Norðanfari - 30.10.1879, Blaðsíða 4
— 100 —
óreglu, en einkum ef þau væru svo iðjusöm
og trú sem þeim væri mögulegt, og áinnu
sjer með þvi liylli húsbænda sinna, mundu
þau aldrei þurfa að kvárta um oflágt
kaupgjald“.
Y.: „pað er þó vissulega mikill munur
á kaupi embættismannanna okkar og kaupi
vinnuhjúa. Embættismenn hafa 3000 kr. í
árlegt kaup, en vinnumaðurinn, með því
öllu sem þú reiknar honum í kaupið, 433 kr.
Embættismaðurinn hefir því sjöfalt kaup
við vinnumanninn, en ætla má að báðir
þurfi að lifa bærilegu lífi“.
B.: „Hjer er nú nokkuð óliku saman
að jafna, enda er kaupmunur mikill, og
hefir sumum orðið tíðrætt um þetta háa
kaup, þessa hálaunuðu menn, sem sumir
kalla embættismenn vora. En auðvelt mun
þó að sanna, að embættismaðurinn með
konu og nokkrum börnum, sem búa þarf í
kaupstað þar sem engin grasnyt er hlýtur að
hafa meiri útgjöld en sveitarbóndi sá, er
jeg tók dæmi af áðan, en þau útgjöld voru
tvennar 1300 kr. eða 2600 lcr. það er
vitaskuld, að mikið af útgjöldum þessum
borgast ef embættismaðurinn getnr haldið
bú á góðri jörð, eins og flestir prestar vor-
ir gjöra, en þó virðist eigi ólíklegt, að
presturinn þurfi að hafa hálfu meira kaup
en vinnumaðurinn eða um 900 kr. og meira
hafa sumir prestar eigi haft, en margir
minna. ]pað, er min skoðun að prestar
þeir, er búa á góðum bújörðum, ekki sízt
ef hlunnindajarðir eru, komist langt um
betur af með 900 til 1000 kr. laun, en aðr-
ir embættismenn, er eigi geta haldið bú,
komast af með 3000 króna laun.
1 tilliti til samanburðar á kaupi em-
bættismanns og vinnumanns er það og at-
hugavert, að á sama tíma sem vinnumaður-
inn mcð dugnaði, trúmennsku og sparsemi
getur áunnið sjer laglegan bústofn, og ef
hann hefir fengið hylli góðs húsbónda, einn-
ig hlotið hentugt jarðnæði, á sama tima
safnar embættismanns efnið mikilli skuld
fyrir lærdóm sinn og menntun. þegar hann
nær embætti, er hann því gjarnan í mikið
meiri skuld eða hefir misst langt um meira
fje en vinnumaðurinn græddi á sama tíma.
Enn má gæta þess, að ýtns óhjásneiðanleg-
ur tilkostnaður fylgir embættum mörgum,
er alþýða hefir litla hugmynd um. Jeg á-
lít því vinnumanninn eigi hjáskiptann þó
hann hafi sjöfalt minna kaup en búlaus
embættismaður í kaupstað er sjá þarf um
konu og börn. Allt fyrir það álít jeg eigi
embættislaun í sjálfu sjer of lág, sizt þeg-
ar lítill dugnaður fylgir embættismanninum,
en jeg álít þau heldur ekki of há, þarsem
góðir og gagnsamir embættismenn eiga
hlut að máli, því þá eiga launin meðfram
að vera verðlaun fyrir góða framgöngu,
hlutaðeigendum til verðugrar umbunar, og
öðrum til uppörfunar. J>ví er eins varið
fyrir þjóðinni eins og húsbóndanum, hún
á að liafa nákvæmt tillit með störfum
þjóna sinna og launa þeim eptir verðleik-
um. Hún á ekki að segja: öll ykkar laun
eru of há, og þið hafið ekkert með þau að
gjöra sem gagn er að, þið eruð ónýtir
þjónar og landsómagar, þetta mundi ekki
þykja vel talað af húsbónda til hjua sinna
jafnvel þá ómenntaður væri og lítt siðaður
en því síður er það vel sagt af leiðtogum
þjóðarinnar til embættismanna landsins.
Miklu heldur ætti þjóðin að ávarpa em-
bættismenn sína á þessa leið; Ef þið eruð
góðir og uppbyggilegir embættismenn skal
jeg launa ykkur vel, en ef þið eruð ónýtir
þjónar hafið þið ykkar laun úttekið, og
eigið ekki skilið að heita embættismenn
mínir. |>að væri miklu nær að veita gáfuð-
um menntamönnum meðal alþýðu greiðari
aðgang til opinberra sýslana, sem þeir væru
vel hæfir að gegna, og með því fjölga em-
bættismannaefnum, svo hægt væri að velja
ur þeim þá beztu, heldur en að þurfa að
gjalda ónýtum embættismönnum. En allir
embættismenn vorir meðal þeirra „hálaun-
uðu“ eru ekki ónýtir þjónar, vjer verðum
að finna ráð til að gjöra þeirra rjettan
mun, það er betra en að sjá eptir bitanum
ofan í þá, sem unnið höfðu fyrir honum,
eða líklegir eru til að gjöra það, ef kosti
þeirra eigi er þröngvað“.
