Norðanfari


Norðanfari - 26.03.1877, Blaðsíða 2

Norðanfari - 26.03.1877, Blaðsíða 2
— 42 — um, og koma í ljós í liundraðatali jarða. Jarðamatið mun að vísu þykja ófullkomið, eins og önnur mannaverk, en þótt svo sje, mun sú raun á verða, að það gjöri ólíkt betur grein fyrir hinum rjetta jöfnuðiáarði þeim, er með jöfnu lagi og jöfnum dugn- aði má hafa af jörðunum, heldur enn lausa- fjárhundruð búenda; enda stendur það til bóta, og mundi kosta langtum minna að gjöraþað svo að það yrði viðunanlegt, enn að laga lausafjárframtalið og tíundarmatið forna. Að leggja skuli allan landskatt á fast- eignina, er að vísu engin 'ný uppástunga, upp á því hefir verið stungið á ýmsum tímum, og nú síðast hefir hinn merki og margfróði þjóðmálaskörungur vor, síra Arnljótur Ól- afsson á Bægisá, komið fram með þessa uppástungu í 8. bl. Norðlings þ. á. Fram- hald af ástæðum hans fyrir þessari tillögu og af áliti hans á skattamálinu í heild sinni, er enn ókomið fyrir almennings sjónir, því 9. blað Norðl. þagði um það, þó undarlegt mætti virðast, þareð alþýðu er orðið meir enn mál að fara að kynna sjer skattamálið og gefa orð í það. En þó þetta sje og liafi verið álit manna á ýmsum tímum, veit jeg ekki hvort menn hafa gjört sjer alveg ljós- ar allar ástæður fyrir þessu áliti sínu, því þær eru margar fleiri en jeg hefi talið, og skal jeg síðar í grein þessari bæði víkja á hinar helztu ástæður, er jeg finn í bráð, og á nokkrar mögulegar mótbárur gegn hinum einfalda fasteignarskatti. En fyrst vil jeg minnast á upphæð skattsins, og skiptinguna á honum milli landsdrottins og leiguliða. — Hvað hið fyrra atriði álirærir, nefnil. upp- hæð skattsins, þá verðnr að ákveða liana fasta á hvert jarðarhundrað, annaðhvort ept- ir meðalálnum eða eptir peningaverði. Að greiða skatt eptir meðalálnum, mundi að visu vera betur samsvarandi efnaliag vorum á ýmsum tímum, og því í fljótu áliti eðli- legra, en að greiða hann eptir hinu valta peningaverði, en þareð sítt meðalverð er næstum í hverri sýslu á landinu og ýmsan útreikning þarf á skattinum á hverju ári, eptir því sem meðalverð breytist, þá mundi sú skattgreiðsla og skattheimta langtum margbrotnari og fióknari, enn ef skattur væri greiddur eptir peningaverði, enda gjör- ir það betri samhljóðan i löggjöf landsins, þar sem nýbúið er að setja embættismenn- ina á föst og óbifanleg peningalaun. Jeg verð því að álíta skattinn eiga að greiðast eptir peningaverði og í peningum eða ávís- unum ef peninga skortir, en í engu öðru. Aðal-upphæð skattsins af landinu fæ jeg eigi betur sjeð en lögin hljóti að ákveða sern næsta þeirri upphæð, er um nokkur ár að meðaltali heíir giæiðst af fasteignum og lausafje landsins |>að er ekki rjett að hækka hana þar sem efni búenda eigi munu fara vaxandi, og eigi heldur tala þeirra, er í skiptitíund liafa verið, en að hún sje lækk- uð, munu hin alkunnu nýju launalög ekki þola, Eptir meðalverði þetta ár, hefir þó hin heiðraða skattanefnd hækkað þessa upp- hæð næstum um þriðjung, og má óhætt segja um helming, þegar tekjuskattur jarð- eigenda er með talinn. Nefndin á nú eptir að koma fram með ástæður fyrir þessari gífurlegu skattkækkun, en á meðan þær eru huldar, verð jeg að aðhyllastþá skoðun síra Arnljóts, að nægja muni að leggja 1 kr. á hvert jarðarhundrað í landinu. — En hvað þar næst snertir hið síðara atriðið, hvernig skipta skuli gjaldi þessu milli landsdrottins og leiguliða, þá munu menn eigi verða á eitt sáttir í því efni. Skattanefndin ákveð- ur, að leiguliði skuli, auk þess er