Norðanfari - 06.08.1879, Blaðsíða 3
— 74 —
mestu jþingmálin, prestamálið og landbúnað-
arlagamálið, verði eigi útldjáð á pessu pingi.
Jeg parf pví síður að rita Nf. nákvæm-
lega um athafnir pingsins sem «ísafold» gefur
almenningi glöggar skýrslur um úrslit allra
þingmála og jafnframt kemur með «Alpingis-
frjettir» í viðaukablöðum, er verða munu
10—20 arkir, og flytja ágrip af þingræðum.
Til að gefa út þessar «Alþingisfijettir» hefir
ritstjórinn fengið allmikinn styrk af almanna
fje, og eru þegar komnar út 5 arkir.
í ráði er, að byggt verði alþingishús, er
jafnframt skal vera geymslustaður fyrir «stipts-
hókasafnið» og forngripasafnið. Landshöfð-
ingi hefir lagt fyrir þingið áætlanir um bygg-
inguna. Er svo ráð fyrir gjört, að kostnað-
urinn verði 60—80000 kr.
Yeðrátta er góð hjer á Suðurlandi; þur-
viðri mikil og jafnvel um of, svo að gras-
vöxtur er í minna lagi. Fiskiafli var hjer
mjög góður í vor, en er nú að minnka. Lít-
ið gefa lcaupmenn fyrir saltfiskinn, aðeins
40 kr. skpd., og allar íslenzkar vörureruhjer
í lágu verði.
Nýjar hæltur. Stafróf náttúruvísind-
anna. I. Efnafræði. Gefm út af hinu íslenzka
bókmenntafjelagi. Rvík 1879.
Stafróf náttúruvísindanna. II. Eðlislýsing
jarðarinnar. Gefin út af hinu ísl. bókm. fje-
lagi. Rvík 1879.
Jónas Jónasson, læknir. 'Um eðli og
lieilbrigði mannlegs líkama. (Keypt handa
hinu ísl. bókm.fjelagi). Rvík 1879.
Allar þessar bækur eru mjög fræðandi
fyrir alþýðu. j»ær eru með mörgum mynd-
um til skilningsauka. Fjelagar bólcmenntafje-
lagsins fá í sumar hækur þessar, og þar að
auki Yíga-Glúms sögu og Ljósvetninga, auk
Skírnis og íslenzka frjettaritsins.
Sjera Jón Bjarnason. Nauðsynleg hug-
vekja. Prentuð í prentsmiðju prentfjelags
Nýja Islands, Lundi, Keewatin, Canada. 1879.
J>eir, sem vilja vita deili á safnaða-ágrein-
ingi íslendinga í Ameríku, norsku sýnódunni
og fl. er þar að lýtur, ættu að lesa þessa
fögru hugvekju. Munu þeir þá eigi lengur
hlusta á. lúðurþeytara norsku sýnódunnar hjer
á landi.
P. E. Kristian Kaalund. Bidrag til en
historisk-topografisk Beskrivelse af Island. II.
1. Nordfjærdingen. Með4Kort. Khavn 1879.
Fyrri hluti þessarar bókar er áður útkominn
og þykir vel saminn.
Konráð Gíslason. Njáll eller Niáll. Khavn
1879. Fróðlegt rit um kveðskapar-rím forn-
manna.
Frjettir útlendar.
Kaupmannahöfn, 6. júlí 1879.
Ef jeg á að rita þjer nokkurar linur
um atburði í útlöndum, ,,Norðanfari“ sæll,
verð jeg að byrja á Danmörku því að það-
an eru einna merkilegastar frjettir, er
Danir hafa nú á sumri þessu haldið h itíð
í minning þess að háskóli þeirra var 400
ára gamall. Snemma var byrjað að rita
og ræða um hátíðina, og var í fyrstu svo
til ætlað, að hún skyldi verða almenn há-
tíð, þ. e. að til hennar skyidi bjóða mönn-
um frá hískólum allra landa í Evrópu.
Enn er sú fregn barst hingað, að þjóðverj-
ar og Austurríkismenn hefði (þ. 11. d. okt.
