Norðanfari - 12.12.1878, Blaðsíða 4
— 120 —
rjettrituTi'-■— í stafsetning síns eigin
móðurmáls. En pað cr vonandi, að petta
fari nú snfásamaú að lagast, pví nxí höfum
vjer fengið’ nýja alpýðu-kennslubók í pess-
ari frœðigrein (stafsetning), svo ódýra, að
hver maður getur eignast hana, og svo ljós-
lega samda, að allir geta haft hennar full
not. — A höfundurinn sannarlega pakkir
skyldar fyrir samning rifs pessa, pví pess
var í sannleika hin mcsta pörf, og er líldegt,
að alpýða taki vel og pakklátlega á móti pví,
og reyni til að færa sjer pað sem hezt í nyt.
Verið getur, að finna megi eitthvað að
hók pessari, (pví svo er um flest mannaverk);
en hitt er pó víst, að hún er samin með
hinni mestu nákvæmni og vandvirkni, og
yfir höfuð sjerlega vel og smekklega af
hendi leyst, svo sem við er að húast eptir
slíkan mann, sem herra Valdimar Ás-
m u n d a r s o n er, er mun hafa hina heztu
hæfilegleika til hvers sem vera skal, og sem án
alls efa mun mega teljast einn hinn gáfaðasti
og menntaðasti alpýðumaður pessa lands.
Hörður á Eyri.
f
Árni Signrður Iíjálmarsson.
Árni Sigurður, sonur merkishjónanna
Hjálmars Arnasonan, og Halldóru Brands-
dóttur, ;var fæddur, að Reyn í Hegranesi 4.
dag fehrúarm. 1852, og fluttist hann með
foreldrum sínum að Skarði í Gönguskörðum,
og var hjá peim til ársins 1866, pá er faðir
hans sálaðist, og hafði hann pá lært svo
mikið, í flestu smíði, af föður sínum —
sem var fjölhæfur og góður smiður pótt ó-
lærður væri -— að hann var vel í meðallagi,
vorið eptir hætti móðir hans að búa, var
hann hjá henni næsta ár, en árið eptir, fór
hann til Magnúsar trjesmiðs Arnasonar —
föðurbróður síns sem pá bjó í Enni á
Höfðaströnd, var hjá honum í 3 ár, og flutt-
ist, svo með honúm til Beykjavíkur árið
1871, var par hjá honum 1 ár og fullkomn-
aði smíði sitt með bezta vitnisburði, fórhann
pá frá fóðurbróður sínum, var sinn maður og
smíðaði á ýmsum stöðum, par til, um sum-
arið 1876, að hann fór til Vesturheims, með
börnum G. sál. prófasts Einarssonar frá Arn-
arbæli, Ólafi og Ingibjörgu, heitmey sinni,
en á Rauðarárfljótinu, á leiðinni til nýja-
íslands, drukknaði hann 7. dag septemberm.
og fannst eptir 9. daga leit, sem unnusta
hans gekkst fyrir.
Árni sál. Sigurður, bar mjög af flestum
öðrum smiðum, pað, sem hagleik, og smíða-
kunnáttu snerti, líka vár hann vel greindur,
stilltur og vandaður í öllu dagfari sínu, og
er hans pví, að verðugu sárt saknað, af
móður sinni, vinum og vandamönnum.
Árni Sigurður Hjálmarsson.
(Saknaðarstef sorgmæddrar móður).
J>á eygló hnígur unaðsskær
í úrigt vesturdjúp,
og húmi döpru á hauður slær
og hníga blómin gljúp;
pá hvíldist allt, í helgri ró
mitt hjarta grætur eitt,
pað harmar pví að hálft pað dó
pað huggar ekki neitt.
í vesturátt! í vesturátt!
hnje vonar röðull minn,
minn dagur varð að dimmri nátt
við dauða sonur pinn,
mjer kveður andláts-kveðju pín
köld hrönn með pungum róm
og undir taka andvörp mín
ó Guð! pann harða dóm.
