Norðanfari - 20.04.1878, Blaðsíða 1
17. ár.
\OKBA\FARL
Nr. 23—24.
Brjef frá Amiríku.
Grirnli, Keewatin, Oanada,
18. janúar 1878.
Háttvirti herra ritstjóri.
I brjeíi þvi, sem jeg ritaði yður i haust
frá Minneapolis, áður en jeg lagði á stað
hingað norður til Nýja íslands, mun vera
eitt atriði, sem parf leiðrjettingar og skýr-
ingar, einkum ef pjer hafið, sem jeg býst
við, látið brjefið koma út I blaði yðar. Jeg
man ekki nákvæmlega, hvað jeg ritaði við-
vikjandi landnámi íslendinga hjer við
Winnipeg-vatn, en jeg mun hafa gengið út
frá pvi, að yfirstjórn Canada-„dóminionar“
veitti nýlendumönnum, sem flytjast vestur
yfir Atlanzhaf og setjast hópum saman, út
af fyrir sig, að í Manitoba, Keewatin eður
norðaustan-territoríinu, styrk til pess að kom-
ast af fyrsta frumbýlings-árið. |>etta var að
minnsta kosti ætlan min, pá er jeg ritaði
yður síðast, og út frá sömu ætlan gekk jeg,
pá er jeg ritaði greinina í „Búðstikken*1 út af
ferð minni norður hingað i sumar, er einn-
ig mun hafa komið yður fyrir sjónir. Jeg
sá í ýmsum blöðum syðra gengið út frá
pessu sama, pá er rætt var um landnám
bæði Mennonita og fslendinga hjer i Canada-
löndum. Síðar fjekk jeg að vita, að Canada-
stjórn hefði aldrei ætlað sjer, að veita öðr-
um nýlendumönnum hjer styrk en peim, er
myndaði landnámin og kæmi peim á fót.
Nýlenda íslendinga hjer hefir pannig, sam-
kvæmt pví, sem Canada-stjórn hefir yfir
lýst (agent íslendinga hjer á Grimli, Mr.
Taylor, hefir nýlega fengið brjef frá hlut-
að-eiganda stjörnardeild í Ottawa, par sem
petta er skýrt tekið fram), pegar fengið
allan pairn sjórnarstyrk, sem hún getur
fengið, og nýlendumenn verða pví framvegis,
bæði peÍT, sem pegar eru komnir, og peir,
sem eptÍTleiðis kunna að koma, að spila
upp á eigin spítur. Einungis mun vestur-
förum islenzkum, sem hjer ætla að setjast
að, framvegis eins og að undanförnu tais-
vert verða ljettur fararkostnaðurinn, en við
■öðrum stjórnarstyrk kvað enginn landnemi
mega búast. - fetta er annars í rauninni
fremur kostur en ókostur, pví reynslan hef-
ir sýnt, að styrkur frá stjórninni elur upp
i peim, sem linir eru til framfara og sem
koma að helman án nægilegs trausts á
Ðrottni og eigin kröptum, dáðleysi og ó-
dugnað, heldur við svefndoða peim, sem
fyrir illa stjórn og önnur pau ókjör, er ís-
land hefir orðið undir að liggja frá einni
kynslóð til annarar, hefir lagt yfir pjóð
vora og fyrir löngu er orðið eitt af pjóðar-
einkennum fslendinga. Enginn ætti að ráð-
ast til vesturfara af íslandi, sem ekki hefir
einbeittan hug og vilja til pess með Drott-
ins aðstoð að brjótast sjálfur áfram til
frjálsrar og óháðrar lífsstöðu. Nýlendu-
menn hjer vilja engan hafa hingað og geta
ekki tekið við neinum að heiman, sem ekki
hugsar hærra en að gefa sig upp á náðir
annara, og pað væri meir en illa gjört, ef
hrepp8stjómirnar á íslandi skyldi taka til
peirra úrræða, eins og fáeinar peirra gjörðu
1876, að kaupa ömögum sínum farbrjef og
senda pá hingað allslausa upp á nýlendu-
menn. Onytjungar og letingjar eiga ekkert
erindi liingað vestur; peir príí'ast hvergi um
Akureyri, 20. apríl 1878.
endilanga Ameriku, og hjer i nýlendunni
yrði peir auk pess hiuum betri mönnum
til niðurdreps.
