Norðanfari


Norðanfari - 04.10.1878, Blaðsíða 4

Norðanfari - 04.10.1878, Blaðsíða 4
— 96 — Ar 1878, liinn 29. dag ágústmánaðar I Var aðalfundur GránufjelAgsins haldinn á Akureyri. Fundarstjóri var Arnljótur prestur Olafsson og skrifari Davíð prófast- ur Gruðmundsson. Fyrst voru framlagðir til umræðu og sampykkta endurskoðaðir reikningar fjelags- ins fyrir árið 1877 með yfirlit yfir efnahag pess við árslok, sem prentað verður í sjer- -stakri skýrslu. Kaupstjóri skýrði frá pví á ýmsa vegu. hvernig verzlanin hefði gengið, og hve yfirgripsmikil hún hefði verið petta ár, samt í hverja stefnu verzlanin pyrfti að íærast. Ársgróði íjelagsins var reiknaður rúm- ar 3,000 krónur, auk pess sem meira var dregið frá en áður fyrir vanhöldum á úti- standandi skuldum og afslajtti á vöruleifum Var pannig fjárauki frá byrjun fjelagsins orðinn 79,110,66 krónur, og hlutabrjef seld alls 1791. J>ví næst var rætt um, hversu verzlun- arskuldir færi sívaxandi, enda að tiltölu meira en verzlun fjelagsins ykizt. Hneigðust umræður í pá átt, að mundi nokkuð hindra menn frá lántöku mikilli, ef rentur væru teknar og greiddar í verzlunum; auk pess sem pað væri sanngjarnt að peir, sem ættu til góða, fengju leigu af pví, og hinir sem skulduðu yrðu að greiða leigu. Var að síðustu sampykkt með samhljóða atkvæðum, að taka skyldi 5 °/0 vöxtu af skuldum við verzlanir fjelagsins, og sömuleiðis greiða 5 % vöxtu af pví, er verzlunarmenn ættu inni í verzlun pess frá 1. janúar 1879 að telja; pó eingöngu af pví fje, er ógreitt verður 14. október 1879 ng við árslok. IJm vöruvöndun var pað ályktað í einu hljöði að á aæsta sumri, svo framarlega sem kau.pstjóri sæí sjer pað fært, skyldi gjöra verðmun á ull eptir gæðategundum, •eða sundurgreining í 3 flokka; skyldu deild- arfundir sjá nm, að matsmenn yrðu kosnir á bverjum stað til að meta gæði ullarinnar, eptir nákvæmari reglum frá kaupstjóra. Var sampykkt, að svo sem í fyrra skyldi greiða eigendum blutabrjefa 1 krónu auk hinna lögákveðnu vaxta í viðbót af hverju pví hlutabrjefi, er peir hurgað hefði fyrir árslok 1877. I stað gestgjafa L. Jensen, er átti úr að ganga stjór.narnefndinni og mæltist und- an endurkosningu, var kosinn síra Davíð prófastur Guðmundsson. Til endurskoðunarmanna voru kosnir síra Arni .Tóhannsson og Gunnar verzlunar- maður Einarsson. J>ann 24. f. m. kom hingað til Oddeyr- ar gufuskipið „C'umbrae11 til að sækja lif- andi sauði til Gránufjelagsins, og fór aptur 27. p. m. með 1,341 sauð. Áður hafði pað sútt einn farm, 954 sauði, til Djúpavogs og Eskifjarðar, sem Gránufjelagið hafði keypt fyrír Mr. Slimon i Leith. í 3. skiptið á : pað að koma til Seyðisfjarðar 3. október eptir farmi af lifandi sauðum. — J>etta er 11. skipið sem komið hefir til Gránufjelags- verzlunar á Oddeyri í sumar. 1. „Hertha“ 112 Tons; kom 10. maí frá Kaupmannahöfn með allskonar vörur. 2. „Zampa“ 138 Tons; kom 27. maí frá Kaupmannahöfn með allskonar vörur; fór með nokkurn hluta farmsins til Siglufjarðar. 3 „(3arl Emil“ 134 Tons; kom 12. júní frá Englandi með salt. 4. „Grána“ 88 Tons; hom 15. júni frá Englandi með salt. 5. „Activ“ 73 Tons; kom 20. júni frá Noregi með timhur. 