Norðanfari


Norðanfari - 19.07.1876, Blaðsíða 4

Norðanfari - 19.07.1876, Blaðsíða 4
r \ — 64 — lögun sem i kálfi. Hálsinn sfvalnr og from- ur stuttur; par fyrir aptan voru 3 fætur með rjettsköpuðum klaufum, og var einn peirra nokkuð minnstur, var hann framantil við hina. Itófa var sem á kálfi á milli tveggja þeirra stærri fótanna; petta var allt niður úr, par sem hringa er vön að vera. Ur herðakaanh- inum var krungur, eins og par hefði ætlað að myndast annað höfuð. Lengra sást eng- inn skapnaður; petta var allt með eðlilegu skinni og hári. En aptan við petta var allt garnakerfið mjög líkt og í kálfi, með lifur og hjarta, nema hjartað var nokkuð líkara selshjarta, pað var hæði styttra og flatara en í kálfi. Lungu voru engin nem lítil blaðka, á stærð við fráfærnalambs milta, en bar pó lungnalit, og par lá barkinn fram úr. Síður voru engar utan 3 eða 4 rif niður úr herða- kambinum hægra megin, og voru pau mjög stutt. J>etta var allt órotið og har enga likt fromur en lifandi kálfur nýfæddur. er vanur að bera. J>essi skapnaður var allur nokkuð minni en venjulegur kálfur; lifandi var pað fyrst pegar vitjað var um kúna, en dó í fæð- ingunní. — Kvígu pessari gekk vel, og var ekkert veík eptir .burð. Hildir voru áfastar við garnakerfið, og komu pví jafnframt pess- 'um skapnaði. J»jó ðhátíð J\v firðiii ga. Eins og ákveðið var, hjeldu Eyfirðing- ar pjóðhátíðar-samkomu á Oddoyri 2. dag júlímánaðar. Yeðrið mátti heita gott um daginn, lítill norðangustur og næstum úr- komulaust. — Hátíðarhaldið hyrjaði kl. 10 um morguninn, pannig: að síra Tómas Hallgrímsson í Stærra-Árskógi flutti stutta en snjalla ræðu, hjer í kirkjunni, er átti vel við hátíðarhaldið; (pá var og í fyrsta sinn, spilað á hið nýja „orgel“ kirkjunnar). — þegar messugjörðinni var lokið, fóru mcnn út á Oddeyri, par sem samkoman átti að haldast, og forstöðunefndin hafði undirbúið líkt og áður, með pví að láta reisa par tjöld og ræðustól m. fl. — J>egar flestir voru komnir pangað, var mönnum fylkt til hátíðargöngu, 5 og 5 saman i röð; gekk söngflokkur á undan og 3 menn fremst- ir með blæjur sólarsinnis í liálfhring frá tjöldunum að ræðustólnum og skipuðu sjer umhverfis hann. Steig pá verzlunarstjóri Eggert Laxdal (einn af forstöðunefndinni) í ræðustólinn og hað alla velkomna, sem sótt hefðu pjóðhátíð pessa, og fór svo nokkrum orðum um tilgang liennar og pýð- ingu. Síðan mælti hann fyrir minni kon- ungs vors, og var hrópað nífalt „húrra“ á eptir. f>ar næst mælti alpingism. Einar Ásmundsson í Nesi, skörulega og skáldlega, fyrir minni fósturjárðarinnar, hinnar eld- gömlu ísafoldar. Eptir pað mælti Jón hóndi Ólafsson á Itifkelsstöðum fjörugt og laglega fyrir minni kvenna. Að pví búnu flutti Björn prófastur Halldórsson i Lauf- ási kvæði (|>jóðhátíðar minningu), er eitt eyfirzka skáldið hafði sent á pjóðhátíðina (Jón hóndi Hinriksson á Hólum, áður á Litluströnd við Mývatn); að pví loknu hjelt prófastur stutta, en snotra og skáldlega, tölu, fyrir skálda minni, og var svo kvæðið sung- ið. Á eptir hverri ræðu voru og sungin kvæði, er hezt póttu við eiga. — Síðara hluta dags skemmtu menn sjer með gjímum, söng og samdrykkju, dans og hljóðfæra- slætti. — Klukkan 3 um nóttina voru blæjurnar dregnar niður og hátíðin enduð með