Norðanfari


Norðanfari - 30.01.1878, Page 4

Norðanfari - 30.01.1878, Page 4
— 16 ]pu rjettir aumum hjálpar-hönd og hresstir mædda sál; á himnum lifir helg pin önd nú heims við skilin tál. Já hjört er sæla búin þjer sem bregðast ekki kann; pó gröf pig hylji, andinn er í uppheims dýrðar-rann. f>ig hi’yggði eigi andláts-nótt, pú út sást hennar draum : að sæll er hver er sofnar rótt svifinn frá heimsins glaum. í sölum himna sæl ert nú, pjer sigur Drottinn gaf, frá göldum heimsins glaumi pú varst Guði kölluð af. í harmi lífs jeg hrekst sem strá, en himin fagnar pjer; jeg vona síðar sjá pig fá í sælu’, er æfin pver. Jeg hvergi neinu kvíða skal pó köld sje æfin mjer; í fögrum himna- friðar -sal nú fagna englar pjer. Ó, sofðu rótt, með sigri pú í sælla vendir heim; í mörgu brjósti mær og trú ,pín minning lifir hrein, J. D. 'Úr brjefum úr Húnavatnss. d. 8+?/12 <77. , „Næstliðinn mánuð var hjer mjög ó- stöðug tíð, ýmist hríðarveður og harðviðri eða frostleysur, svo að um mánaðamótin Var víðast orðið hart um jörð, enda í beztu hagasveitum. En að kveldi hins 1. p. m. hlánaði og var daginn eptir sunnan hvass- viður og rigning, svo að heita mátti að ör- íst yrði til sveita, pví víðast var snjógrunnt, en pann S. gjörði aptur mikla fannkomu á vestan og svo norðanhríð og síðan krapa- rigningu, svo nú er aptur orðið eins jarð- lítið og áður, og enda til dala minni hag- ar, Hross mikið farin að leggja af og hey almennt með ijettasta móti, svo útlitið er adlt annað en glæsilegt. Snemma í októberm. komu fjórir Borg- firðingar hjer í sýshi að sækja skaðabætur fyrir fjárskurðinn par 1876, og var peim víðast tekið mæta vel, enda eru Borgfirð- ingar góðs maklegir fyrir drenglyndi sitt, með að leggja fje sitt í sölurnar, til að fjar- lægja fjárkláðann og koma honum aptur á pær stöðvar, sem eru pær langvissustu til að ge'ta varnað útbreiðslu hans norður á bóginn; og hafa peir helzt til lengi mátt bíða eptir verðugri hluttekningu manna hvað potta snertir. f>að eru pó sannarlega góð kaup, pó meðal bændur láti svo sem eitt kindarverð. til að geta verið hjer um bil vissir um heilbrigði fjár síns fyrir drep- kláðanum, ef skynsamleg varúð er viðhöfð og Botnsvogaverði framhaldið par til algjör- lega er víst, að kláðinn sje upprættur, móti pvi að geta aldrei verið óhræddur fyrir heimsókn hans. eins og tilfellið hefði verið, svo framt að hann hefði orðið almennt út- breiddur í Borgarfjarðarsýslu. Hinn 24. dag októberm. p, á., lagði fyrrum hreppstjóri Sigurður í Klömbur heiman að frá sjer, til sjóróðra, vestur yfir úatnsnesfjall. Hann hafði farið að heiman nokkru eptir miðjan dag, en um kvöldið gjörði hríðar-dimmviðri á fjallinu, en vegur- inn mjög hættulegur, allt einir dalir pvers og langs, með giljum og standklettum. Næsta sunnudag (28. s. m.) frjettist, að hann hefði ekki komið fram á peim bæ, er hann ætlaði til. Var pá farið að leita hans, og