Norðanfari


Norðanfari - 19.07.1876, Blaðsíða 3

Norðanfari - 19.07.1876, Blaðsíða 3
•eldd longur niðnrjöfnnnina, siðan allir gjald- éndur mega gjöra athugasemdir við hana. En nú mun verða sagt að J>að sje til lítils að tala um niðurjöfnun, því pó pað sje auðsjáanlega rjettlátast og sanngjarnast, að leggja skattinn á menn eptir efnahag og ástandi, pó pað sje fegurst og sómasamleg- ast að menn jafni sjálfir á sig byrðinni með samkomulagi, og pó pað sje bæði frjálsleg- ast, og eðlilegast að hin verulegustu umráð yfir pvi, hvernig skatturinn leggst á, sjeu hjá bændunuin sjálfum, pá sje ekki til pess að hugsa, vegna pess pví verði ekki við komið nema í hverjum hreppi fyrir sig, en ekki sje unnt að finna pann mælikvarða, sem rjett sje að miða við upphæð skattsins nje skiptingu hans á sýslur og sveitir eptir- efnum og ástandi peirra. J>etta er helzt of satt; en vert er að gjöra tilraun til að bæta úr pví. Hjer skal nú ekki halda fram peirri tillögu, að miða upphæð gjaldsins við verzl- Unarhaginn, og skipta pví á sýslur og sveit- ir eptir fólkstölu og verkfærratölu; hjer skal heldur leitast við að mæta greinarhöfundin- um á miðri leið, byggja sem næst á sama grundvelli og liann, og koma pó niðurjöfn- unar-tillögunni að. (Niðurl. síðar). Um að kljúfa grjót. _ Fyrir nokkrum tíma siðan, höfum vjer lesið áskorun í Norðanfara um, að Sverrir steinliöggvari eða einliver annar vildi á prenti skýra frá hinni beztu eða almennustu aðferð við að kljúfa grjót og höggva pað til, og er parft fyrir almenning að vita dálítið um slíkt, pareð nauðsyn er fyrir oss, að byggja fleira af húsveggjum vorum úr grjóti en ennpá er gjört. Yeggir húsanna eru optast byggðir úr torfristu einni, eða pá annað lagið úr torfi Og hitt úr grjóti með lausri mold í miðjum vegg, og má pað með sanni kallast að tjalda til einnrar nætur, pví veggir voi*ir eiga sjer sjaldan langan aldur, áður peir hrynja og hrapa i grunn niður-, grafandi undir sjer bæði dautt og lifandi, hvað sem fyrir verður. Víst er um pað, að hjer sannast hið forn- kveðna máltæki: að pað sem vjer kaupum ödýrast, verður oss með tímanum dýrast. Engin heimska er pað, sem hefnir sín svo geipilega á sjálfum oss, sem bygging slæmra íveruhúsa, pví henni nægist ekki með, að gleipa í sig margfalda borgun af gótsi og gulli, heldur heimtar hún einnig yfirráðin ýfir heilsu vorri, styttir lífdaga vora um vikur, mánuði og enda opt og einatt um tugi ára, og par á ofan lætur hún niðja vora bera sín á stundum menjar í priðja og fjórða lið. Svona gengur nú pað, og sann- indin fyrir pessu, eru skrifuð með svo glöggu letri á mörgu byggðu bóli um dali vora og strendur, að hver, sem með athygli hefir brúkað augu sín, má hafa sjeð pess ljósan vott á mörgum einum stað. Með pví vjer höfum ekki orðið varir við, að nokkur hafi orðið til með að svara á- skorun pessari, er pað tilgangur vor hjer með að gefa stutta lýsingu á aðferð peirri, sem brúkuð er við petta erlendis venjulega, og sem einnig er viðhöfð hjer í og kring- um Reykjavík. Grjót er klofið með ýmsu móti; annað- hvort með pví að sprengja pað í sundur með ýmiskonar sprengi-efnum, eða að kljúfa pað í sundur með járnfleigum; og skal jeg nú lýsa ijei hinni tvennskonar aðferð sem höfð er ■við petta, sitt í hvoru lagi. f>egai grjót er klofið með sprengiefnum, f° sem L m m- gjörir maður fyrst holu niður í steininn með einum járnbor sivölum, sem hefir égg neðaná (sjá „Leiðar- vlsir um tilbúning á landbúnaðarverkfærum“) og er meitill pessi svo sem tæpur puml. í | pvermál að neðan en