Norðanfari


Norðanfari - 09.09.1879, Page 3

Norðanfari - 09.09.1879, Page 3
— 87 — ur er á seinni öldum. Maður er nefndur Winstanley. Hann var fátækur kaupmaður og bjó í grennd við London. Hann var mjög vel að sjer í lireifingafræði (Mekanik) og hjelt alpýða, að hann færi með galdur. Hann rjeðst í að byggja vita á skergarði einum í Bretlandssundi, er Eddystone (Iðusteinn) nefn- ist, þar er liin háskalegasta leið, og fórst par fjöldi skipa á hverju ári. Sjómannafjelag eitt á Englandi studdi petta fyrirtæki, en svo var mikil mannhætta við hygginguna vegna hrims, að smiðirnir urðu 100 sinnum að flýja í land til að forða lífL sínu. Fyrsta sumar- ið boruðu peir 12 göt í undirstöðuklettinn, og festu par í sterka járngadda. Næstu tvö sumur var varðinn byggður, 80 feta hár, al- gjörður 1698. Winstanley taldi byggingu sína rammgjörva, og óskaði, að hann mætti vera par í mesta sjávargangi. Honum varð að ósk sinni. 27. nóv. 1703 hrast á óðaveður með fellibyl s'vo miklum, að ódæmum sætti; fórst pá Iðusteinsvitinn, svo að eigi stóð steinn yfir steini, og par með Winstanley og vitamenn. •f>á tókst annar kaupmaður pað á hendur, að byggja vita á Iðusteini ; sá viti stóð í 46 ár, en 1755 kviknaði eldur í ljóskerinu og hrenndi upp vitann; varð vitamönnum nauðulega hjargað. f>essu næst byggði frægur hygg- ingameistari, John Smeaton, vita pannálðu- steini, er stendur enn í dag, og mjög er nafn- togaður. Hann var húinn 1759; er hann 70 feta hár, gjörður í líking við eikarstofn. Tfir dyrunum stendur: «Guð veri lofaður». I stað kolaeldsins, er áður tíðkaðist, voru nú hafðir ljósahjálmar, og ljósmagnið aukið með málmspeglum. Síðan voru fundnir vitalamp- ar. Undirstaða Iðusteinsvita pykir nú eigi fulltraust, og er pví í ráði, að hyggja nýjan vita við hlið hans, er verður hærri og lýsir pví hetur. Nú hafa Énglendingar eigi færri en 500' vita, enda keppast allar pjóðir við að fjölga slíkum ljósum á vegum sjófarenda. (Éramhald). Bókinermtafjelagsfundur Reykjavík- ur deildarinnar var haldinn 8. júlí. For- seti (Magnús Stephensen) nefndi bækur pær, er fjelagið gefur nú út, og er peirra áður getið hjer í blaðinu. Sampykkti fund- urinn, að fjelagið keypti rit Jónasar lækn- is um eðli og heilbrigði mannlegs líkama. f>á var sampykkt, að fjelagið keypti hand- rit af sýslumannaæfum Boga á Staðarfelli, er nú er eign Jóns yfirdómsforseta, og skal gefa pað út i 3 heptum. Enn var sam- pykkt, að Skírnir skyldi niðurleggjast, en að annað tímarit kæmi út í hans stað. í lík- ingu við almenn útlend fræðirit (Magazin); en pá verður að breyta lögum fjelagsins. og purfa báðar deildirnar að koma sjer sam- an í pessu efni. Lög fjelagsins eru fyrir löngu orðin úrelt og óhafandi. Kaup- mannahafnarstjórnin verður jafnóhæfileg í pessu fjelagi sem i öðrum íslenzkum mál- um. Fjelagið ætti að hafa aðalból sitt í Rvík og aðra bækistöð á Akureyri; ætti pað og að hafa fulltrúastjórn út um land allt. Mínír vinir, dálítil skemmtisaga ept- ir f>orlák Ó Johnsen, verzlunarmann. Reykja- vík. Prentað hjá Einari þórðarsyni. 1879. 