Norðanfari


Norðanfari - 10.04.1878, Blaðsíða 4

Norðanfari - 10.04.1878, Blaðsíða 4
44 — af Sándfells- og Hofs-tnáldögum. Orðin iiljðða svo : „Frá Krossholti liggur kýrfóð- ur til Hofs og ábyrgist að öllu“, en eigi vita menn hvar sá bær staðið hefir. 19. í Sandfells-máldaga er getið pess- ara jarða, og stendup par svo: „Maríu- kirkja sú, er stendur á Bauðalæk, á heima- land allt, Hlaðnaholt, Langanes og Bakka með öllum gögnum og gæðum“. ítem er par getið Skammstaða og Steinsholts og Ness. Er svo sagt, að pessir bæjir hafi til verið; en hvar peir staðið hafa vita menn eigi. 20. Ingólfshöfði. |>ar staðnæmdist 1 eða 2 vetur Ingólfur Arnarson. J>ess get- ur í Landnámu. |>ar er nú engin byggð, en 3 verhús, eitt frá Flnappavöllum, annað frá Hofi og priðja frá Sandfelli. Höfðinn sjálfur ej- til Hofs og Sahdfells eignaður. f>ó er par um ágreiningur vegna milliburð- ar máldaganna. Samt er hann af hvoruin- tveggju brúkaður. 21. f>að er sögn manna í Öræfum, að svo hafi maður manni sagt, hver fram af öðrum, að tvisvar hafi Öræfi af tekið. Eitt sinn pá smalinn í Svinafelli, að nafni Hall- ur, hafi verið búinn að reka fje heim til mjalta og kvennfólk’ var farið að mjólka, pá hafi stór brestur komið í Öræfajöklana, svo að pau hafði undrað; par eptir hafi annar brestur komið og hafi smalinn pá sagt: að nú væri eigi ráð að biða pess priðja. Síðan hafi. hann hlaupið upp í Flosahelli, sem er uppi í fjallinu fyrir aust- an Svinafell, og pá hafi hinn priðji brestur- komið í hjer sagða jökla, og peir með pað sama sprungið svo í sundur og hleypt úr sjer svo miklu vatni og grjóti fram úr hverju gili, að fólk og gripir hafi farist um. öll Öræfi utan pessi smali og einn hestur -blesóttur. En um sumarið pá pingmenn úr Austfjörðum áf-ormuðu að ríða til alpingis, hafi hestur pessi staðið á einum kletti fyrir austan og sunnan Fagurhólsmýri, og steypzt par ofan fyrir, pá peir vildu höndla hanp. Og síðan hafi klettur pessi verið kallaður Blesaklettur, og heitir hann svo enn í dag. 22. í annað sinn hafi 8 bæjir af tekið á Skeiðarársandi, sumir segja 16, aðrir 19, en ekkert vita menn hvað peir heitið hafa. Sjezt par nú ekkert nema nóg af steinum, smáum og stórum“. S. G. ls/8—78. F r j e t t í r. | Ur brjefi úr Skögum í Múlas., d. 16/s ’78]. „Síðan um nýár hefi'r tíðarfarið optast- nær verið hið bezta, pó nokkrum sinnum hafi komið snjóar (alla tíð helzt af austan eða suðaustan áttum) og orðið jarðlítið, og ýmist grimm norðanveður, pó hefir áttin breytzt, jafnöðum opt á 1 dægri og komið suðvestan hlákur og hlýinda blíða, stundum hitamolla eins og á vorum (líkt og var hjer næst eptir Dyngjufjallagosið mikla, pegar hita velluna var alla tið að smá spýja upp úr gjánni). Af pessu tíðarfari hefi jeg staðið á pví, að mikil hitavella hjer inn og vestur í jökli mundi smá gjósa upp, verma lopt með hitastraumum frá sjer og snúa áttunum, og mundi nú síðan pptir nýár kveða miklu meira að pessu og vera stöðugra en fram- an af vetrinum. (|>á sást eittsinn hjeðan úr sveitum eldglampi inn og vestur til jök- ulsins, og eitt kvöld, sem jeg var á ferð i myrkri hjer út frá snemma á jólaföstu, sá jeg tveim eldleiptrum, eins og af glóandí steinum bregða upp í sömu átt, svo sem inn og vestur af kverkfjöllum, par