Norðanfari


Norðanfari - 20.04.1876, Blaðsíða 4

Norðanfari - 20.04.1876, Blaðsíða 4
'—32- ög pjóð að pekkja fremur flestum útlending- nm og hann hafði unnið sjer marga vini með ljúfmennsku sinni, heima á Islandi. þessir Ungir námsmenn hafa lesið hjer við háskÓlánn í vetur: lög: Ásmundur Sveins- sön, Einar Jónsson (Thorlacius), Franz Játvarðarson (Siemsen) og Páll Sigfús&on; stjórnfræði: Indriði Einarsson; læknisfræði: Guoni Guðmundsson, Bikkarður Sveinhjarn- arson og Móritz Halldórsson; náttúrufræði: þorvaldur Jönsson (Thoroddsen); talna- fræði: Björn Jensson; málfræði: Sigurður Sigurðarson; norrænu: Guðmundur. þorláks- son; guðfræði: Gestur Pálsson, Fríðrik Fær- eyingur og jeg. Frá Ameríku. Heiðraði ritstjóri Norðanfara! Sökum pess að í ís'afold stendur sú fregn, sem ritstjórinn segir sje úr brjeíi frá Kmh., „að Islendingar peir, er fóru að byggja IMýja lsland í haust, hafi orðið að hröklast paðan að eins ódauðir", leyfi jeg mjer að senda yður kafla úr brjefi frá landa mínum og kunningja, er flutti pangað í haust, er mjer virðist sanna allt annað en að peir hafi hröklast burt, og bið jeg yður að setja penna kafla í blað yðar hið allra fyrsta, svo al- menningi gefist færi á að sjá, á hve mikl- um rökum frjettin í ísafold er byggð. Brjef- ið er dags: Gimli 4. janúar 1876, og hljóð- ar kaflinn svona: „Fátt er í frjettum að segja, nema okk- ur liður bærilega, 1. s. G. Illa hefi jeg staðið mig að skrifa pjer; pó skrifaði jeg pjer í fyrravetur, og systkynum mínum báðum, og B. M. í B........og föður mínum, og slógum við utanum til hans, en jeg held pað hafi ekki komist til skila, pví við höfum ekk- ert svar fengið aptur frá neinum. — þú gazt pess við mig, að pjer hefði reyndar leik- ið hugur á að fara vestur ef jeg skrifaði pjer gott, en pað hefi jeg ekki verulega getað fyrri en nú, pví pó að okkur hafi ekki liðið illa, pá hefir verið sú sundrung í löndum, að sinn hefir viljað hvað, en nú er Sigtrygg- ur búinn að koma hejr góðum hóp saman, og við höfum von um að hjer verði vel skip- uð nýlenda áður en langt líður. Okkur stendur til boða sögunarmylnan á Mikley 'fyrir fimm púsund dollara, og á að borga hana á 10 árum, og verður pví víst sinnt. pað er hjer afbragðsgott land oggóðurskóg- ur. Jeg ætla annars ekki að lýsa fyrir pjer landinu, pví pað er óhætt að trúa peirri lýsingu, er Sigtryggur hefir sýnt ykkur. Jeg hefi lesið hana og sjeð nokkuð af landi hjer, og er ekkert ýkt í henni. það má jeg full- yrða, að ef pjer er enn í hug að flytja vestur pá er sá rjetti tími nú að fara, pví jeg skil ekki í pví ef pú parft að yðrast eptir pví, °g JeS Þykist sannfærður um, að pú munir komast hjer vel af. Jeg kvíði ekki fyrir líf- inu svo sem að premur árum liðnum, pví vildi jeg óska, að allir gððir kunningjar mín- ir væru komnir hingað, alltjend peir sem við einhver bág kjör hafa að búa. Vatnið hjer er heldur ekki ónýtt, og er pað pó lítið reynt enn. Við komum hingað of seint í haust til að geta náð í bezta aflann. Við höfum von um að síra Jón Bjarna- son komi norður hingað sunnan úr Banda- ríkjum í vor, og fögnum við^ pví mikið. — Við erum búnir að byggja rúm 30 hús, og er eitt a'f pví skóli, annað sölubúð, priðja pakkhús og hitt íveruhús. Næsta mánuð lijer á undan hefir verið bezta tíð, mjög frostlítið og stundum frostlaust, en seinustu dagana af nóvember var hjer mikið frost. Enn er gott veður hjer, pó hefir komið