Norðanfari


Norðanfari - 23.11.1878, Blaðsíða 2

Norðanfari - 23.11.1878, Blaðsíða 2
Hversu mjög mikill munur er nú að sjá húsakynni og lieimili manna eða pá, er varla mátti segja að kofi væri inn í farandi, en nú eru víða reist stórhýsi, og mörg tímb- urhús. Eins hefir skipastólnum farið mjög fram með allt hvað skipin sjálf og áhöld snert- ir, og nú eru ekki færri en 6 piljubátar komnir í gang í 2ur hreppum. Berum saman túnin sem pá voru flest pýfð og grýtt, en eru nú víðast hvar sljettuð, eg geta má nærri hvom kostnað sú vinna hefir mátt hafa í for með sjer. J>á áttu fáir hændur jarðir sínar, pær voru flestar konungs- egin, og peir landsetar krónunnar, en nú eiga margir sjálfir jarðirnar sem peir húa á, en til að kaupa jarðir, parf að hafa bein í hendi, og hvað annað enn hinn mikli afli af sjónum, hefir lagt peim pá peninga i lófan, sem peir hafa horgað með jarðirnar og kostn- aðinn að hæta pær? Eáir munu hetur en verzlunarmenn vorir gjeta horið um petta. Beri peir saman pað vörumagn, af fiski, lýsi, hrognum o. fl., sem til verzlana peirra kom fyrir 40—50 árum, áður enn netabrúkunin varð almennari í Leira og Garði, við pað sem nú hefir komið á næstliðnum 10 árum, mun sjást afarmikill munur. J>að hefir verið venja að verzlunarmenn í Keflavík greiddu árlega til fátækrasjóðs í hreppnum 1 af 1000 af útskipuðum vörum, hljóp pað verzlunarútsvar á fyrri árum frá 3 verzlunum samtals 40—50 kr., en á seinni árum hefir pað stígið til 80—90 kr. svo mikið hefir aukist fiskiaflinn. Meining mín er að fiskur gangi eins og áður hjer að Suðurlandi og að aflabrögð hafi aukist á seinni árum, eptir pví sem útvegur manna hefir orðið meiri, og einkum síðan neta- ^og lóðabrúkunin varð almennari; en pað er óregla og yfirgángur sumra með pessi veiðarfæri, sem valdið hefir tjóni og skemmd- um, og spillt fiskíríi á sumum stöðum, og að ráða bót á pví, væri óskandi að sýslu- nefndinni tækist. Bitað í októbermánuði af «inum sjávarbónda á Suðurnesjum. Afram með „bindin(lið“. Svo virðist, sem hinn heiðraði höfund- ur að greininni um nauðsyn á bindindi í — 110 — „Skuld“, hafi nógsamlega talað um drykkju- skapinn, og pað munu pvi miður vera til peir menn og pað máske ekki all fáir, sem láta sjer pað um munn fara, að blöðum vorum sje eigi sem bezt varið að fylla pau með pessháttar greinum ; jeggetnú samteigi falllist á pá skoðun, pví aldrei verður ofmikið gjört til að eyða peim pjóðfjanda úr landi voru, aldrei verður drykkjuskapurinn nídd- ur um of, pví hann á sannarlega engan rjett á sjer eður peir, er ala hann um of, pví slíkir menn hafa alveg svarið sig úr mannlegu fjelagi og gjörst villudýrum verri fyrir ofmikla Bakkus-dýrkun; peir hafa neitað allri tilfinningu fyrir hinu fagra og sómasamlega; en skyldi nokkuð duga að eyda orðum við svo forhert hjörtu, sem hjörtu ofdrykkjumannanna eru? Nei! nei! peir, sem Bakkus gamli hefir náð tangar- haldi á, eru ekki undireins lausir aptur og pað parf meira en orðin ein til pess að rykkja peim vesælingum úr peim járnum, sem hann leggur á tignendur sína, ogmörg eru dæmi til pe3S, já allt of mörg, að ekk- ert hefir getað slitið hið styrka band milli drykkjumannsins