Norðanfari


Norðanfari - 16.03.1878, Blaðsíða 1

Norðanfari - 16.03.1878, Blaðsíða 1
Sendur kaupendum hjer á landi kostnaðarlaust; verð hverra 10 arka af árg. 1 kr., einstök nr. 16 aura, sölulaun 7. hvert. NORMFARL Augiýsingar eru teknar í blað- ið fyrir 8 aura hver lína. Við- aukablöð eru prentuð á kostnað hlutaðeigenda. 17. ár. Akureyri, 16. marz 1878. Nr. 17—18. „Skuld“ og faðir liennar. 1 12. og 13. nr. „Skuldar11 1. árgang, stendur grein með yfirskript „Náttúruvís- indin og almenn menntun (að nokkru leyti eptir „Das Ausland“)“. Tilgangur greinar pessarar mun vera sá, að sýna alpýðu vorri hve mjög hún sje á eptir tímanum í fiestu illa að sjer og ómenutuð. — Af pví grein pessi mun að miklu leyti eptir ritstjórann, föður „Skuldar“, er oss minnir, að optar en einusinni hafi látið í ljósi á prenti, hve mjög hann elskaði pjóð sina og ættjörð, ætlum vjer að benda á fáein atriði í greiu- inni, er oss virðast miður heppileg af pjóð- vin. |iað er öldungis nauðsynlegt, að vekja menn til eptirtektar á ástandi sinu og hög- iim með hógværum athugasemdum í ræð- um og ritum; en jafn-nauðsynlegt er, að slikar athngasemdir sjeu sannorðar og laus- ar við allan fjarska og ósanngirni, svo að 'peir, er fyrir aðfinningunum verða, finni sjer eigi misboðið, eða niðrað um of. — Sjeu hugvekjurnar aptur á móti harðorðar um of og skammyrtar, ná pær sjaldan til- gangi sinum; pví færri munu peir, sem láta sjer fremur segjast við hrakyrði og háðleg ummæli, en við góðar og viturlegar fortölur. Með pessu er pó eigi sagt, að hin áminnsta grein í „Skuld“ sje að öllu leyti óhæf, pví sumt er par rjett hermt; en par. er pó margt, er oss virðist að betra hefði verið óritað. Greinin virðist sum- staðar skrifuð handa skrælingjum eða villi- pjóðum, en ekki peim mönnum sem frá pví peir urðu til sem sjálfstæð pjóð, ávalt hafa verið taldir meðal siðaðra pjóða; aptur sumstaðar lítur svo út eins og hún sje ritin fyrír náttúrufræðinga og spreng- lærða heimspekinga. Greinin byrjar á pví, að líkja alpýðu vorrí við villipjóðir, og segir „Skuld“ hana lita sömu augum eða svipuðum á vísinda- legar uppgötvanir, og liina almennustu notkun náttúruaflanna, sem villiþjóðir gjörðu á nýungar pær, er þeir sáu hjá Norðurálfu- búum, pá er þeir komu fyrst á slóðir þeirra. J>etta finnst oss rangt og ótílhlýðilegt og eigi sprottið af rjettlátri vandlætingasemi. Með pessu er alveg misboðið sjálfstilfinn- ingu þeirri, er hverjum manni er meðfædd. Allir munu víst geta pví nærri. að engum muni pykja gott, að hann sje talinn heimsk- ari og fáfróðari, en flestir aðrir, þrátt fyrir pað að hann sýnir i orði og verki að hann er mörgum fremri á sama reki. Flestum mun líka betur, að peir sjeu látnir njóta sannmælis. það er eptirtektavert, að öðrum eins manni og ritstjóra „Skuldar" skuli verða það á, að meiða svo mjög þessa til- finningu, er vjer erum sannfærðir um að hann mörgum fremur hefir. Eða verður hann betur við, ef einhver með ónotum og ofur- yrðum segir honum til syndanna, en ef það er gjörf með stilltum orðum og hógværum? Vjer þorum óhætt að svara nei; honum er pað heldur ekki láandi. Én ætti hann þá ekki fyrst að stinga hendinni í sinn eigin