Norðanfari


Norðanfari - 19.01.1878, Blaðsíða 3

Norðanfari - 19.01.1878, Blaðsíða 3
4 lega kirkjugarðsstæði. þetta munu vera bin fyrstu tildrög til þess að presturinn fjekk leyfi til-pess, að vera kyr á Hrafna- gili, og geta allir sjeð, að það er orðið með mjög eðlilegum liætti. Að biskupinn hafi eigi heimild til að leyfa prestinum veru á Hrafnagili, á móti vilja og samþykki bæjarbúa, er liklegt, en allt öðru máli er að gegna, þar eð það er með fullkomnum vilja og samþykki safnað- arins, og sjest það heldur livergi af nefndu stjórnarbrjefi, að því geti verið neitt til hindrunar, og má fullkomlega ætla að svo sje> fyrst biskupinn eins og þegar áður er sagt, gaf samþykki sitt til þess; enda ligg- ur hverjum heilvita manni í augum uppi, að slikt er i alla staði rjett. það „fullveldi11 sem ritstjórinn talar um hjá bæjarbúum, til þess að leyfa prest- inum veru á Hrafnagili, er likt öðrum skyn- sömum orðum hans. Hve nær hafa bæjar- búar leyft prestinum að vera á Hrafnagili, hvað sem hver segði? Hafa þeir ekki að eins gefið sitt leyfi til þess? það er með öðrum orðum, ef ritstjórinn skilur það bet- ur, að hann þeirra vegna átölulaust, mætti búa þar kyr, og það er einlæg ósk vor og von, að hinn núverandi biskup rypti ekki hinu gefna leyfi formanns sins, heldur stað- festi það, og ætla jeg það ekki muni sönnu fjær, að prestur vor mundi meta það þess virði, að liann eigi vildi skipta því við alla blaðaskekkla Norðlings. Næstu klausum Norðlings er óþarft að avara nokkru, því þær hrekja sig sjálfar; þó ætla jeg að taka einstöku atriði til greina, og er það þá eitt, þegar ritstjórinn fer að tala um skyldu prestsins að messa hjer, þá eigi verður messað á hinum kirkj- um. Hváð þetta áhrærir, þá skal jeg fyrst og fremst taka það fram, að i brjefi kirkju- og kennslustjórnarinnar, er presti vorum alls eliki gjört að brýnni skyldu, að messa hjer, þó messuföll verði á hinum kirkjun- um, því í frumriti áður nefnds brjefs kirkju- og kennslustjörnarinnar stendur: „men at der derimod efter Omstændighederne turde være Anledning til at gjöre ham til Pligt“, og s. frv., sem jeg ætla rjett þýtt þannig: „en að það hins vegar g'æti verið ástæða til þess eptir því sem á kann að standa, að gjöra honum að skyldu“ o. s. frv., í stað þess að í blaði ritstjörans stendur „en að hins vegar virðist vera ástæða til þess eptir því sem til hagar, að skylda hann til“ o. s. frv. og er auðsætt að þýðing þessi er rítstj. í vil, ea að ætlun minni röng. Látum nú þetta allfsaman hjá ritstjóranum gott heita; enn, jeg vil leyfa mjer að spyrja, hvað opt mundi það koma fyrir að presturinn hefði tök á að messa hjer aukreitis? Helztaldrei. J>að er auðsjeð að ritstjórinn man ekki ept- ir annari skyldu sem hvíli á prestínum, en að messa hjer á Akureyri. Hefir hann ekki sömu skyldum að gegna við hinar kirkjurn- ar? Jú; ætli presturinn mundi þá ekki eins sæta hverju þvi tældfæri, þegar fært væri, að komast hjeðan til embættísgjörðar á þær? Vissulega. Að sumrinu til er ekki hugs- andi að slíkt geti að borið, en á vetrartima þyki mjer mjög ólíklegt að nolckur óskaði ejer þess að sitja í kirkju, í því veðri, sem presturinn ekki kæmist til hinna kirknanna. Jeg get fært skýlaust dæmi fyrir þessu. Dæmið er nefnilega það, að hjer hefirkom- ið fyrir, að próf.síra D. Halldórsson, á með- an hannþjónaði alveg sjálfur brauðinu, já, og Það með lasleíka sinum og heilsuleysi, að hann hefir komið samdægurs framan frá Hrafnagili og hingað ofan á Akureyri til embættisgjörðar, í þeim veðrum, sem fólk hefir eigi treyst sjer. til að sitja í ldrkju, og því