Norðanfari - 12.12.1878, Blaðsíða 3
— 119
«r hafði líha verið til á Vopnafirði. Fyrir
páskana hcyrði jeg sagt að paðan liefði sein-
ast verið flutt á Jökuldal korn á 40 hest-
um en pá var pað að prjóta. Eins og vant
er hafði korn verið nóg á Djúpavogi, en
talað var pað hefði verið uppi um sumarmál.
A Eskifirði einum var korn lítið í allan
vetur, eins og von er, par sem ekki er nema
fátækur kaupmaður, hina verzlunina lítið að
telja, sem var protaverzlun. — Tulinius hafði
rúmar 30 tunnur af rúgi um nýár pantaðar
«g ópantaðar. Hafði hann pó fengið í fyrra
sumar frest til hausts hjá Fáskrúðsfirðingum,
eptir pví sem peir hafa sagt sjálfir, með
allt að helming af korni sem peir háðu um.
En lítið pótti pcim verða fyrir í haust og
Qekk hann pó uppgjöf hjá ýmsum á pví sem
peir háðu um. Af pessu litla korni hefir
pó verið pírt par lengi í vetur skeppu og
hvartili í senn, svo jeg trúi pað entist fram
undir páska. En kornlausir segjast peir inní
sveit í Reiðarfirði hafa verið lengi, eða nærri
pví. Strax fyrir jól fóru peir að fá dálítið
kornlán hjá Skriðdælingum, sagði bóndi mjer
paðan hjer á dögunum. Kaffi og sykurhefir
verið nóg hjer í öllum kaupstöðum fram-
undir vor. |>að var einnig á Eskifirði lengi.
J>að er nóg til enn á Vestdalseyri, og hjá
Tostrúp kaffið, en ný orðið sykurlaust. Brenni-
vín og önnur vínfong praut snemma á Seyð-
isfirði. J>að pótti mjer vænt um, en ekki
öllum par, pví sendu peir nokkrum sinnum
á Eskiijörð eptir brennivíni, pó skömm sje
frá að segja, að nokkur maður skuli ekki
pykjast geta lifað við allsnægtir, án brenni-
víns. A Esldfirði stóðu peir sig vel með
vín að menn segja fram undir páska; pangað
til segja menn að peir hafi getað fyllt sig
par, sem langaði til pess. Ekki hugsa jeg
brennivínshallærið á S^ýðisfirði í vetur hafi
komið til af pví, að smáræði hafi verið fiutt
pangað af vínfóngum í fyrra, heldur af pví,
hvaða ósköp peir drukku par í fyrra sumar
pessi sjómanna grúi sem par var, margir
vínsvelgir, og svo margir aðrir. |>að er grát-
legt hvað menn eyða af peim háskalegu
drykkjum. J>að væri mikið gustukaverk við
mannfjelagið hjer og víðar að prestar og
helztu menn í sveitum hættu allri meðgjörð
með vínföng og leiddu svo hina í bindindi
með sjer. |>að er svo mikil skömm fyrir
menn, að pað purfi að banna að flytja vín-
föng hingað einsog hjer væri villupjóð, sem
ekkert vit bæri fyrir sjer sjálf, pó held jeg
pað væri eina ráðið sem dyggði við okkur
pessa hálfbjána, sem viljum gleipa í okkur
vínið,
|>að sem jeg hefi skrifað pjcr núna um
samanburð á byrgðum á nauðsynja vörum á
Seyðisfirði og Eskifirði — pú mátt trúa pví,
að pað er sannara en margt pað sem stendur í
fijettablaðinu af Eskifirði. Sá kaupstaður lieíir
haldið vel heiðri sínum fyrir brennivíns-
byrgðir í vetur, en Seyðisfjarðarverzlanirnar
fyrir mestu byrgðir af nauðsynjavórum J>ar
hafa líka verið á Eyrinni nægtir afduglegum
tijám í vetur og eru nóg til en — einar
vænstu júffertur sem jeg hefi sjeð og með
bærilegu verði t. a. m. 12 álna trjen (gildar
hestburður hvert) á 6 krónur hvert, en borð-
in voru par strax tekin út í vetur, pá tók
einn par 220 borð í einu — og mikið var
brúkað par til liúsanna. J>etta mikla timb-
ur tók upp svo mikið rúm í Eyrarskipinu í
haust, að korn var í minna lagi á pví.
