Norðanfari - 08.09.1877, Blaðsíða 2
—126 —
Loiguliði hefir þá afnotin fyrir pað, sem
hann leggur í kostnað, og getur pá betur
staðið við að gjöra gagnlegar jarðabætur,
en jarðeigandi verður aptur vel í haldinn,
að eignast jarðabót löiguliða, fyrir leiguna
af pví fje, er jarðeigandí varði til jarða-
bötanna að sínum hlut, við næsta ábúanda
skipti; væri pá sanngjarnt, að hækka eptir-
gjald jarðanna að pví skapi, sem pær hefðu
batnað, eptir áliti búnaðarnefndar, er má-
ske verða settar í hverjum hreppi, og ættu
að sjá um framkvæmd jarðabótanna, eður
að öðruin kosti fela hreppsnefndunum sem
nú eru umsjónina á hendur.
Fátækur lciguliði á pjóðjörð.
Tímlnn er viðsíöðtilaus rás, er
eitgin hönd fær stöðvað.
(f'ramh.). pegar Gránufjelagið var stofn-
að 1870, lii'ifðu gengið hörð ár í röð yfir
Hesta hluta Norður- og Austurlands, og á
pessu tímabili mun efnahagur í flestum
sveitum pessara landshluta liafa verið á
mjög völtum fæti og svo, að við halkeri var
húið sumstaðar; pannig var t. d. í sumum
hreppum á Austurlandi allt að helmingi
minni lausafjártíund árin 1868—69—70 og
71, en árið 1860; petta er aðgætandi; en
prátt fyrir petta gátu menn lagt hjá sjer á
arunum 1870—73 28,560 rdl. í Gránufje-
lagið. Hvaða fjárupphæð hefði nú legið 1.
sjóði fjelagsins við pessa árs lolc, hefðu menn
byrjað að leggja í pað 1870, og lagt að jöfn-
uði hvert ár pað sem lagt hefir verið í pað
1870—73? Höfuðstóll pess væri pá orðinn
495,040 kr., og pað mætti með sanni segja,
að kaupstjóri berðist pá ekki með tómum
höndum, ef hann hefði slíkan höfuðstól til
meðferðar. Fyrst menn nú geta petta und-
ir hinum erfiðustu kringumstæðum, og að-
eins á premur árum, er pað pá eklci sönn-
un fy^ir pví, að til sjeu kraptar með pjóð-
irini, er allt í einu geta orðið að stórri lieild,
ef monn aðeins vilja kannast við pá og leggja
pá sáman? Nú er pá pjóðin búin að sanna
pað sjálf. að hún hafi krapta til umráða,
hví slcyldi hún nú ekki halda áfram að efla
og styrk.ja petta sitt helzta fyrirtæki, er telja
rná hyrningarsteininn undir öðrum framför-
um landsins; verzlunin, pegar hún er eign
hverrar helzt pjóðar sem er, er lífæð allrar
velmegunar, og ekkert land í heimi hefir
efizt i neinu verulegu fyrr en pað eignaðist
sjálft sína verzlun; petta er ómótmælanleg- |
ur sannleiki, staðfestur af mannkynssögunni
og reynslunni; og ef menn vildu sjáandi
sjá, hvílíkt gagn verzlunarfjelag petta hefir
unnið okkur beinlínis (hitt verður ekki með
tölum reiknað, hvaða not eru orðin að pví
óbeinlínis), pá mundu menn að líkindum
hlynna hetur að pví en gjört er; en pví er
miður að petta er pó ekki svo, pví síðan
árið 1873 hefir ekki höfuðstóll fjelagsins
vaxið að pvi skapi, sem batnað heíir í árum
og mönnum græðst meira fje, og annað pað,
að menn hafa mjög skakkar skoðanir á til-
gangi og pörfum fjelagsins, og pað enda
peir menn, er virðast hafa nóga greind og
full-ljósan skilning, til að sjá sannleikann.
Jeg vil nú íeiða fram pessar skoðanir manna,
og pótt jeg sje ekki kunnugur verzlun, pá’
vil jeg reyna að svara peim.
Sú skoðun er rikjandi hjá inörgum, að
fjelagið eigi undantekningarlaust að setja
svo hátt verð á innlendu vöruna, að pað
vérði ætíð yfir öðrum sambliða kaupmönn-
um; pessi skoðun er harla rótgróin og hef-
ir eigi siður komið fram á Norðurlandi en
Austurlandi, en blöð vor hafa optar en eitt
skipti hallmælt henni og hrakið hana. Fje-
lagið ev kaupmaður, og verður aldrei skoð-
að öðru vísi, og semur sem aðrir kaupmenu
sina áætlun yfir tekjur og útgjöld verzlunar-
innar, hyggða á pví verði innlendu vörunn-
ar, er pað býst við að geta selt hana fyrir
utanlands, og pví verði útlendrar vöru, er
pað álítur nægja til að geta staðizt kostn-
aðinn og 'hafá nökkuð í ábata, og allir vita,
eða ættu að vita, að slíkar áætlanir eru al-
veg ómissandi við hverskonar fyrirtæki er
kosta fje, ef pau eiga að fara vel úr hendi.