hann greiði af lausafje, gjalda í skatt alin af hundraði hverju í ábúðarjörð sinni, en að landsdrott- inn slculi ekkert gjalda af eign sinni fyr en hún er svo stór orðin, að hann fái í land- skuld 100 krónur. Eptir þessu á öreiginn, eða sveitin hans vegna, að borga fyrir efn- aðan landsdrottinn i viðauka við landskuld- ina 1 alin af jarðarhundraði hverju. Að vísu á nú landsdrottinn að borga aptur 5 af hundraði úr því jarðagjöldin eru orðin 100 krónur, en það munu vist fleiri þeir jarðeigendur, er eigi telja sjer þessar tekjur, að frádregnum vöxtum af skuldabrjefum, og sleppa þeir þá við allan skatt. Ííeð þessu er auðsjáanlega lilynnt langtum meir að jarðeigendum en lausafjáreigendum, eða með öðrum orðum, þeim ríku er gefið brauð hinna fátæku; en hver mun orsök til þessa, eða hverja ástæðu færir hin heiðraða skatta- nefnd fyrir þessari aðferð? Jeg get að vísu hugsað mjer, að hún hafi með þessari að- ferð ætlað sjer að stuðla til þess, að sem flest- ir girntust að eiga ábúðarjarðir sinar, þegar á svo lítilli eign eigi lægi nein kvöð, og þetta get- ur nú opt átt sjer stað, en það er ekki nóg að girnast ábúðarjörð sína, maður verður að í‘á hana keypta, og hjer er alls eingin livöt fyrir liina smærri jarðeigendur til að selja jarðir sínar ábúendum, eða til að búa á þeim sjálfir, þeir geta eins sloppið hjá tekju- skatti þó þeir leigi þær öðrum. J>að mun vera eðlilegast og rjettast, eptir því sem til hagar hjer á landi, að jafn tiltölulegur I skattur sje tekinn af jarðeignum manna, eða afgjöldum þeirra, hvort sem tekjurnar eru meiri eða minni, nema því að eins að sami sje ábúandi og eigandi, eða maður búi á sjálfs sín eign, því þá fer saman atvinnu- og eignarskattur. En þó jeg álíti æskilegt, að gjörður væri munur á skattgjaldi jarð- eigenda eptir því, hvort eigandi býr sjálfur á jörðinni eða leigir hana öðrum, þá, mun því óhægt við að koma, svo vel fari, og legg jeg það því eigi til. En tekjuskattur nefnd- arinnar, 5 kr. af 100 krónum, virðist mjer mjög svo nærri lagi, ef hann einungis væri lagður jafnt á fyrsta hundraðið, svo allir gildu jafnt að tíltölu, því allur er jöfnuður- inn beztur. |>egar 5 kr. gjaldast af hverju jarðarhundraði, kemur 25 aura skattur á hvert hundrað, sem jarðeigandi á beinlínis að borga í tékjuskatt. — Eptir því sem að framan er sagt, gjöri jeg ráð fyrir að tekj- ur af meðal-lausafjárhundraði sje auk alls tilkostnaðar hjer um 30 kr., og að lausafjár- lmndrað, eins og víða mun eiga sjer stað, lifi á jarðarhundraði hverju, og gjöri jeg þannig þessar 30 króna atvinnutekjur af ábúðarhundraði hverju. Ef þetta væri nú eignartekjur á sama hátt og afgjöld jarða, þá ætti ábúandi að greiða í skatt 1 krðnu 50 a. af hundraði hverju. en nú eru það tekjur af atvinnuvegí, tekjur af búnaðinum, þess vegna mun eigi ósanngjarnt að færa skattinn niður um helming, og álít jeg þá fyrst rjettan jöfnuð á skatti landsdrottins og leiguliða, er leiguliði ber 3/4 parta, en landsdrottinn x/4 part. Geldur þá leiguliði 75 aura en landeigandi 25 aura af jarðar- hundraði hverju. Eptir því geldur þá sjálfs- eignarbóndi á 20 hundraða jörð ætíð 20 lcr. á þing, en leiguliði á 20 hndr. jörð 15 kr. o. s. frv. (Eramh. síðar). lirjef úr ííoröur-pingeyjarsýslu. (Niðurlag, sjá nr. 17—18). Menntun almennings hjer um slóðir er betri en víða annarsstaðar, þó mikið vanti á, að hún sje nægileg. Marga þyrstir eptir menntun og vísindum, og all- flestir kannast við, að þeir þurfi meiri menn- ingar við, og er það góðs viti. Yíða hjer er allmíkið keypt af bókum, en þó mest í austursveitunum, einkum á Langanesi. 