Norðanfari


Norðanfari - 21.05.1873, Blaðsíða 1

Norðanfari - 21.05.1873, Blaðsíða 1
nm þjó&málum vorum virðast lieimta bráðar atgjörðir og heitan áhuga vor, Fslendinga. f>essi mál eru: stjórnarbótin, þjóðhátíðin og vestur- farirnir. Stjórnarmálið hefir snilldarlega verið ?reitt sundur og brýnt fyrir þjóðinni, bæði í %jnrn Fjelagsritum, í alþingistíðindunum og í Anrðanfara. Öðru máli er að gegna um þjóð- hátíð og vegturfarir. Áð vísu vantar ekki á- skoranir til vesturheimsfara, nje sögur og öndalysingar að vestan; en verulegan ritdóm Um fyrirtæki þetta í heild sinni vantar þó enn. þá harðar hefir þjóðhátíðarmálið samt °i'ðið úti; þess getur enginn að neinu. Allt fyfh' það virðist þó einmitt þetta málið veraað al- 111 ái þessara ára, og eiga að vera aðal umhugs- Onar efni vort um þetta leyti, aðal-sporinn á °Ss til allra þjóðlegra og heiðarlegra fram- i'v®mda. það gegnir því allri furðu, að slíkt Inál skuli ekki vera gjört að umtalsefni í blöð- nin vorum nje opinberum ritum. Nú með þvi að komin mega heita seinustu forvöð í þessu efni, og aðrir láta ekki til sín heyra, þá dirfist jeg — eptir áskorun ritstjóra Norðanfara — að hrinda af stað umræðum um málið, svo að þeir því fremur leggi þar gott til, sem til þess ern .bezt færir. En með því að þjóðhátíðin virðist vera nátengd helztu þjóðmálum vorum, e>nkum stjórnarmáli og vesturförum, þá verð- nr ekki komizt hjá, að minnast á þessi mál nffi leið, pg víirhöfuð kotna nokkuð víða við. Ekkert mál einkennir svo. mjög yfirstand- anda tíma sem þjóðhátíðin. Sjálft stjórn- <'n-málið kemst í þessu tilliti í engan samjöfn- nð; við það mál erum vjer nú búnir að fást ‘ fjórðnng aldar. Einnig vesturfararmálið hefir breiðara svið; menn geta flykkst burt í fjórð- l|ng aldar hjer eptir, og jafnvel öldina á enda, ef þeir svo vilja. En — tímaskiptín líða skjótt; ara og aldamót berast með hraða fyrir straumi tíinans; þau koma og fara, sem hvert annað angnablik. Jnisundára-mót eru og jafn- ni<n'kileg, sem þau eru hraðfara. þau mæta ekki þjóðunúm á hverjum degi; að eins ör- fáar kynslóðir fá að sjá og lifa slíka merkis- tima. Hinsvegar eru það og fáar þjóðir, sem jafnmerkilegan viðburð hafa, til endurminning- ar, frá fornum öldum, svo sem vjer íslend- *ngar; sem forsjón Drottins Ijet auðið vcrða, að nema stórt og fagurt land, og reisa hjer "byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti», reisa hjer nýtt þjóðfjelag, nýtt þjóðarheili, nýja þjóðar sögu, nýjan frelsisfána, nýjar hreysti- ®töðvar; nýjan vísindareit skáldskaparins og Sagnafræðinnar. þegar vjer nú lítum að baki °ss yfir liðna þúsund ára öld, þá er margs að tninnast, mörgu að fagna og margt að harma nnirgt að þakka og margt að afbiðja. það eru ekki fornfræðingarnir einir og skáldin, sem ®ttu að minnast fornra tíða á þúsund ára bátíðinni; allir liafa þá ærið tilefni til, að stuldra við og líta að baki sjer, þeim til lær- ðómsríkrar íhugunar á margan hátt. Ekki eru það heldur framfaravinirnir einir, sem líta skyldu nú fram á ókominn tíma, fullir áhuga 08 vonar, heldur J>jóðin öll í heild sinni. Sannarlega ber þjóðhátíðin öll önnur ^tál j skauti sínu á þessum tíma. það errjett skoðun. Hún skal vera frjóvgunar kraptur ^lrar vorrar þjóðlegu blómgunar á þessum ár- Hún á að leggjast til grundvallar fyrir flnnm öðrum málum; hún á að herða á stjórn- ^^álinu og hleypa því í ljósan loga, húa 4 að stjórna vnsturförunum