Norðanfari


Norðanfari - 15.11.1876, Blaðsíða 4

Norðanfari - 15.11.1876, Blaðsíða 4
— 112 — Árið 1847 ílutti hann frá Nesi að Hof- tegi var honum veitt þotta pVestakall 13. d- aprílm. það ár, en að ári liðnu flutti hann til þessa prestakalls, sem hann fjekkíbrauða skiptum við J>orgrím prest Arnórsson, og hefir hann þjónað pví til dauðadags, er köllun dauðans hljómaði til hanns að morgni hins 16 þ. m., og hafði hann þá lifað í útlegðarlandi (77 ár 10 mánuði og 9 daga) hátt á 8. ár hins 8. tugar. Hafði liann verið kránkur hin seinustu missiri æfi sinnar en, fjekk hæga hanasótt. Hinn langi æfidagur hans er nú lið- inn að kveldi, hin eptiræskta æskilega hvíld er nú fengin eptir erviði hans. Nú er verkamaðurinn kallaður til að standa Hrottni reikningsskap á meðferð sinni á pví pundi er, hann hafði honum í hendur fsngið. Saknaðarniíil. Yorkyljan þýð, vakna hað rósir, en Dvalins-mey fríð, hóf sig á hvelfingar-boga í heiðskærum loga. Puglinn hann söng, ferð hans var enduð svo þreytandi og löng, náttúran búningi breytti, sig blómkrönsuin skreytti. Innra hjá mjer, ástand var þvílíkt jeg vitna það hjer, ung nam jeg unaðs-blóm geyma þar ástin á heima. Sat jeg und meið, svífandi stórmar þeir viku af leið, hag minum hagga ei kunnu hlýgeislar brunnu. Æ! hvað jeg sá; eldingar dauðans í hreifingu þá, skalf eg sem blaktandi skarið skýlið var farið. Missirinn er, auðsjen og sorglegur, fleirum en mjer, byggingar-mein er hið mesta þá máttviðir bresta. Skeður opt það: skamma stund njótum þess meira kvað að dáðrakkir drjúgum burt líða, en duglausir bíða. „komið er haust“, kveður við grátblandin saknaðar raust, þá er að horfa til hæða holundir blæða. Margt er að sjá: meigin-her alföðurs fram brunar þá, inndæla heyri eg hljóma og horfi’ á ljóma. Margt er að sjá: minn lifir ástvinur frelsuðum hjá, elskunnar ylgeislar skína, jeg eign þekki mína. Yorsólin blíð, vermir þar blómin um eilífa tið, litfegrar lundinn minn hlýja lífs aflið nýja, Tefur ei tíð, til þin minn elskaði! kem eg um sið, hýbýli höfum þar búin, því heitir mjer trúin. Fr. Gr. Rúð gegn kviksetning. (|>ýtt úr „Budstikken**). Einungis hugsunin um að verða — ef til vill — kviksettur, skelfir alla, jafnvel hina tilfinningarminnstu; menn mættu því þakka hverjum sem hjálpaði oss til að þekkja greinarmun á milli þess, að vera dáinn eður sýnast dauður. Eptirfylgjandi línur, sem teknar eru úr þýzku blaði, er vjer óslcum að sem flestir vildu lesa og hug- festa, munu færa mönnum heiin sanninn, því að engin getur vitað, nema það kunni að koma vel í þarfir. |>rátt fyrir öll þau einkenni, sem menn hingað til hafa álitið óyggjandi um það, að menn væri dauðir, ber það optar við en ætlandi væri, að tilsýndar dauðir eru álitn- ir dauðir. í ræðu eða fyrirlestri, sem Rosenthal læknir flutti fyrir skömmu síðan í Wínar- borg í Austurríki, skýrir hann frá því, að vísindunum liafi loksins auðnast með rafur- magni, að uppgötva, hvort maður sýndist dauður eða væri alveg dáinn. Á sjerhverjum manni, segir Rosenthal, er hægt að sjá með rafurmagni, livort hann er algjörlega dáinn eða sýnist það einungis. Ef líf er með manninum, þá kemur það eigi að eins andardrættinum í hræringu, heldur sjest þá brjóstið ganga upp og nið- ur, jafnvel að hræringar komi í andlitið. Yerkanir rafurmagnsins, vara minnst i hálfa klukkustund, og sjaldnast lengur en 3 stund- ir. Hjá mönnum, sem dánir eru af lang- vinnum veikindum, hætta verkanir rafur- magnsins, eptir 2 klukkustundir. Aptur hjá þeim, sem sýnast dauðir, halda rafur- magnsverkanirnar áfram. Áf þessum rafur- magnstilraunum, hafa menn öðlast áreiðan- leg merki um það, hvort maðurinn er lífs eða liðinn. Rosenthal segir frá einu dæmi, er skeð hafi síðan hann fór að stunda lækningar. Frú R. R. var. ung en veikbyggð og fjarskalega bráðlynd. Svo vildi til eitt sinn á heimili hennar, að eitthvað það bar til, sem fjekk mjög á hana, svo að hún í þess- ari geðshræringu hnje á einu augabragði niður, og lág hálfanannandag, sem stein- dauð og náföl í andliti. Tveggja lækna var þegar vitjað, er skoðuðu hana í krók og kring. Annar fullvissaði um að hún væri steindauð, en hinn sagðist ekki voga að fullyrða það. Menn höfðu látið sjóð- andi lakk drjúpa niður á brjóst hennar