lítið eitt mjórri upp, slá menn á meitil pennan með sleggju og er honum snúið dálítið i livert sinn svo liolan verði sívöl. Maður hefir ávallt vatn í hol- unni meðan meitlað er, og hreinsar maður upp úr henni af og til leðjuna, með flötu, að neðan, vínkilbeigðu járni. Holan er optast liöfð 8—10 puml. á dýpt eptir stærð steins- ins; stundum dýpri. Seinast purkar maður holuna vandlega innan með stokk eins og byssu, svo hún sje alveg purr, og síðan er látið 1 hana púðrið, svo sem prír puml., en endinn á leiðipræðinum, er látin niður í áður en allt púðrið er látið í, og svo er pví bætt við sem eptir er. Púðrinu er par næst stappað saman með trjestautli. Ofaná púðrið í holuna, lætur maður nix smámulin ekki mjög harðan stein, eða pá næstum purran deigulmó (smiðjumó), og stappar pví svo sem næst er púðrinu fast saman með trjestautn- um, pví ef pað er gjört með járnstautli get- ur vel kvilinað gneisti, sem hrokkið getur ofan í púðrið og ollað miklu tjóni. Seinna er pví efra stappað vel saman með járnstautli, sem barið er á endan með sleggju eða hamri. Maður kveikir svo í endanum á leiðipræðinum og forðar sjer parnæst svo sem 20—30 faðma burtu, og stendur par unz steinninn er sprunginn. jpessi aðferð er helzt brúk- uð við stóra steina eða fastar klappir, en með henni getur maður aldrei klofið stein- inn reglulega, lieldur bara einhvern veginn. Ur pörtum pessa sprungna steins getur maður nú, síðan peir eru orðnir meðfæri- legri, klofið með meitlum meðfærilegt og hentugt hleðslugrjót. Til eru önnur efni langtum krapt meiri en púður, til að sprengja grjót með, svo sem Nytroglycerin eða Dyna- mit og fl., en pað eru mjög hættuleg efni að fara með, pareð pau geta sprungið ein- ungis við pað, ef ílátin sem pau eru í, amiaðhvort hristast nokkuð talsvert eða koma við eitthvað hart, sem opt getur hent, og pá eyðileggja pau og umturna öllu sem fyrir verður. (Niðurlag siðar). Frá Vesturlieimi. (Úr brjefi frá síra J. Bjarnasyni, 9/5—76). Aðal-tíðindi hjer í landi er: undirbún- ingur undir forsetavalið, sem stendur á fram undir næstu árslok. Rífast Republíkanar og Demokratar að vanda með ákafa miklum, og reyna af alefli að sverta hvorir aðra sem mest peir mega. Síðan borgarastyrjöldinni miklu lauk, hafa Republíkanar með Grant í broddi fylkingar haft mest yfirráð í stjórn- málum landsins. Eflaust er sá flokkur nær sannleikanum én Demokratar, með tilliti til máls pess, er pá einkum greinir á um, en pað er sambandið á milli hinna einstöku ríkisstjórna og yfirstjórnar ríkjasambandsins. Yilja Demokratar rífka sem mest rjetthinna einstöku ríkja andspænis ríkjasambandinu, og i peirri kröfu átti pað rót sína, að Suð- urríkjamenn forðum slitu sig lausa frá sam- bandsstjórninni og hófu ófriðinn gegn jafn- rjetti Svertingja við hvíta menn. Republík- anar unnu, sem kunnúgt er, og peirra stjórn- málasetningar náðu pví framgang, og peirra flokkur komst pannig maklega til æðstu valda. Én pað hefir hjer komið fram sem optar, að manni er ekki borgið með tómum rjett- trúnaði (hvort sem hann er kirkjulegur eða stjórnfræðislegur). Republíkanaflokkur pótt- ist hróðugur, er sagan hafði staðfest stjórn- málakenning peirra, og svo leit út sem marg- ir ætlaði sjer myndi duga frægð sú, er flokk- ur peirra hafði unnið í ófriðnum, en hirtu næsta litið um að vanda embættisfærslu sína, eptir að yfirstjórn landsins var komin í peirra hendur. Að svívirðilega hafi yfir höfuð að tala verið rekin hin opinbera embættisfærsla á síðastliðnum tíu árum hjer vestra, hefir marga grunað í seinni