Norðanfari


Norðanfari - 19.07.1876, Blaðsíða 2

Norðanfari - 19.07.1876, Blaðsíða 2
stjórnin :ið leggja til af þjóðeignunum. sem víst mun verða farið að selja bráðum hvort sem er, þar sem eigi væri um hentugar jai’ðir að velja af þjóðeignunum, ætti að fá þeím skipt við bænda-eignii’. Ekki ætla jeg að gjöra ráð fyrir að í bráð yrðu fleiri en 12—14 lærisveinar á hvorum þessum sýsluskóla, og ætti þá ekki helclur að þurfa nema 1 kennara, en skólahúsin yrðu þó að vera byggð svo, að jafnvel hálfu fleiri gætu verið í skölanum, en sjálfsagt þyrftu þá líka kennarar að vera tveir. Kennarar til þessara skóla ætlast jeg til að fengist af aðal-vísindaskóla norðlendinga, sem kenndur hefir verið við Möðruvelli, og yrði partur af latínnskóla landsins, eða með öðrum orðum, skipting af honum, en jafnframt ætti að vera og gæti verið gngnvísinda-háskóli alls landsins. Eins og kunnugt er, hefir al- þing næstliðið sumar ætlað 10,000 kr. til byggingar skölahússins, og er því vonandi, að hans verði ekki langt að bíða. J>egar liinir fyrstu lærisveinar Möðruvallaskólans væru útskrifaðir, ættu sýslu-skólahús vor að vera komin upp og það mál svo undirbúið, að oss vantaði ekki annað en kennarana, sem þá gætu hvað af liverju fengizt af Möðruvallaskólanum. Áður en jeg skilst við línur þessar, vil jeg skora, á þá, sem láta sjer vera annt um viðreisn og hagsæld landa sinna, að taka þetta málefni til umtals, og skýra það fyrir sjer og öðrum í blöðunum. þ>að mun mega fullyrða, ef margir af hinum menntuðu mönnum færu að rita um þetta efni, svo það yrði eitt helzta umtals- og áhugamál blaðanna, mundi hinn beinasti vegur til að efla menntun alþýðunnar bráðum koma í ljós, alþýðan sannfærast um nauðsyn mennt- unar sinnar, og framkvæmdin fylgja eptir A sínum tíma. Ritað i april 1876. P. B. Um skattamálið. Skattamálsgreinin i Norðanf., 27.—34. og 53.—56. bl. f. á., á það vissulega skilið? að henni sje nákvæmur gaumur gefinn — eins og það yfir höfuð er nauðsynlegt, að sem flestir skoði það mál svo ítarlega sem unnt er og láti í ijósi álit sitt um það. — Greinin er rækilega hugsuð og skýrir málið talsvert og ekki verður það heldur um hana sagt, að hún rífi niður án þess að leitast við að byggja upp aptur. þjóðgjaldstillög- una vill hún að vísu rífa niður, samt ekki „stein fyrir stein“, heldur vill hún lirinda henni um koll í einni atrennu, en krapturinn í þessari atrennu er mestmegnis misskiln- ingur: Greinin gengur nfl. út frá því, að frumhugsun tillögunnar sje að leggagjald- ið á höfðatöluna, en útúr vandræðum sje seinast endað með aðjafna því niður. En það er þvert á móti: Erumhugsunin er, að leggja gjaldið á hinn sanna efna- hag gjaldenda. J>að er byrjað á að miða það við vissan efnahags-mælikvarða, verzl- unar hag landsins, og það er endað á að jafna því niður á hina einstöku eptir efnum og ástandi. En á leiðinni frá hinu al- menna til hins einstaka, er ætlast til að skipt sje á sýslur og sveitir eptir fólkstölu og vinnukrapti, og þetta var gjört útúr nokkurskonar vandræðum, því ekki er hægt að jafna á hjeruð eptir efnum og ástandi. J>etta eru sa,mt ekki stór vandræði, því auk þess sem skyldan er sameiginleg — þetta mun nú vera „jafnaðarfræði“! — þá er til- lagan byggð á þeirri skynsemis-ályktun: að fólksfjöldi sje jafnan mestur þar sem at- vinnuvegir eru beztir; geti það ekki átt sjer stað hjá oss, er oss engra framfara von. J>að er líka vist, að vinnukraptur er eðlilegúr milliliður milli fólkstölu og efnahags, eins og rjettilega er tekið frain í athugasemdum blaðsins Nfara við þjóðgjalds-bænarskrána. J>ó