Norðanfari - 25.05.1877, Blaðsíða 4
— 76 —
kvæða. Tungu- Hlíðar og Hjaltastaðaping-
hár-menn veittu síra Árnljóti eða þó held-
ur fylgismanni og meðmælanda hans, hr. Páli
Ólafssyni á Hallfreðarstöðum, en Fljótsdæl-
ingar og Pellnamenn sira Eiriki Briem og
örfáir Jökuldælingar. J>ótt sira Arnl. hlyti
kosningu í petta skipti, pá má pó fullyrða,
að peir sýslubúar voru fleiri, er eigi vildu
hann á ping, en hinir; að minnsta kosti
voru flestir hinir beztu menn sýslunnar
honum fráhverfir, pví að af flestum mun
hann enn vera „grunaður um gæzku“. J>að
sem rjeði úrslitum við pessa kosningu, var
pað, að dagana á undan kjörfundi var veð-
ur fremur illt og fjúk af norðaustri og illt
umferðar, en Arnljótssinnar allir næstir
kjörfúndarstað. J>að rjeði og mestu, að
Vopnfirðingar komu engir, til að ríða af
baggamuninn, en varla er peim gefandi sök
á pvi, með pví að peir áttu yfir fjall að
sækja, og engum, nema ef vera skyldi Jök-
uldælingum, pví að peim hefði verið hægt
um að sækja fundinn betur, ef peir hefðu
nóg kapp á lagt.
Síra Arnljótur er pannig orðinn ping-
maður okkar JST orðurmúlasýslu-búa og má
hann eflaust mest pakka pað ötulu fylgi
Páls Ólafssonar, enda er pað, okkur vitan-
lega,- eitt hið mesta prekvirki, er Páll hefir
unnið að almennum málum á æfi sinni, bæði
á pingi og í hjeraði. En pað mun hann
reyna, að honurn verður fullpung sú ábyrgð,
er hann hefir bundið sjer á herðar, ef síra
Arnljótur reynist eigi betur, en pá er hann
sat áður á pingi, og pað pví fremur, er við
einmitt áttum kost á öðru eins pingmanns
efni eins og sira Eiríki Briem.
Einn af íbúum Norðurmúlasýslu.
A ---------------------•
Agrip af útlendum frjettum.
(Úr brjefi frá Khöfn 14. apríl 1877).
Austræna málið er nú komið I nokkuð
annað horf en áður. Ingnatíeff, hershöfðingi,
ferðaðist af hendi Rússa í fyrra mánuði til
allra stórveldanna til að koma einhverju
samkomulagi á. J>etta heppnaðist og eptir
nokkurt pras fram og aptur, voru gerðar
sampykktir af hendi allra stórveldanna i pá
átt ríða enda á málið. Allir bjuggust við
að nú myndi málið að úrslitum komið, en
pegar tíl kom, neitaði bæði soldán og ping
hans og strandaði stórveldisgjörðin mest á
pví, að Svartfellingar (Montenegro) vildu
fá lönd af Tyrkjum, en peir vildu ekki
láta. Nú er pví allur friður úti og ófrið-
urinn milli Tyrkja og Rússa óhjákvæmi-
legur, enda er talið vist að hann muni byrja
einhvern pessara daganna.
Jpað pótti og tíðindum sæta, er pað
frjettist hjer á dögunum, að Bismark gamli
hefði sagt af sjer og pað fyrir alvöru.
Ymiss var getið til og bæði Frakkar og
Panir ljetu hástöfum gleði sína í ljósi
Bismark sjálfur bar fyrir heilsuleysi og
ellilasleik, og er hvorttvegga satt, en em-
bætti hans afar erfitt. |>ó hjeldu sumir að
honum hefði verið steipt, en pað reyndist
ekki satt, og Vilhjálmur keisari reit að eins
eitt orð undir lausnarsókn Bismarks og pað
var: n i e m a 1 s (p. e. aldrei); og svo lauk
að keisari gaf honum að eins lausn í 4.