matt fara við svo búið heim aptur, að eigi hefir verið hægt að koina á messu, fyrir — 11 — fólksfæð. J>etta sýnir ljósast með hvaða kappi að prestur vor rækir köllun sína því óhætt er að fullyrða, að margir af bæjar- búum sæki vel kirkju. J>essar aukamessur eru því og hafa verið, hugarburður einn, þvi ekki er mögu- legt að ímynda sjer neitt tækifæri til þess, nema í svo miklum illviðrum á vetrardag, að enginn maður komi til kirkju, J>etta er því hiun lögboðni helmingur guðsþjónustu- gjörða, sem ritstjóri Norðlings, segir aðvjer. Akureyrarbúar, sem skrifað höfum undir „aptur kirkjumálið“ í Norðanfara, höfum „svipt bæinn“. Mikið heiðarlegur vitnis- burður. Setjist nú ritstjórinn niður og rifji upp fyrir sjer hvað opt liann sjálfur liefir verið í kirkju, að undanförnu. Skyldi það vera öllu optar, en annað eða þriðja hvert skipti, þá messað hefir verið hjer? J>að er með öðrum orðum, 6. til 9. hvern Lelgan dag til jafnaðar; væri nú svö, að þettaværi ekki íjærri sönnu, hvað vill þá ritst. gjöra með fleiri messur? Ætli það sje ekki fyr- ir „skýlausa nauðsyn11 ritst. að hann vill fjölga þeim? Líklega!! Jeg veit að sönnu, að. inargir af bæjarbúum óskuðu helzt að prestur messaði hjer hvern helgan dag þá i fært væri, en það verður langt þangað til, I að Akureyrar-bær getur haldið prest og kirkju út af fyrir sig, og því verðum vjer þangað til að taka því fyrirkomulagi, sem á prestakallinu er eða kann að verða. Með þessu er því sýnt hve ástæðulaust ritst. lireitir fram skoðunum sínum. Að presturinn geti ekki flutt messu á milli Kaupangs og Akureyrar, fyrir því að hann búi á Hrafnagili, er hjegilja ein og ekkert annað, þvi bæði hefir það eigi all- sjaldan komið fyrir að presturinn liafi fiutt hjer messu, og það í háskammdegi á vetr- ardag sem álíta má að sje óhentugasti tími til þessa, og myndi þvi ekki presturinn öllu heldur gjöra það á öðrum tímum árs, ef liann mögulega gjæíi fyrir svo miklum önn- um sem brauðinu fylgja, og allir kunnugir og sanngjarnir menn vita og viðurkenna að sjeu miklar, og sem ekki eru sprottnar af þvi að presturinn býr á Hrafnagili, enda var þetta eitt með öðru sem hinir heiðruðu undirskrifendur „Aptur kirkjumáls“ höfðu fyrir augum, þá þeir gáfu samþykki sitt til þess að núverandi prestur mætti vera á Hrafnagili. |>að lítur út fyrir að ritstjór- inn ætli sjer í lagi að sannfæra menn um atriði þetta, með því, að eigi sje far- andi fyrir prestinn „seint um kvöld hjeðan frá seinni messunni alla leið fram að Hrafna- gili“ en þetta er minna en engin ástæða, því væri ekki annað sem jeg hefi talið hjer að framan sem hindraði messu flutning, þá er þetta það sizta til þess, því ekkert er hægra fyrir prestinn en að gista hjer í bæn- um næstu nött á eptir. |>að er því með þessu sannað, sem allir sjá, að það er eigi vera prestsins á Hrafnagili sem hindrar messu flutning, heldur eru það b einlínis embættisannir hans. Áður en jeg skil við þetta atriði verð jeg að vekja at- hyggli á því, sem ritstjórinn auðsjáanlega veit ekki, og leggur því mjög mikla áherzlu á það, nefnilega það, að Akureyrarkirkja er engin „höfuðkirkja11, þyi síðan að Hrafna- gils kirkja var rifin er engin höfuðkirkja í prestakallinu, brauðið er þingabrauð. J>að er því þess vegna engin frekari ástæða fyrir prestinn að búa hjer, heldur enn á liverjum þeim stað sem hann álítur sjer hagkvæmast í prestakallinu. Næsta klausa er ekki svara verð, og tek jeg þá „fjórða megin atriði“ Norðlings. Um það þarf jeg ekki a6 fai'a mörgum orðum. Ástæður þær er ritstjörinn kjemur með, eiga sjálfsagt að sannfæra alla alþýðu á landi