gjaldið sje lagt á „eptir fjórum allsólík- um(?) reglum, þá sakar það ekki, ef slíkt er haganlegt og framkvæmanlegt. Hitt er óneitanlegt, að æskilegt hefði verið að geta bent á annan hentugri mælikvarða en verzl- unarhag undanfarinna ára, og að gjald- mátinn mætti gjarna vera óbrotnari en þar er ráðgjört. En úr því muncli mega bæta. Á þessum ástæðum byggir greinin þann dóm: að þjóðgjalds-tillagan sje „óhafandi í alla staði“, en þó þær sjeu ónógar í alla staði, mun ekki ráð að gjöra hana að kapps- máli. Tillagan er, ef til vill, á undan tím- anum enn sem komið er. |>á fer nú greinin að leitast við að byggja upp, og gjörir það óneitanlega með varfærni og vandvirkni, en varfærnin er svo mikil, að liún vogar ekki að hreifa við hinum gamla grundvelli, en byggir á honum eins og hann sje óyggjandi. Og hann er, segir greinin: „lausafje og fasteign, eða hvorttveggja þetta til samans“, Með öðrum orðum: það er efnahagurinn eins og hann er á yfirborð- inu, en ekki eins og hann er í raun ogveru, þegar ástandið er tekið með. En ástand- ið þarf að taka með, ef skatturinn á að vera rjettlátur. En í þess stað skiptir greinin skattskyldunni svo niður, að */s komi á lausa- fje en x/s & fasteign, — og vill þar hjá al- veg þyggja undan skattskyldu þá eign, sem minni er en 5 hundruð, af þeirri ástæðu, að á þeim hvili ónnur gjöld svo þung, t. a. m. lambsfóður og dagsverk til prests og ljós- tollur til kirkju, eins og slílc rangindi eigi að haldast óbreytt í lögunum —. jpriðjungs- hlutfallið milli lausafjár og fasteignar byggir greinin á því, að arðurinn sje langtum meiri af lausafjárhundraðfen af fasteignarhundraði. Hjer við er margt athugandi: Fyrst eiga lausafjárhundruðin ekki saman nema nafn eitt. Jöfn tala af skepnum, gefur ójafnan arð í mismunandi sveitum, og enda á mis- munandi jörðum í sömu sveit; og jafnmörg hundruð af mismunandi tegundum gefa mis- munandi arð. J>að er t. a. m. eklci rjett á- litið, að „í hrossasveitum“ gefi lmdr. í hross- um sama arð og hndr. í kúm eða ám. J>að er þó allcunnugt, að einmitt í hrossasveitum er mestnr fjöldi hrossa alinn upp einungis til að seljast, söluverðið er þeirra eini arð- ur, og þó það sje nokkuð hátt jafnast það elcki við arðinn af kúnum og ánum, þegar allt fer með feldu. J>á mun þilskip líka vera talsvert betra hndr. en smábátur, og svo er um hvað eina. Ef leggja skal skatt á lausa- fje eptir hundraðatali, þarf að leggja öðru- vísi í hundrað en gjört hefir verið hjer til, og ef það ætti að vera rjett, mundi svo að segja sín reglan eiga við á hverjum stað. |>að er líka að minnsta kosti vafasamt, hvort arð.ur af lausafje er svo miklu meiri en arð- ur af fasteign þegar á allt er litið. Fast- eignarhundraðið gefur þó jafna og fasta leigu, án nokkurs annars tilkostnaðar en að eign- ast það í fyrstu, Lausafjárhundráðið er engu ódýrkeyptara í fyrstu, en svo útheimtir við- hald þess árlega mikinn kostnað, áhyggju og erfiði; en arðurinn er mjög stopull: stund- um borgar hann kostnaðinn margfaldlega, stundum aptur hvergi nærri, og ósjaldan missist stofninn með arði og öllu saman. |>að sýnir sig líka að búnaðinum fer ekki stórum fram hjá oss, og það hlyti þó að vera ef hann gæfi til jafnaðar mikinn arð framyfir kostnað („netto“) — en með tilkostnaði bús- ins verður að telja allar þaríir fólksins, þar á meðal uppeldi hinna ungu, og eptirlaun (o: framfærslu) hinna gömlu verkmanna —. |>að væri því rjettara að leggja að minnsta kosti jafnmikið á fasteignina, ef skattur- inn kæmi niður á eigandanum, en það ei* ekki tilfellið, þó greinin segi að 3V0 