Norðanfari


Norðanfari - 17.03.1879, Page 4

Norðanfari - 17.03.1879, Page 4
pafekláta enclurminning, peirra í mínu hjarta m^ðan lifi, og óska peim ævarandi blessun- ar, hjer og síðar, hiðjandi pess, að hann sem gjörir fátækann og ríkan, blessi svo efni þeirra, að þeir geti sómasamlega stað- ið í sinni stöðu og verið veitandi nauð- líðandi meðbræðrum. Draflastöðum, 28. janúar 1879. Gunnlaugur Sigurðsson. öllu pyí fólki (140) sem í dag með nærveru sinni lieiðraði jarðarför okkar elskuðu fóstur- og bróðurdóttur Ouðbjargar Katrínar Kristiönu síU. Lúðvíksdóttur, og jafuframt tóku mannúðlegan þátt í sorg okkar og söknuði, vottum við undirskrifuð hjer með vorar virðingarfyllstu og Jijartan- legustu þakkir. Akureyri, 26. febrúar 1879. Björn Jónsson. Hermannína Kristiana í'innbogadóttir. Bóletta' Jóhanna Finnbogadóttir. Vetrarkvöld. Svipfögur sól er byrgð Svalkaldri jökul brá; Kveldrökkurs ró og kyrrð Ríkir um land og sjá. Skin gegnum skýjatjald Skærastur máni ljós Og fjallkonu skreytir fald Fagurri geislarós. Hrannir við hamrarið Hlæjandi stíga dans; Brjóst jarðar blundar við Bliknaður rósakrans. Hrímgu á bauðri tær Helkaldur lækur frýs; Skoðar sig stjarnan skær Skyggðum í vetrar ís. 1+5 t Guðmundur (Irímsson. (dáinn 21. okt. 1875). J>að hugði eg eigi þú færir svo fljótt frá okkur bróðir minn kær, nje dauðans hin grimma og geigvænanótt og gröfin þjer væri svo nær, Oss mönnunum hulið hið ókomna er alfaðir hentast það sá, en margt sem að sjáum i mannheimum vjer minnir oss dauða vorn á. Rósin hún fölnar og fellur i dá nær frostvindar sveima of lönd; og bjargháar öldur er berast of sjá þær brotna og deyja við strönd. Á dauða vorn minnir oss dagsaptan hver, hin dimma nótt grafar á beð, og sólin er hnígur í svalauðgan ver og svefnin er hressir vort geð. En hvað væri lífið, hin guðlega gjöf og guðsandi manninum í ef þegar líkaminn leggst nið’r i gröf það lyktaði’ að fullu með því. |>á væri lífið að vettugi vert og vondir og góðir menn eitt, hvort sem að íllt eða gQtt væri gjert það gilti þá alls ekki neitt. En guð sem að uppvakti sinn eigin son, segir: að eins eigum vjer — 28 — á eilífu lifi og upprisu von, og orð drottins sannleikur er. Hryggjumst þvi eigi þó flytji oss frá frændur og vinir og ást- menn, þvi að landinu lifenda á lifenda munum við sjást. Farðu vel bróðir! í friðarins heim hinn fegursta bústað þú átt og síglaður lifir í sælunnar geim þars’ syngja lof guði þú mátt í>ó leiði þitt einkenni’ ei skínandi skraut, nje skrumara fávislegt hjal raupi af frægðum og ferlegri þraut á ferð þinni jarðar um dal. Mun jeg samt bróðir kær, minningu þín muna æ lifsins um veg. Yið finnumst þar ljómandi frelsissól skin, farðu vel! bráðum kem jeg. XXIII. Mannalát. Næstliðinn 30. des. dó öðalsbóndi Jón Vigfússon á Litladal í Eyjafirði, fæddur 1796, Hannvar jafnan talinn meðal hinna merk- ustu og beztu bænda í Eeyjafirði. 10. þ. m. ljezt dannebrogsmaður hrepp- stjóri Sigurður Sveinsson á Öngulstöðum í í Eyjafirði, eptir fárra daga veikindi af lúngnabólgu, 53 ára gamall. |>að má víst telja hann meðal hinna duglegustu, merk- ustu og beztu hreppstjóra, sem verið hafa upþi á öld þessari hjer í sýslu. Auglýsingar. Jörðin Finnastaðir í Grýtu- bakkahrepp, að austanverðu við hinn afla- sæla Eyjafjörð, er til söiu. Með sæmilega góðri ábúð fóðrar hún 4 kýr, og annan bú- pening að því skapi. |>eir, sem kynnu vilja kaupa jörð þessa, geta í því tilliti snúið sjer til ritstjóra Norðanfara eða Jónsbónda Jónssonar á Munkaþverá; öll möguleg til- hliðrunarsemi verður kaupanda veitt, hvað greiðslu kaupverðsins snertir. Jörðin getur líklega orðið laus í vori komanda, en sjálfsagt verður hún laus handa kaupanda annað vor hjer frá. Heyrðu kunningi! Mjer er farið að lengja eptir reiðbeizlinu mínu, sem þú hirt- ir af hestinum minum, í þínar þarfir víst, en ekki mínar, á stranduppboðinu við Blöndu- ós í haust, og kvaðst skyldu standa mjer skil á daginn eptir. Ræð jeg þjer til að skila mjer því sem fyrst, því það eykur mjer ómak og þjer, ef tíl vill kostnað, að jeg sæki það til þín. Blöndudalshólum 10. febr. 1879. Markús