sem eldurinn hefir verið að smá koma upp mörg fyrir far- andi ár). Strax eptir nýárið kom hjer hita- bllðu hláka, aptur önnur milli prettánda og porra, snjóaði drjúgum á milli. Mestallan porrann besta tíð, en á góunni, sem af er. ýmist snjókomur af útsynningi (austri suð- austri) ýmist hörð norðanveður, ýmist hlák- ur og blíða. Yikuna nýliðnu voru prenn veðrin: fyrst snjókomur og bleytuhret, svo jarðlítið varð 2—3 daga, svo grimmt norð- an veður með 10 til 15 stiga frosti, síðan mesta hláka og blíða með 8 til 11 stiga lúta um hádag — 5 stig á morgna. Sunnanpóstur ér nýkominn — beið 4 daga eptir hinum, fjekk opt á austurleið vond hret og illa færð af útsynnings snjó- um, t. a. m. ófærð í hnje og miðt lær í Álptafirði. Hann sagði nú að eldur hefði verið siðan um nýár uppi inn í Skaptár- jókli (suðurhluta Yatnajökuls) ogsjeðreykj- armökkinn. Heilbrigði manna og fjár hefir mátt heita hjer almenn í vetur, viðast lítið bor- ið á bráðafári, pví beitin var góð * framanaf og sumstaðar gefið snemma, Nú er beit orðin Ijett. Flest sem jeg hefi heyrt að hjer hafi dáið á einum bæ af fári er á Kolfreyju- stað um 50 fjár fram að porra lokum. jpað er pó mikill missir fyrir fjár fáan mann. Hvergi er enn getið um afla. J>að væri fróðlegt ef einhverjer gæfi sjer í sumar komanda tíma til, að rannsaka eldsupp- komurnar og umbrotin inn í Vatnajökli. Til pess ætti að leggja upp úr Hvannalind- um inn vestur af Brúaröræfum, og yrði lít- ið meira en dagleið að eldstöðvunum, elleg- ar austan til úr Síðumanna afrjett, par sem hagar eru næstir jökli, par mun skemmra vera, held jeg á jöklum að eldstöðvun- um pvL pær verða að vera sunnan við há-bungur jökulsins, sem hjeðan verða sjeðar41.* [S. G.] [Úr brjefi af Hjeraði, d. 2%—78]. „Hjer má heita sumar en ekki vetur, suðvestan og sunnan hlákur nótt og dag og hafa pær nú staðið í dagstæða viku, svo kalla má að örist sje orðið í byggð ogmik- ið piðnað á fjöllum uppi, enda álít jeg engu meiri snjó nú en var i fardögum í fyrra vor; loptshiti hefir verið pessa vikuna síðan batnaði frá 3—9° B., eins nátt sem dag. Yetrarríkið hefir verið í vetur eitthvert hið minnsta, er menn pykjast muna, pví að pó hagskart hafi verið endrum sakir á freða og eins nokkra daga í senn, pá bafa hæg viðrin verið allajafna og jarðir pví notast vel enda piðnaði jafnan eptir fáa daga. Ejárhöld eru víðast góð nema sumstaðar. í Fjörðum hefir borið á bráðafári; heyfirn- ingar verða að líkindum miklar i vor kom- andi ef pessi tið helzt. 15. p. m. var fundur haldinn á Egils- stððum á Yöllum til að tala um bjargarvand- ræðin á Suðurlandi, og mættu á honum menn úr öllum hreppum á Hjeraði nema Tungu; vildu sumir hreppar að eins gefa (Fljótsdalur, Skriðdalur og Tunga), en hin- ir taka fólk, ef aflaleysið hjeldist, ella gefa. |>eir Firðir, er frjetzt hefir úr, vildu aðeins gefa. Fyrir „Skuld“ spá menn ýmsu, sumir ætla hún eigi aðeins eptir fáar stundir sinna hjervistardaga, en hvað verður um föðurinn. eru enn engar tilgátur, pó pykir fara að líkindum, að æfi hans í Austfjörðum verði eigi lengri en Una danska forðum. Margir munu biðja hann vel fara, en fáir aptur koma. í 5. nr, blaðsins, er enn ritgjörð um *) Ef að Síðu- eða norðanmenn, færu að skoða eldstöðvarnar, sem