Ef nú kaupstjóri er neyddur til að ganga
langt frá áætlun sinni, verður liann að gjöra
pað að nokkru leyti í blindni, pví pegar á-
ætlunin er samin, byggir hann hana, eður
hver verzlari sem er, á peirri vissu, sem
íyrir hendi er á peim tíma. Hvað er nú
eðlilegra, en að skaði geti orðið á vörunni,
eða að hún seljist fyrir minna verð en gefið
var fyrir hana? og hafi varan verið seld
fyrir fram, er skaðinn sjálfsagður. Hvar á
nú skaðinn að koma niður? sjálfsagt á við-
lagasjóðinn; en hvað er pá unnið við petta?
Jú, að vísu pað, að í staðinn fyrir að upp-
byggja, rífa menn niður, og væri ekki slíkt
álitinn vitfirringsháttur, ef pað ætti sjer
vanalega stað í störfum manna? Nei, góðir
hálsar, hinn gætni, ágæti kaupstjóri sjer eins
vel og pjer, hvað fjelaginu er fyrir beztu;
ráðsmennska hans á liðnum verzlunarárum
fjelagsins hefir ekki orðið til skammar, liann
hefir reynt til að við halda jafnvægi í prís-
unum, og verk hans heíir ekki orðið til ó-
nýtis, sem sjá má af reikningum fjelagsins
fyrir liðin ár.
J>á segja aðrir: „Fyrst danskir kaup-
menn geta gefið okkur aukapóknun umfram
hið almenna verð, pví gjörir ekki fjelagið
pað sama? og pað má ekki lá okkur, pótt
vjer sjeum við pann eldinn er bezt brenn-
ur“. jpetta er nú sá fiokkur manna, er
eingöngu hefir sinn eigin hag fyrir augum,
tíllits- og skoðunar-lausir stundarhagsménn,
Og fjendur alls fjelagsskapar, tamastir því,
að elta hinn garala, nú úrelta, túskilding
búð úr búð, og hvíla aldrei fyrr en peir
hafa fundið hann, og fleiri smáhlynnindi, er
. hinir dönsku skiptaviuir peirra hafa glapið
fyrir þeim sjónir með, svo sem: framúrskar-
andi góðgjörðum af vistum og víni, fögrum
orðum og enn fegri gullhömrum, fóðruðum
með silki yfir skallann, með óviðjafnanlega
fagri fiösku með dýrðlegri áskript og enn
dýrðlegra víni í til ferðarinnar, ofboðlitinn
bauk með einhverju sjaldgæfu kryddmeti í
til konunnar, ef hún er ekki við, með hvers-
kyns guðræknislegura blessunaróskum, er
peírra veika „theolögi11 (guðfræði) getur í
tje látið. |>etta allt, með túskildinginum
gamla, er ekki lítill ávinningur!! fessir
menn hafa orðið orsök til pess, að þann
skaða, er kaupinenn í rauninni liðu við
verzlun þeirra, ljetu peir koma niður á þeim
er höfðu minni kröfur á hendur peim og
einkis máttu sjer, og sem þeim var auðvelt
að leika við, sem voru fátæklingarnir, og
þannig hafa peir orðið orsök til pess, að
hinir saklausu bræður þeirra voru flegnir.
Upp á petta mæ.tti tilfæra dæmi, er aldrei
prytu, og sem hjer er ekkert rúm fyrir.
Já, sleppum nú pessum mönnum, sem varla
er eyðandi hleki eða pappír fyrir, og skoð-
um enn nýjar hugmyndir manna um fje-
lagið. (Niðurl. síðar).
Fátt er of vandlega Iiugað.
J»eir heiðruðu herrar, hreppstjóri Jóhann
porsteinsson á Svalbarði og fyrrum hreppstj.