Jeg get ekki sagt með neinni vissu,
hvort jeg get komizt heim til íslands í
sumar. Verði mjer pað unnt, gjöri jeg pað.
Jeg fæ enn ekki sjeð, hvort jeg muni eiga
heiman-gengt, og jeg get ekkert afráðið i
pví efni fýr en i vor. |>essa get jeg af pví
mig minnir jeg dræpi _ eitthvað á ferð mina
heim í brjefi minu til yðar í haust. —
Jeg hefi frjett fyrir nokkru, að síra Páli
Pálssyni á Prestbakka sje veitt Stafafells-
prestakall i Lóni, sem faðir minn resigneraði
í sumar. Um leið og jeg með síðustu póst-
skipsferðinni frá íslandi árið sem leið fjekk
pá slæmu frjett, að faðir minn væri dauð-
vona, frjetti jeg og, að hin megnasta óánægja
væri meðal Lónmanna út af pvi, að biskup
og landshöfðingi hafa skikkað peim prest,
er peir með engu móti vilja hafa og sem
i áliti almennings er til niðurdreps öllum
sönnum kristindómi hvervetna er hann til
nær. Hefi jeg jafnvel hálfvegis verið spurð-
ur til ráðs um pað, bvort rjett myndi og
bvort nokkuð myndi koma út af pvi, ef
söfnuðurinu afsegði prest pennan, eins og
ýmsum af sóknarmönnum kvað hafa pótt
sjálfsagt, pegar er peir frjettu um „brauð“-
veiting pessa. Til pess nú ekki að fara í
lauukofa með tillögu mina i pessu máli,
vil jeg geta pess, að jeg álit hvern kristinn
söfnuð hafa ekki eiuungis rjett, heldur og
heilaga skyldu, til að reka af höndum sjer
hvern pann prest, sem lifir i opiniuberum
holdsins verkum; og pegar veitingarvaldið
felur einhverjum slikum á heudur andlega
forustu í kirkjunni, á söfnuður sá, sem hlut
á að máii, að láta til sin taka. Ef að bisk-
up og landshöfðingi ekki vita, eða látast
ekki vita, að prestar eiga að vera fyrir söfn-
uðina, en ekki söfnuðirnir fyrir prestana,
eins og yfir höfuð, að alpýða er ekki fyrir
embættismenn, heldur embættismenn fyrir
alpýðu, pá parf sem fyrst að koma peim,
og öllum, sem eins hugsa, til sann-
leikans viðurkenningar. — |>að er heilög
skylda biskups, að sjá um að enginn sje í
prestlegu embætti, sem að einhverju leyti
veldur hneyksli i kristnum söfnuðum og sem
ætla má um að óhæfir sje til að uppbyggja
almenning með orði og anda kristindómsins.
Hinsvegar er pað vitanlegt, að fjölmargir
slíkir prestar hafa verið og eru enn á ís-
landi, og fá ár munu nú i seinni tíð líða,
að ekki sje einn eða fleiri drykkjuslarkarar
vígðir til presta og síðan sendir út til að
leiðbeina hinni islenzku alpýðu á Gruðs götu.
