Norðanfari


Norðanfari - 08.09.1877, Blaðsíða 1

Norðanfari - 08.09.1877, Blaðsíða 1
Sendur kaupendum lijer á landi tostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. \0RMYFAR Augiýsingar eru teknar í hlað- ið fyrir 8 aura hver lína. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 16. ár. Tíokkur orð uni jarðabætur. það er orðið að venju meðal vor land- setanna á íslandi, einkum þeirra, sem búa á þjóðjörðunum, að landsdrottnar bindi oss við það, að vinna ákveðna jarðabót á ábýl- isjörðinni, ef þeir eiga að byggja oss hana; ýmist er oss leiguliðum gjört að skyldu, að hl'aða vissa faðmatölu af túngarði, eður sljetta ákveðinn blett af túni árlega, og á stundum gjöra brýr eður flóðgarða, o. s. frv. þetta hófst hjer einkum eptir að festuboð- in voru aflögð; en það væri mun betra fyr- ir leiguliða, að gjöra jarðabót, sem svaraði festugjaldi, ef það útvegaði þeim nokkur rjettindi til jarðanna, t. d. að ekkjur þeirra ef þeir fjelli frá, hefðu ábúðarrjett á jörð- unni þó þær giptust aptur, eður ef leigu- liðar flyttu sig burt af jörð, að þeir þá mættu ráða hverjum hún yrði byggð; þetta gæti opt verið hagur fyrir leiguliða, er hann flytur langt og þarf að selja mikið af hús- um og öðrum munum, er örðugt er að flytja. En slíkt veit jeg eigi til að eigi sjer stað, og má því álíta, að skylduvinnan sje nokk- urskonar viðbót við eptirgjaldið, því töpuð er hún leiguliða, þá burt flytur. En hvað sem nú þessu líður, verður landseti að vinna þessa skylduvinnu, ella borga hana eptir því, sem úttektarmenn verðleggja hana. |iað var því helzti tilgangur minn með þessum lítmm, að benda fátækum leigulið- um á þá aðferð, sem mjer hefir gefizt bezti við þessa skylduvinnu á ábýlisjörð minni. -— J>egar jeg byrjaði búnað fyrir 13 árum, var gamall kálgarður arfavaxinn í túni á- býlisjarðarinnar; jeg áleit það eigi tilvinn- andi, að .rækta hann; tók jeg það því ráðs, að rista með torfljá þunnt torf ofan af jafn stórum bletti sem garðurinn var í skjóli við bæinn, og þar sem mest var rækt í túninu (bezt er að rista svo, að lengd torfanna liggi um þvera þúfuna, og er hálfu fljótara að rista með torfljá en sljettujárnum), og ljet jeg flytja torfið jafnóðum í gamla kál- garðinn, jafnaði hann vel undir og þakti hann síðan allan og bar vel á hann; varð þá fullþykkur flekkur af heyi í garðinum af grasi því er upp spratt; en eigi sló jeg hann fyrr en seint. Nú pældi jeg flagið heima, sem jeg liafði rist ofan af, og bjó það undir að sá í það jarðeplum, gulróum og næpum, og þótti það vel spretta. þetta flag brúkaði jeg í 2 ár; hið síðara árið setti jeg gulrófur í þann partinn, sem jarðeplin voru í árið áður, en jarðeplin í hinn part- inn, án þess að bera áburð í, nema hand- fylli með hverju jarðepli, þá niður var sett, og dálítið blandað i moldina fyrir rófur og næpur. (Um þetta efni höfum vjer ýmsar allgóðar bækur). Síðara haustið jafnaði jeg flagið og risti þá að nýju ofan af öðrum bletti og þakti um leið flagið, er jeg hafði brúkað með því torfi, og braut jeg þá þýfið í stóra hnausa. Eins má rista að vorinu til, og er það ljettara, þegar rótin er orðin svo þýð, að torfuþykkt nemi og leggja þá torfið þeg- ar niður áður en það náir að þorna, er þá