Norðanfari


Norðanfari - 20.02.1878, Blaðsíða 1

Norðanfari - 20.02.1878, Blaðsíða 1
Sendur kaupendum hjer á landi kostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16. aura, sölulaun 7. hvert. MOAM Auglýsingar eru teknar í blað- ið fyrir 8 aura hver lína. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 17. ár. Fjárkláðinn og fjárverðir á Suðurlandj. Jeg leyfi mjer að einkenna línur pess- ar með sömu yfirskript og aðrir, sem ritað liafa um pað efni, sem pær eiga að inni- halda. Lögreglustjórinn i fjárkláðamálinu, hr. Jön Jónsson, hefir nú ritað grein í „Norðan- fara“, nr. 75—76 f. á., með pessari yfirskipt; en af pvi hann í nefndri grein virðist-vilja gjöra skoðanir pær ómerkar, og jafnvel tortryggilegar, er jeg, sem erindsreki sýslu- nefndarinnar í Húnavatnssýslu, framkvæmdi á Suðurlandi næstliðið sumar, pykist orsak- aður til að skýra mál petta nokkuð ítar- legar. f>að er livorttveggja, að jeg álít mjer óviðkomandi að svara sumu í grein lögreglu- stjórans, enda eru par í ýmsu pau skáldmæli, sem ofvaxin eru minum sldlningi, svo sem samband pað, er hann virðist setja mig í við pingmann Mýramanna, sem að engu leyti var viðriðin skoðanir mínar í sumar, og jeg man ekkí að jeg sæi í peirri ferð minni nema á fundi í Hjarðarholti 25. júni; og' par sem hann er að barma sjer út af pví, að hann „geti ekki verið Húnvetning- um samdóma um pýðingu pingmennskunn- ar“, m. fi. Jeg póktist frá upphafi vita, að lög- reglustjórinn mundi ekki gjöra mikið úr fjárskoðunum mínum í Borgarfirði, par sem hann við fyrstu samfundi okkar í Reykholti 26. júni, fór pví fram, að banna mjer alla fjárskoðun í Borgarfjarðarsýslu, og kvað sýslunefndinni lijer í sýslu óheimilt að senda nokkra menn í peim erindum, nema með sínu leyfi og sampykki. — Hvort nokkur dirfist að kalla slíkt „gjörræði“, slcal jeg ekkert um segja, en liitt pykist jeg vita, að fáir álíti pessa aðferð frjálslega. — Bn er jeg ljet hann á mjer skilja, að jeg mundi ekki sækja um leyfi annara en fjáreigenda, fjell pað mál niður. En nokkru síðar fór hann pvi fastlega fram, að jeg færi ásamt sjer til fjárskoðana suður í Kjós, Mosfells- Akureyri, 30. íebrúar 1878. sveit, Ölves og Grimsnes; pannig leitaðist hann við með embættis-myndugleika og síð- an með kænsku, að eyða skoðunum minum í Borgarfjarðarsýslu, eins og honum gat tekist að koma í veg fyrir pað, að nokkur maður úr Mýrasýslu væri með mjer við skoðanir pessar, og er hægt að sjá, að hann gaf ekki um, að sýslunefndin hjer fengi neinar nýjar eða fyllri upplýsingar fyrir skoðanir mínar. Nokkru eptir að jeg lcom suður, frjett- ist að kláðagrunur væri uppkominn i Kjós og Mosfellssveit, og vildi jeg pví gjarnan vita hvað sannast væri í pessu, með pví líka lögreglustj. liafði lofað að mæla fram með Botnsvogaverði, svo framt hinn sótt- næmi fjárkláði væri, eða hefði verið fyrir sunnan Botnsvoga, m. m. Jeg fór pví með lögreglustj. suður að Möðruvöllum í Kjós, og paðan að Helgadal í Mosfellssveit til að skoða hinar kláðagrunuðu kindur. XJt af skoðun minni par, hefir lögreglustj. fengið tilefni til að gefa almenningi sýnishorn af áreiðanlegleik mínum, og hvað sjálfstæður jeg muni hafa verið í áliti mínu um kláð- ann. ]?