V.: „f>að getur nú verið að óliku sje
saman að jafna, embættismanninum, og
vinnumanninum, en víst er þó það, að
reynslan sýnir að kaup hjúa eigi nægir td
þess, að þau geti byrjað búskap, eða stað-
ið í þeirri stjett svo mynd sje á“.
B.: „ Jeg gat þess áðan, að mest væri
undir því komið hvernig með væri farið;
|>etta á við um allar stjettir. J>að er
margföld reynzla fyrir því, að vinnumaður
og vinnukona geta í sameiningu gefið með
einu barni eitt hundrað á lardsvísu eða 66
kr. á ári, og þar að auki fengið fullan
klæðnað, Ef hjú þessi voru barnlaus gætu
þau á 10 árum dregið saman 660 kronur
auk fatnaðar, fyrir þetta fje geta þau keypt
nokkurn bústofn, svo sem 1. kú, 2 hross,
20 ær, rún) og nokkra búshluti, auk þessa
geta þau áv&xtað kaup sitt jafnótt og það
greiðist, og aukið það enda öðrum að baga-
lausu einkum með dyggri þjónustu og trú-
raennsku, sem flestuin mun drjúgust til
hamingju og gróða.“
Y.: „Ekki get jeg nú samt skilið í þvi
að lausamennirnir hafi eigi meira upp úr
atvinnu sinni en vinnumennirnir, þeir mega
lifa svo fritt, og vera sínir eigín húsbænd-
ur, þar sem vinnumennirnir þurfa að þrælka
sýnt og heilagt, og geta aldrei verið frjálsir."
B.: „J>arna komstu með það, laxmaður,
þarna sýnir þú menn sem vert er um að
tala. Lausamenn eru optast þeir menn,
sem eigi una yfirriðum annara, en vanta
efni, hyggindi og liamingju til að geta
haldið jörð og bú. J>eir eru flestir liinir
mestu óreglumenn, og ná sjaldan hærra
sessi en þessum valta lausabekk, þeir eru
eiginlega i engri stöðu, og hafa því heldur
ekki nein veruleg rjettindi i þjóðíjelaginu.
En hvað um það, þeir græða máske auð-
fjár á lausamennskunni, já það gætu þeir
máske sumir ef vel væri á haldið, ef þeir
frá því fyrst verður unnið á vorin innu af
kappi hjá bændum að vallarvinnu, húsa-
byggingum, jarðabótum og heyskap m. fl.
gætu þeir á þeim tíma unnið rúmar 200
kr. auk fæðis, og ef þeir síðan hinn tima
árs gætu unnið fyrir fæði og öðru er þeir
með þyrftu er þetta álitlegur gróðavegur.
En fyrir þessu er sjaldan ráð að gjöra.
Á vorin munu þessir sjaldan eiga mikinn
afgang eptir af kaupi sínu fyrir liðið ár, og
má enda vel yfir láta, ef það hrökkur fyr-
ir þörf og óþörf útgjöld þeirra“.
V.: „Mjer sýnist þá rjettast að við hætt-
um þessu tali, og skal jeg fara til þín næsta
ár, má vera það hafi eins góðar afleiðingar
fyrir míg eins og lausamennskan“.
B.: „Ef þú reynist trúr yfir litlu munt
þú verða settur yfir meira, og jafnvel yfir
meira en lausamaðurinn og embættismaður-
inn“.
Frjettir.
Veðuráttan hjer norðanlands var næstl. surn-
ar yfir allan lieyskapartímann hin hagstæðasta,
svo þó að grasvöxturinn væri sumstaðar lítill
þá heyjaðist furðanlega vel og heyin með beztu
nýting. Hausttíðin, að stöku dögum undan-
skildum, hefir og verið æskileg, einkum frá
því um miðgöngur til hins 11. þ. m. að þá
kom norðanátt, sem dyngdi niður miklum
bleytusnjo, svo að víða varð jarðskart og sem
hjelzt við til þess fyrir og um næstl. helgi,
að hjer kom bezta hláka, svo að víðast í
byggðum varð öríst. Fiskafli hefir hjer í
sumar opt innfjarðar verið með minna móti
nema þá síld hefir verið til beitu og nú ný-
loga aflaðist og ralc nokkuð af kolkrbba. —
Ejárílutningaskipið «Camoens» frá Skotlandi,
fór hjeðan 26. f. m., með 2,302 sauði. Skot-
ar borguðu þá rýrustu með 18 en meðallags
20 og hina vænstu 22 krónum. Sauðir úr
jpingeyjarsýslu þóttu að jafnaði vænstir, eink-
um af Hólsfjöllum. 11. þ. m. hafði «Ca-
moens» farið með frá Seyðisf. 2,360 sauði.