auðvelt að þekja flögin frá fyrra ári, «n jafna þarf þau að haustinu, einkum hafi verið sáð í upphækkuð beð. J>essar sljett- ur spretta ágæta vel, og þýfið kemur vart «pp aptur, en með þessari aðferð, vinna Akureyri, 8. september 1877. menn tvö verkin í einu: að rækta kálgarð og sljetta. Yil jeg því fastlega ráða niönn- um til, að reyna þessa aðferd og mun hún vart misheppnast sje jarðvegurinn í túninu, eigi þvi hrjóstugri. Önnur aðferð er sú: þar sem kollótt smáþýfi er í túni, en grundvöllurinn í laut- unum jafndjúpur, að skera kross yfir þúf- urnar að ofan, rista svo undir og flá af grasrótina, en láta hana þó vera fasta allt um kring, taka síðan moldina innan úr; má þá aka henni í lægðir í túninu, sem rist væri ofan af áður, leggja síðan gras- rótina yfir aptur og berja niður með trje- sleggju svo sljett verði, og bera vel áburð yfir. |>essi aðferð er fljótleg, en eigi sprett- ur sú sljetta eins vel og hin, því hjer er jörðin órótuð, og engin áburður í moldinni til að næra grasræturnar; en með nægum áburði getur þó vel sprottið. J>riðja aðferðin er þessi: rista skal grasrótma af og þekja með henni flag, sem plægt og herfað liefir verið í holti við tún- jaðar; plægja svo hið nýja flag og herfa þar til sáð yrði höfrum í það; mætti þá á næsta vori herfa það, og þekja með nýju torfi; (því eigi mun vel gefast að plægja og láta grasgróa af sjálfu sjer) þarf þá, sem ætíð, að varna öllu vatnsrennsli í flag- ið; þvi vatnið flytur burtu frjóvefní moldar- innar, og grefur opt ótrúlega djúp jarðföil í flögin; en eigi hafa sumir fátæklingar ráð til að viðhafa þessa aðferð. Jeg vil geta þess lijer, að jeg álít einkar gott, að safna öllum áburði í niðurgrafnar forir eð- ur kvíjar, og þynna hann hæfilega út með vatni, áður á er borinn; væri slíkt auðveit, þar sem svo hagar til, að læk yrði hleypt að eður brunnur væri nærri; þannig mætti aka á túnið á litlum hjólsleðum í tunnum, ef það væri sljett og þó eigi væri neina götur. J>essi aðferð væri einkum góð þar sem harðvelli er. J>á er að minnast á túngarða. Yíðast er svo tilhagað, að eigi fæst í þá annað, en moldarhnausar með möl í: þessir garðar þola eigi lengi, og eru því víðast farnir að hrynja áður algjörir eru, en sje grjót á annaðborð fáanlegt, er bezt að gilda með því utan við torfgarðinn og hafa alls ekk- ert milli jsteinanna, nema ef til væri deig- ulmókennd möl; þetta eru hinir haldbeztu garðar, er jeg þekki, því garðar úr tómu grjöti snarast opt og hrynja, og kemur það til af klakahláupi í jörðunni undir þeim, Liggi garðarnir um mýrlendi, síga þeir fljótt niður og verða aðdregnir svo gripgengir verða, er þá eina ráðið að grafa skurð með- fram garðmam og hlaða því, sem upp úr kemur ofan á garðinn. Ætíð skyldi skurð- urinn vera dýpri þeim megin sem frá garði veit. Sjaldnar eru flæðigarðar gjörðir að skylduvinnu; þó vil jeg geta þeirra í fám orðum. Yerði því komið við, er bezt að garðurinn sje beinn eptir línudrætti, og talsvert aðdreginn með smáþrepum þeim megin, sem vatnið hggur á hnausunum, svo garðurinn geti gróið, því annars skol- ar vatnið leirnum burt úr hnausunum og brotnar garðurinn við það. J>ar sem svo stendur á, að hlaða þarf fyrir djúp sýki, en örðugt er að koma