94 bls. 8vo. — Ritstjóri „f>jóðólfs“. pjóð- skáldið, hefir sagt, að pessi bók væri s v o s a m i n, að hún eflanst rynni út meðal al- mennings, en par með leiðir hann hjá sjer að segja hversu bókin sje samin; útbreiðsla bóka fer eigi eptir pvi, hvje vel pær eru gjörðar. Vjer viljum par á mót hrein- skilnislega segja vort álit um sögu pessa. Hún á að sýna ýmsa drætti af Reykjavík- ’ir lífi á pessari öld , og hefir höfuhdinum að mörgu leyti vel tekizt. Honum hefir eigi dottið í hug, að rita skáldlegt meist- araverk; haun hefir einungis ætlað að lýsa smáatriðum úr hversdagslífinu,, gjöra pví háðung, sem hana á skilið, og pað hlægi- legt, sem að er hlægjandi , o. s. frv., og hefir honum heppnazt pað furðulega. Reynd- ar ætlum vjer, að samræðurnar í sögunni sjeu miklu danskari að orðfæri, en almennt gjörist í Rvík meðal verzlunarmanna, er að nafninu tala islenzku, pó varla verði of- sögum sagt af kaupstaðamálinu hjá oss. Höfundurinn hefir einkum viljað sýna pjóð- ernisspillingu Rvíkur, og opna pannigaugu hinna islenzku sálna par i hænum. Til- gangur hans er góður, og óskum vjer pví, að almenningur kaupi sögu hans. Hinn gamli maður Reykjavíkur lífsins á að drekkjast og deyðast, og heill sje peim, er reyna til að lyfja honum elli. Brjef frá Jótlandi, dags. í júlí 1879. Herra ritstjóri! f>ar eð jeg hefi orðið pess var, að mönn- um hafi geðjazt að ferðagreinum mínum úr Noregi, pá vil jeg hyrja með að senda hlaði yðar noklerar greinir um veru mína í Dan- mörku, um menntun alpýðu óg háttalag par, einkum á Jótlandi, par sem jeg liefi lengst verið; jeg held, að íslenzkir alpýðumenn viti enn pá minna um margt í Danmörku en í Noregi. f>ó oss pyki og eigi að pykja vænst um að heyra frá Noregi, pá er pað ágætt með, að pekkja nokkuð háttu Dana. í októher 1877 fór jeg með gufuskipi frá Iiristjaníu til Friðrikshafnar, sem er hinn nyrzti hær á Jótlandi. f>á leit jeg Dan- mörk í fyrsta sinn. f>að var nokkuð öðru- vísi að sjá Noreg pegar jeg kom fráíslandi í ágúst 1875; pá stóð öll Noregs fjallaprýði í hlóma sínum. Nví var kornið haust, og hinir dönsku akrar og engjar voru nýplægðar og al- veg að sjá eins og Ijót og- leið moldarflög með grænum rákum á rnilli. Frá Friðriks- höfn fór jeg með járnbraut niðurtil Askov, sem liggur á landamærum Sljesvíkur og Dan- merkur. Braut pessi er yfir 30 mílur. Á leiðinni fjekk jeg að sjá landslagið á Jótlandi; pað eru sífelldar flatneskjur með lágum hólum og ávala ölduhryggjum, ýmist akrar og engj- ar, eða heykiskógar og beitilyngs heiðar. peg- ar jeg fer að tala um sumarveru mína í Dan- mörku, pá mun jeg lýsa pessu betur, pví hæði er sumarnáttúran í Danmörku mjögfögur, og par að auki mjög ólík náttúru lands vors. Nú kom jeg til lýðháskólans í Askov. Skólastjóri heitir Schröder, og er ágætur og duglegur maður í flestu; 4 aðrir kennarar skólans voru einnig ágætir menn. Jeg fjekk heztu viðtökur, og áður en skólinn hyrjaði fór jeg niður til Sljesvíkur að finna nokkra menn, sem jeg pekkti frá kennarafundinum í Gausdal í júlí og ágúst 1876. Skólinn hyrjaði 2. nóvember, og voru 150 piltar á lionum. Kenndugreinir voru pær hinar sömu og í Gausdal, en nokkuð fullkomnari, pví hjer voru kennarar fleiri og höfðu pví hetri tíma. Einnig voru kenndar líkamlegar æfingar; pær eru harla nauðsyn- legar og ómissandi við hvern skóla. í Gaus- dal urðu pær ekki viðhafðar vegna húsleysis, pó er hægt að viðhafa pvílíkar æfingar undir herum himni ef gott veður er, og ef menn hafa góðan leikvöll með trjehesti og klifr- unarstöngum. Enska var einnig kennd á skóla pessum 5 tíma í viku, einnig íslenzka í 3 tírna í viku. Sá, sem kenndi íslenzku, heitir Nutz- horn; ann hann mjög íslandi og fornfræðum