Norðanfari


Norðanfari - 19.04.1873, Blaðsíða 3

Norðanfari - 19.04.1873, Blaðsíða 3
oviðjafnanlegar gersemar, ef jeg reynist húsbændum min- um hollur og trúr. |>að er krossinn og nafnbótin. j>etta set jeg mjer fyrir sjónir og styrkimigsvo bæði í skyldu- ræktinni og voninni með því að minna migádæmi hinna dyggu þjóna, sem þegar hafa hreppt hinn dýrmæta kross °g hina dönsku nafnbót, og skína svo hjeðan í frá allt til æliluka, svo sem aðrar sólir á himni hinnar dönsku stjórnar. Æ, liver vill lá mjer þó mig langi til að verða tipp numinn á meðal þessara himintungla? Að minnsta kosti skal jeg ekki trúa, að það gjöri nokkur konung- Ejörinn maður. Og hver vill lá mjer, þó jeg meti ei hið íslenzka hlóð mitt dýrt í móti þvílíkum kjörgripum? Enda skal jeg og biðja menn að íhuga það án allrar hlutdrægni, hvort danskur íslendingur rnuni ekki vera eitthvað meira enn tómur íslendingur. Og krossaður danskur íslendingur, ráð eða riddari að nafnbót ofan á allt annað, það hlýtur þó að vera enn meira. Til þeirr- ar vegsemdar hjálpi mjer hamingjan og sjera Sören minn, svo sannarlega sem þetta mitt gyllini-klenódí og fórnar- reykelsi er fram borið af hreinskilnu hjarta, og svo sann- arlega sem jeg sjáifur, meðan tóri, skal aldrei vera og aldrei heita annað enn: Danskur Islendingur. TRÚARCRAGÐAFRELSI. (Niðurlag). Sannarlega ætti það ekki að vera hræsni, ekki að Aera nauðung, að fella síg við trúarskoðanir vorrar lút- Orsku kirkju. Meiri maður en Lúter hefur varla komið fram í kristninni. j>að játa jafnvel þeir, sem fæddir eru og uppfræddir utan vebanda lúterskrar trúar. Yel sje þeim, sem komast þangað með tærnar, sem hann hafði hælana; meira er fæstum geíið. Mörg stórmenni hafa framkomið síðan á dögum Lúters; hinir beztu hafa þó að eins stutt hans verk, en ekki tekið honum fram eður reist annan grundvöll í hinu verulega. Sá andi var hreinn og sterkur, sem bjó í brjósti Lúters og ruddi sjer það- an braut að mörg þúsund hjörtum á siðabóta-timanum. Á þeim sama anda munu trúmennirnir bergja; hans muuu aldirnar lengst njóta. þegar flokkarnir hafa gjört 8agn þjóðkirkjunni, þá hefur það verið fyrir það, að siða- hótarinnar sanni andi hefurþá verið betur lifandi í flokk- lnum, hefur verið farin að dofna í þjóðkirkjunni, en þá tekið sig upp með nýju fjöri, nýjurn krapti í hinum nýja flokki; hið frábrugðna í kenningum þeirra og háttum gagnaði ekki, heldur það, sem hver trúarbrögð verða að hafa, sem er: trú verkandi í lcærleikanum. Vilji því einhver gagnast ættjörðu sinni í trúarefnum, þá reyni hann til að glæðaþar: trú, kröptuga í kærleikanum; það er merguriun málsins. Sá, sem í öðrum tilgangi en þessum og án slíkra viðburða vill rýmka til um trúar- frelsi manna, hann gjörir meiraillt en gott. það er ekki nóg, að vera frjáls; frelsið er því að eins gott, að það hvíli á góðum grundvelli; þá fyrst er það sannkallað frelsi; annars er það offrelsi, sem leiðir til ófrelsís. það á sjer stað jafnt í andlégum sem líkamlegum efnum, að rnenn þurfa að hafa einhverja fótfestu. Ekki mundi það þykja sannarlegt frelsi í líkamlegum efnum, væri ein- hver liafmn frá jörðu og látinn hanga í lausu lopti, eða ef hann ætti að dansa á svimhárri gnýpu og fljúga svo 1 loptinu ofan á láglendið. þó líkist þetta frelsi á viss an hátt, að leika svona í lausu lopti. En það væri frelsi handa óbótamönnum, í stað þess að frjálsir menn mundu heldur kjósa að standa á jörðunni föstum fótum, hvort sem þeir svo ættu að ganga um rósir eða þirna; það væri hið sanna líkamlega frelsi. Svo hlýtur og hið andlega frelsi engu síður að hvílast á sínum fasta grundvelli. Og þessi hinn óhagganlegi grundvöllur í trúarefnum erbiflían, eður hið opinberaða orð. En til leiðbeiningar einstökum mönnum og heilum þjóðum er útaf hinum yíirgripsmikla grundvelli dregið aðaiinntakið hin kjarnamestu trúarsann- indin saman í fáorðar trúarjátningar, svo að fólkið geti því glöggvari skoðun fengið á sannleikanum, því fastari fótum staðið á hinum rjetta grundvelli, og hyggtá hon- Um trú sína og breytni. Yið trúarjátningarnar styðjast uptur þjóðkirkjurnar, eður trúarfjelög hinna einstöku þjóða. Að samþýða yfirstjórn þjóðkirknanna við frelsi hvers efnstaks manns innan vebanda þeirra; og ná hinni rjettu samhljóðan þar á milli, það er að visu eitthvert hið mesta vandamál; en svo mikið virðist þó ljóst, að það væri ákjósanlegast, að hjá einni og sömu þjóð hiætti ríkja ein aðal-trúarskoðun, án þess að þar fyrir yrði hallað borgaralegum rjetti