við hjólsleða eða hestum, er það mikill ljettir, að flytja — 125 — Nr. 63—64. hnausana eptir sýkinu á botnflatri ferju, og má hafa vað á henni og draga hana milli sin, ef stunga fæst nærri sýkinu. Sama er að segja um allar brýr, sem garðana, að þær ættu að leggjast beinar eptir línudrætti, því auk þess, sem þær verða mikið lengri fyrir krókana, eru þær mikið ljótari og stígast fyr sundur í krókunum; eins er hættara við að hestar hrapi út af þeim. Bezt er að þær sjeu aðdregnar, svo þær grasgrói, því þá klofna þær síður eða snar- ast. Sumstaðar hagar svo til, að það er nauðsyn að byggja heybandsbrýr, og þær svo langar og kostnaðarsamar, að nemur mörgum hundruðum króna, og jafnvel að viðhaldið, eptir að brúin er gjör, kosti ár- lega hátt upp í afgjald jarðarinnar. J>að getur því hver heilvita maður sjeð, að það er ofætlun og ósanngirni að leiguliði kosti slikar jarðabætur eingöngu af sínu fje og hafi þeirra svo, ef til vill, engin not nema stuttann tíma á eptir, auk þess sem dæmi eru til, að jarðeigendur hafa með ýmsu móti, neytt leiguliða burt af jörðunum, er þeir hafa gjört miklar jarðabætur, og þeir sáu, að aðrir mundu vilja taka jörðina fyr- ir meira eptirgjald, tapa svo leiguliðar fje því, er þeir hafa varið til jarðabóta, en síð- an leigja jarðeigendur jarðirnar miklu dýr- ara, og er þá framfærslan beinlínis leiga af fje og vinnu leiguliðanna er frá mega hverfa; stundum hækka landsdrottnar eptirgjaldið við leiguliðana sjálfa, er þeir sjá, að þeir eru búnir að verja fje og kröptuin sínum, til að bæta jarðir þeirra, ella „skuli“ þeir víkja braut af þeim, því opt hafa jarðeig- endur þá lirottalegu aðferð, að byggja jarð- ir sínar aðeins til eins árs, og leiguliðar verða að „taka keima“ árlega; og þá er nú hægðarleikur að neita (!!!) J>að má nú svo sem nærri geta, hvað af þessu leiðir fyrir framfarir jarðanna og búnaðarins yfir höfuð. Mjer liefir því dott- ið í hug, livort hið heiðraða löggjafarþing vort, er jeg hefi heyrt að ætli að semja ný landbúnaðarlög handa oss íslendingum, eigi mundi sjá ráð til, að koma meiri jöfn- uði á og sanngirni í þessu falli, því eigi get jeg skilið, að það væri ógjörningur að takmarka með lögum, meðferð landsdrottna á leiguliðum, svo að hún eigi væri svona mótstæðileg almennum fjelagsheillum og rjettsýni*, og jafnvel gjöra jarðeigendum að skyldu, að bæta ábýlisjarðir sínar, þótt þeir eigi þær sjálfir, eins og titt er á Englandi og víðar; þá færu jarðirnar með tímanum að fóðra meiri pening, og búnaðurinn gæti betur borið hin sivaxandi útgjöld. Að endiugu vil jeg leyfa mjer, að gjöra þá uppástungu, að löggjafarþing vort taki inn í landbúnaðarlögin þessar ákvarðanir: „að þegar leiguliði býðst til að viuna á- „kveðna jarðabót, eptir því sem hann álit- „ur sjer fært, þá verði landsdrottni gjört „að skyldu, að láta vinna á jörðunni, jafn- „mikla jarðabót, á sinn kostnað, án þess að „færa upp eptirgjaldið við þann ábúanda“. *) Stjórn vor hefir með lögum bannað, okur og prang, með ónauðsynlegustu vöru- tegundir t. d. brennivín, þótt kaupendur og seljandi væru fullmyndugir, mætti þá ekki banna, að okra með slikar lífsnauðsynjar sem bújarðir eru?

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.