Gislason. Ef nokkur væri sá, er vildi selja í vor snemmbærar og góðar kýr, á góðum aldri, mót peningum út í hönd, þá getur hann snúið sjer til mín undirskrifaðs frá 6. til 20, apríl næstkomandi. Laugalandi í Eyjafirði, 2. marz 1879. Daníel Sigurðsson, norðurlandspóstur. |>eir sem eru mjer skyldugir fyrir Norðanfara og annað fleira sem prentað hef- ir verið fyrir þá, vildu gjöra svo vel, sem allra fyrst, að greiða mjer það með pening- um, eða þá innskript i reikning minn hjer á Akureyri eða Oddeyri Björn Jónsson. Á næstliðnu hausti var mjer undirskrif- uðum, dregin hvithornótt ær 4 vetra mylk, með mínu marki: Sneitt apt. hægra; biti framan, stýl't og gagnfjaðrað undir, óauð- kennd nema rispað á annað liorn tölustafir. Sá, sem getur lýst sig rjettann eíganda að nefndri á getur haldið sjer til mín, og sam- ið um borgun fyrir alla fyrirhöfn. Sandvík, 25. janúar 1879. Jón Einarsson. 28. f. m. fannst á isnum út og fram af þilskipunum á Oddeyri silfurbúin ponta, sem geymd er hjá Friðrik Jóhannssyni á Akureyri. Jeg undirskrifaður hefi^keypt fjármark Halldórs Jónssonar, sem- var á Geitafelli í Helgastaðalirepp, og sem er : Hvatrifað h. sýlt og gagnbitað vinstra. Jarlstöðum í Ljósavatnshrepp. Jónatann A. Jónatansson. Seldar óskila kindur í Skriðuhrepp haustið 1878. 1. Svartkrúnóttur sauður veturg. mark: sýlt biti fr. fjöður apt. hægra, sýlt gagn- bitað vinstra. 2. Hvítur hrútur veturg. mark: sýlt eða stúfrifað gagnbitað hægra, þrístýft apt. vinstra. 3. Gráflekkótt ær veturg. mark: stýft gagn- bitað hægra, fjöður fr. vinstra. 4. Hvíthyrnd lambgimbur mark: stúfrifað gagnbitað hægra, hamarifað vinstra. 5. Hvít lambgimbur mark: blaðstýft fr. hægra, heilrifað vinstra. 6. Hvít lambgimbur mark: blaðstýft apt. biti fr. hægra, stýft vinstra. 7. Svört lambgimbur mark: tvístýfl; apt. biti fr. hægra, stýft vinstra. 8. Hvítur lambhrútur mark: tvístýft fr. biti apt. hægra, stýft gagnbitað vinstra’ 9. Hvítur lambhrútur mark: sneyðrifað* apt. hægra, vaglskorið fr. vinstra. 10. Hvit lambgimbur mark: sneyðrifað apt. bragð eða hangfjöður fr. vinstra. Skriðu, 28. desembor 1878. Jón Jónsson. Fjármark Daníels Sigurðssonar norð- urlandspósts á Laugalandí í Eyjafirði: Oeir- stúfrifað hægra; geirsýlt vinstra. Brennimark: D a n í e I. Fjármark Helgu Jóhannesdóttur i Kaup- angi: Hvatt og gat hægra; sneitt framan gagnbitað vinstra. Fjármark Friðriks Kristinns Abrahams- sonar á Kambfelli: Miðhlutað hægra;stúf- rifað vinstra. Brennim : F. K. A. *3. Fjármark Pjeturs Jónssonar á Gaut- löndum í Skútustaðahrepp við Mývatn: Vaglskorið aptan hægra; sýlt vinstra. Leiðrjetting. í grein um tóvinriu og jarðabœtur, sjá Nf. nr. 7 til 8 er misritað: „kostar þá tún þetta 910 kr.“ í staðinn fyrir: „kostar þá tún þetta 2260 kr“. Og leiðir þar af að kostnaður þessi endurborg- ast ekki með ágóða af sljettunni fyrr en eptir 11 til 12 ár, ef reiknaðar eru árl. rentur. Einnig er í fyrra hluta sómu gr. vinnuverk í staðinn fyrir vinnukonuverk Til ritstjúra „Skuldar^. f>ú talar mikið um í „Skuld“ þinni nr. 33. að kaupendur hennar þyrftu að aukast í „1200 eða þar yfir“, svo þú gætir haft lífsuppeldi handa þjer og þínum. Til þess nú að gjöra það bezta sem jeg get í þessu efni, — Jpareð mjer þykir sumt gott í „Skuld“, — skal jeg hjer með láta pig vita, að jeg skal selja fyrir þig 7 exempl. af blaðinu og standa skil á andvirðinu, án sölulauna aðeins með þeim litla — þjer svo hægum — skilmála, að þú skrifir ekk- ert i blaðið frá þínu eigin brjósti nema hinar nauðsynlegustu auglýsingar blaðsins vegna. Jeg lýsi þessu opinberlega yfir til þess að aðrir, já jeg vona margir, styrktu þig á sama hátt til 'lífsuppeldis. Ef þú upp- fyllir þenna litla skilmála, þá máttu vera viss um að kaupendatala „Skuldar“ ykist stórum, og þa getur þú svo miklu betur, varið kröptum þinum til annarar vinnu, t. a. m. róa eða slá, og munt þannig fá „margar kringlóttar krónur í árangur“. J. E. (einn í lestrarfjelagi). Eigandi og ábyrgðarm.: B j ö r n J ó n s s o n. Prentsmiðja «Norðanfara». — ólafur Ólafsson.

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.