í>etta er óhæfa, eins og pað yfir höfuð, að
allur kristilegur agi skuli með öllu vera
horfinn i hinni íslenzku kirkju. Víða er
margt fúið i ríkiskirkjum Norðurálfunnar;
|>að er nú almennt játað ekki einungis i
Svípjóð eg Norvegi, heldur lika í Danmörk;
en hvergi mun kirkjan eins hörmulega kom-
in og á voru landi, íslandi. Jeg er fyrir
löngu kominn >til peirrar sannfæringar, að
engra verulegra umbóta í pessari grein sje
að vænta fyr eu kirkjan er algjörlega skil-
in frá hinni veraldlegu stjórn, og hverretna
eru myndaðir frjálsir söfnuðir, sem sjálfir
hafi að öllu leyti á hendi stjórn sinna kirkju-
legu málefna. f>að er beint niðurdrep fyr-
ir hið kirkjulega lif, pegar allir, opinberir
— 45 —
Guðs afneitendur og ólifnaðarmenn, eru að
sjálfsögðu skoðaðir sem meðlimir kristinna
safnaða, og verst af öllu er pó pað, að pví-
likir menn skuli af yfirvöldum kirkjunnar
vera notaðir fyrir andlega leiðtoga safnað-
anna. Hvervetna par sem nokkurt eptirlit
er haft með kirkjunni, eru peir prestar,
sem fyrir alvöru eru grunaðir um gæzku,
kallaðir fyrir af peim, sem yfirstjórn and-
legra mála hafa á hendi, og allar pær sak-
ir, er almennings-álitið á pá ber, til hlitar
rannsakaðar, og fyr en sú rannsókn er um
garð gengin og hlutaðeigendur dæmdir sýkn-
ir saka, fá peir ekki að fremja neina prest-
lega athöfn, pvi siður að peim sje orðalaust
veitt nýtt prestlegt embætti. Ætlan mín
er sú, að pegar biskup og landshöfðingi
sendir söfnuðunum presta, sem peir (söfnuð-
irnir) ekki geta tekið við með góðri sam-
vizku, pá eigi söfnuðirnir að gjöra allt, sem
landslög leyfa, til að losast við pá. Og við
engum presti á kristinn söfnuður að geta
tekið með góðri samvizku, sem vitanlega er
allt öðruvisi en pað, sem Páll postuli heímt-
ar af hverjum kristnum kennimanni i 1. kap.
brjefs hans til Titusar. {>ar er meðal ann-
ars tekið fram, að sá, sem er umsjónarmað-
ur einhvers safnaðaðar (presturinn), eígi
að vera ólastandi, ekki drykkjumaftur,
ekkí ofstopasamur, nje sólginn í sví-
viróilegan ávinning, rjettvís, lieilagur,
bindindissamur, og fær nm að fræða í
hinum licilsusamlega lærdómi. Almennt
virðist ekkert eða sára-lítíð tillit haft til
pessa við útdeiling prestakalla á íslandi.
Prestaköllin eru líka almennt kölluð „brauð“,
er virðist henrda á, að pau eigi fyrst og
fremst að 6koðast sem atvinnuvegur klerka.
J>essi skoðun parf sem fyrst að deyja út, ef
hið kristilega líf i söfnuðunum á að geta
rjett við. Til pess eiga lika hínír eínstöku
söfnuðir að hjálpa, með pvi á krístiiegan
hátt að reka af höndum sjer hvern pann
prest, sem prásamlega og opinberlega brýt-
ur á móti fyr greindi m skdyrðum heilagrar
ritningar. í pessu shyni yrði söfnuðurinn
að láta gegnum hlutaðeiganda prófast yfir-
stjórnendur kirkjunnar (biskup og lands-
höfðingja) vita, að peir hafi ekki haft heim-
ild Guðs orðs fyrir sjer í pví að kalla til
andlegs leiðtoga safnaðarins slikan prest.
Vilji biskup ekki sinna pessu, og eigi sje
kostur á „ólastandi“ presti úr peírri átt
(o: frá veilingarvaldi ríkiskirkjunnar), pá
á söfnuðurinn, ef kristilegur áhugi hans er
nokkur, að neyta lagalegs rjettar síns, sem
hins siðasta úrræðis, segja skilið við rikis-
kirkjuna og stýra sjálfur öllum sínum kirkju-
málum eptir leiðbeining heilagrar ritningar.
J>etta er beinlinis heimilað i stjórnarskrá ís-
lands, en pví miður er áhugi manna á Is«
landi í trúarmálum yfir höfuð svo daufur, að
fæstum söfuuðum mundi að svo stöddu koma
til hugar, að neyta pessa rjettar síns. J>etta
hafa fáeinir lúterskir söfnuðir gjört i Nor-
vegi rjett fyrir skömmu, eins og lika tveir
samvizkusamir lúterskir prestar par hafa
sagt skilið við ríkiskirkjuna, og er pó marg-
falt rikar gengið par eptir pvi að allt fari
sómágamlega fram í kirkjunni heldur en á
íslandi. En að einu ber að gæta, að svo
lengi sem aðeins fáir söfnuðir sliíi sig úr
ríkiskirkjunni á Islandi, myndi rikiskirkjan
lialda í járðeignir pær, sem prestaköllunum