1878) samið um með sjer að láta brottu
falla 5. grein í Pragarfriðnum, urðu Danir
mjög harmi lostnir, með því að nú var út-
sjeð um, að þeir myndu nokkuru sinni fá
aptur þenna landshluta; það er ekki laust,
sem Bismark heldur. Háskólastjórnin lagði
bví það til, að bjóða eigi J>jóðverjum og
e,gi öðrum en Norðmönnum (þ. e. Svium
Norvegsmönnum og Finnum); hugði hún, að
þar sem þeir ætti um svo sárt að binda,
myndu menn eigi komast hjá því að láta
einhver styggðaryrði falla til óþæginda fyr-
ir hvora um sig. J>ó var Eischer kennslu-
og kirkjumálastjóri mótfallinn þessu mjög,
og gjörði þann kost á, að hafa annaðhvort
allsherjarhátíð eða bjóða engum, og tók há-
skólaráðið upp hinn síðari kost. En ekki
mun Bismark kippa sjer upp við dönsk
bituryrði; þeir lifa lengst, er með orðum
eru vegnir. Hófst svo hátíðin þ. 4. dag
júnímán. Nemendur söfnuðust saman á til
teknum stað og gengu skrúðgöngu til Frú-
arkirkju, en háskólakennarar o. fl. söfnuð-
ust á háskólanum og gengu þaðan til kirkju.
1 kirkjunni hjelt háskólastjóri Madvíg höf-
uðtöluna; gat hann um mun þann er á
væri háskólanum fyrrum og nú; minntist
merkra manna, er unnið hefðu skólanum
gagn og sóma o. s. frv. Að kveldi sama
dags hjeldu nemendur hátíðarsamkomu á
Klampenborg, sem er í norðurfrá Kaupm.
höfn. Fluttu 4 skip nemendur fram og
aptur; þar voru haldnar fjörugar ræður;
var íslands fyrst virðulega og maklega
minnst, síðan annara landa, og var þeim
orðum svarað af gestunum; læknisfræðing-
ur Davíð Skeving svaraði fyrir hönd ísl.
nemanda og fóru honum allvel orð. Var
síðan fastlega drukkið, og er til tekið, hve
fjörlega og gleðilega sú veizla haíi fram
farið. Næsta dag var hátíðín haldin á há-
skólanum sjálfum; voru þar afhentar nafn-
bótaskrár þeim sem doktorar urðu við há-
tíð þessa, og gestirnir lögðu fram heillaósk-
ir til háskólans. Um kveldið var hátíð á
lystigarðinum Tívoli með ógurlegum flug-
eldum og hringlogum eða glæsibálum. Var
það til minningar um grundvallarlög Dana;
var þar samankominn hinn mesti manngrúi
(15,000 manna). Siðasta daginn var dans-
leikur ákaflega mikill er nemend ir hjeldu,
og veizla hjá konungi á höll þeirri, er
Kristjánshöll nefnist. Lyktaði svo hátið
þessari; hafði hún farið fram svo glæsilega
sem auðið var, úr því svo var ráðið sem
ráðið var.
Hjer í Höfn dvelur nú dóttir konungs
sem er gipt „ræsissyni í Rússíá“, með
börnum sínum; það hið yngsta er stórfursti
veturgamall.
Við háskólann hafa 2 íslendingar tek-
ið embættispróf, Sigurður Sigurðarson í
málvísi með 1. einkunn og Einar Thorla-
cius í lögvísi með 2. einkunn; erhannsett-
ur sýslumaður í Skaptafellssýslu. Enn hafa
4 Isl. tekið próf í heimspeki hjer: Páll
Briem, er fjekk dável, og Jóhannes Ólafs-
son, Geir Zocga og Finnur Jónsson, og
fengu allir ágætlega.
önnur merkust tiðindi frá útlöndum er
lát Hlöðvis, sonar Kapoleons 3. Hafði
h inn gengið í lið Englendinga það, er
berst við Zúlúkaffa í Suðurafríku; varhon-
um hrósað fyrir hugdirfð. Hann for með
fáa menn til þess að skoða landið, og átti
að velja búðastæði fyrir lierinn. Vissu þeir
þá eigi fyr af, en Zúlúar rjeðu að þeim og
ljetu dynja á þeim örvar sínar; þeir sem
skjótast komust á bak, tíýðu sem fætur
toguðu og gættu eigi prinsins, en hann varð
ofseinn, og drápu Zúlúar hann þar. 17
sár fundust á líkam hans. Olli þetta mikl-
um harmi einkum Evgeníu móður hans, er
lagðist hætt, og liggur enn; þykir nú illa
til horfast fyrir Napoleonsliðum á Frakk-
landi, er þeir eru nú foringjalausir, og ætla
menn, að þeir ráði eigi lögum nje lofum
framar á Frakklandi. par sýsla menn
helzt að kennslumálum, er þjóðvaldsmenn
vilja hrífa úr höndum hins kaþólska klerka-
lýðs til þess að gjöra kennsluna frjálsari
en áður, en klerkar standa fastlega i móti,
J því að ef þessu náir fram að ganga, missa
þeir þau hin miklu völd yfir múgmenni
er þeir hafa liaft, og haldið því í vanfræðslu
og taumbandi. Eigi er lokið enn málum
þessum.
