Norðanfari


Norðanfari - 25.01.1879, Blaðsíða 3

Norðanfari - 25.01.1879, Blaðsíða 3
hótfinclni, en apíur voru margir, sem ekki poldu matarbreytinguna, er jeg keld að mest hafi legið í pvi, að matur var par eklci eins vel soðinn og hrauð helclur ekki eins vel hakað og við erum vanir hjer á landi. Peningaskipti höfðu vesturfarar í Que- hec og fengu fyrir 20 kr. gullpening 5 doll. 10 cent eður 257-2 cent fyrir hverja kr., en fyrir enskt pd. sterl. 4 doll. 86 cent, eð- ur 27 cent iyrir hverja kr. . Eru pví 100 kr. í ensku gulli 1 doll. 50 cent (— 6 kr.) dýrari en 100 kr. í dönsku gulli. í Cana- da gildir 1 kr. í silfri 25 cent og aurar að sama hlutfalli- jþeir sem víxluðu pening- .um á Skotlandi fengu 21 chillings fyrir 20 kr. hvort heldur í gulli eða silfri, en fyrir 21 schill. fæst í Canada hið sama og fyrir 20 kr., nl. 5 doll. 10 cent. Eargjaldið var: ,frá Islandi til Quebec fyrir hvern fullra 14 ára og eldri . . 128 kr. fyrir hvern innan 14 ára ... 64 - börn á 1. árí frígeng, frá Quhec til Eyja Islands fyrir hvern fullra 12 ára og eldri 56 - fyrir hvern frá 5—12 ára . . - 28 - hörn innan 5 ára frígeng, frá Qubec til New Ulm í Minnesota er fargjaldið fyrir hvern fullra 12 ára og eldri 100 kr. en paðan til Islendingabyggðar í Lyon Co. purfa menn að fá flutning hjá ýmsum með hestavögnum og getur pvi sá kostnaður orðið nokkuð mismunandi, en ept- ir pví sem mjer var sagt af kunnugum manni naumast minna en 16 kr. fyrir hvern fullorðinn með farangri. Yerður pvi heilt fargjald alla leið til hiýja Islands 184 kr. en til Minnetota í kringum 244 kr, Fyrir næsta ár er fargjaldið enn óákveðið, en alls ekki verður pað hærra en pað var næst- liðið ár. Jeg ferðaðist um mikinn hluta nýl.end- unnar og liafði pannig kost á að kynna mjer landið og ástand manna par. Ljetu fiestir vel yfir uppskeru sinni í sumar og gjörðu sjer góðar vonir urn framtíðina. J>eir sögð- ust nú 1 sumar hafa fengið fulla reynslu fyrir pví, að akuryrkja og garðrækt sje par mjög arðberandi og mætti efalaust eptir fá ár, telja pað aðal bjargræðisveg nýlendúbúa, jafnvel pó fiskiveiðar sé nægilegar og sauð- fje mjög arðsamt, (t. d. 40 pd. fall af 14 vikna gömlum dilk sem skorin var á Gimli í sumar), enda inöttu peir jarðir sínar mik- ils virði, og sagðist einn t. d. ekki vilja selja jörð sína innan við 1000 doll., annar ekki fyrir minna en 10—1200 doll: og priðji kvaðst ekki vilja skipta jörð sinni fyrir nokkra jörð í Eljótsdal, sem. eins og kunn- ugt er, er pó með beztu og fögrustu sveit- um hjer á landi o. s. frv. J>ó hefir eng- inn pessara priggja manna lagt meira í söl- urnar til pess að auka verð jarðar sinnar, en sina eiginn tveggja ára vinnu. Allar pær tegundir sem sáð var í nýlendunni í vor hafa prifist vel og borið margfaldan á- vöxt, nl, hveiti, bygg, hafrar, ertur margs- konar flatbaunir, mais, kartöflur og til reynslu sáðu niargir hör, hampi, sikurreyr og tóbaki, og náði pað hjá flestum fullum proska. Eyrsta sáning káltegunda eyði- lagðist víða af ormi, par sem ekki var næg deigla í jörðunni eða iðulega vökvað, en önn- ur sáning peirra óx vel. Hveiti og aðrar korntegundír var ekki búið að preskja peg- ar jcg fór úr nýlendunni, svo ekki er mjer hægt að segja hve margföld sú uppskera liefir orðið, en lijá flestum var svo litlu sáð af pessu, að uppskeran getur litið talist til