Norðanfari


Norðanfari - 13.02.1878, Blaðsíða 2

Norðanfari - 13.02.1878, Blaðsíða 2
— 22 — voru þeir menn, er alls ekkert tillit tóku til skölans þarfinda, heldur ljetu leiðast af öðrum augnamiðum, nema skólastjóri Jón forkelsson; en hann var þá eigi máli pessu vaxinn. Einkum komst landshöfðingi að því (og datt ofan yfir hann), að Grímur Thom- sen gæti „auk allra mögulegra hlutverka“, fengist og við kennaralegt hlutverk. |>essi óheppilega-kjörna nefnd samdi síðan álit sitt; þótti þá pegar, sem álitið væri svo úr garði gjört, að engin aðfinning kæmist að við það, og varð því ekki til hlítar eða neitt rækilega rætt eða ritað í blöðum vor- um. En pað er auðskilið, að landshöfðingja þótti það einstaklega gott, það var einmitt úvöxturinn af hans eiginnefndar-kosningu. Eitt af því, sem ísjárvert var í álitinu, var það, að þýzk tunga var afnumin sem kennslu- grein, auk annara vafasamra hreytinga-til" rauna, sem víslega voru frá Grími Thom- sen sprottnar, og sem meðnefndarmenn hans voru annaðhvort of linir eða friðsamir að setja sig á móti. Eitt er og, sem einkenn- ir alla meðferð málsins, og það er það, að skólastjóri mat meðkennendur sína við þenna eina lærða skóla landsins, svo lítils, að ráðg- ast alls ekkert við þá, um hinar stórkost- legu hreytingar, það snerti þó eigi minnst þá, sem með kennslunni áttu að koma fram endurbótinni. Nú er svo orðið, að þessi skólareglu- gjörð, sem þannig heíir verið skýrt frá upp- runa til, á að komast á, þegar í haust, sem þó eptir bókstaf sjálfrar liennar er ómáttu- legt. í sannleika dýrðleg löggjöf. Eflaust mun spornað verða við þessari aðferð, og mun reglugjörð þessi vart eiga sjer lengri aldur, en til næsta þings, og er það þó ærið langt, enda hljótum vjer þá sjálfir, að koma máli þessu í viðunanlegt horf með lögum. En hvernig sem fer, verðum vjer að vona, að landshöf'ðinginn fái eigi framar skólamál vor til meðferðar; því að til þess- konar sýslana sýnist hann þveröfugur, en annars má eigi vænta, af svo fornlegri rit- stofustjórn. |>að er í raun og veru sá tími kominn, að ráðgjafi vor hr. Nellemann ætti að fara að gefa nákvæman gaum að stjórn hr. Finsens á íslandi. P. P.“ * * * Fyrir vinsamleg tilmæli þýðanda ofan prentaðrar greinar, höfum vjer ljeð henni rúm í blaði voru, þó að vjer sjeum henni eigi alveg samdóma. J>ví þó margt megi máske segja um stjórn íslands, þá virðist oSs, að höfundur greínarinnar hefði eigi þurft að anda jafnkalt, að aðgjörðum hins hæstvirta landshöfðingja og það næstum undantekningarlaust. Ititst.. I þessa árs N f. nr. 1—2., er prentaður kafii úr hrjefi frá einhverjum Skagfirðingi, og er þar meðal annars, getið um strand- söluna á Sauðárkrók, og er nafngreint verð á ýmsu, svo sem til að sýna hversu salan hafi verið óbilgjörn og lysthafendur frávita, enda er farið þeim orðum um Skagfirðinga, „að allt of fáir láti sjer ofbjóða þó þeir bjóði vel hálft vit sitt fyrir lítt nýtt eða ónauðsynlegt rusl á uppboðsþingum“. Jeg hefi nú heyrt mörgum þykja þetta freklega orðað, en af því þessi palladómur er settur í samband við hið tilgreinda verð á Sauðárkróks-uppboðinu, þá þurfa menn ekki að taka sjer hann nærri, því það sjer. hver maður, sem aðgætir það, að allt hið tiltínda afarverð!! er þó ekki hærra en svo, að kaupendur geta haft talsverðan hag af kaupinu, eins og þeir líka þurfa að hafa, til