barm, er hann fer að vanda um við aðra? þá ber „Skuld“ upp nokkrar spurning- ar, er hún ætlar alpýðu eigi í færum til að syara, til pess að sýna með því, að samlík- ingin sje pó á rökum byggð. Vjer ætlum óparft að svara peim, því vjer finnum pví síður ástæðu til að bera pær upp fyrir al- pýðu vorri, sem vjer erum sannfærðir um, að hún veitir gufuskipum og gufuvjelum miklu meiri eptirtekt, en alþýður í öðrum löndum, sem optar nota gufuskip og gufu- vagna, og meiri afsldpti hafa af gufuvjelum en íslendingar. Síðustu spurninguna getum vjer þó ekki alveg leitt framhjá oss; par er nl. spurt að, hvaða afl það sje, er flytur frjett- ir eptir frjettapræðinum. Vjer vitum eigi til að neinn hafi leyst úr pessari spurningu enn, og líklegast pykir oss, að „Skuld“, eða faðir hennar, geti pað ekki1. Vjer getum eígi gjört að því, að oss finnst pað hlægi- legt, þegar menn eru að slá um sig með ýmsu, sem þeim er ekki vel Ijóst sjálfum, og í sömU andránni halda hegningarræður yfir öðrum, er verður líkt á, og kalla þá moldviðrismenn, það höfum vjer heyrt kallað, „að hvor hrafninn kroppi augun úr öðrum“, þá gjörir „Skuld“ gis að pví, að alþýða vor er og hefir verið talin „upplýst11 og kveðst ritstjórinn verða að játa, að hann hafi leitað, en eigi fundið þessa upplýsíngu. Oss er nú eigi kunnugt um, hvað margar ferðir hann hefir tekizt á hendur, til pess að leita að upplýsingu hjá alþýðu, en liitt vitum vjer, að hann hefir leitað illa, og pætti oss rjettast, að bann væri rekinn á stað aptur til að leita betur. Vjer getum sagt með sönnu, að pó vjerliöfum eigibein- línis gjört oss ferð, til að leita að upplýs- ingu hjá alpýðu, pá höfum vjer þó fundið margan órækan vott pess, að hún er ein- mitt „upplýst“, og pað enda betur en víða í öðrum löndum; — vjer pekkjum einnig dálítið til erlendis. Oss eru kunnir peir menn af alþýðu flokki, er svo eru vel að sjer í náttúrufræði, sögu og fleiri fræði- greinum, að jafnvel sumir af peim, er pykj- ast í betra lagi menntaðir, mega vara sig. það er heldur eigi bægt að segja með sönnu annað, en að íslendingar sjeu handlægnir, og meðal annars er pað vottur pess, að nærri liver maður er eitthvað meira eða minna hagur, og sumir enda þjóðhagar, pó peim hafi aldrei verið kennt eða sýnt neitt, er að smiðum lýtur. þetta köllum vjer líka menning. Margt mætti enn tilfæra, sem bendir til pess, að alþýða hjá oss er al- mennt námfúsari og gjarnari á að leita sjer menntunar, en víða annarstaðar, og sjer hún pó færra haft fyrir. sjer en alþýður annara landa. þá kveður „Skuld“ upp pann dðm yfir hinum „svo kölluðu stúderuðu“ mönn- um vorum, að pað sje langt frá pví að há- vaðinn af peim geti kallast menntaður. Vjer slculum nú láta ósagt, hve rjettur pessi dóm- ur er, enda þykir oss bezt hlýða að þeir verji sig sjálfir, og mega peir þá bera á- mælið, ef peir hvorki bera liug nje dug til að hrinda því af sjer, er sá maður ber á pá, er sagt er, að eigi sje nema hálfur stú- dent. Að öðru leyti ætlum vjer pó, eptir þeirri pekkingu, er vjer höfum á lærða skólanum í Reykjavík, eigi hægt að segja 1) Vjer eigum eigi við nafnið á náttúru- afli þessu, pví pað álitum vjer eigi neina úrlausn, heldur hvað