tíð, en pað hefir aldrei verið viðurkennt fyr en nú á pessu hundrað ára júbílári pjóðarinnar. Er nú lialdið uppi stöðugum rannsóknum gegn grúa af grunuð- um embættisvörgum, og hefir heill herskari af pessu fólki orðið uppvíst; sumir eru á leiðinni í betrunarhúsið. Mest af öllu hefir verið talað um hrun Belknaps (belnap) her- málaráðgjafa. Hann stendur fyrir dómi efri- málstofu pjóðpingsins. Að hann er sekur, er alveg víst. Úr pessum skömmum, sem republíkanskir embættismenn hafa orðið upp- vísir að, gjöra Demokratar sjer mat, en peir hafa reyndar í embættisfærslu sinni sýnt, að peir eru engu betri. J>jóðin finnur nú auð- sjáanlega til synda sinna; pað hafa rann- sóknir pessar haft gott í för með sjer, og sú tilfinning verður að vonum landstjórninni til viðreisnar og varúðar á ókominni tíð. Um hreifing pá, sem byrjuð er vestur í Kyrrahafsríkjum, gegn innflutningi Kínverja, er mikið að lesa í blöðunum. |>ar er mjög liklegt, að pað mál valdi mikilfenglegri deilu um pær ákvarðanir, er stjórnarskrá Banda- ríkja inniheldur, um innflutning fólks úr öðrum löndum. Sumir hera kvíðboga fyrir pví, að hinn sívaxandi grúi innfluttra Kín- verja muni með tímanum kæfa pjóðmenning' pessa lands, á pann hátt, að hvítir menn verði alveg í minni hluta og pannig smámsaman undirokaðir. En hvað sem um pessa spá er að segja, pá er pað víst, að Kalíforníumönn- um er farinn að standa hinn megnasti stugg- ur af Kínverjum og reyna peir til að hefta innflutning peirra með rjettu og röngn móti. Sýningin mikla í Philadelphiu hefst á morgun. Meðal margra stórmenna úr öllum heimsins áttum, sem par eru samankomnir, má sjerstaklega minnast keisarans í Brasil- íu, Pjeturs hins 2., og ríkisforsetans í Perú. Hinn fyrnefndi, sem er menntavinur mesti? brá sjer næstundangengna daga • til Kali- forníu á Kyrrahafsbrautinni og er nú aptur kominn til austurríkja. J>ótti honum mikið til margs koma. Chicago pótti lionum tröll- aukin borg í meira lagi. Hann ferðast hjer sem ókonungborinn maður, og vill að sem minnst viðhöfn sje liöfð við, honum til dýrðar. Af íslendingum í Nýja íslandi heíi jeg ekki nýlega haft frjettir. Jeg hygg peim líði vonum betur og hugsi ekki til að sundrast eða setjast að annarstaðar. Eyrir fám dög- um ferðuðust pangað norður og komu hjer við bræður tveir frá Sigurðarstöðum á Mel- rakkasljettu, Skúli og Halldór Árnasynir. Yoru peir hinir vonbeztu og hugðust að taka land jafnskjótt og peir kæmi norður. —Vor- tíðin hjer er fremur köld; en pó hveitiakrar víðast alsánir og bezta hljóð í bændum. J>ar á móti er hart um atvinnu meðal daglauna- fólks í bæjum. Úr brjeli frá síra P. J>orlákssyni, (Pulcifer P. O. Shawano, %—76). „Okkur löndum hjer líður öllum heldur vel; tíðarfar er gott; sáðtími byrjaður og „farmararnir“ pví farnir að tína ýmislegt í jörðina, að hún geymi pað til liaustsins og skili pví pá aptur með góðum rentum, sem geti verið peim nægilegur lífsforði til næsta liausts og eflt krapta peirra til pess að viðka sáðblett sinn og koma pannig betur og bet- ur fótum undir sig“. — Náttúruafbrygði. Veturinn 1875 bar pað við á Felli við Kollafjörð í Strandasýslu, að fyrstakálfskvíga fæddi vanskapaðan kálf. Skapnaðurinn var sem fylgir: Höfuðið var lílcast selshaus, að pví leyti að snoppan og kjálkarnir var svo stutt. Eyru voru tvö á kúpunni eins og kálfseyru; augnalokur voru tvær, en skinnið gróið fyrir pær; ein nös var hægramegin; tunga löng og lafði útúr skolti. Fjórar tönnur voru framan í neðraskolti, að

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.