Englendingar liafa sæzt við Afgana;
hafa látið Jakub khan halda ríki og heita
sjer trúnaðareiða og látið hann lofa því, að
áreita eigi þá þegna sína, er með Englum
hjeldu; hafa þeir nú búið þannig um hnút-
ana í Asíu, en á Afríku eru þeir enn eigi
búnir að bíta úr nálinni; enn með þvi að
þeir nú geta snúið sjer að þeim einum, þá
þykir líklegt, að þeir innan skamms muni
sigur úr býtum bera. Sá heitir Chelms-
ford lávarður, er liði þeirra stýrir þar; þyk-
ir hann fremur seinn og er gefið að sök
hvern ósigur Englar hafa beðið þar.
í Rússlandi gengur illa og er ástandið
þar hörmulegt. Alneitunarmenn (níhilistar)
vaða uppi með morðum og ofsagangi, svo að
lögregliðið hefir ekki við að bæla niður; um
páskaleytið var skotið á keisarann, og varð
þá allt í uppnámi; hervörður settur harður
í Pjetursborg, og mátti varla nokkur um
frjálst höfuð strjúka. Eigi má sjá, hvar
við lendir. Tyrkir eru í mestu vandræðum
með allar fjárreiður sínar, sem komust í
óreiðu við styrjöldina miklu við Rússa.
Á J>ýzka]andi hafa orðið ráðgjafaskifti.
Bismark hefir samið ný toll-lög og róið
öllum árum að, að koma þeim fram; þeir
er í móti hafa mælt, hafa því orðið að víkja,
og aðrir komið auðveldari í þeirra stað,
svo að nú hefir Bismark fram sín lög, sem
öðlast gildi þegar; hjer er verið að ræða
um toll af kaffi, sykri, steinolíu, víni, tó-
baki o. fl.
Um uppruna hesta.
Til þessa hafa menn eigi getað fært Ijós
rök að því, hvar á hnettinum hið upprunalega
heimkynni hestanna sje, og kemur það eink-
um af því, að menn hafa fundið allstaðar í
hinum gamla heimi leifar af hestum, er
benda á líkan aldur. J>annig hafa menn x
flestum suðlægum og mörgum norðlægum
löndum í Asíu og Evrópu fundið í þrílaga-
myndun jarðarinnar steingjörvinga af hófdýr-
um, er að sönnu eru nokkuð breytilegar að
stærð, sköpulagi og byggingu, en sem þó
óefað til heyra hestum liðins heimsaldurs —
kyninu H i p p u s, en ekki E q v u s.
Hið elzta hófdýr, er menn hafa fundið í
Evrópu, er Hippotherium, sem fannst
í farvegi Mainzár (við Eppelsheim). J>að var
þó næsta ólíkt hestum vorra tíma, því í
staðinn fyrir eina tá (einn hóf), á hverjum
fæti, hafði það 4 tær á hvorum framfæti
(fjórða táin var ófullkomin) og 3 á hvorum
apturfæti; annars var það á stærð við asna.
J>ó hafa enn þá eldri leifar af fornum
hestdýrum fundizt í Asíu, og hafa því sumir
komizt að þeirri niðurstöðu, að hestarnir muni
vera upprunnir þar (eins og maðurinn og ýms
önnur dýr, sbr. 1. bók Mósesar).
J>á hafa og fundizt hjer og þar f hinum
gamla heimi forn hófdýr, er mynda stigbreyt-
ingu frá Hippotherium með 4 t.'un til
hins núlifandi hestakyns (E q v u s), þannig
Palaeotherium með 3 tám, A n o-
plotherium með 2 tám, hið einhæfða
Anchitherium og Hipparion, sem
hafði tvær lagtær, er náðu niður að hófskeggs-
lið, og svo loksins fyrri jarðalda E q v u s.
Nýlega hefir steingjörvingafræðingur einn
í Norður-Ameríku, prófessor M a r s h í New-
Havea (Cincinnati), sannað, að Ameríka sje