Norðanfari


Norðanfari - 20.12.1879, Blaðsíða 3

Norðanfari - 20.12.1879, Blaðsíða 3
— 119 livað djúpar rætur hún er lbúin að festa hjá oss. Honum finnst að enginn af' peirn, sem að undanförnu hefir ritað um ráð við of- drykkju, haíi að gætt af hvaða rótum hún er runnin, og liafi pví elcki bent á einka ráðið, sem hann segir áreiðanlegt, og hljóti að duga, og pað er — segir hann — «vaxandi pjóðmenntun. — En helzta orsökin til pess, að enginn hefir að undanförnu kennt petta ráð Húnv. við ofdrykkju, mun að öllum líkind- um sú, að flestum mun vera kunn sú sorg- arsaga : »a ð m e n n t u ð u , g á f u - o g snildarmennirnir, sem hafa næma tilíinningu fyrir hinu góða og fagra, falla fyrir töfravopnf óvinarins, Bakkusar, engu síður en ósiðuðu einfeldningarnir.« Já, að hugsa um ófdrykkju prestanna er gremju- legra enn svo, að pað taki nokkrum tárum; en sjálfsagt dettur engum í hug að afsaka pá með menntunarleysi. |>etta hlýtur Húnv. , að játa, að er satt, og urn leið, sannfærast um, að menntunin er ekki áreiðanlegt með- al gegn ofdrykkju. Nei, pað er öðru nær, pví <stór sár purfa mikla græðslu«. En pað er satt, að ofdrykkjan er innvortis sjúkdómur, sem á rót sina í »breyzkleikanum», sem jafn- ap meira og minna, og með ýmsu móti loð- ir við oss mennina, hvort sem vjer erum menntaðir eða ómenntaðir, og hvort sem oss íinnst að vjer sjeum stórir og sterkir á svell- inu, eða veikir og valtir, í próttleysi viljans til að hafna stopulli stundar gleðí, eða peim svikula raunaljettir, sem BakkuS veitir vin- um sínum. En pó pað liggi í augum uppi, áð pjóðmenntunin er allt annað, enn «sár- heitta vopnið á Bakkus«, neitar víst enginn skynsamur maður ágæti hennar og nauðsyn; og pað er sannarlega eigi um skör fram, að Húnv. kvartar um skort á alpýðu menntun og menntunarstofnunum lijer á landi, og öllu pví hága sem af slíkum skorti leiðir, einnig skorti á saklausum og upplífgandi skemmt- unum. Og hvað mun valda pví, að svo fá- ar menntnnar stofnanir eru hjer á landi? Skyldi pað ekki helzt vera skortur á pening- um? pví peir eru og verða ætíð afl peirra hluta sem gjöra skal. En væri pví mesta af öllum peim púsundum króna, sem út af pessu fátæka landi fara fyrir áfenga dryklti — pjóðinni til óheyrilegs tjóns og ósóma, — varið til að hæta úr pjóðmenntunar skorti, og til annara góðra og nytsamra fyrirtækja, einnig nokkru til saklausra, upplífgandi og menntandi skemmtana, pá mundi margt fá annað útlit en pað nú hefir hjá oss, og mun ohætt að fullyrða, að enginn sannur mann- vinur, enginn sannur íslendingur, mundi pá harma fráfall Bakkusar. Á meðan pað cr elcki lögum hundið, en sem vjer vonum að verði innan skamms: að «áfengir drykkir verði ekki lengur algeng verzlunarvara á Isíandi», pekkjum vjer enn, sem fyrr, ekkert áreiðanlegra meðal gegn of- drykkju enn bindindi, ef kröptug samtök væru iviðhöfð, Góður tjelagsskapur hlýtur að hafa góðar afleiðingar, og dýpri og sælli má sú gleði vera, sem trúum bindindis fjelagsskap fylgir, heldur en hin, sem fæst fyrir ómet- anlegt verð hjá vínguðinum. f>að er auðsjeð, að Húnv. skoðar og út- listar bindindið frá hinni dimmu liliðinni, einkum í frelsislegu tilliti, pó er augljóst, að ekki dugar að pvinga neinn til að segja skil- ið við Bakkus, og pað er heldur ekki gjört, peir sem ganga 1 hindindi, hvort sem pað eru reglu- eða óreglumenn, liljóta að gjöra pað með sínum eiginn frjálsa vilja, vegna pess peir vita, að peir með pví, gefa af sjer gott eptirdæmi, komi miklu góðu til leiðar, en í veg fyrir ótal margt illt og óguðlegt, og petta finnst oss vera hin ijetta notkun skynsemi og mannfrelsis, og hin rjetta rót sannrar manndyggðar, eða finnst