þess að fá fyrir ómak sitt, og alla fyrir- höfn borgaða. Aannars er það skrítið að vera með þessí hnífilyrði um menn, því það er þó á- stæðulaust að bregða Skagfirðingum yfir höfuð að tala, um heimsku, og hvað snert- ir há boð á uppbóðsþingum, þá tiðkast þau ekki fremur meðal þeirra, en í sýslunum bæði fyrir norðan og vestan. J>au umyrði, sem brjefritarinn hefir um uppbóðshaldarann í Skagafjarðarsýslu, eru líklega gamanyrði, því það vita svo margir, að hann leitast ekki við að ná „afarverði“ fyrir það sem hann selur á upphoðum, en hitt vita líka margir, að hann vill fá hæfi- legt og sanngjarnt verð, svo hlutaðeigendur verði skaðlausir af að selja muni sína á yfirboðsþingi; enda fer því betur, að ekkjur og munaðarlausir, eða pegar svo stendur á, að menn eru fjærverandi, er ekki hafa ann- an en hann til að gæta rjettar síns, mega bera það traust til hans, að hann gæti skyldu sinnar í því, að burtselja ekki efni þeirra fyrir hálfvirði, ef annars er kostur; en það getur vel verið, að þessi samvizkusemi fái ekki meðhald hjá öllum, fyrr enn ef þeir þurfa sjálfir á að halda. 21. janúar 1878. Skagfirðingur vestan Hjeraðsvatna. Úr brjefi frá Nýja-íslandi, 3% 77. Háttvirti ritstjóri! Af því jeg er orðinn svo mjög á eptir tímanum að rita yður, hefi jeg fátt merki- legt af nýjum tíðindum að segja hjeðan, því yður mun fullkunnugt um ástand vort hjer hvernig það var næstl. vetur; jeg sje það af hinu snjallyrta brjefi sjera Jón8 Bjarnasonar í Norðanf. — sem allir íslenzk- ir framfaramenn mundu vel viðuna þó „heyrð- ist“ sem blástur Heimdalls gamla í gjallar- hörn „um heim allan“ — svo jeg fer fljótt yfir. Veturinn var hjer bæði mildari og snjó minni en sá i fyrra enda var hann notaður vel, mælt landið, höggvin þjóð- brautin eptir endilangri nýlendunni, fyrir utan margar aðrar smærri og byggð fjölda mörg hús; nokkrir stunduðu líka fiskiveiðar allan veturinn upp um isinn á vatninu, þó ból'an hindraði mjög störf manna, hun gjörði okkur margt íllt; og má þakka það árvekni stjórnarinnar næst Guði, að bólan hjó ekki stærra skarð í vorn litla hóp, því gefins var sent hingað fyrír utan meðöl hagkvæmari matartegundir er áður voru fyrir hendi, svo sem nýtt kjöt og hrísgrjón, og eigi lítið af víní og brennivíni sem hressingar og sótt- varnar meðöl, (þó þetta síðasttalda þætti verða ódrjúgt í höndum læknanna sem voru sendir með það, og að sögn gjörðu bæði sjálfum sjer og kunningjum sínum meðfram gott af því í stað tilætlaðra nota). — |>að hlauzt og af bólunni að vörður var settur milli vor og Manitoba, er bannaði allar sam- göngur svo ekki var hægt að komast þang- að hvað sein á lá nje heldur brjefi nema það væri deeinfected (gegnvætt í eitursýru) og eiga það þó undir skapti og blaði hvert þau kæmust eða ekki; því ef meðalið til þessa var ekki til við hendina voru þau send til baka eða jafnvel brend? Bækti mjer því ekki óliklegt að margir kinnu að sakna brjefa hjeðan er skrifuð voru í vetur. |>að flaut og af samgönguleysinu að fjöldi fólks mátti sitja hjer verklaust lengst fram á sumar, og yðruðust margir þess sáran að þeír hefðu farið hingað næstl. .haust, því þeir sem dvöldust þá eptir í Manitoba höfðu allir vinnu yfir veturinn eða vistir bjá bændum, fengu 8 til 12 dollars um mánuðinn; vinnukonur frá 5—10; og þær sem beztar þóktu bæði í málinu og öðru frá 12—15 