fallbyssuskoti. — Nálægt 650 manns munu hafa sótt samkomu pessa. Frjettir. Veðuráttan var hjer um tíma, allt að næstliðnum dögum, norðlæg og köld og nokkrum sinnum stórrigning í hyggðum, en krapahríð til fjalla, enda var sagt pá, að hafísinn hefði töluvert grynnt á sjer og væri kominn upp á djúpmið há- karla-manna, sem eru hjerum 16—24 míl- ur í norður undan landi frá Siglunesi. í hinum veðursælli sveitum hjer nyrðrá, er grasvöxtur sagður orðinn allt að pví i meðal lagi, en í peim sveitum sem venjulegast viðrar, kaldara er jörð grasminni og sum- staðar kalin. — Málnyta er yfirhöfuð sögð meiri en í fyrra. Loksins pá hákarlaskipin komust út fyrir hafísnum, öfluðu pau með hezta móti í fyrstu ferð sinni, flest um og yfir 100 t. lifrar, og sum komu líka með töluvert af há- karlinum. J>eir skipstjórarnir er öfluðu mest, voru peir |>orsteinn Jónasson á Grýtu- bakka í Höfðaliverfi, 160 t., Magnús Bald- vinsson á Hálsi í Fnjóskadal 189 t. og J>or- steinn |>orvaldsson á Litlu-Hámundarstöð- um á Árskógsströnd 200 tunnur, sem er dæmalaus afli hjer í einni ferð; af pessum afla fjekk hann 90 t. á 2 sólarhringum, enda sá hann pá og skipverjar hans eitt- sinn, sporðakast einnar hákarlatorfunnar upp úr sjónum. — Fiskur er allt af sagð- ur hjer fyrir pá róið er, og síld eða sil- ungur er til beítu. — Vesturfaraskipið „Verona“, lagði hjeð- an af stað sunnudaginn 2. p. m. á leið til Skotlands, með allt að 800 farpegjum; svo ætlaði pað að koma aptur um liæl til Seyðis- fjarðar og taka par pá, er vestur vilja fara. —- Hestakaupmaður Coghill frá Granton á Skotlandi, kom hingað að vestan með 220 hross og 50 keypti hann hjer, af peim ljet liann 250 fara hjeðan, með gufuskipi fjelaga sinna, til Skotlands. En um 20 hross hafði hann til ferðar sinnar hjeðan og vestur á Borðeyri, hvar hann ætlaði enn að kaupa hross, enda hafði hann 3 hesta klyfj- aða með peninga, eða full 40,000 krónnr, sem allt var fargjald frá vesturförum. — J>ann 14. p. m. kom hingað til bæjar- ins, adjunkt Grönlund grasafræðingur frá Kaupmannahöfn, og fór hjeðan daginn eptir norður að Mývatni til prófessors Johnstrups og peirra fjelaga. — 16. p. m. hom lierra kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson hingað, austan frá Seyðisfirði og Raufarhöfn. — Hið konunglega strandaferðaskip „D í- ana“ hafnaði sig hjer 15. p. m. kl. 5 72 e. m. Með pví höfðu farið 40 farpegjar úr Rv., en 20 komu nú hingað. Skipið lagði aptur hjeð- an um nóttina hins 17. austur á Seyðisfjörð. Úr brjefí af Suðurlandi, 10. júlí 1876. „Nú er pá loksins skipt um veðráttu hitar komnir og hreinviðri með hægum norð- an perrir, brá til pessarar veðráttu úr |>ing- maríumessu og vænta menn framhalds henn- ar nokkurn tíma, eptir gamalla manna máli. — Afli er nokkur af ísu, pegar veður leyf- ir að leita hans. Ókennilegt sjódýr hefir sjest i vor, og enda einstaka sinnum fyrir 2—3 árum, í tjörn einni skammt frá Katanesi á Hval- fjarðarströnd, rjett við Hvalfjörð. 