Eins og nú stendur, er Eskifjörður
minnsta kauptún hjer, og óorð hefir par
logið á fyrir okur á vetrum. [>að getur ver-
ið ósatt Jeg verzki par ekki, en pó veit
jeg að mjög margt er par dýrara en á Seyð-
isfirði. J>ar er sama verð á sama hlut árið
um kring, svo liefir pað verið á öllu sem
jeg hefi keypt par. — Maður sagði mjer
hjerna um daginn, að Eskifjörður væri auð-
virðilegasta kauptún á öllu landinu. Hann
póttist vera kunnugur um allt land. J>essu
trúi jeg samt ekki. Jeg ber svo mikla virð-
ingu fyrir Eslcifirði frá fyrri tímum, og jeg
veit að Túlinius, sem á par nú verzlun er
ágætur maður í mörgu, — svo jeg trúi pessu
ekki. — Miklu heldur tryði jeg pví að ýms
smá kauptún fyrir vestan, sunnan eðanorðan
sjeu miklu vesælli og verri en Eskifjörður,
pó hann sje vesæll núna. Jeghefi tildæmis
heyrt áður nefnda einhverja Ólafsvík, — jeg veit
ekki grand hvar hún er — að pað væri ó-
hræsis kaupstaður, bjargarlítill opt og nóg
okur par. Hann getur verið orðinn betri
núna. J>að er lángt frá pví jeg trúi pví að
Eskifjarðarkaupstaður sje vesælli og verri en
allir aðrir. Jeg kannast einasta við að hann
er að kostum langt fyrir neðan hina kaup-
staðina hjerna á austurlandi. J>eir eru opt-
ast byrgir að nauðsynjavörum og faktoramir
á peim sagðir vænir menn og engir okrarar.
Samt pekki jeg ekki vel nema pá hjerna á
Seyðisfirði. J>eir eru rjett við hliðina ámjer
og jeg kem par opt. J>að eru vandaðir menn
á mína raun og engir okrarar og verzlanir
peirra eru nú vel reiddar og hafa verið áður
prýðilega tvær af peim. í Sveinbjarnar
verzlun liefir verið heldur lítið korn fyrri
árin stundum, en nóg af öðru og opt einna
mest af peningum. í ár liefir par verið nóg
af öllu.
Hjer er mikið brauk í mönnum að fara
til Ameríku. Jeg hefi heyrt að yfir 200
manns ætli hjer úr sveitum í vor, einna
fiestir úr minni sveit, sumir velgongnismenn.
Hún pykir opt hörð og gæðalítil, pað er pó
ekki ijett sagt, pví hjer er víða mikill hey-
skapur, pó hann sje óvíða góður og landið er
dágott hjer í hálsinum. Miklu harðara er
hjer í norðurfjörðunum og fer engin paðan
nú. J>að varð hjer mesta upppot pegar
Eyða Jónatan kom að vestan, pó hann
teldi engan til ferða ljet hann vel af öllu
vesturfrá og lýsti mörgu glæsilega, sem jeg
held hann hafi sagt satt, en hann gat lítið
um neina ókosti par. Hann var par ekki
heldur nema litinn tíma. Menn tala hjer
mikið um kúgun og allt fari versnandi og
hjer sje óverandi. Mjer finnst pað vera líkt
og pað hefir verið og sumt pó skárra. - Svo
jeg ætla ekki að fara í vor — pví eins og
jeg hefi getað baslað pessi 10 ár, sem jeg
hefi búið, svo basla jeg ’enn í ár. Jeg vil
peir búi vel um sig í Ameríku áður enn
jeg kem, svo peir geti tekið mig par 1 sínar
tjaldbúðir. J>ó peir hafi par lítil útgjöld og
tolla fyrst, pá veit jeg peir verða að gjalda
par mikið til sveitarparfa áður langt um líð-
ur og peir verða ekki allir óðalsbændur peg-
ar fram í sækir. Sumir selja kot sín vegna
báginda, sem koma snauðir, sumir deyja og
börnin erfa eða útarfar, svo peir geta ekki
allir búið á sinni eign. Sumir ríkismenn
kaupa mörg kot og hafa par leiguliða. J>ar
verður með tímanum líkt og hjer, að allur
fjöldinn á enga jörð til að búa á.
Jeg vona að heldur fari hjer batnandi
en versnandi — hvað sem hinir segja, pess-
vegna ætla jeg að dvelja hjerna við ein 3—5
ár enn og bíða átekta ef jeg fæ að lifa svo
lengi. Vertu nú sæll. J. J.