1 mörgum þjóðlegum fyrirtækjum taka menn hjer góðan þátt, og allur þorri manna hjer norður um á hluti í Gránufjelaginu. Hjer hafa og verið gjörð samtök til að efla mennt- un og siðgæði; lestrarfjelager stofnað á Langa- nesi og annað í Jústilfirði. fistilfirðingar eigi .eiginlega hægt að sjá hvar fijótið var, allt var eitt fen, svo langt sem augað eygði; þar var allt fullt af nikrum, einn af þeim rak höggtennurnar gegnum járnplötu á botninum á skipi Bakers, svo þar fjell þeg- ar vatn inn, en þó gátu þeir fljótt bætt skaðan; súmstaðar var fullt af höggormum og eitruðum maurum og öðrum fpöddum> svo þeir höfðu engan frið, þar var líka nóg af lcrókódílum og sumstaðar voru þeir grafnir niður í leirinn og forina og ráku höfuðið upp við og við þegar minnst varði, þarsem þurrir blettir voru sáust heilar hjarðir af fílum. Um þessar slóðir missti Baker marga menn sem von var, því loptslag var hjer nærri drepandi; einn svartur hermaður dó og var grafinn þar í mauraþúfu því engin önnur þurr jörð var til, og vinur hans svert- ingi lika var alveg óhuggandi yfir láti hans, og kvaðst brátt munda fylgja honum enda varð það orð og að sönnu, því litlu seinna andaðist hann og það einmitt á sama stað og vinur hans og var svo grafinn hjá hon- um. — Loksins sá Baker, að lijer var eigi um gott að gjöra, honum var ómögulegt að komast áfram og menn hans dóu unn- vörpum svo ekki var til annars að hugsa en snúa aptur og bíða regntímans, því þá vissi hann að áin mundi verða fær, á með- an ætlaði hann að setjast að í Schilluka- löndum og gjöra sjer bæ. J>egar Baker kom aptur niður á hvítu Níl til Schilluka- landsins þá var þar allt á tjá og tundri. Höfðinginn í Easchoda hafði áður lofað Baker öllu fögru, sagt að ekkert mannsal skyldi þolast í sínum löndum og kvaðst hann brátt mundi útrýma" því, en nú var hann sjálfur kominn inn í Schillukalandið til þess að ræna mönnum og fje. Sainuel Baker komst brátt að þessu þrátt fyrir mót- mæli hins; skip hans voru full af þrælum þegar að var gáð og eins var í herbúðum hans. Baker gaf þrælunum frelsi, tók af þeim hlekki og fjötra og sagði þeim að fara heim til sín, en ekki þótti þeim nein til- hlökkun að fara þangað, því helmingur af fólkinu var drepinn og korni og kúm hafði verið rænt, svo ekkert var til viðurværis, en samt hjeklu þeir allir af stað heim til átt- liaga sinna. Höfðinginn í Faschoda hafði - rekið frá völdum konung Schillukanna Kvat Kare að nafni og sett annan í hans stað, rænt öllu fje hans og hjúum og haft á braut með sjer. Baker setti þenna mann aptur til valda, en reyndi síðan, að sætta þá Kvat Kare og höfðingjann í Eas- clioda, en þar var ekki viðkomandi fyrir Kvat Kare, hann staglaðist allt af á því „fæ jeg þá lcýrnar mínar aptur“, „jeg get ekld gleymt kúnum mínum“, en þær höfðu verið jetnar fyrir löngu svo ekki gat hann fengið þær, en hann vildi þá lieldur eigi sættast. Baker settist nú þarna að í löndum Schilluka og fór að gjöra sjer herbúðir eða bæ, og gekk það vel og greiðlega, tjöldin voru látin standa undir skuggsælum mímósu- trjám í röðum og götur á milli öllu var haldið nákvæmlega hreinu og allt varð brátt fagurt og þægilegt í þessum litla bæ. Bær- inn fjekk nafnið T j u f i k i j a h eptir elzta syni Egypta-jarls Maliomed Tjufik. Ár- bakkan ljet Baker lilaða upp, svo skipin gætu lagt þar að, hann ljet gjöra geymslu- hús fyrir varninginn og margt fleira þarf-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.