og afskamta þær; hún á að glæða trúarlífið, upplýsinguna, skóia- stofnanirnir, samgöngurnar, verzlunarfjelögin, landbúnaðinn, sjávarútveginn og handiðnirnar. En fyrst þjóðhátíðinni er étlað svo stórt æti- unarverk, þá verður hún sjálf að grundvallast á kristilegum og þjóðlegum grundvelli. I þessu skyni verða þjóðarinnar beztu kraptar að sám- einast, og þjóðin öll að Ijá þar til fylgi sitt. Og Drottinn mun þá og reynast sá, sem á- vöxtinn gefur. íslendingarl þjóðháitíðar ár vort fer í hönd. Með næstu nýárs sól upp rennur það hið merkilega ár, þá er vjer teljum 1000 ár liðin frá því, er bygging hófst á landivoru, og Ingólfur Árnason, hinn fyrsti landnáms- maður, tók sjer aðsetur i Reykjavík, ekki af hendingu, heldur undir handleiðslu hans, sem ætlaði stórmennum Noregs og afkomendum þeirra samastað á eylandi þessu, og vísaði þegar hinum fyrsta landnámsmanni — með öndvegissúlum hans — á þann staðinn, sem hentugastur var á öllu landinu til þess, að verða síðar höfuðbær landsins. Og sú sama hönd, sem leiddi forfeður vora hingað í fyrstu, heíir nú um 1000 ára tíma gætt vor á vorri afskekktu eyju, og látið oss reyna bæði blítt og strítt, hefir ýmist látið oss baða á rósum frelsis og frama, velmegunar og virðingar, menntunar og menningar, ellegar látið oss kenna á aga og umvöndun, eldi og ísum, ó- eyrðum og áþján, harðærum og hungurdauða. Eptir þú&undföld umskipt? hamingjunnar á um- liðinni þúsund ára öld, lætur þessi hin sama hönd 70 þúsundir af niðjum hinna fornu ís- lendinga enn lifa á eldanna og ísanna landi, og er það stórt almættisverk í augum þeirra, sem þekkja sögu hörmunga vorra. Jiúsund ára öld — hve merkur kafli er það ekki af æfi mannkynsins! Tvöfalda þýð- ingu hlýtur og þetta tímabil nú að hafa fyrir oss íslendinga, sem. lítum að baki yfir þá einu 1000 ára öld, sem vjer höfum átt á heims aldrinum. Fyrir 1000 árum byrjuðum vjer að vera og heita íslendingar. Og þótt sumum hverjum þyki, ef til vill, ekki mikið til þess nafns koma og kunni Ingólfi, og öðr- um landnámsmönnum, litlar þakkir fyrir það, að þeir urðu til að flytja þjóðflokk vorn á ey- land þetta, þá er viðburður þessi jafn merki- legur fyrir því. Allt landnám slíkra eyðilanda er einkar merkilegt. J>að er nokkurs konar ný sköpun. J>að hefir ómetanleg áhrif á líf heilla þjóða og margra kynslóða. J>að dregur á eptir sjer ósegjanlega viðburði. J>að er þvðingarmikill þáttur í stjórn Guðs á heimin- um. J>egar nú hönd hans hefir viðhaldið slíku landnámi og varðveitt nýbyggjara-þjóðina í 1000 ár, þá sýnir hún sig ómaklega slíkrar verndar og náðar, líti hun þá jneð köldu blóði á liðinn tíma, og láti sig engu skipta um handleiðslu hans á henni, frá einu 1000 ára takmarki til annars. Slíkt væri ósæmilegt hirðuleysi og vanþakklæti. J>úsund ára skiptin eru óneitanlega í sjálfu sjer mjög hátíðleg. J>au eru sjálf hátíð, hvort sem nokkur gætir þess eða enginn, hvort sem nokkur hefir J>á hátíðlegar hugsanir og tilfinningar, hátíðlegan viðbúnað og áform, ell- egar ekki. Og þótt nú voreigin þjóð væri lík manni í svefnrofum, ekki fullvöknuðum af föstum svefni; þótt vjer værum enn ekki vakn- aðirtil meðvitundar um þjóðlíf vort og þjóðerni, þá mundu samt jafnvel erlendar þjóðir minn- r- 77 ~ ast þess, óg hafa tilfinning fyrir því, í vorn stað, að hin íslenzka þjóð heldur sitt 1000 ára afmæli um þetta leyti. Hinn þöguli tími hrópar sjálfur hærra en hinn snjallasti