og Bakkusar nema dauð- inn einn, sem er sigrari alls, J>ó núsvona sje ástatt fyrir sumum mönnum á pessum tímum, pá eru pað pó alls eigi allir, sem eru alveg fallnir, pví fer nú betur, en peir eru allt of margir, sem lúta valdi Bakkus- ar, sumir meira, sumir minna og sumir eru nú að smá gefa sig á vald hans, náttúrlega óafvitandi og pað er pað sárasta að sjá pað; látum nú pá föllnu liggja, pó pað sje sárt að sjá pað og geta ekki reist pá við, en snúum oss til hinna af öllum huga og öll- um mætti, snúum oss til æskumannsins, sem liggur við dyr glötunarinnar og vekjum hann, svo hann ekki velti óafvitandi í nokk- urskonar svefni ofan í dýpið, nú ríður á samtökum, pví hjer er mikið um að gjöra, tímanlega og eilífa vansælu margra enn pó óspilltra manna. Hið einasta og áreiðanlegasta ráð, til að komast í veg fyrir drykkjskapar-fárið er „bindindi11, án pess álít jeg pað ólæknandi með öllu, en til pess að bindindið sje á- reiðanlegt, parf pað að vera meira en kák eitt; menn purfa að taka sig einarðlega saman um að kaupa alls engan „spíritus11 og pað í stórum hjeruðum, já í lieilum fjórð- ungum, pví annars brýzt pestin inn hvaðan- æfa og svífur bráðla yfir hvern smáblettinn, svo ekkert gagn verður að pesskonar bind- indi; jeg nefni ekki allt landið, sem er pó auðsjáanlega hið vissasta meðal, af pví jeg held að náunganum pyki jeg pá fara að stynga árinni of djúpt í. Hjer mun nú fara, sem optar, að „dauður er höfuðlaus her“, einhver eða eín- hverjir hljóta nú að byrja á pví að koma „bíndindi“ á, ef nokkuð væri hugsað til pess; skyldi pað vera óhæfa að stinga upp á embættismönnunum til pess að vera fyrir- liðum til pessa nauðsynlega fyrirtækis; pað er nú svo sem áreiðanleg vissa að enginn fengi meiru til leiðar komið í pessu efni en peir; eður sýnist yður pað eigi eins og pægilegra til afspurnar af pjóðinni, að em- bættis menn hennar gengju á undan almúg- anum með reglusemi og siðferðisbetrun, heldur en að heyra pann sorglega sannleika hljóma úr hverju horni heimskringlunnar, sem nokkuð pekkir til hólma vors, að em- bættismenn vorir væru margir meira og minna spilltir ólifnaðarmenn, pað parf pá svo sem ekki framar vitnanna við með pjóðlifnaðinn, hvað sómasamlegur hann muni vera; rennur yður eigi til rifja til- heyrendur góðir, að sjá klerkinn yðar meira og minna ölvaðan frammi fynr altari Drottins drafandi hafa um hönd hans heilaga nafn? eru pað eigi grátleg ósköp að sjá pennan sendiboða Drottins velta sjer í sinni eigin spju? hvað er að vanhelga kristindóminn ef pað er ekki drykkjuskapur prestanna? við hverju er að búast af sóknarbörnunum, ef klerkur peirra er svona lagaður ? Er ekki von að sú hjörð sje á villu og reiki, sem villtur hirðir á að stjórna? Mjer er Öldungis sama hvað hver segír, jeg skal aldrei láta af peirri ætlun minni, að drykkjuskapur embættismanna og eink- um prestanna sje hin argasta svivirðing bæði fyrir Guði og mönnum; jeg tala hjer einkum um embættismennina, af pví að menn ættu að geta búist við pví, að peir væru síðlátari og reglusamari, en hver og einn óbreyttur almúgamaður, menn taka líka mest tillit til breytni peirra og par af kemur, að almúginn fylgir