6. „Sophie“ 100 Tons; kom 14. júlí frá Noregi með timbur; fór samt með meiri hlutann til Siglufjarðar. 7. „Elise Dyreborg11 96 Tons; kem 5. ágúst frá Noregi með timbur. 8. „Lyna“ 108 Tons; kom 17. ágúst frá Itaufarhöfn með vöruleifar. 9. „Gestrian“ 120 Tons; kom 2. septem- ber frá Englandi með salt. 10, „Herta“ 112 Tons; kom 12. sept. frá Kaupmannahöfn með allskonar vörur. Til annara verzlunarstaða fjelagsins liafa komið 8 beilir skipsiarmar i sumar, og að auki nokkur hluti af farmi ofan- taldra skipa. Með „Hertha“ frjettist, að skip pað, er herra kaupstjóri Tryggvi Gunnarsson keypti á Austurlandi í sumar, var komið til Kud- kjöbing, og hafði ferðin gengið vel. Búið var að gjöra að skipinu, og kostaði aðgjörð- in eigi nema fáar hundruð krónur. Var pað siðan tekið til 5 ára í 1. flokk. Skipið hafði reynst til siglinga í hezta lagi. J»akkarávarp. Jeg undirskrifaður get ekki látið hjá liða, að minnast opinberlega peirra, sem nú uin fleiri ára tíma hafa verið mjer og mín- um sannir velgjörðamenn í langvinnum sjúk- dómi mínum og bAgum lieimilishögum. Vil jeg fyrstan nefna hærra Samúel Sigurðsson á Helgavatni, er hefur sýnt mjer og mínum einstakt örlæti og hjálpsemi; parnæst einnig prófstainn herra E. Briem i Steinnesi og föður hans herra sýslumann E. Briem, er báðir liafa gefið mjer til mikilla nrana. Ennfremur vil jeg minnast hinna heiðruðu hjóna á Löngumýri Arnljótar Guðmunds- sonar og Gróu Sölvadóttur, er optar en einusinni hafa rjett mjer hjálparhönd, sömu- leiðis einnig mad. Guðrúnar Jporsteinsdóttur og jporsteins sonar hennar á Haukagili, er hafa gefið mjer stórkostlega. J>essum gef- endum öllum og velgjörðamönnum mínum bið jeg himnaföðurinn að launa, pví að hann er ríkur og góðgjarn, en jeg er fátækur aumingi. Geirastöðum 3. september 1878. Jón Runólfsson. Auglýsingar. íslenzkum kaupmönnum gefst til vit- undar, að undirskrifaður hefi látið stein- prenta og innbinda Afhendningsbækur, pannig að pær eru með allri yfirskript og fullstrikaðar, svo að pær eru algjört útbún- ar eins og pær eru venjulega notaðar nú við verzlanir hjer á landi. í von um að kaupmenn fremur kaupi bækur pessar, held- ur enn að hafa pá miklu fyrirhöfn, að láta strika pær, er verð peirra sett svo vægt sem verða má pað er 3—4 krónur, eða litlum mun dýrari en pær eru bundnar úr venjulegum skrifpappir. Auk pess, sem jeg ætla framvegis að hafa nægar byrgðir af bókum pessum beima hjá mjer, pá hef jeg í hyggju að láta pær verða fáanlegar á næstkomandi sumri og svo framvegis hjá pessum mönnum : herra Kristjáni Ó. J>orgrímssyni bókbindara í Reykjavík, herra J>orvaldi Jónssyni lækni á ísafirði og herra Sigmundi Mattíassyni gestgjafa á Seyðisfirði. Akureyri, 1. októher 1878. Frb. Steinsson. Eptir ráðstöfun herra alpingismanns Tryggva Gunnarssonar hefi jeg nú til sölu töluvert af Alþingistíðindum 1877, sem einstakir menn geta fengið fyrir 3 krónur; og sveitastjórnirnar móti pví að greiða 1 krónu og kvittun fyrir móttöku peirra. Akureyri, 1. október 1878. Frb. Steinsson. T i 1 s ö 1 u e r nýprentu? Ræöa á 4. sunnudag eptir prenningarhátíð 1878, flutt í dómkirkjunni í Reykjavík af Hallgrími Sveinsyni. Verð 20 aurar. Ákureyri, 1. október 18/8. Frb. Steinsson. Leiðrjettingar á nokkrum prentvillum, sem finnast í Bænakveri síra Páls Jónssonar á Viðvík: A bls. 41., í 3. 