Norðanfari


Norðanfari - 17.05.1879, Blaðsíða 3

Norðanfari - 17.05.1879, Blaðsíða 3
— 47 — inni á sóknarfólk, þö aðalástæðan liggi í fví áðurnefnda. (Mðurl. síðar). r I 15.—16. nr. „Norðanfara", er út l?om 27. marz þ. á„, stendur kjarngóð grein til Bacliusar vina frá cinhverjum „Eyíirð- ingi“. f>að er auðsjeð, að grein þessi er rituð af þjóðást og heitri tilfinningu; hún er hrein og bein áskorun til íslendinga yfir höfuð, að þeir heyi öflugt stríð gegn þjóðfjandanum Bachusi, þessum meinvætti, sem einkum nú á 19, öldinni hefir með herskildi ætt yfir land vort, og lagt margan góðan dreng að velli, en flesta sært. meira eða' minna, og sjálfsagt lokið upp fjárpyngju hvers þess manns, sem hann liefir komizt í nokkurn kunningsskap við. „Eyfirðingur- inp“ bendir mönnum á vopnið, sem biti á óvininn, nefnil. bindindið, já, sem hið eina, áreiðanlega, sárbeitta vopn, er bæði sje sverð, skjöldur og brynja gegn Bachusi. Hann skorar sjer í lagi á embættismenn .vo'ra, að þeir, sem fyrirliðar þjóðarinnar, taki sjer þetta vopn í hendur í broddi fylkingar, og berjist með því sem einarðir ■og ötulir liðsmenn gegn óvininum. Jeg get nú eigi annað en tekið úndir þessa áskorun nafna míns ineð mestu gleði, já með þeirri hjartans ósk og von, að hún mætti verða að tilætluðuin notum, og að íslendingar leggðust nú allir á eitt.með að reka Bachus af höndum sjer. En til þess þarf eigi annað en einungis nógu e i n- beittan og einlægan vilja til að neita sjer um alla víndrykkju. Og hve ómetanlegt gagn vinnum vjer eigi bæði sjálfum oss og öðrum með þvi ? Eða lítum til baka yfir næstliðin 30 ár, og rifj- um upp fyrir oss þær affeiðirígar, sem of- drykkjan hefir haft í för með sjer, og spyrj- 'um sjálfa oss: Hversu margir bafa eigi orðið fátækir og enda öreigar sakir ofdrykkju? Hve mörgum sjúkdómi hefir hún eigi ollað? Hve mörgum slysförum hefir hún eigi vaid- ið? Hve mikla sorg hefir hún eígi bakað konum og börnum? Hve margir glæpir hafa eigi verið framdir hennar vegna ? Og í stuttu máli — hve mikið óguðlegt athæfi, bæði með orðum og verkum, hefir eigi ver- ið framið fyrir ofdrykkju sakir ? Allir, sem hafa veitt mannlífinu nokkra eptirtekt, munu finna ótal-mörg dæmi upp á allar þessar spurningar. Og þó allt það fjár- tjón, sem Bachus hefir ollað oss, sje ómögu- legt að telja með tölum, þá skal jeg samt sýna mönnum ofurlítið sýnishorn af þeirri einu hagfræðislegu töluskýrslu, sem til er um Baclius karlinn. Eptir því sem skýrslur telja, hefir vin- drykkja verið áköfust á landi voru árið 1865, því þá er talið að 732,117 pottar af vínföngum hafi verið fiutt til landsins, sem mundi nema lijer um bil 300,000 krónum; ef menn nú bera þetta saman við fólkstölu á landinu um þær mundir, þá mundi koma hjer um bil 11 pottar á hvert mannsbarn, eða 33 pottar á hvern fullorðinn karlmann. Eptir þessu má ætla, að það hafi verið drjúgur sopi sem sumir hafa tekið til sín, því margir hafa þó, sem betur fer, lítils notið, og sumir einkis. — Vindrykkju-öld vora