Norðanfari


Norðanfari - 29.05.1875, Blaðsíða 1

Norðanfari - 29.05.1875, Blaðsíða 1
Sendur kaupendum hjer d landi kustnadarlaust; verd drg, 30 arkir 3 krónitr, einstök nr# 16 aura^ sölulaun 7. hvert. MÐAMARI. Auglýsingar eru teknar i hlad id fyrir 8 axra Arer Mna. Vidaukablöd era prentud 4 kostnad hlutadeigenda. 14. ÁR. AKDREYRI 29 HAI. 1875 M 31.-3». f Halldóra Þorsteinsdóttir. Hinn 7. dag marzmánaðar þ. á. andaðist í Kaupmannahöfn húsfreyja (Kristín) Ilalldóra þorsteinsdóttir eptir langa og þunga sjúkdómslegu , 36 ára gömul. Fað- ir hennar var hinn góðkunni prestur, þorsteinn Pálsson að Hálsi í Fnjóskadal, og móðir hennar Vaigerður Jónsdóttir þorsteinssonar frá Reykjahlíð. Hún ólst upp í föð- urhúsum, til þess er hún giptist vorið 1859 Tryggva Gunnarssyni og fór með honum að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, þar sem þau bjuggu 13 ár. Sumarið 1873, er maður hennar hafði tekið við forstöðu Gránufjelags, fluttist hún með honum til Iíaupmannahafnar, þar sem hún gjörði sjer von um, að geta ef til vill fengið ein- hverja bót á vanheilsu sinni af lifrarveiki, er hafði þjáð hana frá tvítugsaldri. Halldóra sáluga þorsteinsdóttir var ein með hinum álitlegustu og menntuðustu konum Iands vors. Ilún var fríð sýnum, vel gáfuð og ágætlega að sjer í bóklegri kunnáttu og hannyrðum. nin löngu og mæðulegu veikindi sín bar liún með miklu jafnaðargeði, glöð og þolinmóð allt til enda. Yið fráfall hennar á bezta aldri er enn orðið tilfinnanlegt skarð í því ástmannaliði, er fyrir skömmu hafði beðið svo sáran missi einn eptir annan. Og söknuðurinn eptir hana má vera vandamönnum hennar því viðkvæmari, sem hreinskilin, trúföst og guðhrædd sál var fagurlega samtengd við aðra kosti hennar og atgjörvi. Loks ertu Halldóra hnigin — þitt helstríð var dapurt. Önnur var æfl þín forðum — í æskunnar sælu battst þú þjer blómsveig á engi með barnslegri gleði; lífsfjörið brann þjer í brjósti, cn bros ljek á vörum. Skjótt, sem þá ský fyrir sólu skyggir á vori, lamaðist lífsfjörið glaða af langvinnum krankleik. Rósin þá hvarf þjer af kinnum í kaldviðris hreti, en brosið var sífellt hið sama, þó sæktu að harmar. Hvarf svo lífs blóminn hinn bezti við baráttu harða. Æðruorð aldrei þú sagðir, nje ámæltir Drottni. Aðra þú huggaðir hrellda, sjálf huggunar þurfi, og brosið var sífellt hið sama í sorg og í gleði. Skil jeg hví bjó þjer hið blíða brosið á vörum: andi þinn lypti sjer yfir ógnir og harma hæst upp að hástóli Drottins frá hreisinu veika — gott er með Guði að dvelja göfugri sálu. Loksins er stríðið af staðið, og stirðnuð er höndin. Langt þú frá landinu frera á líkbörum hvílir. Bóndi þinn situr og syrgir samvistir liðnar — en brosið ið hreina’ er ei liorfið af helbleikum munni. Hver þýðir helrúnir myrkar? og hver getur ráðið cngilbrosið ið blíða á bliknuðum vörum? — Svo brosir sannfrægur kappi, er sigur er unninn; svo brosir sólin að aptni, er sígur til viðar. Sigurbros svífur um varir þjer sofnaða hetja. Líkaminn brást þjer að lokum við langvinnar þraulir, en sálin varð fegin að frelsast úr fjötrunum hörðu; hrósar nú sigri á hirnnum með hersveitum engla. Hví skyldum syrgja’ ena sælu, þó sje hún oss horfin? Sjám vjer ei sólina’ að morgni er sígur að kveldi? Yaknar ei blómið að vori, sem visnar að hausti? — þerrum því tárin — og trúum - af titrandi hvarmi. B. M. tf53H«aflga UM SKATTAMÁLIÐ. (Framh.) Vjer höfum a?) framan tekiífram, a?i vjer viljum afnema þessar skattgjaldagreinir: skatt, gjaftoll, konurgstíund, lögmannstoll, manntalsfisk, alþingistoll og bdnabarskólagjald, og setja eitC alraennt skattgjald í staiinn, sem vjer skulum nefna landskatt. Er þá næst afc íhuga: 1. Upphæh þessa skatts ab öllu samtöldu. 