ó pað kunni að virðast sem lögreglu- stjórinn fari lijer nokkuð fljótt yfir sögu og leggi ekki sem vingjarnlegasta ályktun á gjörðir mínar, pá ber pess að gæta, að hann mun af vizku sinni hafa sjeð, að úr pví jeg gat komið fram fjárskpðunum í Borgarfirði, var ekkert handhægra til að reyna að gjöra pær pýðingarlausar. Hann segir nefnilega: að jeg sje „sannur að pví, að hafa sagt saklaus fellilúsar-óprif kláða á bæ í Mos- fellssveit* af pví að eigandinn sjálfur var orðinn hræddur við kind sína“. Jeg skal nú ekki vera margorður um petta atriði málsins, heldur að eins pví til skýringar setja hjer grein úr skýrslu minni til sýslu- nefndarinnar í Húnavatnssýslu, sem dagsett er 16. júlí f. á. — Eptir að jeg hefi skýrt frá skoðun minni. á Möðruvöllum í Kjós, get jeg skoðunar minnar í Helgadal á pessa leið: „Daginn eptir, hinn 29. f. m., skoðaði jeg ásamt lögreglustjóranum fjeð í Helga- Nr. 13—14. dal, og var ekki í pví finnanlegur neinn í- skyggilegur kláði. þaðan fór bóndinn í Helgadal með mjer, eptir fyrirmælum lög- reglustjórans — er sjálf-ur fór beina leið til Reykjavikur, — að Gröf á Kjalarnesi, hvar 2 gemlingar frá Helgadal, er fundist höfðu par í Esjunni fyrir hjer um bil hálfri ann- ari víku, voru geymdir við hús og hey. í öðrum pessara gemlinga gat jeg ekki fund- ið annað en fellilúsar-kláða í meira lagi, en í hinum var stór skella í klofinu með mikl- um kláða og útbrötum. Að vísu gat hvorki jeg nje heldur Jón, bóndinn í Gröf, með vissu sjeð maur í gemlingnum, pó okkur báðum sýndist hann snöggvast bera fyrir augað, er við skoðuðum í sjónauka. En er við vorum inn komnir, sá Jón maur skríða á ermi sinni á peim handleggnum, er hann hafði látið liggja á læri gemlingsins meðan hann skoðaði. Maur pennan skoðuðum við í sjónauka, og er jeg sannfærður um, að pað var hinn reglulegi kláðamaur. Báðir pessir gemlingar áttu svo daginn eptir, sam- kvæmt fyrirfram-gj örðri ráðstöfun lögreglu- stjórans, að flytjast til Reykjavíkur til ítar- legri skoðunar“. Að öðru leyti get jeg pess, að jeg hefi yfir höfuð gefið skýrslu pessa svo rjett og samvizkusamlega, að jeg væri reiðubúinn að staðfesta hana með eiði. En óhróður sinn um mig, mun lögreglustj. byggja á pví, að í Reykjavík voru áminnstir gemlingar skoð- aðir á ný, og síðan (ásamt 2 gemlingum frá Möðruvöllum) fluttir út i Engey til geymslu, en í haust, samkvæmt „tsafold“, álitnir kláðalausir. Hvort nú 6 mánuðir um há- sumartímann, pegar minnst von er til að fjárkláðinn komi í ljós, geti álitist full-lang- ur reynslutími, og með tilliti til reynslu- tíma pess, sem lögreglustj. ætlar fje Borg- firðinga, pað eptirlæt jeg öðrum um að dæma, eins og líka ályktanir pær, sem lögreglu- stjórinn liefir hjer af dregið til að ríra gildi skoðana minna. Við petta tækifæri skal jeg geta pess, að jeg hefi heyrt að dýralæknir Snorri Jóns- son hafi sagt, að pað gæti fyrir komið, að Ijótnrm