Norðanfari - 06.07.1877, Side 4
16. Frumvarp um frárkláða.
17. Frumvarp um birting laga.
18. Frumvarp um kosningar til alpingis.
19. Frumvarp um endurskoðun jarðamats.
20. Frumvarp um skipti á búum.
— Af Suðurlandi á J»ingmaríumessu.
„Siðan brjefkafli minn síðasti endaði 18. f.
m., hefir verið góðviðri með hlýindum og
regnskúrum, öðru hvoru, hefir grassprett-
unni farið fram töluvert við pað. Enda var
pess pörf, pví jörðin var víða kalin og gras-
lítil. 1 gær gekk veðráttan til norðurs með
kulda og hreti, til fjalla, og i dag er sama
veður, og kyrkist gróðurinn aptur við pað,
og litur illa út ef petta helzt lengi. — í
vikunni sem leið, var góður afli á Seltjarn-
arnesi, af porski og stútungi. — jSI afnkennd-
ir hafa eigi aðrir dáið, enn húsfrú Anne
Maríe Margrete Hansen, ekkja eptir Tærge-
sen sáluga kaupmanní Reykjavík; hún and-
aðist 28. f. m. — 30. júní kom gufuskip
frá Englandi, til að sækja liesta, með pví
kom Halldór Briem kand. theol., er verið
hefir í Ameríku síðan í fyrra sumar“.
Útlendar frjettir.
(Eptir „ísafold11, 3. júlí 1877).
Ófriðurinn. Nú hafa hingað borizt
frjettir af ófriðnum til fyrra laugardags, 23.
f. m., en harla tíðindalitlar. Rússar voru
pá ókomnir suður yfir I)óná, en búnir að
draga allt sitt lið, vistir og hernaðarföng
fast að ánni, og var á hverri stundu búizt
við höfuð-atrennu til að komast yfir um.
]?að var skipzt skotum yfir ána öðru hvoru,
en mannfall orðið hvorugu megin að nokkr-
um mun. Enginn efi pyldr á pví, að Búss-
um muni takast að komast suður yfir, peg-
ar peir ætla sjer, en eigi öðru visi en með
miklu manntjóni. 1 Asíu höfðu og engin
atkvæða-tíðindi orðið frá pvi er síðast frjett-
ist. Bússar voru búnir að draga megnið af
liði sinu saman í umsát um Kars, kastala-
borg allmikla i Armeniu austarlega og aðal-
varnarstöðvar Tyrkja, og var talið óefað, að
hún ynnist innan skamms. Rússar fara að
engu óðlega, og varast mest að stofna sjer
i nokkurn voða, enda vinnst pað sem peim
vinnst. I Montenegro var barizt af kappi,
vannst hvorugum á til muna. Serbar eru
fyrir utan ófriðinn enn, í orði kveðnu, og
eins Grikkir, en Rúmenar búnir að steypa
her sinum saman við lið Rússa, og jarl
peirra búinn að taka sjer konungs nafn. Á
Krit hjelt við uppreist. Með Bretum ganga
ófriðai’-dylgjur talsverðar, og pykir sem brugð-
ist geti til beggja vona ineð frið frá peirra
hálfu, pegar Rússar eru komnir suður yfir
Dóná. Jjjóðverjar hafa sent flotadeild mikla
suður í Miðjarðarliaf, og lagt par saman við
ítali; en er Frakkar urðu pess visari, beidd-
ist stjórnin fjárveitingar hjá pinginu til að
vigbúa sinn flota sem fljótast.
Frakkland. J>ess var getið siðast, að í
miðjum maí tók Mac Mahon forseti sjer til
ráðaneytis bertogann af Broglie og nokkra
hans nóta, stæka klerkasinna, í stað Júles
Simons og hans fjelaga, er lionum pótti
hallast of mjög að vinstrimönnum á ping-
inu. Siðan frestaði hann pinghaldinu um
mánuð. Og er pingið kom saman aptur 16.
f. m., ljet hann bera pað upp í öldunga-
deildinni, að fulltrúadeildin skyldi rofin, og
efnt til nýrra kosninga. J>jóðvaldsmenn eru
fáliðaðri en hinir í öldungadeildinni, og varð
pví meiri hluti atkvæða með forseta. En
pað gekk forseta til pessa tiltækis, að hon-
um pótti fulltrúadeildin eigi nógu spaklát
og leiðitöm sjer og sinum vinum, klerka-
sinnum og einvaldsmönnum. En uggvant
pykir, að kosningarnar takist nú svo, að
peim forseta og hans vinum líki betur, og
pá verður siðari villan argari hinni fyrri,
enda mælist nú pegar hið versta fyrir öllu
pessu atferli forseta.