búdrýginda. Kartöflu uppskeran var frá 15—30 föld og liæst fertugföld hjá einum manni Hjá flestum búendum nýlendunnar og yfir höfuð að tala öllum peim, sem gjöra sér hina breytilegu lifstöðu sina ánægju- lega og horfa öruggir fram til ókomna tímans, sást fullkominn vottur pess, að peir hafa bæði heitan áhuga og öruggan dug til starfs og framkvæmda, ekki einasta til pess að bjargast fyrir sjálfa sig, heldur og til pess að geta blómgast og að líkindum eflt pjóðfjelagið í heild sinni til vegs og f'rama, og lýsti pað sér á pví, hve rniklu peir höfðu getað afkastað til umbóta og bygginga á jörðum sínum, ekki á lengri tíma en tveimur árum, rutt og ræktað fleiri ekrur af landi, byggt snotur og allvönduð hus, og fjölda margir lagt yfir 1000 faðma langar girðingar, með öðrum frátöfum, vega- gjörð, heyskap, veiðiskap og daglaunavinnu, en aptur eru nokkrir, sem ekki hafa getað fellt sig við breytinguna, af pví peir hafa gjört sjer meiri og öðruvisi vonir um fram- tíð sína í Yesturheimi, pví pó náttúran gefi meira af sjerpar en hjer, er pað par eins og hjer og víst allstaðar í heiminum, hið fyrsta skilyrði fyrir pvi, að afla sjer hagsælda, fjár og frama, að sýna fyrirhyggju, dugnað og pol, en pessa kosti virtist mjer að suma par vantaði eins og hjer, og hefir pað yfir höf- uð gjört mjög mörgum löndum okkar skaða mikinn og örðugleika með ýmsu móti, að peir ekki hafa verið nógu stöðugir í fyrir- ætlunum sinum, heldur farið frá einu í ann- að, og eigi lært til hlýtar verk pau, sem par eru nauðsynleg, og pess vegna opt ekki fengið svo stöðuga atvinnu nje hátt kaup eins og margir peir, er í fyrstu gjörðu sig ánægða með hið mínna og h.jeldu áfram með polí og staðfestu. En prátt fyrir óánægju einstakra manna í nýlendunni var pað álit margra hinna bezt.u manna par, er jeg átti tal við, að pó nýlendan yrði máske ekki komin á „öflugt framfarastig að 3—5 ár- um liðnum11 frá byggingu hennar, pá yrði duglegir menn pó yfir höfuð að tala komn- ir í „góða sjálfstæða stöðu“, lausir við mæð- andi áhyggjur fyrir daglegu brauði, er peir taka á sinni eigin jörðu, og pá líka kvíða- lausir fyrir ..jarðagjalds og tollakröfum. — Stjórnarlánið hreliir engann nýlendubúa. J>að er lánað gegn veði, einungis íjörð- um peirra, enda seldu pær nokkrir nú í sumar hinum nýkomnu fyrir upphæð skuld- ar sinnar, og höfðu peir pá í afgang og hreinan gróða nautgripi sina og búslóð. Al'lir peir sem land hafa tekið og bú- settir eru í nýlendunni eiga hús og eldstó (suðuofn), bát, veiðarfæri og fleiri og færri nautgripi, margir peirra frá 6—10 og nokkr- ir frá 10—20 með ungviðum. Eru kýr par almennt stærri og feitari enn hjer, viðlíka nytháar, en mjólkin bæði kost- og smjör- meiri. Svín eru enn fá í nýlendunni, en flestir höfðu hug á að fjölga peim svo fljótt sem föng væri á með. pví menn álitu pau arðsama eign pegar kartöflu uppskeran væri næg, eins og nú er, peim til eldis. Meðan jeg var í nýlendunni var skorið 1 svin og var mjer sagt að af pví hcíði verið nálægt 400 punda fall, sem gjörir með pví verði sem nú var á svínakjöti í VVinnipeg i sum- ar 11—14 cent pundið, um 200 kr. Hænsni fjölga óðum í nýlendunni, og telja nýlendu- búar pau áð miklu gagni, par sein enginn merkjanlegur kostnaður sje að fæða pau á ýmsum búsnytjum. Sem sagt, á hver búsettur landtakandi í nýlendunni íveruhús, og eru mörg peirra