Jón Bjarnarson í Laxárdal, hafa hlaupið í
Norðling, II, 30., með greinarstúf, par sem
þeir fara nokkrum orðum um „Brjef úr
Norður-f>ingeyjarsýslu“, sem stendur í Nf.,
nr. 17—18 og 21—22 p. á. f>eir eru þeir
einu menn, að frá teknum herra Tryggva
Gur.nar.ssyniJ), sem liafa fundið einhverja
sjerstaka köllun hjá sjer til að finna að
ýmsum atriðum í pví brjefi, en segja pó
hinsvegar, að pað „gildi einu hvort nokkur
eða enginn trúi fyrri part brjefsins“. Ekki
ér pá sannleikurinn orðinn á marga fiska
hjá þeim, pegar pað stendur á sama, pó
menn segi sannleikann lygi og lygina sann-
leik.
Fyrst fara hreppstjórarnir að fitja upp
á út af pví, sem sagt er um verzlun Örums
og Wulffs, að sú verzlun flýji þaðan sem
keppni er í verzluninni. f>eir segja, að sú
setning hrjefritarans felli sjálfa sig. J>etta
er hugsunarvilla úr þeim góðu herrum, pví
pað, sem jeg tala um verzlun pessa, er alveg
sjálfu sjer samkvæmt, eins og hver getur
sjeð, sem les brjefið. jpeir segjast ekki geta
„samsinnt því, að verzlun Örums og Wulffs
einoki fremur en hver önnur útlend verzl-
un“. Jeg hefi heldur aldrei sagt pað; pað
er tóm rangfærzla og ósannindi úr hrepp-
stjórunum. f>eir segja ennfremur, að „nefnt
verzlunarfjelag ekki hafi flúið af Djúpavogi,
Vopnafirði og Húsavík“, en pá skal jeg geta
pess, að verzlun pessi hefir horfið frá ann-
arsstaðar, par sem meiri er keppni í verzl-
uninni. En kannske þeir hreppstjórárnir
hafi einhverja sjerstaka ást á pessari verzl-
un fremur öðrum.
f>essu næst fara hreppstjórarnir að snúa
út úr pví, sem sagt er um Hermann verzl-
unarstjóra á Raufarhöfn, að „ekki pyki
mikið að honum kveða sem verzlunar-
stjóra“. f>eir segja, að Hermann hafi á-
unnið sjer hylli ,og vinsældir hinna „betri
manna“ og ætti skilið að kallast hinn „hezti
drengur“, og skírskota par til almennings-
álitsins, sem þeir ætla að sjer sje öllu kunn-
ugra um en öðrum mönnum. Jeg hefi hvergi
sagt, að Hermann væri övinsæll, og pví sið-
ur, að ekki mætti telja hann „bezta dreng“,
eins fyrir pað, pó lionum hafi orðið á ein-
bver vanbyggja í verzlunaraðferð sinni, eða
meðferð á kjöti og tólg næstliðið haust. Orð
mín í brjefinu geta heldur eigi verið meið-
andi fyrir mannorð herra verzlunarstjórans;
eins og mælt er að sumutn hafi fundizt. En
þar sem peir segja pað ástæðulitið, • að kjöt
og tólg hafi skemmst að mun á Raufarhöfn
í btiust ið var, pá skal jeg geta pess, að
sjálfir verkamenn verzlunarstjórans báru pað
út, að kjötið og mörinn hefði skemmst. tölu-
vert, og bræðslan farið í ólagi, og mun verða
hægðarleikur, að færa sannanir fyrir því, að
peir hafi sagt pað; enda getur hver heilvita
maður skilið, að kjötið hafi hlotið að skemm-
ast að inun, par sem pað lá rnörgum dög-
urn saman, ýmist inni í húsum eða í stór-
um bunka undir beru lopti, i úrkomum og
ótíð, enda sáust á pví sumu grænir og gulir
hlettir. í mörnum hitnaði svo stórkostlega,
að ekki pótti annað hlíta, en að moka hon-
um sundur daglega, og geta menn auðveld-
lega skilið, að sá hiti hefir hlotið að skemma
hann. það sannar ekkert, pó kjötið hafi
selzt fullu verði í Noregi; kaupandar munu
eigi hafa haft ráðrúm til að skoða nákvæm-
lega í hverja tunnu, og enda pótt eitthvað
hefði verið skoðað, var óvist, að nokkuð
af hinu skemmda kjöti hefði fundizt, par
sem allt er saltað saman í ruglingi. Hrepp-
stjórarnir segja, að skipið, sem átti að færa
tunnur og mörbræðsluáhðld, hafi komið prem
vikum seinna en vera átti. J>að kom pó 6.
október, eða aðeins tæpum hálfum mánuði
síðar en fjártakan var verulega byrjuð; og
hefði verzlunarstjórinn frestað fjártökunni
nokkra daga, eins og gjört hefir verið í lík-
um kringumstæðum á öðrum verzlunarstöð-
1) Honum skal jeg svara í fám orðum
Yið tækifæri.