dollars; unglingsstúlkur frá 12—• 14 ára fengu 4—6 doll. fyrir mánuð hvern í vetur, er naumast hefðu komist niður með- gjafarlaust i fæðingar sveitum sínum á ís- landi yfir árið. því þykir þettað munur komuzt þið með lífi þaðan“: „Til þess bar undarleg leiðsla“, segir Ljótunn. „Jeg gekk i gærkvöldi og Olöf litla út að lindinni, til að vitja um hvort hún hefði ekki tekið þvotta mína, því hver spræna hafði hlaup- ið yfir bakka í ósköpúnum, sem gengu á í gær. þvotturinn var kyrr. þá sagði Láfa min: „Hvað er það hvítt, sem krummarn- ir hafa þarna á leytinu? mjer sýnist það vera þríhyrnan þín, sem þú ljeðir honum Yermundi litla áðan utan um bitann, sem þú gaf'st drengjunum, en þeir vildu ekki borða af áhuganum inn til lambanna11. „Mjer sýndist eins og barninu og kom til hugar, að drengirnir hefði gleymt matnum í þríhyrnunni og hrafnarnir tekið hann. Gengum við til leytisins, En krummarnir flýðu okkur og drógu með sjer feng sinn, nærri út fyrir leyti. f>ar náðum við af þeim. En Láfa kastaði kjötinu til þeirra, því hún gefur opt hröfnum mat og vill öll- um skepnum gefa. í því við snerum heim- leiðis, heyrðum við dunreið mikla upp í fjallið og sáum brátt, að það hljóp niður, og á svipstundu var skriðan komin yfirallt. Við hnigum þar niður á leytinu, lúrðum lengí og grjetum, þangað til við fórum að róla út eptir. jpá var áin orðin nærri þurr utan við hlaupið. Síðan höfum við haldið áfram viðstöðulítið alla leið út til þín“. „Er skriðan þykk um bæinn og sjer eigi til klettsins ofan við hann“, segir Dagur. „Ekki er skriðan þykk um bæinn og klett- urinn er kyrr. Hún er þykkust niður í ánni“. „Tölum eigi meira að sinni, Hvíldu þig Ljótunn mín litla stund, meðan jeg tala við hann Munda minn, og treystu Guði, að hann gefi þjer aptur lifandi einhverja þína“. Veik þá Dagur að Guðmundi og talaði hljótt: „Farðu skyndilega að Hága —- taktu þjer hest — og segðu Jþorvaldi kveðju mína, að jeg biðji hann safna í skyndi mönnum með verkfæri og ríða með mjer inn að Botni, að leita þar í skrið- unni. Jeg bið Gunnstein að sækja fljótt hestana okkar“. Gekk svo til Ljótunnar. „Komdu nú heim, systir mín“, sagði hann, „svo hún móðir min geti hjúkrað ykkur. Voru allir í bænum þegar skriðan hljóp yfir“? „Nei! Piltarnir voru innfrá að smala lambfjenu, því nú átti að marka og færa frá í kvöld. Drengirnir minir smöl- uðu fyrir utan nokkrum kindum og ráku inn eptir. f>eir voru nýfarnir á eptir kind- unum þegar skriðan hljóp og hefir hún orðið að taka þá á mýrínni inn og niður af túninu. Stúlkurnar höfðu og farið inn eptir tíl að reka inn með piltunum og fengu hesta til að ríða, því allt var svo vott ept- ir rigninguna. f>ær hafa verið komnar inn á húsin áður en hljóp og með hestana. f>eir voru áður á nesinu þar, sem skriðan er nú þykkust11. „Fór Vilgerður litla með stúlkum11 ? „Nei! Hún ætlaði með föður sínum. Hann sagðist hera hana yfir læk- ina. f>au voru að búa sig þegar jeg gekk út að lindinni. En inni var móðír mín og auminginn hún Jófríður í suður-stafnrúm- inu, með aumingja barnið hann Einar litla“. Nú voru þau komin heim og leiddi Dagur þær mæðgur. Auðbjörg gamla var úti og tók fagnandi móti þeim, bjó þeim mæðg- um hvílu, huggaði þær og hlynnti sem bezt að í öllu. Dagur kvaddi Ljótunni og sagði: „Væntu þess, systir mín! að Guð láti mig

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.