má telja mesta frá 1850 til þessa tíma, eg hefir hún smá-aukist fram að áðurnefndu ári, enda var þá sá hugsunarháttur drottn- andi hjá hinni islenzku þjóð, að sá þóttist aiaðurinn mestur, er mest gat drukkið; en síðan hefir álit Bachusar farið smáhnign- andi, því árið 1875 voru innflutt vínföng ekki talin nema 345,356 pt., og er það hjer um bil hálfu minna en fyrir 10 árum síðan (1865). jþetta er gleðilegur vottur um sigur yfir Bachusi, og mætti þó verða enn betur, eptir því sem afl hans vanast og lands- menn verða skynsamari og herkænari í því efni. Já, á næstu 10 árum ætti að vera hægðarleikur að gjöra hann alveg útlægan af landi voru, ef samtök og áhugi lands- manna væri einbeittur. Og þá mundi apt- ur auður og velmegun, menntun og fram- takssemi eflast hjá oss, þvi ef öllu þvi fje, sem ennþá gengur út úr landinu fyrir vín- föng, væri varið til eflingar menntun og verklegum framförum landsmanna, þá mundi fljótt komast annað lag 4 hjá oss, en nú er. Og þá mundu einnig kaupstaðarskuld- ir vorar minnka, sem rjett er talið eitt af þjóðmeinum vorum. En af hverju er nú þetta þjóðmeinið komið ? Mestmegnis af vinkaupum og víndrykkju, og þar af leið- andi óstjórn og óreglu1) Hvað það atriði snertir, að embættis- mönnunum beri að ganga á undan öðrum með góðu eptirdæmi með því að fara sjálf- ir í bindindi, þá er jeg fyllilega á þeirri skoðun, að það sje bæði skylda þeirra og sómi fyrir þá, einkum andlegrarstjettarmenn, sem í því tilliti sem öðru eiga að gefa gott eptirdæmi af sjer í dagfari sinu; en finni þeir nú elíki af frjálsum vilja köllun hjá sjer til þessa, þá verður alþýða að láta það vera þeirra ábyrgðarhluta, og sjálf ganga á undan þeim með góðu eptirdæmi, en jafn- framt láta þá komazt að raun um, að þeim því að eins haldist víndrykkja uppi óátalin, að hún ekki glepji fyrir þeim á nokkurn hátt í embættisstörfum þeirra, þvívjerverð- um að skoða embættismennina sem þjóna þjóðarinnar, en ekki sem húsbændur henn- ar, svo þeir verða því að miklu leyti að sníða sjer stakk eptir vexti og vilja al- þýðunnar. Að endingu vil jeg láta þá skoðun mína í Ijósi, að þó'tt algjört bindindi ætti að vera einhlýtt til að afnema ofdrykkju, þá sje mjög nauðsynlegt, jafnframt bind- indissamtökunum, að leggja tálmanir fyrir innflutning vinsins, og það ætla jeg að yrði helzt á þann hátt, að leggja afarhátt gjald á innflutta vínvöru, því þá mundi kaupmönnum vorum naum- ast þykja tilvinnandi að flytja mikið til landsins af þeirri vöru, sem þeir fyrirfram þyrftu að gjalda svo mjög hátt gjald af, og í annan stað væri það maklegt þeim, sem eigi vilja ganga i binclindi eða láta af vín- drykkju, þó þeim yrði dýr sopinn. Annar Eyfirðingur. C p p g' ö t v u n. Nú er búið að uppgötva eptirsetninguna, sem þykir vanta hjá Di’- Hjaltalín í 8. bl. ísafoldar þ. á., þannig : »4 hinn bóginn vona jeg, að þessir hálfgjörðu sálarkryppl- ingar muni enn geta fengið tilefni til að brosa, þegar þeir sjá mig í elli minni, ganga á hólm við reynsluna i seinasta sinni og hníga þá sern aflvana hetja fyrir hennar ofurcfli11. Svona lilýtur eptirsetningin að J) í 2. ári „Ganglera41, bls. 85, er hag- f'ræðislega sýnt fram á, að árið 1868 hafi innflutt vínföng, tóbak, kafíi og sykur numið næstum öins miklu verði og öll innflutt kornvara sama ár. Ekki er von að vel fari! vera, og þetta er víst það sem landlæknir- inn v o n a r. Einn af sálarkrypplingum Hjaltalíns. Mannalát. (Aðsend). 