1 vor eptir lokin sást pað endrum og sinnum sem sagt í tjörninni, en seinustu vikuna af júní næstl. hefir pað verið tiðar á gangi en áð- ur, og farið upp um mýrar sem liggja til fjalls upp frá tjörninni, á peim ferðum hefir pað tvisvar sinnum elt tvo drengi er voru saman, en peir komust pó undan pví. Lýsing skepnu pessarar er hjer um bil á pessa leið, (eptir pví sem x’jettorðir menn hnfa sagt): Hún hefir rauðan haus líka hvelju á að líta eður öllu heldur ný- flegnu kjöti, búkurinn er digur og á stærð við tveggja ára gamla nautkind, og sýnist loðinn lítið eitt, kjapturinn er s1«5r, með löngum vígtönnum úr efra skolti, halinn er nokkuð langur með sama lit og hausinn. Ókínd pessi hefir 4 lappir, ér lágfætt, með 6 klær á hverri löpp og stendur ein peirra beint aptur; gangur hennar er líkastur pví pá hestur hoppar í hapti, pví hún stekkur meira en gengur. — Nú er í ráðagjörð að fá góða skyttu og mann með lagjárn, til að ráða skepnu pessa af dögum, ef hægt er, hvað úr pví verður veit jeg eigi; en ef pað tækist, fengizt ný uppgötvun i sædýi’afræð- imxi á íslandi. í bóknxenntafræðinni, hefir og nýlega birzt ápekk sköpun, pað er: „Köllun til Guðsríkis“ eða nokkurskonar vanskapnaður af í’itningargreinum, sem pýddar eru upp á trú mormóna, hafa mormónarnir sem voru í Rv. rit petta til útbýtingar, sem prentað er í Kmh. i ár; hið bezta við rit petta er pað, að prentvillurnar og vitleysurnar eru svo margar, að fáir átta sig á pví, svo pað er sjálfskotið. Smásögur pýddar eptir Pjetur biskup eru nýprentaðar; ágóðinn ætlaður prest- ekknasjóðnum“. — pingvallafiindiirimi var haldinn 2. og 3. júlí. Á honum mættu 20—30 manns, af peim voru að eins 10 kjörnir. Fyrst var rætt um fjárkláðann, par næst um |>jóð- vinafjelagið, og seinast um landbúnaðar- málið, skattamálið og skólamálið. AUGrLÝSINGAR. í verzlunarbúð Gránufjel. á Oddeyri tapaðist 5. p. m. peninga budda með kam- pungslagi, nokkuð forn og farin að bila, en í lienni voi’u pessir peningar: einn 20 krónu gullpeningur, tvær heilar spesíur, önnur með mynd Kristjáns 7. (ekki gjaldgeng), en hin með mynt Friðriks 6., og 1 rdl. með sömu mynt, enn fremur nokkrir smápeningar, og 1 enskur koparpeningur á stærð við 5 aura. Sá sem kynni að liafa fundið eður tekið til handargagns buddu pessa, umbiðst vin- samlega að skila henni til ritstjóra Norðan- fara, mót rýflegri borgun fyrir fundarlaun, eða hirðingu. J>ann 28. dag yfirstandandi júlimán- aðar kl. 12 verður á pingliúsi bæjarins hald- ið opinbert uppboð á ýmsum skemmti- og fræðibókum, tilheyrandi lestrarfjelaginu á Akureyri. Forstöðumenn fjelagsins. Mjer liggur á pví, að peir sem jeg á skuldir hjá, fyrir Norðanfara og fleira frá undanförnum árum, borgi mjer pær nú í sumar, hið allra fyrsta, að hverjum pierra fyrir sig er unnt. Ritstjórinn. — Hjá ritstjói’a Norðanfara fást pessar bækur til kaups: 1. „Skuggsjá og ráðgáta“, heimspeki- legt kvæði, eptir Brynjólf Jóns- son frá Minnanúpi, fyrir 75 aura. 2. Yfirlit yfir hin helztu atriði í fátækralögjöf Islands, fyrir 75 a. 3. Presturinn á Vökuvöllum, fyrir 1 kr. 33 aura. —- Á bökkunum fyrir utan og neðan Hrafna- gil, fann jeg 2. p. m. dökkbláa kvennhúfu, sem rjettur eigandi getur vitjað til mín, gegn sanngjöi’num fundarlaunum og borgun fyrir auglýsing pessa. þormóðstaðaseli í Eyjafirði, 4 júlí 1876. Bei’gvín Bergvínsson. Inn- og útborgun í sparisjóðinn á Akureyri framfer á bæjarpingsstofunní hvern virkan laugardag, frá kl. 1—2 e. m. Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson. Prentari: Jónas öveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.