pað er í sjálfu sjer, og hver sje uppruni pess. — 33 — annað, ef menn annars vilja segja satt, en að lærisveinum hans gefist kostur á, að ná svo mikilli þekkingu i þeim vísindagreinum, sem par eru kendar, að nægilegt sje til pess, að þeir ekki geti kallast ómenntaðir. Verið getur pað að vísu, að sumir færi sjer ekki skólakennsluna svo vel í nyt, sem þeir bæði gætu og ættu að gjöra, en varla mun purfa að taka íslenzka námsmenn eina til dæmis uppá pað; „í öllurn löndum er pott- ur brotinn“, pað verður ritstjóri „Skuldar“ að játa með oss. Allt pað, er „Skuld“ segir, að alþýða vor kunni, er „lærdómsbókin gala“(!), nokk- uð af rímum og leirburði og, pegar bezt láti, fáein stef úr Passíusálmum og að sitera nokkrar klausur úr Meístara Jóni. p>etta á að lýsa spilltum smekk hjá þjóð- inni og fáfræði. Ojá, ekki er nú fegurðar- tilfinningin eða kunnáttan, ef rjett væri frá sagt. Og saunast er það sagt, að ekki hæl- ir ritstjórinn löndum sínum um of í eyrum peirra útlendinga, er lesa blað hans. Oss er nú eigi kunnugt, hve báglega alpýða í kringum ritstjórann er á vegi stödd, en það þykjumst vjer mega fullyrða, að par, sem vjer þekkjum til, eru það færri, er svo eru aumlega ástígs. En hvað gjörir nú „Skuld“ eða faðir hennar til, að bæta úr pessu smekkleysi alpýðu, sem þau hryggjast svo mjög af? Ekkert. „Skuld“ telur upp pað, er komið hafi út frá hinum prentsmiðjum landsins, og sömuleiðis pað er „Bókmennta- fjelagið gefi út, og gefur pví öllu nafn ept- ir beztu samvizku(I). En hvað kemur nú út frá prentsmiðju „Skuldar“ á Eskifirði? „Skuld“ „stærsta blað á íslandi“; og hvað hefir hún að færa? Skammir og ónot um einstaka menn, nafngreinda og ónafngreinda, alþýðu yfir höfuð. Og hvað lærir alpýða af pessu? Að slást upp á náungann fyrir litlar eða engar sakir, og þá er upp talið. Hverju er nú bættari smekkur þjóðarinnar með pessu? Vjer sjáum pað eigi. — Lærð er „Skuld“ pó innanum og saman við(!), og má pað meðal annars sjá af pví, er hún fer að slá um sig með þeiri speki, að pað sjeu ekki hlutirnir sjálfir, er menn sjá, heldur ljósgeislarnir af þeim, rjett eins og hún í- myndi sjer að pað sje hið fyrsta og helzta er villt og ómenntuð alpýða parf að vita. Eða heldur ritstjórinn' að mönnum skiljist betur gagn og nytsemi einhvers hlutar í lífinu, pótt peir viti, að pað er ekki hlut- urinn sjálfur, er kemur fram í augaþeirra, heldur mynd hans, eins og ljósbilgjurnar flytja hana til augans? J>etta og annað eins virðist nokkuð moldviðris kennt, og ritað í peim tilgangi, að fafróðir menn hugsi að pað sje nú „karl í krapinu“ er petta kunni fyrir sjer; pað sje ekki allra með- færi, að eiga við hann. En pví verður að tjalda, sem til er, annars gengur dóttirin ekki út, hún er svo tannhvöss og vond í geðinu; pað kemur líklega af slæmu upp- eldi. Ójá, petta er nú krakki ennþástelp- an, og of ung til pess að bera á hana vönd- inn; pómundi pað ekki fjærri lagi, að fara nú endur og sinnum að hirta hana dálítið, ef hún á að lagast, pví varla er til að hugsa, að hún batni af sjálfri sjer. „Skuld“ litla! reyndu til að bæta ráð pitt, mundu eptir, hvernig fór fyrir honum

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.