Norðanfari


Norðanfari - 16.03.1878, Blaðsíða 2

Norðanfari - 16.03.1878, Blaðsíða 2
— 34 — bróður þínum, honum Göngu-Hrólfi sáluga; peir segja hann hafi dáið ungur, og kenna pað slæmu uppeldi. Alpýðumaður. „ísafold“. (Niðurl.). í næsta blaði þínu, nr. 74— 75, kemur pú með meiri ónot til „Isafold-. ar“, eða lætur annan (einhvern E. f>.) koma með pau, svo þú gjörir pað eigi enda- sleppt við hana, hvernig sem á pví stend- 'ur fyrir pjei’, pví ekki hefir liún, pað ýeg man frekast, talað til pin aukatekið orð, eða arnast við pjer á nokkurn hátt. f»ar er farið að bera saman „f>jóðólf“ og „ísafold“, og pess getið fyrst að ritstjóri „f>jóðólfs“ sje „góður og gætinn maður“, liklega til pess að gefa í skyn, að hinn (ritstjóri „ísa- foldar“) sje það ekki; annar getur varla verið tilgangurinn með pvi að fara að tala um mannkosti ritstjóra, par sem ekki á við að minnast á annað en ritstjóra-hæfilegleika. Jeg pekki nú hvorugan peirra nema af af- spurn, og hefi jeg engan heyrt segja annað um ritstjóra „Isafoldar“, en að pað væri góður drengur, og öðruvísi hefir hann eigi komið fram í blaði sínu; pað veit jeg. |>á kemur nú saman-burður á sjálfum blöðun- um, og er „f>jóðólfi“ raunar eigi hælt, en hann er auðsjáanlega tekinn langt fram yfir „ísafold“, sem er allmjög niðrað. f>etta er pvert á móti pví sem jeg held sje al- mannarómur hjer nyrðra, eins og ritstjóri pinn hefir líka tekið fram, Nf. minn. Mjer er mjög vel við ritstjóra „J>jóðólfs“ sem skáld og met hann mikils fyrir kveðskap hans, og eins hefi jeg heyrt að hann væri góður prestur, andríkur kennimaður. En eptjr pví sem hann hefir komið fram hing- að til sem ritstjóri, ímynda jeg mjer að lionum muni flest betur gefið en sá starfi. „f>jóðólfur“ er sár-aumlega „redigeraður“ íið Sestu eða öllu leyti — það dylst eng- um — nema ef vera skyldi að pví einu, að málfæri ritstjórans er optast fremur lipurt, einkum fjörlegt, en aptur all-óhreint víða. Jeg held mjer sje óhætt að fullyrða, að kveðskapur ritstjórans, sem eins og allir vita, er opt ágætur, og gamall vani (vana- festa eða tryggð) sje hið eina sem heldur honum við. Svo er pað hjer um sveitir að minnstakosti, og eru ólíkar vinsældir hans og „ísafoldar11, eða met þau, er þessi blöð eru hjer í hvort um sig. Og hirði jeg eigi að fara fieiri orðum par um að sinni, Jeg hefi jafnan haft mætur á pjer Norðanfari minn, og pað að maklegleikum, að jeg held, margra hluta vegna. En mjer þykir pú of góðsamur stundum. |>ú mátt eigi lileypa hverjum óvönduðum dóna að hjá pjer með illgjarnlega sleggjudóma, eins og pessi er. Hann kallar sig undir síðari grcininni E. þ., og á pá sammerkt við Einar þórðarson eiganda stiptprentsmiðj- unnarí Heykjavík sem áður var; og sem að líkindum mundi hafa getað pegið að „ísa- fold“ hefði eigi komið sjer upp nýrri prent- smiðju við hliðina á hans, heldur viljað gjarnan vera oinn um hituna. Ætli lijer sje nú eigi lykillinn að þessum dómum, sem eru svo mjög frábrugðnir annara dómum um „ísafold“, og par til dónalega skrifuð, auðsjáanlega epiir mjög ómenntaðann mann, sá fyrri að minnsta kosti. Jeg kann illa við að sjá þig Norðanf. minn, hafa meðferðis pað sem er gagnstætt almenningsáliti, enda á maður pví sjaldnast að venjast. En jeg held þar að auki, að eigi sje