fannst hann eptir ítrekaðar leitir af fjölda manna, 1. nóvember, í afdal nokkrum aust- ur úr Hlíðardalnum, sem gengur að vestan. Hafði hann hrapað ofan snarbratta hlíð með nokkrum klettasnyddum, en var pó hvergi beinbrotinn, en lítið skaðaður aptan á höfðinu, og ætluðu menn hann hefði kom- ið lifandi niður, en pó ekki fært sig til nema lítinn spotta. |>ann 21. nóv. lögðu loks út fjártöku- skipin frá Hólanesi og Blönduósi. Hóla- nesskipið lagði út árdegis, en Blönduösskip- ið síðara hluta dags, og var ekki komið út á miðjann fjörð um kvöldið, er fðr að ganga í norðanhríð og brim, svo pað sneri aptur inn að Blönduós, og fór svo alfarið á laug- ardaginn 24. s. m. og vita menn síðan ekk- ert um pau“. „Mjög var verzlunin fjörug á Blöndu- ósi í haust, eptir að skipið kom par, pví að á hálfum mánuði mun hafa fengizt hátt á sjötta hundrað tunnur af kjöti, en fyrir ill- viðrin lág skipið á höfninni nálægt 5 vik- um. sem í öllum peim iilviðrum og stór- brimum er pá gengu, haggaðist aldrei neitt um pað, enda er botninn par svo ágætur, ef ekki bila akkeri eða festar; og reyn- ist pað nú, mót von ýmsra, sú eina áreið- anlega höfn hjer í sýslu og jafnvel á Skaga- firði, par sem par hafa nú við Grafarös og Sauðárkrók, farið sitt skip á hverjum staðn- um, og sama mundi hafa orðið á Hölanesi, ef að Skagastrandarskipið hefði ekki verið farið paðan og festar pess lánaðar til að halda Hólanesskipinu niðri, pví bæði akker- in sem pað lág við kipptust upp. Heilsufar mánna má kallast fremur gott. — Fiskafli mundi hafa hjer orðið all- góður ef gæftir liefðu verið, pví að víða fjekkst mikið af kolkrabba. — Viðarreki er sagður mikill á Skaga og talsverður kringum Skagafjörð, einkum vestanverðan". — |>ann 22. og 23. janúar 1878 hjelt sýslunefndin í Eyjafjarðarsýslu fund á Ak- ureyri. Var pá 1. Kosinn einn af nefndarmönnum til að endurskoða sýslusjóðsreikninginn. 2. Kosnir 2 menn í amtsráðið. 3. Rætt um kröfu Borgfirðinga fyrir nið- . urskurðinn 1878. 4. Beikuingar hreppanna fram lagðir og skoðaðir. 5. Stungið upp á hreppstjöra í einum hrepp sýslunnar. 6. Kætt um vegabætur næsta sumar og pær ákveðnar. Sýslunefndin ákvað að verja skyldi 700 kr. til vegabóta á sýsluvegunum pannig: a, til áfram- halds veginum inn frá Akureyri 300. kr. b, til vegagjörðar á hinum svo kölluðu Hyllum á Árskógsströnd 200 kr. c, til að bæta veginn hjá Hálsi í Svarfaðar- dal 100 kr. d, til endurbóta á sýslu- veginum í Glæsibæjarhrepp 100 kr. 7. Gjörð áætlun um tekjur og gjöld sýsl- unnar árið 1878. Áætiaðar tekjur voru: Afgangur frá fyrra ári kr. 194, 34 og niðurjöfnun á fasteignar- og lausafjárhundruðin í hjer- aðinu, 4 aurar á hvert . . 504, 52 samtals 698, 86 En gjöld: Laun yfirsetu- kvenna . 360, 00 kostnaður við fundi sýslu- nefndarinnar ...... 200, 00 og til óvissra gjalda . , . 138, 86 samtals 698, 86 8. Gjörð uppástunga um aðseturstað lækn- isins í 10. læknisumdæmi (yztu sveitum Eyjafjarðar og Skagafjarðar sýslu). 