samin, eins það sem lagt var fyrir alþingi 1871. J>ó liefir verið leitast við að laga frumvörpin, sem framast var mögulegt að skapi Islendinga, og eptir ósk- um þeirra, í öllu því er með nokkru móti gat samþýðst þessari skoðun, í þeirri von að geta, með aðstoð minni- hlutans, náð samþykki alþingis. Hefði þetta tekist þá var björninn unninn, að lögum, þungri byrði ljett á samvízku stjórnarinnar lg Ríkisþingsins, og meðferðin á íslandi rjettlætt í heimsins augum. J>etta lá stjórninni og Rík- isþinginu miklu þyngra á hjarta en fjárkröfur Islendinga. Til þess nú að sanna að það sem hjer er sagt sje ekki heilaspuni vor, setjum vjer hjer lítin kafla úr einni ræðu stjórnarherrans Iíriegers á ríkisþinginu 1870: »Hin þriðja hlið á máli þessu er hin stjórnlagalega. Jeg held mjer skjátli ekki, þegar jeg segi, að það var einkum þessi hlið málsins, sem lá landsþinginu, og þeim mönnum sem vöktu máls á því hjer í fyrra, næst lijarta, og að uppbæð tillagsins hafl legið þeim íljett- ara rúmi. Jeg skal í þessu tilliti geta þess, að jeg hafi í frumvarpi þessu leitast við að halda fast við þá stjórnlagalegu stefnu sem jeg með fullri sannfæringu aðhylltist þegar málið var rætt hjer áður. Jeg hefi um leið, reynt til að gjöra þetta í þvíformi, semhelzt mátti ^vænta, að væri eptir geði íslendinga, eður að minnsta kosti ekki smakkaðist þeim allt of illa«. Sjer nú ekki hver hygginn maður sem vill sjá það, að það var mikið en ekki lítið sem meiri og minni hlutan- um bar á milli, og að stjórnarherranum hlýtur að hafa fallið það mjög illa, að frumvarpið náði ekki samþykki alþingis. Hvaða vopn er nú næst hendi stjórnarinnar og minni- hlutans, að grípa til, til að afsaka og fegra með gjörðir sínar? hvað annað en að rýra sem mest og óvirðaþjóð- vilja íslendinga. Minnihlutinn ljet heldur ekki lengi bíða, að reiða það til höggs og heldur óþyrmilega í ágrein- ings atkvæði sínu 1871.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.