stund- um fjúk, pví inni í skógunum er ysjan í kálfa, en par getur ekkert golað, svo pú get- ur nærri hve pjett pað er, og jeg er viss jum að pað Jieíði ekkí pótt mikið heima. Sigtryggur hefir annars reynst Tslend- ingum af mestu prýði, og er pað illa farið að hann skuli hafa fengið pað eins illa end- urgoldið, eins og hann hefir fengið af su-m- um, en pað er eina bótin að svo fer tíðast á endanum, að pegar hið sanna framkem- ur, pá gengur hitt til baka, sem á undan var komið"..... Lönguhlíð, 11. apríl 1876, Á. Hallgrímsson. » — Kafli úr öðru brjefi frá Nýja Islandi, dagsetttu Gimh1 4. janúar 1876. (Brjefið er frá Flóvent Jónssyni frá Skriðulandi, er kom ásamt fleiri brjefum frá Ameríku yfir Gran- ton með síðasta póstskipi, en varð ekki ept- ir í Lerwiek): „Okkur líður öllum bærilega 1. s. G, Fátt er í frjettum að segja, nema næsta mánuð (desbr.) hefir verið hjer bezta veðurátta, frosthægt og kyrviðri, en seinustu dagana af nóvember var mjög frosthart, yfir 30 gráður (vist á Fahrenheit). Dálítill fisk- afli hefir verið hjer að pessu. 3 börn hafa dáið, og 1 gamall maður, Jón frá Torfufelli. Jeg ætla ekki að skrifa pjer neinar frjettir, fyrst eru pær ekki miklar, og svo veit jeg líka aðrir gjöra pað, nema við erum hjart- anlega ánægðir með land petta, er stjórnin hefir nefnt „Nýja Island". Við erum búnir að byggja hjer rúm 30 hús, og komum pó ekki hingað fyrr en fimmtudaginn seinast- an í sumri2, pví ferðin gekk hægt en slysa- laust". — Frjettir frá Ameríku eptir blað- inu „Globe", sem gefið er út í Tor- onto Ontario. Seinasta nr. af blað- inn er dagsett 18. febrúar 1876: Veðuráttan hefir verið ágæt í allri Norð- urameríku síðan í lok nóvember, að komu nokkrír óvanalega frostmiklir dagar. Á ýms- um stöðum í Ontario var plægt í janúarm., og 8. febr. var regn og prumur. Allt er rólegt og engra stórkostlegra viðburða er getið. Bíkisping Kanada (Dominion parlia- ment) var sett í Ottawa 10. febr. með mik- illi viðhöfn. Veðrið var hið fegursta, fylgdi riddara-flokkur mikill Landshöfðingjanum Lord Dufferin frá Bideau Höll í vírðingar- skini til pinghússins, en klukkum var hringt og skotið af fallbyssum. Landshöfðinginn setti pingið með snjallri ræðu um framfarir ríkisins árið sem leið, og hið núverandi á- stand pess á allan hátt. Gat hann pess, að deyí'ð sú í verzluninni, sem pessi seinustu ár hefir átt sjer stað í Bandaríkjunum, og ný- lega hefir orðið tilfinnanleg í Norðurálf- unni, hafi einnig náð til Kanada og talsvert lamað verzlunina par. Enn segir svo, að Kanada-menn megi vera pakklátir fyrir hina ríkuglegu uppskeru seinastl. sumar, og pó að atvinnuskortur eigi sjer stað á nokkrum stöðum, pá sje eptir öllum kringumstæðum fyllsta ástæða til að vona, að pjóðin yfir höfuð framvegis njóti góðrar velmegunar og framfara. Haldið er að pjóðveldismenn verði mann- fleirí við lok undirbúnings kosninga peirra, er stóðu yfir í Bandaríkjunum í janúarm., svo peir muni kjósa forseta úr sínum flokki, en engin er tilnefndur, sem líklegastur að verða forseti. íslendinga er fluttu til Nýja íslands í haust er leið, er ekki getið að neinu, en í frjettabálki frá Manitoba er sagt að eigi að byggja sögunarmymií, rjett við suðurenda, nýlendu peirra. — Hefðu peir „hröklast brott aðeins ódauðir", eins og ísafold segir, væri pess pó líkloga getið í blöðunum, pví margar frjettir eru par sem minna erívar- ið, enda parf enginn að leggja trúnað á frjettina í ísafold, pví brjefin frá Nýja ls- landi sýna og sanna, að ekki er einusinni flugufótur fyrir henni. 