9. Eætt um hvernig h^ga skyldi marki á hrossum. 10. Rætt um ýmsar umkvartanir yfir út- svörum bænda og aðrar aðgjörðir sveitarstjórnanna. 11. Bætt um bjargarvandræðin á Suður- landi. tví var hreyft að bráð nauðsyn bæri til pess að hjálpa Sunnlendingum úr bjargarvandræðum peirra. Ákvað nefndin, að hver jsýslunefndarmaður skyldí bera petta mál fram i sinni sveit. fakltarávarp. Jeg undirskrifaður, votta hjer með op- inberlega pakklæti mitt, hinum háttvirtu og lieiðruðu Akureyrarbúum, er svo bróðurlega hafa rjett mjer hjálparhönd í vandræðum mínum, við endurbyggingu húss míns, bæði með peningum og efnivið. J»essir heiðursmenn hafa veitt mjer styrk í áðurnefndu tilliti: Amtmaður Christiansson . . . . 5 kr. Sýslum. og bæjarfóg. S. Thorarensen 4 — Hjeraðslæknir |>orgr. Johnsen . . 4 — Verzlunarstjóri J. V. Havsteen . . 4 — ----- Chr. Jónassen . . 3 — Lyfsali P. H. J. Hansen .... 2 — Bakari E. Schjöth...................2 — Verzlunarmaður P. J. Sæmundsen . 2 — ---- E. Hallgrímsson . 2 — ---- J. A. Árnason . . 2 -r- ---- J. Sigvaldason . . 1 —• Ritstjóri B. Jónsson ...... 2 — Gullsmiður H. Kristjánsson ... 2 — Söðlasmiður Ó. Sigurðsson ... 2 — Járnsmiður Jósep Jóhannesson . . 2 — Tómthúsmaður H. Guðjónsson . . 1 — —— Er. Jóhannsson . . 1 — Snikkari S. Jónsson..............2 borð Bókbindari Erb. Steinsson ... 2 — Járnsmiður St. Kristjánsson . . 2 — Tómthúsmaður D. tíigurðsson . . 2 — ----Kr. Magnússon . 2 — Timburmeist. J. Chr. Stephánsson 2 dagsv. Hafnsögumaður M. Jónsson . . 1 — Ollum pessum veglyndu dánumönnum bið jeg Drottinn að endurgjalda pennan bróðurlega kærleika, er peir liafa sýnt mjer. Akureyri, 6. janúar 1878. G. Vigfússon. Auglýsingar. — í Ongulstaðabrepp voru haustið 1877 seldar óskilakindur með pessum mörkum: 1. Gat, gagnfj. hægra; hamarskorið v. 2. Sýlt, fjöður fr. hægra; hamarskorið v. 3. Vaglskorið fr. hægra; biti aptan v. Rjettir eigendur að kindum pessum, geta pví átt aðgang að andvirði peirra hjá undirskrifuðum. Sigurður Sveinsson. — í vestan hríðarbyl og sjógangi 6 jan. p. á., slitnaði og drógst frá landi mínu gam- alt spiksíldarnet með góðum fiotkrapti. ‘Netið var blátt með mörgum trjekubbum öllum ómerktum. Skyldi pað geta skeð að net petta finndist, annaðhvort á sjóeðalandi, óska jeg vinsamlega að fá að vita hvar pað væri niðurkomið. — J>að er líklegast að netið hafi rekið inn fjörð. — Eundarlaun vil jeg borga epiir pví sem um semur. Steindyrum, 9. janúar 1878. S. Stefánsson. Leiörjetting: í síðasta blaði Norðan- fara, nr. 5—6., bls. 10, 1. dálki, neðstu linu, er misprentað „höfðinglyndu á Akureyri“, á að vera: höfðinglyndu menn á Akureyri; og á sömu bls. 3. dálki, 38. línu að neðan, stendur „Akureyrarbúar“, á að vera! Ak- ureyrarbúum. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentari Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.