að miklu leýti í breytni sinni yíirvaldi sínu, og par af flýt- ur pá reglusemi eður óreglusemi, fyrst hvers ann án pess að lasta hann, varð maður yrir ónotum, og petta reyndi jeg sjálfur, pó jeg væri aðeins einn dag víð skóla pennan. Jeg fór nefnilega til næsta staðar, Litla- sands, og sá maður sem jeg par sneri mjer að, var óvinur Ullmanns. Hann vissi að jeg hafði verið við skóla Ullmanns og litist allvel á, varð hann pví reiður, kvaðst aldrei mundu lána mjer fundahús pareð jeg væri svo vitlaus að gefa mig við pvílikum skól- um; prættum við nú lengi um petta unz jeg sagði honum allt hið sanna að jeg væri frá íslandi. „Frá íslandi11! sagði hann alveg hissa og rann öll reiðin, „pað var nú annað mál — um Island skul- uð pjer tala svo mikið sem pjer viljið, pað pykir oss vænt um að heyra; en blessaðir farið ekki út í neina pólitík og nefnið ekki skóla Ullmanns! Urðum við nú sáttir og allt gekk upp á pað bezta. l>annig er ísland, prátt fvrir alla flokkadrætti í hl oregi, öllum flokkum jafn- kært og nafn pess hefir hinn sama yndis- hljóm fyrir allra eyrum. — Hjeðan fór jeg til Kristíansands, pað er hinn fimmti stærsti staður í Noregi, og liggur á ferhyrndu mel- svæði, götur breiðar og práðbeinar, húsin í ferhyrndum rjettum röðum, alveg eins og randir á ábreiðu, og að undanteknum Niðar- ósi, er Kristianssandur hinn einasti staður Noregs sem pannig er byggður. Hjer var pægilegt fólk en nokkuð dauft og voru fáir heima, og hjer hef jeg haft hvað fæsta tilheyrendur eptir tiltölu. J>aðan fór jeg til Mandals, sem er hin suðvestlægasti staður í Noregi, 2 mílur fyr- ir austan Líðandisnes; hann liggur á fögr- um bökkum við árós. Hjer er hin mesta laxveiði, sem finnst í Noregi, og eru pó I ár vatnsminni par og laxveiði miklu minni en á íslandi. Hjer í staðnum höfðu verið 5 fslend- ingar, pað voru sjómenn og fengu peir vitnisburð all-góðan, einnig hitti jeg hjer tvær islenzkar stúlkur úr Múlasýslum, og var önnur peirra frændkona Kristjáns Jónssonar skálds; sagði hún mjer margt um æfi hans sem jeg ekki vissi áður og kom mjer pað í góðar parfir; pví hafi mjer annars nokkru sinni tekist að „hrærahjört- un“ með fyrirlestrum i Noregi, pá hefir pað verið pegar jeg hefi talað um Kr. Jónssonar grátfagra skáldskap og sorglegu æfi, og um hið trúfasta, undurfagra og elskulega fóstbræðraband á milli hans og vorrar ungu pjóðhetju Jóns Ólafssonar. Hjeðan fór jeg til Elekkufjarðar og Ekundarsunds; báðir staðir pessir liggja í fögrum dölum við fjarðarbotna, vestast á ögðum fór jeg yfir 10 mílna breiðan fjalla- klasa og er pað einhver hin hrjóstugasta byggð í Noregi. Hin lágu kringlóttu fjöll eru graslaus og að eins hinn fagri Búsa- burn myndar grænar rákir á pessum grá- bláu bjarghólum, en á milli peirra eru opt fagrir dalir með fiskivötnum og smáskóg á milli. Fyrir vestan Agðir kemur Kogaland, par er hin 7 mílna langa og 2 mílnabreiða Jaðarbyggð (Jæderen) hið einasta sljettu- land í Noregi skóglaust og graslítið en yrkt nokkurnveginn. Allstaðar annarstaðar í Noregi er ströndin Umkringð ótölulegum bjargeyum og skerjum, og er snardjúpt allstaðar á

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.