mánuði, en pó svo að hann mætti leita
hans ef i einhver vandræði færi. Við petta
hefir talsvert sljákkað í fjöndum hans,
Hjer í Danmörku gengur allt á trje-
fótum. Jfinginu sleit svo laugardaginn fyrir
páska, að fjárhagslög voru engin sampykkt,
nema bráðabirgðarlög til 15 daga, er pó
voru til orðin án atkvæðagreiðslu. |>að
voru pví varla heldur lög, en pó leizt stjórn
inni að biðja konung að láta pau halda á-
fram árið út, og pað hefir hann gert. J>að
er athugavert við petta, að stjórnin og hægri-
menn eru í svo miklum minni hluta sem
verða má, og allur landslýður svo að segja
móti, og hitt annað að fjárhagslögtilbráða-
birgðar án sampykkis beggja pinganna eru
brot á stjórnarlögunum. Ástandið er pví
allt annað en glæsilegt, og er vonandi að
pjóðin vinni sigur, pví að stjórnarlögin eru
pó gefin fyrir hana, en ekki smáflokk penna,
eins og skiljanlegt er.
— Póstarnir. N orðanpósturinn kom
hingað til bæjarins, 21. p. m., hafði hann
fengið úrkomur miklar að sunnan vatna-
vexti og ófærð. Með pessari póstferð komu
nú brjef og blöð að sunnan, eins og vana-
legt er, og talsvert af ýmsum útlendum
frjettum, er blað petta mun flytja lesend-
unum við tækifæri. — Austanpósturinn kom
hingað 23. p. m., (eður aðeins degi síðar en
áætlað er), hafði hann sumstaðar fengið
mjög vonda færð. — Prentsmiðja J ó n s
Ólafssonar var komin á Eskifjörð, og
hann farinn að láta prenta í henni hið nýja
blað sitt „ S k u 1 d“.
Úr brjefi að sunnan.
“Árferði á Suðurlandi síðan frá 24. marz
til 7. mai, yfirstandandi mánaðar:
Með peim 25. marz spilltist veðuráttan,
sem gekk i landnyrðings og austan kulda-
storma, með snjóbríð tii fjalla. 29. var snjó-
koma á sunnan með brimi til sjávar. 30.—
31. gekk veðuráttan til norðurs með frosti
og snjóhríð ákafri, var frostið seinni daginn
6U við sæ niður. 1. april var poiandi veður
en 7° frost, en 2. vesnaði aptur, svo menn
muna valla á Suðurlandi annað eins vonsku-
kast í apríl með norðan ofsaveðri og rnold-
hríð og 10° frosti er hjelst sifellt við til
hinns 5., pá gekk fram úr hófi veðrið nótt
hinns 3. og pann dag allan, síðan kom all-
gott veður til hina 8., kom pá austan bleitu-
hrið með kulda nokkrum. Síðan kom hag-
stæður bati með logni, heiðrikjuin frostum
á nóttum, en hitá á dögum, svo snjó tók
upp furðu vel til sveita, er lijelst út að
mestu allan mánuðinn, en pann seinasta,
var austan kuldastormur, með snjókrapa til
fjalla. Fjóra fyrstu dagana fa pessuin
mánuði, voru logn og 6° hiti á dögum, en
næturfrost; en með peiin 5. gjörði norðan-
kulda með frosti, og nótt hins 6. lirímuðu
gluggar, með 80 frosti, hefir viðrað verið
svona pessa 2 daga siðan, en veðrið og kaf-
alds-bálkurinn í norðrinu sýnist nú vera
heldur að ganga niður. — Netafisldafli hef-
ir orðið í góðu meðallagi á suðurnesjum, en
als engin afli komið inn á fiskimið innnesja-
manna, og mjög lítil hrognkelsaveíði á
Akranesi, en nokkur á Álpta- og Seltjarn
arnesi er mörgum hefir komið að góðu.
jþilskip öfluðu vel fisk síðan um daginn
að pau fóru síðast, sjest bezt af pví, að
pilskipa-útvegur ætti að aukast á Suðurl.
meira en nú er, par sem pau draga fiskinn
innanum smáskip, er eigi verða hans vör.
Hettusóttin hefir gengið hjer um pláz,
og komið misjafnt niður, en eigi hefir heyrst
að neinn hafi dáið úr henni. Engvir nafn-
kendir hafa dáið nema faktor Chr. Zíemsen
í Reykjavík, er dó 24. f. m“.
— Slysfarir á Suðurlandi (eptir J>jóðólfi
og ísafold). 7. apríl p- á. fórst skip með
7 mönnum á hinu svonefnda Króks-sundi
nálægt lendingunni á Útskálum. 23. marz
p. á. strandaði á Káifafellsfjöru í Skaptafells-
sýslu frakknesk fiskiskúta, er hjet Ernes á
María frá Paimpól en skipstjórinn Auffrey.