— Borgarbriini. Hinn 20. júní brann
meira en helmingur af borginni St. John í
Nýju-Brúnsvík í Yesturheimi, par á meðal
12 kirkjur og 25 stórhýsi. Skaðinn metinn
15,000,000 dollara. Um 15,000 inanna urðu
húsnæðislausir, og fjölda peirra hjelt við
hungursdauða.
Embættaskipui). 28. f. m. setti lands-
höfðingi 1. meðdómanda í landsyfirrjettinum,
Jón Pjetursson, til pess fyrst um sinn frá 1’
p. m. að gegna dómsstjóra-störfum nefnds
rjettar, upp á eigin ábyrgð, með óskertum
launum peim, er embætti pessu eru lögð, og
sem eru 5800 kr. S. d. var 2. meðdómandi
í landsyfirrjettinum, Magnús Stephensen, sett-
ur til að gegna störfum 1. meðdómanda og
landfógeti Árni Thorsteinsen settur 2. með-
dómari og dómsmálaritari yfirrjettarins fyrst
um sinn frá 1. p. m. gegn hálfum yfirdóm-
aralaunum.
Hinn 29. f. m. veitti landshöfðingi Barð
í Fljótum sira Tómasi Björnssyni á Hvann-
eyri (vígður 1867). Aulc hans sóttu: sira
Markús Gíslason á Blöndudalshólum v. 1862,
sira Eyólfur Jónsson í Kirkjubólspingum v.
1865 og sira Magnús Jósepsson á Halldórs-
stöðum v. 1875. (Eptir ,,Tsafold“).
— Hinn 29. júní tóku pessir skólapiltar
burtfararpróf frá latínuskólarmm í Rvík:
J>órli. Bjarnarson lilaut 1. eink. 93 stig.
Magnús Helgason — 1. — 92 —
Halldór Haníelsson — 1. — 90 —
Jón Finsen — 1. — 87 —
Ólafur Halldórsson — 1. — 84 —
Ólafur Ólafsson — 1. — 80 —
J>órður Thoroddsen — 1. — 79 —
Jón S. K. K. Sigurðss. — 2. — 73 —
Jón J>órarinsson — 2. — 72 .—
Morten Hansen — 2. — 70 —
J>orsteinn Haldórsson — 2. — 69 —
Jóhann J>orsteinsson — 2. — 69 —
B. Stefánss. (utansk.) — 2. — 57 —
— í júní tóku 17 nýsveinar inntökupróf
í lærða skólann í Reykjavík.
— Hinn 11. p. m. lagði danska herskip-
ið „Fylla“ hjeðan, sem kom hingað 27. f. m.,
Ghef Gapt. Jakobsen, degi síðar, vegna ó-
veðurs, en hann hafði ætlað, á leið til Fær-
eyja, hvar hún á að vera komin 13. p. m.)
jafrframt og póstskipið „Valdimar“ frá
Kaupmannahöfn á leið sinni til Reykjavík-
ur. Á meðan „Fylla“ lág hjer, voru skip-
verjar stundum í landi að skemmta sjer og
öðrum og stundum við heræfingar. Sumir
af yfirmönnuin skipsius riðu 3. p. m. ásamt
amtmanni og nokkrum fleiri hjer úr bæn-
um, svo að alls urðu um 30 manns í för-
innni, norður í Fnjóskadalsskóga (Vagla,
Lunds og J>órðarstaða) og sumir norður að
Goðafossi í Skjálfandafljóti. J>eir voru og
eitt sinn i boði hjá amtmanni, og 7. p. m.
voru nokkrir í boði um borð í „Fyllu“.
Vfirmenn skipsins og einkum Chefinn og
næsti yfirmaður Lieutenant Caroc, er hjer
var á ferð í fyrra ásamt herra prófessor
Johnstrup, voru hinir ljúfmannlegustu og
kurteysustu, einnig hinir aðrir skipverjarnir,
er alls voru sagðir á skipininu 89 talsins.
Áður en „Fylla“ kom hingað, hafði hún far-
ið norður undir Grænland til að kanna
dýpið á peirri leið, og svo straumana m. fl.
