Norðanfari


Norðanfari - 11.08.1876, Blaðsíða 4

Norðanfari - 11.08.1876, Blaðsíða 4
68 — J>6 svona sje, eins og jeg hefi sagt bjer. óbyggilegt enn víða á Jökuldal, vona jeg liann verði velbyggjandi eptir ein 3 til 4 ár, hjer frá, eins og jeg gat mjer til í fyrravor um öskujarðir. pað játa og nú kunnugir menn að eyðst hafi askan á Jökal- dal, ótrúlega síðan í fyrra, fyrir veðrum og vatnsrennsli. Hún smámalast sundur og dregst burtu af vindum og vatni. 27-/7.—76. S. G. Vm skoðun Dyngjuijalla. Um leið og vjer hjer með, höfum pá ánægju, að skýra lesendum hlaðs vors frá á- grípi af ferðasögu peirra hr. prófessors Jolm- strups og lieutenants Caroc, pá er peir í næstl. júlímánuði ferðuðust upp úr Bárðar- dal til Dyngjufjalla, að skoða par eldgos- sti'iðvarnar og hvernig par væri útlits, skal pess getið, að ágrip petta fengum vjer hjá hinum síðarnefnda ágætis- og menntamanni lieutenant Caroc, hvers líka, af útlendum mönnum, vjer minnumst eigi að hafa fyrir- hitt, eður hafi verið jafnljúfmannlegur og fræðandi sem hann, oss pó að öllu ókenndur: „pegar menn fara frá hænum Svartár- koti, sem stendur hjá Svartárvatni, fremst í Bárðardal, og kjerum 7* iní^u sunnar og austar en sýnt er i uppdrætti Bjarnar sál. Gunnlögssonar,, heldur maður áfram í suð- austur, nálægt l1/,! mílu fram að Botna- vatni, par sem Suðurá hefir upptök sin; hefst par pá ódáðahraun, sje haldið áfram í sömu stefnu yfir pað, að vegalengd hjer um 23/4 mílu, er komið að neðri hluta Dyngjufjalla. Hjer sjást nokkrir gamlir eldgígar og er hraunið par víða hvar með stritum eða strókum og yfir allt firninda- legt mjög. |>aðan liggur leiðin lítið eitt mcira til suðurs, en áður, er pá farið yfir hörmuloga ljótt og skuggalegt hrunahraun, sem er hjerum 3 fjórðungar til heillar mílu á breidd, og er talsvert í fangið, til pess komið er upp á Dyngjufjallabrúnina eður hrygginn í gegnum skarð eitt, nærfellt 300 feta djúpt, er nú kallast Jónsskarð, í höf- uðið á Jóni bónda porkellssyni í Yíðirkeri í Bái'ðardal, sem fyrstur fann pað. pá hingað er komið, blasir Askja við andspæn- is.gegnt manni. Askja, er hálend sljetta mestöll pakin ófæru hrauni, sem á allar hliðar er umkringd fjöllum, sem liggja hjer am 4000 feta hátt yfir sjávarmál. Einungis í austur, er að sjá dálítið skarð í fjöllin. Fjallsljettu pessari hallar mjög að skarðinu, og hefir liklegast í fornöld sent frá sjer firni af hrauni, vikri og ösku. Askjan er á lengd nálægt 174 míla. I suðaustur horni hennar, er hvos mikil, um hálf míla á lengd, og 600 fetum lægri, enn klettabarmarnir í kring. I hvos pessari er stöðuvatn eitt, sem er pvermáls 2000 fet og hitinn í pví 21 ° á Celsius hitamælir, og bragðið af pví sem öskusalti (Sódu) eða hveravatni. Hæð- in frá klettabörmunum og ofan að vatninu, er standberg, með smáhillum og hjöllum, sem hrunið hefir úr hjer og hvar, paktir og sljettaðir með ösku og leðju, og viða hvar með sprungum og gjám. Að norðan- verðu við hvos pessa, er eldgígur hjerum 200 álna breiður og 150 álna djúpur ofan" að vatni, en svæðið í kring for og leðja, scm menn sukku í allt upp á miðjan legg. Lítið eitt lengra frá gíg pessum, hefst kringl- ótt hraun- og vikurbelti hjerum fjórðnngur mílu á breidd. Vikurlagið Jiggur ofan á 25 feta pykkum