9. aprílm. 187 7, andaðist að Mjóada.1 í Bárðardal, óðalsbóndi Jón Jónsson 78 ára að aldri, og 13. marzm. þ. á. ljezt ekkja hans, Aðalbjörg Davíðsdóttir, að Kamb- stöðum í Hálshrepp, áttræð að aldri. J>au bjuggu vel og lengi að Mjóadal og eignuð- ust 15 börn, af hverjum 8 eru lifandi, og öll vel gefin. Hjón þessi voru ávallt i góð- um efnum, hjálpsöm við fátæka, gestrisin og í öllu góð fyrirmynd annara. J>ann 17. janúarm. næstl. þóknaðistal- góðum Guði að kalla til sín minn heittelsk- aða ektamann Arna Árnason á Hvammkoti á Höfðaströnd, 37 ára gamlan frá 5 börn- um okkar, sem öll eru í ómegð. Hann var snauður af veraldlegum gæðum, en ríkur af andlegum fjársjóðum. Blessuð sje hans minning ! Guðrún Gunnlögsdóttir. Auglýsingar. Eimmtudaginn 19. dag næstkomanda júnímánaðar viljum vjer undirskrifaðir leyfa okkur að kveðja hina háttvirtu kjósendur okkar, Eyfirðinga og Akureyrarbúa, til al- menns fundar 4 Akureyri til að ræða um alþingismál og önnur nauðsynjamál þessa kjördæmis. Yæri okkur mikil ánægja að sem allraflestir góðir menn sækti fundinn og skýrði þar frá skoðunum sinum og til- lögum um málin, sjer í lagi þau sem lík- .indi eru til að rædd verði í sumar 4 al- þingi. Yiljura við einkum tilnefna brauða- skipunarmálið, bæði í heild sinni og einna helzt að því er viðkemur Eyjafjarðarpró- fastsdæmi. 28. d. aprílmán. 1879. Einar Ásmundsson. Snorri Pálsson. Hjer með banna jeg öllum þeim, sem leið eiga um hinn svokallaða Steinagerðis- hólma í mynni Eyjafjarðarár, hvort heldur eru ferðamenn eða menn með heyband úr hólmum þeim, sem liggja fyrir austan ofan- greindan hólma eða austan yfir Eyjafjarðará, að fara annarstaðar yfir nefndan Steina- gerðishólma en á veginum; brjóti nokkur á móti þessu banni minu eða skemmi garð- lag það, sem hlaðið er með fram veginum, má hann búast við að verða kallaður fyrir rjett og sæta sektum fyrir tiltæki sitt. þetta bann mitt gildír um sumartímann eptir- leiðis meðan að jeg hefi umráð yfir ofan- skrifuðum hólma. Bann þetta verður þing- lesið á næstkomandi manntalsþingum á Akureyri, Öngulstöðum og Hrafnagili. Akureyri, 12. dag maímán. 1879. þorgrímur Johnsen. Fjármark Helga Jónssonar að Skútu- stöðum við Mývatn: tvístýft apt. fjöður fr. hægra, tvístýft apt. biti fr. vinstra. LÝSING óskilafjenaðar í Húnavatnssýslu haustið 1878. I. Úr Vindhælishreppi. Hvítur hrutur veturg., mark: hálftaf fr. h., hangandi ij. apt. vinstra. Hvítur hrútur veturg., sneitt apt. fj. og biti fr. h., stýft oddfjaðr. v. Brm.: S-j-SS

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.