Norðanfari


Norðanfari - 08.09.1877, Blaðsíða 4

Norðanfari - 08.09.1877, Blaðsíða 4
— 128 2. grein. Af öllum jörðum, sem metnar eru til dýrleika, livort heldur eru bændaeignir, eign- ir kirkna eða prestakalla, pjóðeignir, eignir fátækra eða stofnana, eða kverju nafni sem nefnast, skal sá, er á jörðinni býr eða hefir hana til afnota, greiða 2/5 álnar á landsvísu af hundraði hverju. 3. grein. Af hverju lausafjárhundraði, sem telja ber fram til tíundar, skal sá, er fram á að telja, greiða 1 alin á landsvísu. 4. grein. Skattur pessi rennur i landsjóð, og skal goldinn sýslumönnum og bæjarfógetum á manntalspingum ár hvert; frá honum veit- ast engar undanpágur, hvorki tilteknum stjett- um nje eignum. 5. grein. Grjaldið skal greitt í peningum eptir meðalvei'ði allra meðalverða í hvers árs verð- lagsskrá. Bresti gjaldanda peninga, getur hann greitt gjaldið i innskript hjá kaup- mönnum, peim er hlutaðeigandi sýslumaður tekur gilda, eða í landaurum peim, er nú skal greina: sauðfjenaði, hvítri ull, smjörij fiski og dún, eptir pví verði, sem sett er á aura pessa i verðlagsskrá ár hvert, enda sje pað verð eigi hærra en gangverð á gjalddaga. 6. grein. Fyrir gjaldi pessu má gjöra fjárnám hjá gjaldanda samkvæmt opnu hrjefi 2. apríl 1874, og hefir pað i tvö ár frá gjalddaga forgöngurjett pann, sem skattgjöld til land- sjóðs hafa samkvæmt lögum. 7. grein. Gjald petta skal krafið í fyrsta sinn á manntalspingum árið 1879. Úr brjefi úr Rvík 30/g—77. — — „Veðráttufar á Suðurlandi hefir verið mjög hagstætt penna mánuð, sífelld- ar norðanáttir með purrviðrum, og hefir nýt- ing á heyjum orðið afbragðsgóð. Optast liefir verið frost meir og minna á nóttum til fjalla, en hitar miklir um daga, mestur hinn 4. og 16. um 16 gr. í skugga. Endrum og sinnum pá róið hefir ver- ið til fiskjar á Seltjarnarnesi, hefir aflast nokkuð af feitri ísu og heilagfiski. Heilsufar hefir mátt heita allgott, og engir nafnkenndir dáið, nema organisti P. Guðjohnsen, er dó 25. p. m. Alpingi fslendinga var loks slitið í dag, og mun mörgum finnast starfi pess hafi eigi verið lítill, hvernig sem hann verður pokkaður af pjóðinni“.------- Ilryggilegar slysfarir. Mánudaginn 3. september, var hjer blítt veður og logn. Varpaði pá pilskipið „Svan- urinn“ akkerum við Oddeyri, 15—20 faðma frá landi, og átti skipið pegar í stað að setj- ast á land, ásamt fleiri pilskipum. J>egar búið var að leggja skipinu, fóru skipverjar að hlaða skipsbátinn með áhöldum peim, er nota átti til að draga skipið á land, og varð pað allmikið háfermi í bátnum. Síðan stigu 6 menn í bátinn og ýttu frá skipinu, og hefði báturinn nokkurn veginn getað runnið í land, en í sama vetfangi kom lítil sveifla á bátinn, vegna háfermisins, svo honum hvolfdi, og mennirnir allir veltust útbyrðis. Ejórir menn voru eptir í skipinu; peir voru við verk sitt hinu megin við skipshliðina, og tóku ekki eptir atburðinum fyrr en peir heyrðu hljóð hinna. Varð peim pá litið upp, og sáu peir pá bátinn á hvolfi, og mennina að kafa í sjónum, rúma 6 faðma frá skip- inu. Tveir menn af bátnum gátu undir eins komizt að skipinu, Eggert Arason og Jó- hannes Jónsson trjesmiður, báðir hjeðan úr bænum, annar dálítið sundfær. ]peir, sem á skipinu voru, ætluðu pegar að draga pá upp, en peir báðu pá að reyna fyrst að bjarga hinum, ef unnt væri. Engin björg- unaráhöld voru við hendina, hvorki bátur eða bjarghringar. Eleygðu skipverjar út lausum köðlum, og heppnaðist peim á pann hátt að bjarga einum hinna, Karli Kristjáns- syni hjeðan úr bænum, hann kunni lítið eitt að fleyta sjer á sundi, en var pó orðinn mjög hætt kominn og pjakaður, pví að einn af hinum hafði fært hann í kaf optar en einu sinni. — f>essir prír menn drukknuðu par: 1. Eormaður skipsins, Sigurður f>or- geirsson frá Krossanesi, ógiptur maður, tal- inn valmenni, og aðstoð systur sinnar, fá- tækrar ekkju. 2. Árni Árnason, formaður af öðru skipi og tímbursmiður, frá Glæsibæ, í priðja lið afkomandi Árna biskups f>orláks- sonar. 