— 5. p. m. hlýnaði veðrið, svo hitinn
varð um morguninn mót sól yfir 20 stig á
Reaumur og eins 7. s. m. Aðfaranótt hins
10. var hjer mikil rigning og nokkur um
daginn, svo nú hefir gróðrinum farið tölu-
vert fram og málnytan sögð heldur vaxið.
J>að sem náðist af hvalnum, er „Sjó-
lífið“ fann undir Hornströndum, var alls
eptir sögn að vigt: Spik 38J/4 vætt, og af
rengi 112J/2 vætt. Rengisvættin var seld 3
krónur en í spikvættina voru boðnaa 6
krónur, sem pó ekki fjekkst keypt.
Smávegis.
— Nýlega hefir — í gömlum „Munka-
pverárbrjefum“ — fundist, blað eða einhver
skræða, er menn meina úr hinni fornu
„Krukkspá“; pað kvað vera máð og rifið
og pví mjög ólæsilegt; pað helzta er lesið
varð, er pannig:
„Á tímum peim munu einstakír píslar-
vottar Mammons í ljós leiðast, erfyrirhans
sakir ekkí lilífa sjer við eignir sínar og óðul
að yfirgefa, og jafnvel brúka hin lielgu náð-
armeðul, til að skinhelga sjer verustað, í
byggðarlagi öðru, hvar minni eru matgjafir.
ítem mun fjegirnd og flokkadráttur, með
öldum ankast. Deyi bjargálna-bóndamaður,
barnlaus, munu heim ríða hópar manna, af
norðri og suðri, með „procuratóra“ í broddi
fylkingar, er hvorirtveggja framkvæma upp-
skriptargjörðir, samdægurs, uggir mig pá
boðorðið 8. brothætt verði og bús aurar
af málastappi uppetist, pví vitringar peirra
tíma, munu sjálfir pykjast verlc sín eiga og
vilja vel-launuð hafa“.
— 147 stúlkur, er lært höfðu skólalær-
dóm, ljetu 10. sept. f. á. skrifa sig inn á
læknaskólann í Pjetursborg á Rússlandi.
— Kona ein í París, sem gipt er fyrir
9 árum síðan, hefir 8 sinnum verið á barn-
sænginni og í hvert sinn alið príbura, svo
nú á hún 24 börn, er öll lifa, og allt eru
stúlkur.
— í Pólínalandi, lifir enn kona ein, sem
er fædd 13. des. 1709, hún er pví næst-
komandi 13. des. 166 ára. Hún er hjá syni
sonarsonar síns.
— 3,590 skip ensk, strönduðu á tímabil-
inu frá pví í júní 1874 til pess í sama mund
1875. Af mönnum peim er voru á nefnd-
um skipum, drukknuðu 926.
AUGLÝSINGAIÍ.
— „Orgel HarmoniunT1 er til sölu, með
niðursettu verði, og ættu peir sem kaupa
vilja, hið fyrsta að snúa sjer til undirskrif-
aðs, sem eptir umboði sýnir hljóðfærið, gefur
nákvæmari upplýsingar, og semur um kaup-
in. „Orgel“ petta (keypt 1875 fyrir 180 kr.)
er einungis selt vegna pess, pað pykir
oflítið í Möðruvallaklausturs-kirkju, sem er
svo stór; pað er óbilað og gott hljóðfæri, eink-
um að hljóðinu til. svo að „Orgel“ sem keypt
hafa verið hjer um nærsveitir, fyrir allt að
priðjungi meira verð pykja ekki bera af
pví í hljómmagni og hljómfegurð, pað
hefir fullar 5 áttundir eða 61 tón. Óskað
verður, að kaupin gjöríst fyrir 12. ágúst
næstkomandi og að kaupandi greiði helm-
ing verðs pá strax, en ekki verður hljóð-
færið afhendt fyrr en eptir 20. sept. p. á.
Stóra-Dúnhaga, 1. júlí 1877.
Ólafur Tr. Jónsson.
Blaðið „SkuRl“ fæst hjá Friðb.
Steinsyni á Akureyri.
•— Á fjörunni fyrir innan bræðsluhúsin
hefir fundist millumskirta úr töi sem rjett-
ur eigandi má vitja hjá ritstjóra Norðan-
fara og um leið borga pessa auglýsingu á-
samt sanngjörnum fundarlaunum.
Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson.
Prentari: Jónas Sveinsson.