rómur. Kveðja aldanna lætur hærra en lúðurhijómur, þúsund árá öld kveður um aldur og æfi — og hjörtu vor taka undir með angurblíðu og þakklæíi. þúsund ára öld heilsar aptur frá Drottni — og brjóst vor bergmála af fögnuði og bæn. Ef vjer að eins lieyrum hróp tím- ans, þá kemur hátíðabragur á hugi vora og hætti. J>á þurfum vjer ekki að sjá eptír því, þótt vjer ekki eigurn fallbyssur til þess, að láta fjöllinbergmálavornþjóðhátíðarsöng. þaðnægir ef vjer eigum viðkvæm og hygginhjörtu, semfús- lega endurkveði hið bezta, sem tíminntilvortalar. Yjer getum ekki neitað því, að oss þykir það að vísu nokkuð hversdagsleg skoðun og hversdagsleg tilfinning, sem ekki all- lítill hluti þjóðarinnar muni taka þjóðhátíðinni með. J>að ár hefir enga aðra þýðingu í aug- um þessara manna, heldur en hvert annað ár. Saga lands vors hefir lítið sem ekkert gildi í augum þeirra; hvort bygging landsins hefir staðið 1000 ár eða 100 eða 10, það hefir Iitla þýðingu fyrir þeim. Að nýr tími, með nýjum kröfum og nvjum Jífshræringum, fer í hönd, það snertir þá ekki. aþjóðhátíðarskraf* er þeim hneyksli og heimska; og þjóðhátíðar-ár er þeirn eitt af þeirra venjulegu búhnauks og búksorgar, framfaraleysis og ómennsku árum, eins líkt öðrum tímaskiptum, sem <* eitt egg kann öðru að vera». »Og allt af þorkell rær». «Og allt af þorkell rær». Miklu lengra eru aðrir komnir í þjóð- menningu. þeir skilja tákn tímanna, þeir þekkja þýðingu hins liðna og liins ókomna tíma. J>eir kunna að meta framfarir; þeir þrá þær og amast við öllu, sem aptrar þeim. þeir eru óþreyjufullir og — jeg hefði nær því sagt — örvæntingarfullir; því þeim liggur við að hugfallast og efast um verulegar framfarir, svo ekki verði á öðru völ, en einu af tvennu: að horfa hjer upp á eymd og áþján, ellegar flýja af landi burt. þessa menn vantar ekki ann- að en trú og von. En þá vantar og ávallt mikið. Ekki sízt nú á tíma er trúarskortur- inn hættulegur; því nú stendur yfir tími trú- arinnar og þolinmæðinnar. þessi þunga al- vara er undanfari góðs; en hnossið hefir hún þó ekki höndlað. Ilnossið í stjórnarefnum vorum hefur að vorri hyggju — enginn betur höndlað, heldur en Jón riddari Sigurðsson. það mun næsta 1000 ára öld sanna, og það að líkíndum hennar fyrstu ár. »Betri er biðlund beðin, en bráður andróði»; «þolin- mæðin þrautir vinnur allar»; vjer sigrum, ef vjer erum staðfastir, köstum aldrei rjettinum, heldur geymum hans vandlega, læruui af mót- blæstrinum að styrkjast í andanum og notum tímann til þess að hugsa sem bezt um hagi vora, svo vjer á sínum tíma verðum færir um að ráða ráðum vorum sjálfir, þegar frelsissól vor upp rennur. þessar og þvílíkar hafa jafnan verið tillögur Jóns vors, enda hafa þær og fengið fúsa áheyrn lijá þjóð vorri, sem og eðlilegt var; því þol og táp er þjóðareinkenni íslendinga. Jón hefur hjer sáð íslenzku út- sæði í íslenzkan jarðveg; því hlaut það og að bera ávöxt. þessi þollyndisskoðun í stjórnar- efnum hefur bein áhrif á þjóðhátíðarmálið, svo sem flest önnur þjóðmál. Ilún varnar oss frá, að leggja hendur í skaut, nú þegar yerst gegu- S'Ht'lui kaupetirlum kuntuad- a'laust j vetd dry. 26 arkir ^ 1 • ln s/c., einstök nr, 8 sk. *ölulaun 7, hi ert. WltMVFtM. Aiiylýsingai ertt tekniit ( hhiá- id fyrir 4 sk. hver líita. Yid- aukablnd eru prentud d koatti- ad hliitadeigetida. r- in. AKOREYRI 21. MAl 1873. M S8.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.