pess, og kann tungu vora sæmilega, jafnvel pó honum, eins og öðrum utanlands, veiti mjög erfitt að frambera hana rjett. En pað vil jeg segja hinum dönsku lýð- háskólum til heiðurs, að flestir peirra eru nú farnir að nefna tungu vora sínu rjetta nafni, nefnilega: íslenzku. |>essa rjettar fær hún sjaldan að njóta í Noregi; par nefnist hún optast «oldnorsk» o: forn norska, og víða í Danmörk nefnist hún «oldnordisk» o: forn- norræna, og jeg hefi opt hæði leynt og ljóst fundið að pessu hæði við Norðmenn og Dani, og munu líklega allir landar vorir vera mjer samdóma í pessu. Skólinn hjerna endaði 1. apríl 1878, og fór allt mjög vel og reglulega fram á honum. G. H. f •J oii Yigfússoii. 30. dag desembermánaðar f. á, sofnaði sætlega í Drottni öldungurinn Jón Yigfús- arson í Litladal í Eyjafirði, eptir fárra daga væga sjúkdömslegu, 82 ára; fæddur 1796 í Litladal. Foreldrar hans voru heiðurshjón- in Yigfús hreppstjóri Jónsson og Sigríður þórðardóttir, par lengi búandi. Hjá peim ólst Jón sál. upp, pangað til hann var rúmi tvítugur; gekk hann pá að eiga ungfrú Sig- ríði Jónsdóttur, Árnasonar frá Hleiðargarði. Voru pau í Litladal pangað til vorið 1824 að pau reistu hú í Hleiðargarði, og bjuggu par 4 ár; par næst í Kambfelli 5 ár. Yorið 1833 fluttust pau aptur að Lítladal og bjuggu par, auðsælu búi, pangað til vorið 1860 að Drottni póknaðist að takahanatil sín; hún var prýðilega gáfuð kona, vellátin og sómi stjettar sinnar. Yorið 1863 hætti Jóni heitinn húsýslu, og lifði rólegur elli-ár sín í húsmennsku hjá yngstu dóttur sinni, til dauðadags; hann lifði í ástrikri samhúð með konu sinni 43 ár, eignaðist með henni 5 dætur, sem allar eru nú. fyrir löngu síðan, giptar og í heldri hænda konuröð. þó honum yrði ekki fleiri barna auðið, pá eru nú, með vissu, 47 afkomendur hans á lífi, allt eða flest — sem til áraerkomið — vel gefið og efnilegt fólk. Jón sál. var af nútiðarmönnum einhver mesti prekmaður og sannkölluð hetja hæði til sálar og líkama; líktist hann í pví og fleiru nokkrum hinum ágætari forfeðrum vorum, á landnámstið, „pjettur á velli og pjettur í lund, polgóður á raunastund“. Jafnaðarlega var hann spakur í lund og óáleitinn, en varði rúm sitt vel og drengilega, með ráði og dáð, ef á hann var leitað, laus við smjaður og óhreinskilni, en sagði mein- ingu sína hreint og beint, hver sem í hlut átti; trúrækinn, tryggur og staðfastur; fje- lagslimur var hann einhver hinn hezti, pví auk pess sem hann var ætíð hjálparfús og umliðunarsamur við fátæka, var hann búinn að greiða í sveitarparfir rúma 7000 fiska. Hann var nærfærinn og handlaginn við menn og skepnur, sem^eitthvað gekk að, og komu ráð hans og handtök opt að góðu liði; ástríkur eiginmaður, umhyggjusamur faðir og húsfaðir, og veitti heimili sínu beztu umsjón; hagur vel á trje og járn; skemmt- inn og alúðlegur var hann heim að sækja, og veitti gestum sínum hið ríkmannlegasta; að vísu hneigðist hann nokkuð til víns á etri árum, en brúkaði pað flestum betur, sjaldan eða aldrei sjer til vansæmdar. Svo má að orði kveða, að gæfan fylgdi Jóni sál. til grafar, og pað svo að ellin með annmörkum sínum vann litið svig á honum, pví allt til síðustu lífsstunda naut hann heztu heilsu, lítt skertra sansa, vin- sældar og virðingar af öllum, sem viðhann kynntust; einnig nægilegrar auðlegðar, sem

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.