Skipverjar 21 að tölu, komust allir af. 15.
april næstl. brotnaði önnur frakknesk fiski-
skúta á svonefndu Kerlingarskeri framundan
Seltjarnarpesi, pað hjet „Stella“, 86 tons,
skipstjóri Le Griguer (tölu skipverja er eigi
getið), menn allir komust af og miklu af
vistabirgðunum og öðru var bjargað; strand-
ið var selt á uppboði fyrir 6,633 kr. í
stórviðrinu mikla á annan í páskum (2. f.
m.) .rak kaupskipið „Reykjavik“, skipstjóri
Jensen, sem var á leið frá Kaupmannhöfn
til Bíldudals, á land á Mýrdalssandi og
brotnaði. Skipverjar allir 6 saman komust
í land, en eigi lífs af nema 2 til manna-
byggða, skipstj. og stýrimaður, meðal peirra
sem urðu úti, var Hákon Bjarnason frá
Bíldudal, eigandi og útgjörðarmaður skips-
ins, hann var um fimmtugt, fjáður vel og at-
orku- og ráðdeildarmaður hinn mesti. Hinn
5. f. m. týndist suður í Jótlandshafi íslenzk-
ur sjómaður af dönsku kaupskipi, er hjet
„Aníne“, á leið frá Kaupmannahöfn til
Skagastrandar.
— Pcningabreytingin. Ráðgjafinn hefir
fyrir tillögur landshöfðingja fengið lengdan
frestinn til að koma af sjer hinum gömlu
peningum, sem talað er um í tilskipun 17.
marz f. á., til síðustu póstskipsferðar í haust.
Yerður peim pví veitt viðtaka í jarðabókar-
sjóð fyrir fullt gildi peirra fram undir lok
nóvembermán. p. á. (ísafold).
— Sýsluveitingar. Herra sýslumanni
E. Briein, sem veitt var Húnavatnsýsla en
sótti um að mega sitja kyrr í Skagfjarðar-
sýslu, er nú leyft pað, en herra sýslumanni
Lárusi Blöndal veitt Húnavatnssýsla.
f Hinn 4. okt. 1876, andaðist í Kaup-
mannahöfn Níels Hafsteinn, sonur
Bjarnar sál. forlákssonar prests að Höskulds-
stöðum (f 1862) og miðkonu hans Katrín-
ar Jakobínu Níelsdóttur (fæddrar Havsteen,
f 1854). Hann var fæddur 22. maí 1849
og var pannig á bezta reki. Hann hafði
nokkur ár verið verzlunarpjónn á Skaga-
strönd, en farið utan um liaustið til pess að
leita sjer heilsubótar. Hann pótti hinn mann-
vænlegasti maður, pví að bæði var hann
hóglátur og reglusamur, vandaður í liugs-
unarhætti og velviljaður, og ávann sjer pví
almenna hylli og virðing peirra, er við hann
kynntust. Mátti heita, að hann væri hvers
manns hugljúfi, pykir að honum mikill
skaði.
AIJHLÝSINGAR.
Auglýsing
um innköllun skildingapóstmerkja.
Samkvæmt brjefi ráðgjafans fyrir ís-
land frá 7. desember f. á. eru með pessari
auglýsingu hin eldri íslenzku ríkismyntar-
póstmerki (skildinga-póstmerki) innkölluð
með missiris fyrirvara, og verða pann tíma
látin í skiptum fyrir pau ný krónumyntar-
póstmerki (aura póstmerki) á viðkomandi
póststöðvum.
Að missiri liðnu skulu öll pau skild-
inga-póstmerki, er ekki hafa verið innleyst,
vera ógild og ónýt.
Landshöfðinginn yfir íslandi,
Reykjavík 27. marz 1877.
Hilinar Finsen.
Jón Jónsson.
— Næstliðið haust kom til mín lamb-
hrútur, sem jeg ekki átti von á, með mínu
laukrjettu marki: Sýlt biti aptan hægra,
tvístýft aptan vinstra- Ef nokkur getur
helgað sjer lamb petta, pá verður hann að
láta mig vita pað hið allra fyrsta.
Mýrum í Miðfirði 14. apríl 1877.
Björn Guðmundsson.
Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson.
Prentari: Jónas Sveinsson.