sje, Eigandi lætur leiguliða borga skattinn, en leigir jörðina jafndýrt eptir sem áður, enda á það öllu fremur við um jarðaskatt en tekju- skatt, að hann er „ískyld sem hið opinbera á í jörðinní". Með öðrum orðum: Fasteign- arskatturinn verður ekki annað en hreinn og beinn ábúðarskattur og sem slíkur mætti hann sjálfsagt vera minni en lausafjárskattur ef sá mismunur gæti orðið „praktiskur“, en tilfellið er, að lausafjeð ber skattinn allan í raun og rjettri veru. En setjum nú svo að Öllu þessu megi koma í það lag, að á því verði viðunanlegur jöfnuður — sem þó mun eigi auðgjört, —• þá kemur annað, sem ekki er minna í varið, heldur þeim mun meira sem það snertir ekki hinn ytra efnahag, heldur hinn innra, það snertir siðferðistilfinningu manna og þeirra góða mannorð; þá fjársjóði ætti skatturinn ekki að skerða, en það gjörir hann ef hann er byggður á framtali eig- enda, og það ætlast greinin þó til að sje eins og verið hefir, og meira að segja: hún ætlast þar að auki til að jarðeigna- og skulda- brjefa- eigendur telji tekjur sínar fram til afgjalds. |>á fer nú að hækka í landssjóðn- um!! Að vísu kannast greinin við, að það hafi verið haft á móti framtali, að það spilli siðferði manna, en svo sleppir hún því at- riði eins og það sje þýðingarlaust, ekki minn- ist hún lieldur með einu orði á þann óþol- andi óhróður og getsakir, sem gjaldendur verða almennt að búa undir, hún reynir og ekki til að hrekja það sem þar um var sagt í bænarskránni. J>að hefði heldur ekki ver- ið hægt. J>ar um þarf ekki önnur vitni en orð landshöfðingjans á alþingi í sumar, þar sem hann sagði, að fjárframtalið mundi mega tvöfalda, ef ekki þrefalda, í þeim sveitum, sem verið var að tala um — og má pá ekki búast við að sama sje ætlað um aðrar sveitir? Eigi menn þetta ámæli skilið, þá er það bæði sorglegt og ískyggilegt: sorglegt er það ef hreinskilni og sannleiksást lands- manna er á svo lágu stigi, og iskyggilegt er það ef búhagur manna er svo lagaður, að þeir, þrátt fyrir slíkan undandrátt, hafa fullt í fangi að borga skyldugjöld sín af því sem þeir telja fram — og það hafa vissu- lega hinir fleiri, — þá væri ástæða til að spyrja: Hvernig ætli þeir kæmist útaf gjöld- unum ef þeir teldi allt? Eigi menn ámæl- ið ekki skilið, þá er það bæði skap- raunarefni og spillingarefni: skap- raunarefni er að liggja undir slíkum ó- liróðri, og spillingarefni er það, að því leyti sem það er samkvæmt mannlegum breyskleika að hugsa sem svo: „illt er að heita strákur og vera það ekki“! Hvern- ig sem á þetta mál er litið, er það hið mesta hneyksli, sem frjálsum mönnum er ósamboð- ið að búa við, eg sem þessi tími þolir naum- ast lengi, enda er engin framför nauðsyn- legri en að afnema slíkt, en það verður aldrei meðan skattur er lagður á framtal manna. Sú hugsun virðist vera að kvikna hjá einstöku embættismönnum, að „gjöra hreint fyrir dyrum“ með ríkara eptirgangi, svo sem að láta telja fjenað manna. En slíkt getur ekki verið nema til ills eins, má nærri geta, að menn gremjast yfir slíkri tor- tryggni og ófrelsi, og fá óþokka og óvild til yfirboðara sinna; meira að segja: það er beinasta tilefni til þess að menn fari fyrir alvöru að leita undanbragða. Vissulega er slíkt hið ósnjallasta ráð til að afnema hneyxl- ið og lífga siðferðistilfinninguna, auk þess verður það hvorki auðveldara nje vinsælla en niðurjöfnunin, heldur þvert á móti. Enda má fullyrða að það er almenn ósk bænda, að hætt verði að telja fram til afgjalds, en gjöldunum jafnað niður, því nú óttast menn

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.