þeirra, sem aðrar skoðan- ir kynnu að hafa en þjóðkirkjan. Að hrósa þjóðkirkjuleysi Bandamanna, erískyggilegt; og að lofa afleiðingar þess þar í landi, að liver megi lifa og láta sem hann vili í trúarefnum, það er ástæðu- laust. Eptir því sem sögur hafa borist þaðan, eru Banda- menn, enn sem komið er, í einhverju eptirbreytnisverðari, heldur en trúrækninni. þeir eru en ungir í þjóðatölúnni, enda virðist öll þjóðarheildin vera einn æskumaður, eld- fjörugur, þroskamikill, gróðagjarn og menningarftis ung- lingur. Að þessum kostum geta ungu mennirnir verið til fyrirmyndar hinum eldri, en í trúarefnum miklu síður; i þeirri grein eru hinir eldri venjulega til fyrirmyndar liinum yngri, því í því efni ríður á lífsreynslu og lengri námstíma. það er þannig ekki óeðlilegt, þótt meira beri á Ijöri en festu hjá Vestanmönnum, enn sem komið er, einnig í trúarefnum; enda virðist þeim, fremur öðrum, vera það nauðverja, að hafa sem rýmst um trú sína, með- an sú öld stendur yfir, að allskonar þjóðir með allskonar trúarskoðunum taka sjer bólfestu í landi þeirra. En eng- in ástæða er hins vegar til að efast um, að sanjheldni og samræmi ávinnist þar æ meir einnig í trúarefnum, eptír því sem þjóðin vex betur saman í eina heild og aídurinn færist yfir hana. Allt, sem vermir og glæðir trúarlífþjóðanna, er þeim liollt. En sinni þjóðinni hagar hvað, eptir því hvernig ástendur hjá henni. þar sem sannkallað trúarófrelsi er fyrir, þá er frelsið hin blessaðasta gjöf; þar sem offrelsi er ákomið, þar ríður á að koma á sem mestri samhljóð- an og staðfestu hjá þjóðar heildinni. Að hjer sje trúar- ófrelsi miklast þeim einum, sem ekki elska trú sína. Hins vegar væri það ekki rjett, að hræðast hóflega rýmk- ún á trúarfrelsi hjer á landi. Og það kalla jeg einmitt hófiega tilrýmkun, hóflegt trúarfrelsi, sem nú er í ráði að innleiða hjá oss, sem ér: Að Lúters trú skuli hjer vera drottnandi þjóðtrú, en aðrir trúarflokkar skuli þó hafa borgaralegt jafnrjetti. Afþessari hóflegu frelsis veit- ingu hefur enginn sá illt, sem skilur hana rjett og veit, að hún er ekki sprottin af því, að landsstjórnin vefengi dýrmæti þjóðtrúar vorrar, heldur af tilfinning fyrir jöfn- uði og mannrjettindum. Svo sje þá svona lagað trúarfrelsi oss velkomið. Óskum þess og biðjum, að það geti gjört oss gagn, að það mætti leiða þá menn inn í landið, sem oss yrðu til heilla i andlegum eða þjóðlegum efnum, en ekki til hins gagn- stæða. Óskum þess og biðjum, að hið ytra frelsi mætti að sama skapi glæða hiðinnra frelsi, það andans frelsi sem lifir og hrærist i trúnni og kærleikanum. Ó að það mætti glæða þann áhuga hjá oss, að gjöraaðra frjálsa með oss, að stíga, þó ekki væri nema, eitt spor fram á vegi þeirra, sem frelsið boða, að leggja þó ekki væri nema einn stein í þá miklu byggingu kristilegs frelsis, sem ná skal yfir allan heiminn. Ó að oss mætti því framar »aumkva yfir fólkið«, aumka yfir hinn ófrjálsa, vansæla, blindaða, villuráfandi, heiðna heim, aumka yfir þá hartnœr tvo þriðjunga mannkynsins, sem sannleikurinn hefur enn ekki gjörtfrálsa. Ó að vor þjóðtrú, hin frjáisa, milda, glaða, kröptuga og kærleiks- ríka Lúters trú, mætti grundvallast með nýju fjöri, nýju afli í Lúterskum löndum, einnig í voru landi, og fljúga síðan út með nýju fjöri, nýjum hraða, á vœngjum hinns evangeliska frelsisanda, sem falist hefur og felast mun undir hjartarótum þeirra, sem í Lúters sanna anda höndla náðarinnar og frelsisins boðskap. Gunnar Gunnarsson. Concordia University St. Louis, Missoury 27.—1—73. Herra ritstjóri! Jeg sendi yiiur eptirfarandi línnr, ai þjer vildui svo vel gjöra, ai veita þeim inngöngn í blai yiar; má vera, ai margnr landi minn hafl gaman af ai heyra eitthvab hjeian úr hinu fjarlæga vestri. — Jeg er reyndar ai skrifa feriasögn okkar, sem hingai fúrnm síiastl. sumar, og ætla ai láta henni fylgja lýsiugn á lífinu hjer sem rjett- asta og greinilegasta aí> jeg get, svo at> landar mínir, þeir sem vilja, geti fengii einhverja hngmynd um, hvernig hjer gengur til, en hún getur ekki orbii) búin fyr, en seinna. Jeg þykist vita, aí> margir eíia eigi allfáir af löudum mínum hyggi á hingaí) för, og mæta mjer því margar spuruingar, þegar jeg hngsa npp til fslands, og einua fyrst sú, hvert hjer sje nú í rann og vern betra af> vera, en á fsl. Ekki get jeg at> því gjört, aþ mjer þykir þetta af> nokltru leyti óþarfa spurning, og aí> nokkru leyti vandi út af> leysa. Áb mjer þykir

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.