ráð fyrir pig að hjálpa peím, sem vilja ýfast við „ísafold11. Hún getur borg- að fyrir sig; pað hefir hún sýnt á „f>jóð- ólfi“, pegar hann ætlaði að „slá sig til riddara“ á henni fyrsta árið liennar. Og skrílblöðin „Tíminn“ og „íslendingur“ hinn siðari, sem bæði voru sett til höfuðs henni, fyrst eins og kunnugt er, hvort á fætur öðru, fóru bæði á höfuðið, hvort eptir ann- að, eptir skamma æfi, og við litla frægð; en hún lifir enn góðu lifi, og mun lifa, vona jeg og óska, bæði vel og lengi. í desember 1877. Illaðavinur. Hallœrlð á Suðurlandi. Af þeim brjefum og blöðum sem bor- ist hafa af Suðurlandi hingað norður í vet- ur má sjá, að liið sama aflaleysi er þar sem að undanförnu, og að harðærið preng- ir æ meir og meir að almenningi í þeim sveitum sem hafa mest eða allt bjargræði sitt af sjónum. J>eir menn sem álitnir voru í góðum efnum í aflaárunum, eru litlu bet- ur farnir en hinir, pví efni þeirra standa yfir höfuð að tala í sjáfar útveg sem nú er arðlaus. Hrepparnir geta ekki lengur risið undir peim sveitar þyngsluin er á þeim hvíla, og sem árlega fara vaxandi. Mun pví óliætt að fullyrða, að í sjóplássunnm á Suðurlandi, er nú sein stendur meira hall- æri og viðsjálli vandræði en nokkru sinni áður hjer á landi á pessari öld. Hvað á að gjöra til, til þess að pessum vandræð- um geti orðið afstýrt? J>annig spyrja marg- ir, en pað er ljettara að kasta fram slíkri spurningu, en leysa úr henni. Yíðsvegar um landið er nú pegar farið að safna gjöf- um handa þessum purfalingum syðra, og er vonandi að pau samskot verði almenn um allt land, og að með því kunni mega takast að fyrir. byggja hungur dauða í vet- ur, og er pá að vísu mikíð unnið, en ekki er pað einhlýtt, ef ekki rætist úr aflaleysi í vetur eða vor. Jpegar gjafirnar eru upp- jetnar, eru þiggjendurnir engu nær en áður nema hvað líf þeirra liefir treinst nokkrum vikum lengur. Eða munu landsbúar treyst- ast til, að lialda sunnlendingum við á gjafa fje ár eptir ár? J>að ætla jeg ekki væri rjett aðferð nje heppileg. Hjer verður að minni hyggju að leita annara og betri ráða ef duga skal og ekki rætist því fyrri úr aflaleysinu. Og pó jeg gangi að pví vísu, að margir hafi hugsað petta m'ál betur og vandlegar en jeg, sem til þess eru færari og stendur pað nær, pá hika jeg mjer ekki við að láta uppi úlit mitt hjer að lútandi. Mín uppástunga er sú, að hlutaðeigandi yfir- völd og sveitastjórn hlutist til um, að flest af hinu bjargþrota fólki á Suðurlandi flytji burt paðan á næsta vori og sumri til þeirra hjeraða hvar betur lætur í ári, og par sem- bæði er nægan afla og atvinnu að fá. |>essa uppástungu byggi jeg á eptir fylgjandi rökum : 1. Hjer á norður- og austurlandi, er nú sem stendur tilfinnanleg ekla á vinnufólki bæði sökuin útflutninganna til Vesturheims, oglíka liins, að bærilega hefir látið í ári að undanförnu, einkum við sjávarsíðuna. Hjer mundi pví margt af einhleypu vinnufólki geta fengið vistir, upp á fullt kaup og kost auk pess sem margir mundi geta haft of- anaf fyrir sjer með daglaunavinnu. 2. Jeg þykist pess full viss, að margir menn hjer nyrðra eru svo drenglyndir og góðgjarnir, að þeir mundu taka nokkra hálfvaxna unglinga í dvöl, og með fram í gustukaskyni. J>að væri að úiinni ætlan, heppilegri og hagfeldari hjálp, en að senda nokkrar krónur gefins suður. 