auk margra annara tilrauna, er við voru og eru hafðar í slíkum kringumstæðum, en allt varð árangurslaust. |>að var því einungis hugsað um og unnið að því, að jarðarförin gæti komizt á, sem allra fyrst. Rosenthal, sem af tilviljun heyrði hvað hjer var um að vera, fór þegar í stað þangað, og skoðaði líkið nákvæmlega, en gat ekki fundið minnsta vott til þess, að hjartað eður lífæðin bærð- ist nje andardrátturinn finndist; að eins sá Rosenthal lítla hræring á einum stað á líf- inu; af þessu rjeði hann, að konan mundi þó eigi enn vera alveg líflaus og rafur- magnaði hana þegar, sást þá brátt að hún mundi ekki dauð, og skipaði hann þá að heita dúka og vefja þeim utanum likam- ann, og um leið opna glugga, til þess að koma inn nýja lopti. Siðan ljet hann, smátt og smátt, dreypa á hana heitu svörtu kafiS, sem blandað var með góðu kúnjakki eður brennuvini. Daginn eptir, vaknaði konan eptír 44 klukkustunda dá, er hún sýndist liðin. Úr þessu fór henni smátt og smátt að batna, svo hún öðlaðist aptur rænu sína og mál, og fór að geta dálítið hreyft sig. |>egar henni var batnað aptur, fóru menn að spyrja hana, hvernig henni hefði fundist hún vera á meðan hún lá í dáinn. Segir hún þá, að hún í byrjuninni hafi ekkert vitað af sjer, en seinna öð'last meðvitund sína, og frá því augnabliki sjeð og heyrt allt það sem talað var og gjört í í kringum hana. J>ó að liún nú sæi og heyrði talað um allan Yiðbúnaðinn til jarð- arfararinnar, var henni samt sem áður ekki unnt, að koma upp minnsta stun eður hljóði og enn síður að hræra legg eða lið. Ástand hennar hefði verið líkt því og þá menn dreymir illa, eða eru svæfðir með klóró- formi. (Framh. síðar). Fólkstala og húsakynni á Akur- eyri og Oddeyri. Fólkstalan á Akureyri 1. nóv. 1876, er alls 318, en á Oddeyri 20, samtals 338. —■ Húsakynni á Akureyri, stærri og smærri: 59 timburhús, 14 timburhús með torfþaki, 36 hús með torfveggjum og torfþaki, en á Oddeyri 4 timburhús, 1 með torfþaki og 1 með torfveggjum og torfþaki; alls 115. Frjettir. J>ann 7. þ. m. hóf Sigfinn- ur póstur ferð sína hjeðan og austur, en Jóhannes póstur degi síðar suður, og með honum umboðs- og alþingismaður Eggert Gunnarsson á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, er ætlar sjer að sigla með næstu póstskips- ferð til Danmerkur, og verða þar í vetur. Til að gegna hans umboðslegu og „prívat“- störfum, hefir hann með amtsins samþybki kjörið: verzlunarm. Geir Finn Gunnarsson á Raufarliöfn norðan Reykjaheiðar, enn vestan hennar Jón bónda Ólafsson á Gull- brekku í Eyjafirði. 12. þ. m. kom Sveinn Siglufjarðarpóst- ur aptur að vestan hingað; segir hann snjó mikinn og jarðlítið á Uppsaströnd, en minni snjó og betra til jarðar í Ólafsfirði og Siglu- firði, einnig snjólítið í Fljótum. Fiskafli er alltaf sagður nokkur yfir allt hjer norðan fyrir landi og hjcr inná fil’ði. -— Yerzlun- arskipið, sem von var á 1 haust til Siglufj., hafði komið fyrir skömmu þangað frá Rauf- arhöfn, með hálfan farm af kornvöru og öðrum nauðsynjum, og svo farið þaðan apt- ur 4. þ. m. heimleiðis. Með Sveini pósti frjettist og, að föstu- daginn 27. f. m. hafi tveir skiptapar orðið í suðvestanroki á Skagafirði, annað farið með 3 en hitt með 4 mönnum, frá J>öngla- skála, Nýlendi og fleiri bæjum. AUGLÝSINGAR. — Seint í sláturtíðinni á næstliðnu hausti fann jeg undirskrifaður á götunni utan og neðan við kirkjuna hjer í bænum, röndóttan bættan litinn poka með ýmsu niður í, sem geymdur er hjá mjer, þangað til eigandi vitjar og greiðir fundarlaun og borgun fyrir auglýsing þessa. Akureyri 2. nóv. 1876. Björn Stefánsson. — Hvítkollótt ær, veturgömul, með mínú rjettu fjármarki: sneitt fr. hægra, fjöður aptan, og sýlt vinstra, var mjer dregin í haust, sem jeg á ekki; getur því rjettur eigandi, vitjað andvirðisins til mín, að frá- dregnum kostnaði fyrir hirðinguna og þessa auglýsingu, og um leið samið við mig um markið. Ánastöðum í Eyjafyrði 23. október 1876. Kristján Jónasson. — Snemma í sláturtíðinni í haust fannst, á Oddeyri hnakkyfirdýna, sem geymd er hjá ritstjóra „Norðanfara11 til þess eigandi vitjar og borgar auglýsingu þessa. Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson. Prentari: Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.