Erá ættjörð, vinum mæddri mjer,
minn son, pig feigðin bar
á fjarra strönd um prungin ver,
par’s gr'jf pjer búin var;
pá grjet jeg sárt, en sárar pó
nú svíður hjartans und
pví heilög vonin hún ei dó
á harðri skilnaðsstund.
J>á heitust móður hrynja tár
um harmi dapra brá,
pau eru Guð minn sviðasár
og seina huggun fá,
já fyrr mun dauðinn hvössum sigð
að hryggri sveifla mjer
en gleymt eg fái gráts í byggð
svo góðum mög sem pjer.
í>ú varst mjer ljúfast lífsins hnoss
eg leit pað allt hjá pjer,
sem ljettir mæddri móður kross
og mönnum geðpekkt er,
í ungu brjósti óspillt sál,
svo einlæg blíð og hrein,
er aldrei hlýddi’ á heimsins mál
sem heilagt ljós mjer skein.
Og sæl var eg er svafstu rótt
við særða brjóstið mitt
og engin mæddi angursnótt
hið unga lífið pitt.
Og sæl var eg er síðan pú
varst sómi minn og von,
og gráti prungin gleðst eg nú,
að góðan átti’ eg son.
Æ! allt sem hjer eg heitast ann
er hrifið burt frá mjer,
en gefa’ og taka Guð minn vann,
pað gráti huggun er,
hann pekkir vel min sollnu sár
og sorgín eittsinn dvín,
á liimnum sjerhvert sorgartár
mjer sólu fegra skín.
Frjettir.
Úr brjefi úr Skagafirði, d. 5/12 78:
„Eins og pjer hafið heyrt og getið er
pegar í blaði yðar, pá ráku í land bæði
skipin á Sauðárkrók, „Dorthea“ skip Popps
og „Sylphiden“ skip Jakobsens, aðfaranótt-
ina 21. okt, p. a., kl. 5 um morguninn.
„Dorthea“ slitnaði fyrst upp úr festum
sínum kl. að ganga 10 um kveldið pann
20., en kom akkerum sínum fyrri í sjó svo
hún fór eigi upp fyrri en kl. 5. f. m. pann
21., en „Sylphiden“ rak fyrir 3 akkerum
alla nóttina, pareð festar eigi voru greið-
ar, og fleygðist hún á land rjett á eptír
„Dortheu“ og pað svo nærri, að heppni
mesta var, að eígi lentu skipin saman;
mannfjöldi var í fjörunni alla nóttina, og
pví heppnaðist að bjarga mönnunum af
báðum skipunum.
Jakobsens skip var Ijetthlaðnara og
fleygðist pví upp á land, svo langt, að sjór
'gat ekkert á pví unnið, en Popps skipið
komst eigi svo langt upp pareð pað var
meira hlaðið og sjór gat unníð meira á
pví og sett á pað gat, einnig varð að höggva
möstur og reiða úr pví til pess að eigi all-
ar kjött., er í pví voru töpuðust, og náðist
pví meiri parturafpeim heilumeður svo að
kjöt hafði eigi beðið skaðaaf, en pó nokkr-
ar alveg brotnar, par á móti kom allt
heilt úr Jakobsens skipinu. Á pessu öllu
var uppboð haldið 4„ 5., og 6. nóv., og
seldist hvor kjöttunna á 10 kr. 22 a. tólgar-
pundið 5. aura, og gæran 80—90 aura,
hlutu verzlanirnar 218 tunn. af kjöti, en
bændur og aðrir er par voru til staðar af
ganginn af 428 tunn. er voru í „Dortheu“
^ og 324 tunn. er voru i „Sylphiden“. ”Verzl-
anír um 9—10.000 pd. af tólginni af eitthvað
16,000 pd. hitt gekk til ýmsra annara, en all-
ar gærur hrepptu bændur. Stefán Jónsson
verzlunarstjóri hreppti Jakobsens skipið fyr-
ir 1220 krónur, en Popps skip hreppti
verzlunarstjóri Kristján Hallgrímsson, fyrir
420 kr. Eigi veit jeg hvað afráðið verður
með „Sylphiden“, en áformið hefir víst ver-
ið í fyrstu, að koma henni á flot, enda
pótt jeg engan veginn geti álitíð að svo
geti orðið, pvi skipið hefir reynzt fjarska
mikið, pótt pað færi í fyrstu svona langt á
land upp. Almennir prísar á Sauðárkrók
urðu i haust á kjöti 15, 17. og 20 aura,
gærur 2 kr., 2 kr. 45 aur. 2 kr. 75 aura,
og mör 30 aura pundið, en á útlendri vöru
mun líkt og á Akureyri.