3. Guðmundur, unglingspiltur, son- ur Odds bónda á Hagverðareyri, og bróðir Jóns skipstjóra, sem ljezt í sumar, og getið er í Norðanfara. — Líkin voru öll slædd upp samdægurs. Slysför pessi ætti sjer í lagi að leiða athygli manna að tvennu, sem mjög er van- rækt af sjómönnum vorum og útvegsmönn- um, pví, nefnilega, að allir unglingar ættu að læra sund*), og að á pilskipum vor- um ættu ætið að vera við hendina b j a r g- h r i n g a r eða önnur björgunaráhöld, pví hvorttveggja petta hefði hjer orðið að liði. — Nýlega höfum vjer frjett, að tvö börn hafi drukknað í brunni á einum bæ í Grímsey. Draumleiðsla. Leik pú barn við lítinn straum Er líður pjer við fætur, í hans ljúfa gjálfursglaum Gleði-niður sætur Hrífur hvers manns hug og sál, Himna lögum blíðum, Engir töfrar, ekkert tál Öldum spilla fríðum. „Sjá mín rödd er sönn og blíð, Sigurdraumi kafin; Fram úr kaldri klettahlíð Kristalls hríslum vafinn Lifs míns ferill liggur beinn, Ljóðastrengjum pakinn; Silfri glæstur glitrar hreinn Gjálfri hægu vakinn“. „Komdu pjáða bernskubrá Blítt að inni mínu; Komdu, sætt jeg svala má Særðu brjósti pínu; Um pig sveifla silfurfoss Sálu ró að fylla, Hjartað pitt með hægum koss Himin-blómum gylla“. „Legg pig unga sjúka sál Silfurstraums að vanga; Heyr par anda hugblítt mál Og harmasögu stranga. Hjer er lífsins hryggð og stríð Helgum geymt í straumi, Eitt sorgarlag sem báran blíð Blæs með hægum glaumi“. „Elskir pú, við innið mitt Undu kyrr í friði, |>ar laugast æskulífið pitt Ljúfum gleði-niði. Ef sál og hjarta syrgir ungt í silfurúðann pjetta *) f>á ætti líka að kenna sund í skólum vorum, ekki siður en aðra leikfimi. Byrgðu sorg og hölið pungt Svo brjósti megi ljetta“. Un mín sál við silfurstraum Er sveiflast fjalls við rætur; Frí við tál og töfraglaum Hans tignar-niður sætur í lífsins hi'yggðar-leiðslufoss Ljúfri ró pig fyllir, Hjartað pitt með hægum koss Himin-blómum gyllir. J. Std. Nðm. Smásaga. í einni höfuðborginni, par sem margir eru trúarflokkar, en flestir pó kapólskrar trúar, hjelt einu sinni kapólskur prestur harða ræðu um prótestanta. Hann lagði sjer í lagi út af pví, að allir próte- stantar yrðu eilíflega fyrirdœmdir, og að síðustu sagði hann „að djöfullinn mætti taka sig, ef nokkur prótestant yrði sáluhólpinn“. I ákafa sinum og guðmóði rak hann um leið albogann í biblíuna, sem hann hafði hjá sjer uppi á prjedikunarstólnum, svo að hún kastaðist niður á kirkjugólfið. Svo stóð á, að í kirkjunni var herramaður einn, og hafði með sjer svertingja, er hann hafði fengið í pjónustu sina; skipaði hann pessum pjóni sínum að taka biblíuna og færa prest- inum par eð hann kynni að purfa að halda á henni. Svertinginn tók biflíuna og gekk með mestu hægð að prjedikunarstólnum. Presturinn, sem hjelt áfrain að prjedika um prótestanta, leit út undan sjer og sá svertingjann við tröppurnar, og par eð hann hjelt, að par væri kominn fjandinn sjálfur og ætlaði að sækja sig, dró nokkuð niður í honum og hann sagði með veikum róm: „J>ó getur skeð að nokkrir peirra verði sáluhólpnir". En pegar hann leit um öxl sjer, og sá, að svertinginn rjetti hendina upp með tröppunum, æpti hann: „Og sjálf- sagt margir peirra verða sáluhólpnir". Nú var svertinginn kominn fast að baki hans, varð pá prestur enn liræddari og hljóð- aði upp: „f>eir verða a 11 i r#sáluhólpnir — a 11 i r sáluhólpnir“ ! Auglýsingar. — Stafrófskver nýprentað, er til sölu innbundið á 40 aura, og með nokkrum lit- myndum 50 aura. Sömuleiðis sagan af Holta-f>óri í kápu á 25 aura. Erb. Steinsson. — Mósóttur hestur gamall, meidd- ur í herðum og lítið eitt á annari síðunni, hefir strokið fram Eyjafjörð og sást hann á sunnudaginn 2. september, leggja fram hjá Espihóli. f>eir sem kynnu að verða varir við hest pennan, eru beðnir að hand- sama hann og halda honum til skila til undirskrifaðs, mót sanngjarnri póknun. Frb. Steinsson. — Á veginum fyrir utan Saurbæ i Eyja- firði, fannst 22. júní p. á., dálítill kvenn- pískur, sem geymdur er hjá ritstj. blaðs pessa pangað til eigandi vitjar, borgar fund- 1 arlaunin og auglýsing pessa. — 25. ágúst p. á. fannst á leiðinni frá Hvammi og ofan til Akureyrar, byssa, sem eigandi vildi vitja hjá ritst. blaðs pessa, greiða fundarlaunin og borgun fyrir aug- lýsing pessa. — 28. p. m. fannst nálægt götunni fram undan Hallgríms Krákssonar húsinu, hjer í bænum. peningabudda með nokkrum aur- um og parti af sendibrjefi, sem eigandi má vitja til ritst. Nf., gegn pví að borga fund- arlaun og auglýsing pessa. Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson. Prentari: Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.