2. Undirstöbu hans eba gjaldstofna. 3. Hvort nokkrar nndanþágur skuli vera, og hverjar. 4. Hver greiba skal skattinn af hendi. 5. Hverja aöra skatta má áleggja. Og skulum vjer nú fara nokkrum ortum um hvert þetta atribi fyrir sig. 1. f>egar um upphæ?) skattsins er ab ræba, vcr?iur a?> hafa þafc hugfast: a?) skattgjald- i?> fari eptir efnum gjaldenda, ab þab komi sem jafnast nibur á gjaldþegn- ana, og ab þab taki sem minnst frá hverjum þeirra ab aubib er. f>ab er kunnugra en frá þurfi ab segja, ab land vort er hrjóstugt, og fátæklega úr garbi gjört frá Skap- aranum. Atvinnuvegir vorir eru erfibir og tor- sðttir, og arbur sá sem vjer höfum af yinnu vorri og afla, verbur yfir höfub ab tala næsta rýr. Sökum þess er eigi til þess ab hugsa, ab vjer getum borib þunga skatta. Vjer hljótum f því efni ab sníba oss stakk eptir vexti. En sökum þess ab þarfir hins opinbera eru svo margar og miklar, mun eigi til þess ab taka, ab vjer fáum Ijett ð oss þeim sköttum sem nú eru, enda ætlum vjer ab þeir sjeu oss ekki ofvaxnir, 4>egar þeir eru lagbir á eptir rjettari reglu, og meb meiri jöfnubi, en verib hefur á nndan. þannlg verbur þab þá til- laga vor, ab upphæb landskattsins verbi mibub vib samanlagba upphæb hinna 7 gjaldgreina sem vjer ábur nefndum, og fast ákvebin eitt skipti fyrir öll; þab er ab skilja, ab meb lögum sje ákvebib, hvab margar álnir skatturinn sje af þessum eba hinum gjaldstofni, svo sem 20 hundraba jörb, 20 hundrubum f fríbum peningi o. s. frv. þab væri nú næsta fróblegt, ab geta vitab fyrir fram hvab skattarinn mundi verba eptir þessari reglu, en þab er enginn hsegbarleikur, þvf eins og vjer höfum ábur tekib fram, eru engar opinberar skýrslur til um þab, hvab þær tvær abal skatt- gjalda greinir, skattur og gjaftollur, bafa gefib af sjer ab undanförnu, þvf þessar tekjur, renna inn til sýslumanna án þess þeir þurfi ab gjöra reikn- ing fyrir þeira. Hjer verbur því eigi byggt nema á áætlunum , þar til áreibanlegar Bkýrsl- ur fást. Yjer höfum handa á ntilli skýrslur um, hvab skattar og gjaftollar voru ab mebaltali árin 1835—1840. Skatturinn var 60,054 álnir gjaftollurinn var 31,823 ál., samtals hjer nm bil 91,900 álnir, sem mnndi gjöra eptir núver- andi verblagi , hver alin reiknub á 50 aura, 45,955 kronur. Hvort nú þessi upphæb hefur aukist e?a vanast sfban, er eigi anbvelt ab geta sjer til, en meiri Kkur eru fyrir þvi ab hún hafi aukist. í Jarbatali Johnsens assessors er tiundarskýrsla frá áburnefndum árum, og er hún byggb á vor framtalinu til búnabarskýrsln- anna. Eptir henni hafa öll gjaldskyld lausafjár hundrub á landinu átt ab vera hjerumbil 51,500. Sje nú tekib vorframtalib 1871 (sbr. Skýrslur um Landshagi 5. III. 478 ) og lagt í hundrub eptir sömu reglu sem assessor Johnsen hefur fylgt, þá verba þab hjer um bil 56,000 gjald- skyld hundrub, svo eptir þvl á gjaldskyldur penlngur ab hafa aukist f iandinu um bjerum- — 65 —

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.