1. a. n., les: í hjörtum vorum; á hls. 56., í neðstu 1. a. n., les: hljóma; á bls., 62., 7. 1. a. o., les: al- máttugi; á hls. 75., í 4. 1. a. n., les: hjer- vistardvöl vor. Ef fleiri prentvillur finnast í kveri pessu, pá er lesarinn beðinn góðfúslega að lesa í málið. Útgefandinn. Eigandi og ábyrgðarm.: BjörnJónsson. Prentari: Ólafur Ólafsson. að út í stöðuvatnið, pví í sllkum jarðlögum geymist ávallt nokkuð saltkyns frá eldri tímum, og verður pað þá brátt saltvatn. — Nú getum vjer skilið hvernig á pví stend- ur, að söltin geta verið ýmislegs eðlis bæði að megni og efnasamsetningu, pví pað kem- ur aðeins af náttúru landa peirra, er veita fljótum og ám til vatnanna. Ef jarðvegur kringum eitthvert vatn einkum inniheldur brennisteinssúra magnesíu, pá verður aðal- megni af söltum pess líks efnis, svo er t. d, við kaspiska hafið, en ef jarðveguiinn er blendinn matarsalti, pá verður stöðu- vatnið fullt af pví, eins og til dæmis Eltonvatnið. Sama er um megni saltanna.— Af pessu sjest, að »altvötn ekki hafa af- rennsli, og þvi er hægt að skilja, að sölt vötn og ósölt geta verið ^ivert hjá öðru. Gegnum Genesarethvatnið i Palæstinu og hið litla Utahvatn í Ameriku falla ár, og þvi eru pau ósölt, „dauða hafið“ og „salt- vatnið mikla“ eru afrennslislaus og eru því sölt. Undantekningar frá þessari reglu finnast aðeins par, sem rennandi vatn er ákaflega salti blandið, pvi pá getur mynd- ast saltvatn með afrennsli. Eptir pvi sem hjer hefir verið sagt, má hæglega segja fyriríram hvar saltvötn sjeu á jörðunni. I norður- og vesturhluta Európu er loptslag mjög saggasamt og rigningar tíðar, og pví eru þar engin salt- vötn; á Ungverjalaudssljettu er regnlag pað, er á jörðina fellur árlega, aðeins 12 til 13 pumlungar á hæð eða minna, og pví finnast par saltvötn. I mesturn hluta Asíu er purrt lopt og regn lítið, og því eru þar saltpollar margir. Menn vita alls eigi til pess, að sölt vötn finnist í Arabiu, en petta I kemur af pví, að par er um mestan hluta landsins alveg regnlaust, og pví geta par hvorki verið saltvötn nje önnur. Af sömu ástæðu er minna um þess konar i Sahara en menn geta búist við. í Suðurafríku og Nýja-Hollandi eru allar kringumstæður með saltvatnamyndun og því eru pau fjöl-mörg um pær slóðir, en saggasamt loptslag í Ameríku gerir aptur að verkum, að par eru pau íá. —- Með verkfæri geta menn pví ákvarðað hvar saltvötn finnast, nefni- lega með regnmælirnum, og er pað litil sönnun fyrir pví, hve náttúruvísindin finna samanhengi millum náttúruafla og eðlis jarðar vorrar. J>að er mark og mið nátt- úruvísindanna, eins og Alexander von H u m b o 1 d t segir : „að grípa anda náttúr- unnar, sem er hulinn af hinum einstöku náttúruviðburðum11.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.