jökulgaddi. í austurhluta hvosarinnar, er enn að finna 7 stóra eld- giga sem eru hvor við annan. Upp úr öll- um pessum gígum rýkur fjarskamikil gufa, og með líkum ólátum og pá gufu er hleypt út úr stærstu gufuvjelum. Úr hinum 7 austustu eldgigunum, renna 3 litlir lækir með skolalituðu vatni, sem er 40° heitt og falla ofan í vatnið. Hvervetna niður í hvos- inni eru hverir og hitinn í peim 70—80 °. Eptir ðllu útliti eldfjalls pessa, má ráða, að pessi geysimikla hvos, hafi myndast í hin- um eldri eldgosum, og að hiti vatnsins kem- ur af pví soðheita vatni, sem rennur úr gíg- unum, svo geta og verið uppgöngu augu á botni vatnsins, sem velli upp sjóðandi vatni, pví par finnst ekkert brunahraun; pað er pessvegna ekkert óliklegt, að eldgígarnir hafi myndast í eldri eldgosum, en nú fyrir hinn sifellda vellanda hita að neðan og vatns- magnið að ofan niður í pá, hafi gufu-aflið brotið sjer veg gegnum jörðina að neðan upp og sprengt götin á gígana, og svo ask- an og vikurinn fallið umhverfis ofan á hið umgetna 25 feta pykka jökullag og veðrið jafnframt feykt hinni glóandi ösku og vikri viðsvegar austur um land svo og til Noregs og Stokkhólms í Svípjóð. — í Suðaustur af Dyngjufjöllum, um langan veg, sjest gufu- stólpinn en upp úr Kverkfjöllum, sem lík- legast eru-leyfar af eldgosinu 1867". Á einum stað í Sveinagjá ætluðu peir fjelagar, að reyna að mæla hitann, en par var pá svo heitt, að práðurinn sem hita- mælirinn hangdi á ætlaði pegar að brenna í sundur, svo peir máttu hætta við allt saman. Pöstarnir. — Austanpósturinn Sigfinnur Finnsson, kom hingað 2. p. m., sama dag og póst- áætlunin til tekur. Með honum frjettíst að vesturfaraskipið „Verona" hefði flutt 379 manns frá Seyðisfirði, 12. f. m. — Frönsk fiskiskúta hafði strandað á Loðmundarfirði 24. f. m. — Góð tíð og grasvöxtur mikill er sagður eystra, en fiskafli með minna móti vegna beituskorts. Eigi voru og Norðmenn á Seyðisfirði búnir að afia neitt 24. f. m. — Norðanpósturinn. Jóhannes Pjetursson kom 8. p. m. hingað til bæjarins, með hon- um kom adjunkt G í s 1 i Magnússon frá Beykjavík. — Póstskipið hafði komið 3 dögum síðar til Beykjavíkur, en áætlað er, vegna stórviðra og hafróts. Úr Ibrjefi af Suðurlandi, 27/7—76. „Stuttur er pátturinn núna, og ei merki- legur. Eiskileysi sökum storma og ógæfta. Veðuráttan hefir verið æði styrð siðan pann 12. þ. m., sá dagur má heita sá eini hlýji og góði sumardagur á pessu sumri, norðan- perrir og hiti mikill. Rigningar með stormi voru ákafastar pann 17., og aptur nóttina milli hins 18. og 19., allan pann dag og hinn næsta, og loks pann 22.; síðan stytti upp, og dagana 24.—26. var allgóð norðan- fiæsa, svo töður hafa náðst í garð að mestu; í dag er komin deyfa á sunnan með skúra- leiðingum. — Engir hafa dáið nafnkenndir, og heilbrygði má heita almenn. — Tvívegis hefir Jón landritari verið upp í Borgarfirði að starfa í kláðamálinu og gjöra ýmsar fyrir- skipanir í pví, er skýrt mun verða frá í „ísafold,,. — Páll Pálsson alpingismanns í Ár- kvörn, rúmlega tvítugur, gáfaður og efnileg- ur maður, fórst af slysförum 21. p. m., með peim hætti, að pegar fólkið í Árkvörn var að hreinsa grjót af engjunum skammt frá ánni, er liggur á milli bæjanna, Árkvarnar og Barkastaða, datt honum