Hafís hefir sjest æðimikill út af Húna-
flóa, nú rjett nýlega“.
Veðuráttan hefxr nú um tíma verið
fremur hæg og úrkomulítil. Víða er sagt
jarðskart og^ á sumum útsveitum jarðlaust,
aptur er sögð nóg jörð í fremri hluta Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar, helzt að vestanverðu.
Eiskaíli var hjer minni og meiri á
firðinum helzt utarlega, pá sild var til beitu
en i byrjun p. m. fór hann að minnka, og
mest af fiskinum sem nú aflast smátt.
7. p. m. hafði Jónas óðalsbóndi á
Látrum gengið ut á Kjálkanes og p'ar til
fjalls, sá hann pá undir ísbrúnina flyrir
öllu hafi austur fyrir Grímsey og tals-
vert komið af honum ínn á Grímseyjar-
sund og landfastnr orðinn fyrir austan
Keflavík, og nú nokkrir jakar sagðir komn-
ir hjer inn á fjörð.
Á bráðapestinni hefir lítið borið að
sögn hjer nyrðra í vetur, nema á stöku
bæ, svo sem á Saurbáe og Grund í Eyjafirði,
hvar 30—40 kindur hfu allss igðar dauðarúr
henni. einnig í Skagaf. á Víðivöllum 30 og
á Silfrastöðum 40. Heilbrigði manna má,
sem stendur, kallast almenn.
Stefán Jóhannesson austanp., liafði vegna
lasleika síns, fongið pá er hann var hjer sein-
ast sjer til aðstoðar austur, Benidikt Jóhann-
esson á Krossi í Ljósavatnsskarði, og til pess
að fara p. á. seinustu póstferð, Benidikt kom
pví hingað að austan 9. p. m.; hann hafði
fengið illa færð' fyrir hross nálega alla leið-
ina. Að austan er að frjetta líkt tíðarfar og
hjer. Snjóf'all og jarðbannir. Veikindi mildl
af kvefsótt og lungnabólgu, svo að nokkrir
hafa dáið, og peirra á meðal
herra prófastur, sjera
Sigurður Gimnarsson,
r. af dhr., á Hallormsstað.
Auglýsingar.
— A næstl. hausti var mjer dreginn
hvítur lambhrútur með eyrna marki mínu
sem er: sýlt hægra, sneitt eptan biti fr.
vinstra. j>ar sem jeg eigi brúkaði markið
á lömb mín næstl. vor, get jeg eigi átt
hrútinn; getur pví sá, sem kynni að eiga
mjer sammerkt. snúið sjer til mín og samið
við mig um lambið.
“ Eyjardalsá 21. nóvember 1878.
Stefán Jónsson.
Sunnudaginn 22. september næstl. tap-
aðist á Akureyri reiðbeizli, með nýlegu höf-
uðleðri; riðguðum járnstengum með kopar-
kúlurn á og leðurtaumum. Hver sem kann
að hafa fundið pað, er vinsamlega beðirm
að skila pvr til þorgríms þorvaldssonar á
Akureyri, mót sanngjörnuru furrd rrlaunum.
Eigandi og ábyrgðarm.: 15 j ö r n J ó n s s o n.
Prentari: Ólafur Ólafsson.