allvönduð. Yfir höfuð að tala eru pau bjartari, hreínlegri og skemmtilegri, enbæj- arhúsin eru almennast hjer á landi. Elest eru húsin hlaðin upp úr bjálkum, sem eru meira og minna tegldir og felldir saman og geiraðir saman á endum, 8—12 álna löng og 5—9 álna breið með lopti og gólfi úr hefluðum borðvið og kjallara undir víðast- hvar, pannig gjörðum, að í staðin fyrir pilj- ur eru par brúkuð mjó trje, sem allrajöfn- ust og lögð hvort ofan á annað, og í gólfi livert við hliðina á öðru. I pökum eru ýrnist sljetthöggnar spítur með kalkleir of- aná. borðasúð eða sljettlögð borð með pak- spæni eða berki ofaná, og var mjer sagt að húsin pannig gjörð gæti lialdið vel hita og mætti hafa hann svo mikinn sem vildi. pvi ekki vantar eldiviðinn Flestir hafa suðu- ofn trl pess að hita upp húsið á vetrum. Ejósin eru hlaðin upp úr ótegldum trjávið sem allra jöfnustum á digurð og síðan pjett- uð og sljettuð með mosa og leir, svo pau verði bæði leka og súglaus. Mjög óvíða er hægt að fá húsastæði og pví síður akurlendi nema skógi vaxið, en víða er hann grann- ur og .ljett að ryðja hann og uppræta stofna. Eru hússtæði valin par sem hæðst er land og purrast, og er ösp, sem einkanlega vex á peím stöðum, talin lang lientugust til bygginganna. Hún er að viðarmagni lík 12 álna trjám, sem hingað flytjast 6—8 puml. á kant í digrari enda. Stæðstar viðarteg- undir eru: fura (Spruce), tjarfura (Larch) og balsamstrje, og fást pær víða í nýlend- unni frá 80—100 fóta háar, optast práð- beinar og 2—3 fóta í pvermál, að neðan Hvergi sést púfa í landinu, og allt er pað flatt með dálitlum öldum, en hallar pó lítið eitt að vatninu. Engjar eru yfir höfuð að tala góðar og miklar í nýlendunni, ýmist purlencli með liku graslagi og í harðvellis- móum hjer, hálfdeigar mýrarflesjur, sem purrar eruí purkasumrum, með fjaðragrasi; eða foræðisflóar, sem sumir eru graslitlir og grasillir, en víða aptur með kafgrasi, sem líkist stör. þó engjar sjeu á einstaka jörð- um fremur litlar eða reitingssamar, pá eru pær aptur á flestum jörðum yfirfljótanlegar. Sögðu nýlendubúar mjer að hver full dug- legur inaður væri viss að ná kýrfóðrinu í purt hey með einum uxa á 3 dögum, en heyin eru borin saman í toppmyndaðar fúlgur á engjunum, ópaktar, en með girð- ingu í kríng. Kýrfóður telja peir nægilegt 50 vættir. Lengst nær byggð upp í landið vestur frá Gimli og par í grend 5 og 6 settbæja- röð, en pjettust er hún, — 4 bæjir áhverri enskri milu á bökkunum meðfram íslend- ingaflj. 21að norðvestan en 17 að suðaustan. Eru par og einkanlega pegar lengra dreg- ur frá byggðinni meðfram fljótinu, fleiri harðviðartégundir saman enn víðast annar- staðar á liverri jörð fyrir sig í nýlendunni, svo sem: eik, askur, álinur, sikurviður og birki sem sagt er að einkenni purran og frjófsamann jarðveg. Er mynni fljótsins norðast í nýlendunni og rennur pað frá suð- vestri um mjög krókóttann farveg hjer um bil 25—30 faðma breiðum neðantil með lágun) bökkum, en hálfu mjórri farveg með 6—18 fóta háum bökkum pegar ofar dreg- ur. Dýpi er nægilegt í fljótinu fyrir dekk- báta 6 — 7 mílur upp frá mynni pess pá taka við strongir eða grýtt sniárif við u.g við á litlum. parti en 5—6 fe.ta dýpi á milli. Lítið hamla strengir pessir litlum förum, enda álitu fljótsbakkabúarnir að kostn-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.