pað í hug á með- an fólkið tók hvíldir, að stökkva yfir ána yfir rúmlega tveggja faðma breið gljúfur, er liggja að ánni upp í fjallshlíðinni, en í annari ferðinni er hann stökk yfir gljúfrið misti hann fótanna og fjell niður í pað; hefir hann eigi náðst úr pví en, pví gljúfrið er 20 faðmar á hæð,-enn hylur er niðri í pví, svo ilt er aðstöðu að komast að líkinu, og næstum telið úmögulegt. — Ur öðru brjefi að sunnan, dagsettu í næstl. júlíman.: „t fyrra var sagt að, Álptnesingar hefðu lagt inn salt- fisk í Hafnarfjarðarverzlanir fyrir 33,000 kr., og hvert skippund pá á 42 kr., en í ár hafa sömu verzlanir gjört áætlun um að fá í mesta lagi saltfisk fyrir 9000 kr., og að hvert skpd. mundi verða borgað með 60 kr. prír stórbændur á Alptanesi eiga nú hver um sig 100 skpd. minna af saltfiski heldur en i fyrra, og margir kringum Faxaflóa engan fisk. —> Hreppsnefndin í Strandahrepp, mun hafa beðið um 7,000 krónu lán úr landssjóði, en hreppsnefndin i Álptanesshrepp 1000 kr.; einnig er sagt, að Seltjarnarness- og Akra- ness-hreppsmenn hafi beðið um lán". — Skipakoma. Fjelagsskipið „Grána" kom hingað 8. p. m., með timbur frá Nor- egi. — Daginn eptir hafnaði sig hjér lausa- kaupmaður Predbjörn frá Bornholm, er nú, kom frá Húsavík með dálítið af vörum. AUGIÝSINGAE. — Bælnir til söhi: Lestrarbækur Dr. Pjeturs; Mynsters hugleiðingar; Hugvekju- sálmar síra Guðmundar; Vikusálmar síra Guðmundar Gísla; Llóðmæli og Leikrit Sig- urðar Pjeturssonar; porlákskver; Söngregl- ur, Söngvar og kvæði Jónasar Helgasonar. Dönsk málfræði; Myndabók handa börnum;- Piltur og stúlka; Matreiðslubók og fleiri parfar bækur. Prb. Steinsson. \ — Sunnudaginn 2. júli, fannst í brekk- unni fyrir utan „Bakaríið" hnakkur með öllu tilheyrandi, sem eigandi getur vitjað til mín, um leið og hann borgar fundarlaunin og auglýsing pessa. Akureyri, 22. júlí 1876. Jóhann Eyjúlfsson. — Aðfaranóttina hins 20. p. m. var hirt lítil svipa á mölinni hjá vöruskúr Th. Toms- ens á Blönduós, og getur rjettur eigandi vitjað hennar til undirskrifaðs, um leið og hann borgar auglýsingu pessa. Kagarhóliá Ásum, 24. júlí 1876. Jón Guðmundsson. — Hinn 30. júlí fannst skjóða með kaffi, sykri og fleiru á veginum innan við Krossa- nes, sem rjettur oigandi getur vitjað til bók- bindara Prb. Stcinssonar á Akureyri. — í>ann 8. ágúst fannst s k j ó ð a með grjónum í, á veginum fyrir sunnan og ofan Krossanes, sem rjettur eigandi má vitja til Prb. Steinssonar á Akureyri. — G1 e r a u g u með sterkri látunsum- gjörð, töpuðust á Akureyri 3. júlí 1876. (Annað glerið var brotið). — Sá sem finna kynni, er beðinn að afhcnda pau til ritstj. Norðanfara, mót póknun í fundarlaun, — Fyrir rúmum mánuði tapaðist úr hög- um á Stóra-Eyrarlandi, mógrá meri, 6 til 7 vetra, aljárnuð; mark: blaðstýft fr. hægra, hamrað vinstra, og (illa gjörður) biti fram. Sá sem kynni að hafa hitt hross petta, er beðinn að koma pví til undirskrifaðs, mót borgun fyrir ómakið. Stóra-Eyrarlandi 9. ágúst 1876. Magús Einarsson. Inn- og útborgun í sparisjóðinn á Akureyri framfer á bæjarpingsstofunni hvern virkan laugardag, frá kl. 1—2 e. m. Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson, Prentari: Jónas Sveinsson,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.