Kolbrúii. (Dálítil sveitarsaga). (Eramhald). Dagur tók Ólöfu í faðm sjer og bar hana alla leið út á leyti', og sagði henni allt um frelsi dóttur og nöfnu, að Guð hefði sent Hrafna til að frelsa pær, og svo sagði hann frá drengjunum og fólk- inu og færði henni Einar litla lifandi, og gat hann gengið, pví hann var ómeiddur og prjevetur. Hjer voru pau endurnærð með vatni og mat. Söðull var sóttur inn yfir skriðu og sent með pau Ólöfu út að Hvamm- koti. En leitarmenn hjeldu áfram að grafa allan dag til kvölds og fundu eigi meira. Næsta dag grófu peir og er degi hallaði, fundu peir lík |>órhalla bónda og Vilgerð- ar á hlaði, við pröm bæjarveggjar. Voru pau örend fyrir löngu og mjög limlest, pví stór björg lágu á peim og par pykknaði skriðan. Ejósið sem stóð utan við bæinm hafði skriðan tekið að grunni, pví veggir voru alpíðir. Fannst ein kýrin niður í skriðunni öll beinbrotin, tvær fundust aldrei, en ein koinst af lifandi, hvernig sem pað gat orðið. Geldneyti höfðu verið prjú. Voru pau öll úti og inn í dalbotni. Hestar urðu engir undir hlaupinu og mjög fátt af fje, pví búið var að smala pvi flestu, að beitar- húsunum. Eptir priggja daga leit sneru allir út í byggð, fluttu líkin og ráku fjeð út eptir í bráð. Vildi Dagur bóndi láta skriðuna síga, áður en hirtir væru húsavið- ir og hey, sem finna mátti í henni. Svo vildi hann og vera heima til að minna menn á, að halda fjenaði til fjalls frá ánni, áður enn hún hlypi og rifi i sundur skriðuna, sem liann taldi liklegt að yrði innan viku, pað kom fram og varð mikill vatnagangur um öll nes. Mjög skemmdust nes og und- irlendi inn í dalnuin af aur og grjóti og braut víða upp, svo par náði sjer landseint aptur. Sumt af trjám úr húsum í Botni rak út í sveit. Mikill fagnaðarfundur hafði orðið í Hvammkoti pegar Ólöf gamla kom. \ r pá sem Ljótunn og börnin, gleymdu öllum hörmum sínum, Grímur litli, sem pjáðist áður af verkjum, varð svo sem hannkenndi sjer engra meina, pegar hann sá ömmu sína. — 25 — Svo varð nu ein fagnaðar stundin, peg- ar Dagur kom heim, pó lík hinna dánu minntu á hryggðar-atburðinn. Dagur hjelt leitarmönnum pakklætis-veizlu og sparaði ekki til — cnda var nóg til í búi lians. Mójir hans hafði búið allt undir, áður enn liann kom heim, pakkaði hann með fögrum orðurn þorvaldi, vini sínum, og öðrum leit- armönnum liðveizlu. J>vi næst var undir- búin útför pórhalla bónda, Vilgerðar og Jófríðar og var gjörð liin prýðilegasta. Tóku menn til pess, hvað Brandi presti fórst vel, pegar hann hjelt ræðurnar eptir pau og póttust aldrei hafa heyrt pvílíkar líkræður. Enda var Brandur prestur hinn lærðasti maður og mikill mælsku maður, pó hann væri eigi búmaður. Ljótunn syrgði mann sinn og dóttur, svo að hún náði sjer lengí ekki. Höfðu menn aldrei sjeð liana láta beygjast svo fyrr. Um pær mundir var Rósa i Haga, ástvina hennar, sem optast hjá henni. Grímur litli hresstist pegar fram á leið sumarið og gekk við hækjur um liaustið. Varð hann um siðir alheill og greri vel.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.