hjer, að leyfi vort Akureyrarbúa til prestsins um veru hans á Hrafnagili, „hafi í sjer fólgna hina skaðlegu niðurlægingar setningu sem verst hafi afstaðið á landi hjer, allt frá Sturlunga tið“ nefnilega þá, að alþýðan sje til fyrirembættismanninn, en ekki embættismaðurinn fyrir alþýðuna. Hvað skaðsöm að setnig þessi kann að vera, læt jeg ósagt, því það er alveg óviðkomandi þessu máli, en vilji ritstjórinn halda þess- ari setningu, þá gái hann að því, að hún fer alveg í g a gnstæða átt við það sem liann ætlast til, þvi hún einmitt s ý n i r og s a n n a r, að vjer Akureyrarbúar með leyfi voru álítum oss að hafa rjett til þess, með samþykki viðkomandi yfirvalda, að ákveða verustað prestsins, og þar af verður að leiða, að vjer skoðum þennan embættismann, vera til fyrir alþýðuna, en ekki al- þýðuna fyrir hann. Svona rifur ritstjórinn niður fyrir sjálfum sjer, jafnframt því sem hann byggir. Að vjer Akureyrarbúar lát- um oss að einhverju varða p r i v a t kring- umstæður prests vors, munum vjer aldrei spyrja ritstjóra Norðlings um. J>á kemur hinn ramgjörði enda-hnútur ritstj., sem hann hnýtir utanum allar á- I stæður sínar, nefnil. messufallið sem varð I hjer í ótíðinni í vetur, og að presturinn var eigi á bæjarfundi næstl. 27. nóvember. Um þetta má segja að fátt er nú eptir skilið. Hvað það snertir, þá er það mjög óvíst að messað hefði verið þennan dag, þó prestur hefði komið, því svo var veður illt, og frost mikið, það mætti því álítast janfnmikil þörf fyrir söfnuðinn sem prestinn, að þurfa eigi að sitja í kaldri kirkju í sliku veðri, og mundi sú raun hafa á orðið, að fátt fólk liefði komið til kirkju þennan dag, enda mun sem betur fer, það eitt dæmi hjer á landi, að söfnuður eður rjettara sagt, ein- stakur maður úr söfnuðinum, hafi „hrópað“ prest sinn í opinberu blaði fyrir alsendis e i 11 messufall á ári, undir slikum kring- umstæðum sem hjer áttu sjer stað, og hefir víst engum bæjarmanni komið það til liug- ar, nema ritstjóra Norðlings, og ef nokkur væri sem hans máli vildi fylgja. Að prestur vor ekki kom á nefndan bæjarfund var ekki tiltökumál, því sáfund- ur var haldin stórhríðar og mannskaðadag- inn 27. nóvembrm. næstliðinn, og voru margir af bæjarbúum sjálfum sem eigi sóttu hann; það er því fullkomin ástæða til að efast um að presturinn hefði komið á þann fund þó lieimili hans hefði verið í bænum, eður í grend við hann, þar eð allmargir bæjar- búar; og því síður nokkur maður úr sókn- inni fyrír utan bæinn, að undanteknum ein- um manni, sem hjer var staddur, sóttu eigi fundinn. Hin siðasta grein „kirkjumálsins“ í Norðlingi er síður en ekki mannúðleg fyr- ir bæjarbúa. Ritstjórinn segir þar fyrst og fremst „því fer betur að þvílíkt mun eins dæmi hjer á landi, að söfnuðurinn h a f n i lögboðinni nærveru prestsins, og allt að helmingí hinni lögákveðnu guðsþjónustu- gjörð“. Hvar stendur ritstjórinn með þenn- an framburð sinn? Er hann í raun og veru svo blár, að hafa aldrei látið sjer renna í grun saknæmi þessara orða, ef bæjarbúar vilduog virtu þessi orð hans þess að leita rjettar síns á lionum ? Hjer á bezt við að brúka hans eigin orð og segja, því fer betur að þvilikt mun eins dæmi hjer á landi“ að nokkur maður liafi leyft sjer að bera slíkann óhróður i opinberu blaði, á meðbræður sína saklausa, en sliks- getur maður vænst af ritstjóra Norðlings. Jeg hefi hjer að framan fært skýlausar á- stæður fyrir því, að þessu er alveg kastað út í loptið án þess að hafa n o k k r a á- stæðu fyrir þvi. Hvenær og við hvaða tækifæri á þetta

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.