1) Svo nefna íslendingar byggð sína við Winnipeg vatn. 2) íslendingum dvaldist nokkra daga á leiðinní sökum grynninga sunnarlega í Rauða- fljóti, og í Winnipegbæ dvöldu peir í viku að undirbúa sig og útvega sjer allt nauðsyn- legt til bygginga, áður en peir færu til ný- lendunnar. — Með norðanpóstinum, sem kom hing- að að sunnan 11. p. m., úr hinni annari póstferð p. á., komu sunnanblöðin til 29, f. m. Pósturinn hafði lagt af stað úr Rv. 30. s. m. — Póstskipið hafði komið til Rv, 23. f. m., eptir 22. daga ferð, fermt með ýmsum nauðsynjavörum o. fí. — Tíðarfar í útlöndum hefir verið fremur gott í vetur og engra stórtíðinda er getið, nema peirra fáu, sem áður er sagt frá, á Spáni og í Tyrkja- löndum. — 011 lagaboð alpingis, hefir kon- ungur vor staðfest, nema um pingsköpin og laxveiðarnar. — Fyrir föðurlandsleg með- mæli og fulltingi konungs vors við ríkis- pingið, eiga nú 2 eða 3 gufuskipsferðir kringum landið, að komast á í sumar. — Læknaskóli í Reykjavík er stofnaður samkvæmt lögum 11. febr. p. á., og er land- læknir vor, dr. med. Jón Hjaltalín 21. marz skipaður forstöðumaður skólans, en veitt lausn frá hjeraðslæknisembættinu, í syðra umdæmi suðurumdæmísins. (Isafold). — Grenjaðarstaður er veittur sjera Magnúsi Jónssyni, presti á Skorrastað í Norðfirði. — Guðmundur Pálsson exam. jur., er skipaður málsfærslumaður við lands- yfirrjettinn, í stað Jóns sál. Guðmundsson- ar. — Jónas læknir Jónasson. hefir fengið veitingu fyrír læknisembættinu í Kjósar- og. Gullbringusýslu. — Grránufjelagið er orðíð eigandi að Siglu- firði, hvar pað ætlar og á Baufarhöfn, að stofna fasta verzlun framvegis. Næstl. ár, segir „lsafold", að fjelagið hafi flutt vörur hjeðan frá landi, fyrir 300,000 kr., og ætli að hafa 15 skip í í'örum í sumar. — Höpp. í vetur á góunni, pá hafís- inn varð hjer fyrst landfastur við JSIorður- land, höfðu yfir 50 hnýsur náð&t í vök ná- lægt Læknisstöðum á Langanesi, og nokkr- ar sokkið, sem menn hugðu að geta slætt upp síðar. — 9., 10., 11. og 12. p. m., (pá hafísinn rak hjer að landi í annað sinn), náðust í Fjallahöfn í Kelduh. 92 höfrung- ar, er sumir höfðu verið lagðir eða skotnir og sumir náðst í selanótum, auk pessa marg- ir kafnað og sokkið, en urðu pó ekki slædd- ir upp vegna hafíssins. Áður og um sömu dagana, veiddist bæðí á lagvaði og í nætur töluvert af hákalli, og einn peirra, sem festi sig í nót, var með tunnu lifrar. Mikið af nótunum hafði skemmst, og sumar tapast í ísinn. 12. p. m. hafði tvítugur hvalur lent á grynningum fyrir ofan svonefndann Kaup- mannsboða framundan Breiðuvík á Tjörnesi, sem er eign Grenjaðastaðarkirkju. — Hjer á firðinum hafa náðst 30—t40 höfrungar, og nokkuð af hnýsum. I öllum nótlögum hjer nyrðra, kvað lítið hafa fengist af sel, 11 í Fjallahöfn og 9 eða 10 í Saltvík, annarstað- ar enn færra, og sumstaðar enginn. í fyrradag frjettist hingað, að Jónatan bóndi Jónatansson á Bæ á Höfðaströnd í Skagaf., hefði ásamt fleirum banað fertug- um hval, er var í ísnum, og komið honum að landi, millum Bæjar og Höfða og fest hann par. — Veðrátta. Um pessar mundir hafa ver- ið hjer harðviðri og snjókoma, og í morgun var frostið 15 gráður á B. Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson, Prentarií Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.