3. Jeg ofast heldur ekki um, að þeir hreppar í Norður- og Austurumdæminu, sem eru í bærilegum kringumstæðum, mundu fúsir á að ljetta undir byrðina með peim hreppum syðra sem verst eru farnir, ef pess væri farið á leit. Virðist mjer, að hver sá hreppur sem kemst þolanlega af, og ekkí hefir mjög mikil sveita pyngsli að bera, standi jafn rjettur pó hann bæti á sig ein- um ómaga, en pað mætti verða hinum ve- sælustu sjávarhreppum á Suðurlandi mikil hjálp. Jeg veit að pví muni verða svarað sem satt er, að ekki sje mögulegt að koma mörgu fólki til hinna fjarlægari hjeraða landsins sökum skorts á öllu sem par tilheyrir. J>að vantar fararskjóta, klæðnað, skófatnað og allt sem með parf til ferðarinnar. En jeg svara pví, að hjer- á landstjórnin að hlaupa undir bagga. Hún á að leggja fram pann kostnað sem þarf til að búa fólkið út til ferðarinnar, og leigja skip til að flytja pað á, nema strandferðaskipið yrði notað til pess, sem væri rjettast. Er jeg viss um að alping muudi á síðan veita fúslega pað fje sem til pessa þyrfti. Jeg hefi kastað fram pessum athuga- semdum og uppástungum í peim tilgangi- að yfirvöld og sveitastjórnir (sýslu- og hreppanefndir) tæki pær til íhugunar, og leituðu einhverra góðra ráða að bæta úr bágindunum á Suðurlandi til hlýtar. J>ví par við liggur pjóðsæmd vor, að sunnlend- ingum sje bjargað. Og þar sem vjer höf- um átt bærilegu árferði að fagna um nokk- ur ár á undan, ætti að vera mögulegt að bjarga þeim, ef rjett er aðfarið. í febrúarmánuði 1878. Jón Sigurðsson. T o m 1» ó 1 a. Vjer undirskrifaðir pökkum hjer með af alhuga öllum hinum heiðruðu sveitung- um og nágrönnum vorum, er voru svo fúsir* til að styrkja bæði í orði og verki Tombólu pá er hjer var haldin hinn 21. jan. p. á., til hagnaðar fyrir hinn fyrir hugaða barna- skóla. Af utansveitar mönnum viljum vjer sjerstaldega minnast á herra Björn Halldórsson hreppstjóra í Loðmundarfirði, og hr G. Guðmundsson á Hesteyri í Mjóa- firði, er söfnuðu og gáfu sjálfir mjög úiargá og eigulega hluti, og studdu pess utan pett- að fyrirtæki vort,,bæði í orði og verki. Að öllu samantöldu fengum vjer vinn- inga að tölu 475 kr., og höfðum jafnmörg . eyðinúmer. Samtals voru seðlarnir 950. (50 aura hver), eða 475 kr. Að auki fyrir inngöngu merki 18 kr. J>ar frá gengur til ýmsra útgjalda 8 — __________________________Afg: 10 kr. Verður pá lireinn ágóði: 485 kr. Samkvæmt fyrstu ákvörðun vorri verða ofanskrifaðir peningar settir á vöxtu hið fyrsta unnt er og vonum vjer að geta von- um bráðar bætt við þennan fyrsta stofn par ýmsir heiðursmenn hafa nú þegar gefið töluvert til nýrrar Tombólu, er haldin verð- ur síðar í vetur, sjerílagi vegna pess að pessi fyrsta Tombóla vor stóð skemmri tíma, en upphaflega var tiltekið. Seyðisfirði, 11. febrúar 1878. J. A. Holm. J. Th. Stephensen. J Chr. Thorstrup. Til ritstjóra „Norðanfara44. Allir upplýstir menn með heilbrigðri skynsemi, hljóta að vita, að N orður-Ameríka eður sjerstaklega peir partar sem Islend- ingar eru fluttir til er lángtum meiri land- lcostum búin af náttúrunni, til tímanlegrar velferðar fyrir mannkynið, heldur enn gamla ! Island hefir í sjer fólgið, og pó að margt

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.