æskilegt væri, pá tæki jeg til pakka að fá í Nf pessa ferða- sögu peirra og jafnvel greinilega skýrslu um hið nýfundna fja.ll, sem getið er í Nf. nr. 79—80. f. á., bls. 160. Kitstj bókmenntafjelagið og p>jóðvinafjelagið, og er ritstjórinn (bonum fórst). að narta par i forseta, en pað er bótin. að Jón Signrðsson er ástsælli en svo af alpýðu, að slikt gelt hafi par nokkur áhrif á. Jón Ólafsson ætti að muna hvað vinur lians eitt sinn kvað : „Er ljónið sigrað, pó að pað, sje pjáð í andarslitrum?“ “ [Úr brjefi úr Loðmundarfirði, d. 12/3—78]. „Tíðin er fremur óstöðug en snjór eigi mikill; frost nokkur; skepnuhöld góð. Hjer er nú almennt verið að safna gjöfum til Sunn- lendinga og munu fleirstir taka vel undir pað. Ur pessum hrepp fór nú ávísun suð- ur með pósti upp á meir en 340 krónur, og er pað mikið úr svo lítilli sveít, (aðeins 9 bæir og 10 búendur) Ferðafýsnin vestur um haf, er eins mikil eða enda meiri nú en hún hefir verið nokkru sinni áður hjer austanlands, og eru pegar margir, sem bún- ir eru að láta rita sig, og enn fleiri, sem munu vera að hugsa um pað“. — J>ann 6. p. m. kom Daníel póstur Sigurðsson hingað að sunnan, hann hafði farið úr Reykjavík 25. f. m. og fengið alla leið góða færð. — Mokfiski, eins og áður hafði frjetzt, kringum Faxaflóa, góður fisk- afli undir Jökli og mikill í Bolungarvík. — Eldur sagður uppi nálægt Heklu. — Tauga- veiki í Reykjavík. — Póstskipið kom til Reykjavikur 16. f. m. Yeturinn góður víða erlendis. Skipin er seinast fóru hjeðan í næstliðnum október höfðu komið heim önd- verðlega í nóvember, en „Harriet“ frá Húsavík eptir nýár. Mikil deyfð kvað er- lendis i verzlun og viðskiptum og atvinnu- brestur. Saltfiskur selst illa. Sumar út- lendar vörur í eitthvað vægra verði en áður. Skip hingað á Eyjafjörð áttu að leggja fyrst af stað í marz og svo í april. Um sömu mundir átti „Ægir“ að leggja af stað eptir timbri til Noregs. — Bússar unnu til fulls á Tyrkjum um nýársleytið, 6 vikna vopna- hlje komst pá á; en öll stórveldi Norður- álfunnar vilja eiga pátt i friðarkostunum, einkum Bretar og Austurríkismenn, en pyki Rússar of heimtufrekir, telja menn aptur ófriðinn visan, einkum frá Breta hálfu. — Viktor Emanuel ítala konungur er dáinn 10. janúar p. á., og Umberto sonur hans komin aptur til ríkis. Pius páfi IX. dáinn 7. febrúar p. á., og i hans stað kosinn páfi, sem nefnir sig Leo XIII. — Hólar í Hjaltadal með Viðvík og Hofstöðum eru veittir sira Páli á Völlum, en Vallanes síra Bergi á Ási í Fellum. — Hafpök af is eru sögð hjer norðan fyrir landi og töluverður ís kominn inn á Eyjafjörð. — Fiskafli er hjer góður inneptir öll- um firði og upp um is á Pollinum. Auglýsingar. TIL S0LU: Uppdráttur lteykjavíkur, eptir Svein búfræðing; verð 1 kr. 50 a. Söiigvar og kvæfti, með tveimur og premur röddum, 1. hepti, eptir Jónas Helgason; verð 1 kr. Svo hef jeg fengið aðeins fáein exempl. af hinni nýju Lamlafræði og Dýrafræði, en fæ nægar byrgðir með gufuskipsferðunum í sumar. Frb. Steinsson. — Fjármark Sigurpáls Kristjánssonar á Hofi i Hálshrepp í Fnjóskadal: Biti apt- an hægra; sýlt í hamar vinstra. Brenni- mark: S P A L L. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentari Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.