— Af pví sem vor heiðraði blaðabróðir
1 herra Jón Ólafsson er hvað eptir annað, að
( ámálga pað, að «Skuld» sje stærsta blað á
Tslandi, j a f n v e 1 — minni oss rjett — 1
fyrsta blaði hennar, pá virðist oss
ekki eiga illa við, pó að vjer birtum hjer í
blaði voru dálitla grein um petta efni, er
oss var send í fyrra og er svo látandi:
Jón og Gvendur.
Jón: «Heyrðu Gvendur! heldur pú
nokkurt blað»? Gvendur: «Skuld». J.:
«Af hverju heldur pú hana, en ekki eitthvert
hitt blaðið ? G.: «Af pví hún er stærst og
billegust að tiltölu». J.: «Stærst og billeg-
ust(!) ertu vitlaus ? Hún sem er miklu
minni en «Norðanfari», pó hún eigi að heita
eins blaðamörg og pó jafndýr. Hún er hjer
um bil priðjungi stafafærri en hann og pví
priðjungi dýrari. G.: «Er pað pá lýgi sem
stendur í 6. tölublaði «Skuldar» 1877, að
hún sje stærsta blað á íslandi og pó jafndýr
«Norðanfara». Ekki trúi jeg pví, að ritstjóri
«Skuldar» leyfi sjer slíkt gagnvart öllum Iands-
mönnum, pví ekki eru pó allir íslendingar
blindir og vitlausir nema hann einn» J.:
«Jeg skal pá sýna pjer pað svart á hvítu.
Norðanfara-árgangurinn er 40 arkir (80 tölubl.)
og eru til jafnaðar á hverri örk 30,292 V2
stafir; árgangurinn pví allur 1,211,680
stafir. «Skuld» er 40 blöð, sem hafa til
jafnaðar 19,356 stafi hvert og árgangurinn
pví 774,240 stafir. Sje nú leturmergð «Skuld-
ar»árgangsins dregin frá leturmergð Norðan-
fara árgangsins, framkemur munurinn nl.
437,440, sem «Skuld» vantar til pess að vera
jafn stafamörg «Nfara», og samsvarar pað
22 V2 filaði «Skuldar»; með öðrum orðum
«Skuld« pyrfti að vera 62V2 blað eins og
pau hafa gjörst hingað til, ef hún ætti að jafn-
ast við Norðanfarablöðin 40. Með pessu móti
gefa menn hjer um bil hálfri annari krónu
meir fyrir letrið í «Skuld» en «Nfara»; «dýrt
er drottins orðið», og sje fleira svona dýrt á
Eskifirði skal mig eikynja pó nærsveitimar
par vilji leita sjer skjóls undir væng Gránu-
fjelagsins, J>etta er nú ekki háa verðið á
steinolíunni á Seyðisfirðib
Gv.: ««Isafold» er pó miklu minni en
«Skuld» Jón minn og víst miklu dýrari að
sínu leyti». J.: Nei! nei! hún er að vísu
tölublaða færri, en «Skuld», par sem hún er
ei nema 32 blöð. En par á móti eru í
hverju tölublaði að jafnaði 23,837 V2 stafur,
og verða pá í árgangi «ísaf.» 762,784 stafir;
verður hún pví um árið 11,456 stöfum stafa
færri en «Skuld», eða hjer um bil liálfublaði
sínu, en kostar pó ekki nema 3 krónur.
Skilst pjer nú ekki Gvendur. að «Skuld» er
hjer um bil 1 krónu dýrari en «ísaf.,» og
IV2 l'T. dýrari en «Norðanfari», pá litiðerá
leturmergð allra pessara blaða. — «J>að er
maður pó hann láti minna»! VA-fAV
Bókfregn.
«Stuttar rjettritunarreglur
með málfrœðilegum skýringum*
eru nýlega prentaðar í prentsmiðju Einars
J>órðarsonar í Reykjavík. Höfundur peirra
er «hið efnilega, unga skáld vort», Valdi-
mar Ásmundarson (frá Flögu í J>istil-
firði), en útgefandi Björn Jónsson, prenfc-
ari í Reykjavík. J>ær eru IV-j- 44 pig. { 8
blaða broti, og kosta í kápu 50 aura.
Höfundurinn segir í formála kvers pessa,
að «allur porri alpýðu kunni eigi að rita
rjett mál», og er pað orða sannast. J>að er
mjög leiðinlegt til pess að vita, hve almenn-
ingur lijer á landi er illa að sjer í íslenzkri