Með «Camoens», fóru hjeðan sem farþegjar,
herra kaupstjóri Tr. Gunnarsson, sjera Arni
Jóhannsson frá Glæsihæ og ungfrú Laufey
Bjarnardóttir frá Laufási. — Fjártökuskipin
«Hertlia» og «Rósa» lögðu hjeðan heimleiðis
14. og 15. þ. m., bæði með hlaðfermi og þar
á meðal 1599 tunnur af kjöti. Fje reyndist
í liaust í meðallagi á hold, en rýrt á mör.
Fjártökuprísar urðu hjer á fieirstum höfnum
norðan- og austanlands líkir. Með «Hertliu»
tóku sjer far Sveinn Sveinsson búfræðingur
og Magnús gullsmiður Jónsson, er á heima
lijer í bænunr og með «Rósu» Gunnar Ein-
arsson frá Kesi í Höfðakverfi. — J>á er aust-
anpóstur kom hingað 23. þ. m., frjettist að
líkt tíðarfar hefði verið eystra í liaust og hjer en
áfellið þó minna. Hlaðfiski var í þ. m. á Vopna-
firði og gnægð af hafsíld og kolkrabba til beitu
og á Seyðisfirði fjarska afli hjá norðmönnum
af síld, þá var og kominn á Eskifirði mikill
afli af síld og fiski; góðu-r fiskafli er ogsagð-
ur í öllum veiðistöðum hjer norðurundan þá
gefur.
Að áliðnu í sumar og liaust gekk hjer
yfir inegn kvefsótt og í stöku mönnum lungna-
bólga. Engir nafnkenndir ljetust samt svo að
vjer liöfum lieyrt, nema hinn valinkunni
heiðursmaður, jarðaeigandi |>ervaldur Sigíússon
á Dalabæ í Hvanneyrarsókn, sem kominn
var yfir sjötugt; hann var meðal hinna efnug-
ustu bænda lijer norðanlands. Einnig er
látinn (4. þ. m), hinn þjóðkunni gáfu- og
merkismaður Snorri Jónsson, dýralæknir í
Papey í Geithellnahrepp í Suður-Múlasýlu,
rúmt þrítugur að aldri; liann hafði lengst af
í sumar verið veikur og rúmfastur fyrst af
gigtfeber og síðan lungnabólgu, er leiddi
hann til bana.
Auglýsingar.
J>eir prestar eða kirkjuráðendur, sem
kynnu að panta hjá mjer altaristöflur fram-
vegis, bið jeg vmsamlega að láta mig vita
það hið allra fyrsta, þar jeg þarf mjög lang-
an tíma til að búa mig út með efni og á-
höld einneiginn stendur lengi á að gjöra
þær.
Völlum í Svarfaðardal 23. okt. 1879,
A. Gíslason.
— Hver sem með sönnun getur leitt sig
eiganda að hvítkollóttri á, á annan vetur,
með mínu fjármarki, er mjer var dregin í
haust optar en einu sinni, verður fýrir næst-
komandi nýár, að semja við mig um fyrir-
höfn á herini m. m. og borga auglýsingu
þessa.
Hvammi í Möðruvallakl. sólcn 21. okt. 1879,
J>órður Sigfússon.
Rauðblesóttur hestur, fimm vetra gamall,
heldur lítill vexti, með marki sem vjer óljós-
lega munum, hvarf 28. sept. frá Öngulstöðum
í Eyjafirði, og er finnandi beðinn að skila
honum þangað gegn sanngjarnri borgun.
Sunnudaginn í 15. viku sumars, fannst
á veginum, millum Borgar og Blómsturvalla
í Glæsibæjarhrepp, nýlegt borðalagt undir-
teppi, sem eigandi getur vitjað á skrifstofu
Nf. mót fundarlaunum og borgun fyrir aug-
lýsingu þessa.
Valgerður Sigurðardóttir,
í húsi Hansar Guðjónssonar á Akureyri.
— Nálægt veginum skammt fyrir framan
Alcureyri, hafa fundist reiðbuxur og reið-
beizli, sem rjettur eigandi má vitja hjá Bjarna
Jóhannessyni á Akureyri í húsi Frb. Steins-
sonar.
Eigandi og ábyrgðarm.: Rjörn Jónsson.
Prentsmiðju Norðanfara. B. M. Stephánsson