ekki Húnv. pað líka? Að líkja bindindis tilraunum við pað, pá risið er upp í fáti til að taka voða frá hörnum á ekki við. J>eir sem stofna bindindisfjelÖg, gjöra pað víst með yfirlögðu ráði, og íhugun pess: að margir peir, sem komnir hafa verið til vits og ára, hafa sært hæði sjálfa sig og aðra, banvænu sári vegna pess, peir að ópörfu Ijeku sjer að voðanum. J>að er eptirtektavert, — segir Húnvetn- ingurinn —-, að enginnaf peim »mestusann- leiksvottum sem uppi hafa verið, heíir kraf- ið eða ráðlagt almenningi hindindi áfengra drykkja« o. s. frv. Jeg leyfi mjer pá að minna bæði Húnv. og aðra, sem hafa hag- nýtt sjer pessa sömu afsökun á: að peir mestu sannleiksvottar sem uppi hafa verið, lifðu og dóu á austurlöndum, par sem vínið hafði síður skaðlegai^ verkanir, en pað hefir hjer á Norðurlöndum, en hefði pá verið á Austurlöndum jafnmikil pörf á hindindi á- fengra drykkja, eins og nú er orðin hjá ís- lendingum, mundu pessir sannleiksvottar ekki hafa aptrað mönnum frá að stofna bindind- isfjelög, pað getur hver kristinn og heilvita maður skilið. J>að hefir lengi viðgengist í heiminum pegar átt hefir að koma einhverju góðu til leiðar, hafa pví einatt mætt tálmanir, en sár- ast er, pegar slíkar tálmanir koma úr peim áttum sem sízt skyldi. En góðir landar! sem unnið hinu saiina frelsi, hugleiðið: að án haráttu fæzt enginn sigur. Látið ekki illgresið standa (hvað sem Húnvetningnum kann að sýnast í pví efni), heldur reynið með iðni og atorku að upp- ræta pað, i vissri von um, að fyrir pað sama muni akur dyggðaog farsældar, hlómgast og hera margfaldan ávöxt — og pá hafið pjer sannarlega ekki unnið fyrir gýg. Kona í Eyjafirði. t Helga ]>órarinns(lóttir. Hví er svo pögult í blómlundi blíðum? brotin harpan er söngdýsin sló. Hví drunar náhljóð í dimmbleikum hlíðum? og dettur sú eikin sem lengi var frjó. Hví er svo vosköpum hart niður raðað? heimilað dauðanum stundlegt allt fjör, alvalds að boði sem aldrei fær skaðað, ætlar hann lífinu dýrðlegri kjör. Hljótt er nú orðið í blómdalnum blíða, burtu er svalan er skemmti vel pjóð, pögnuð er raustin hin fagnaðar fríða, fjötruð er helböndum skáldkonan fróð; Helga J>órarni hugsvinnust getin húsfreyja aldin, að ljóðasnild kunn, hún var af sjerhverjum manni vel metin, mærum sem teigaði vísdóms af brunn. Eðallýnd, lieiíráð og inndæl við lýði, ástkærust móðir hjúum nærgæt, hún var sannkölluð heimilis prý,'>, hreinlynd og trúföst í raunum ágæt, studdi vel ektamann, studd drottins anda, studd af rjettsýni, góðfýsi. dáð, studdi opt meðbræður stadda i vanda, studdi með trúrækni gjörvallt sitt ráð. Hvað stoðar langort í ljóðum frá greina listum er prýddu hið andaða vif, eða með grafrúnum útmála reyna, innföllin hðfleyg 0g hugmynda líf, Ijóð hennar djúpsæu láðs búar geymi, í lofsverðum heiðri uiú snæpakta fold, minningin bergmálar munar í heimi, mannorðið lifir pó dáið sje hold. 8. 13. Frjettir innlendar 5. p. m. kom póstur að austan hingað, sem er nú pessa ferð Benedikt Jóhannesson frá Fornastöðum í Fnjóskadal, er Stefán póstur hefir fengið fyrir sína hönd; hann var með St. í fyrra og reyndist ötull og á- reiðanlegur maður. Helztu frjettir að aust- an eru pessar: Úr brjefi úr Fáskrúðsfirði 13. október p. á «J>að er nú ekki langt siðan að 5 skút- ur Færeyinga og 5 enskar fóru hjeðan, og pó peir ensku hafi óneitanlega annarstaðar sýnt af sjer hrekkjapör, pá eru pað ekki peir, sem hjer liafa verið á meðal peirra síðar- nefndu, er merkismaðurinn Charles Henrilr Wolncíus frá Grímshæ á Englandi, sem kom- ið hefir hingað um nokkur ár og sýnt fólki hjer einstalcar góðgjörðir, rausn og hjálpsemi. Öðru máli er að skipta um Færeyinga; peir hafa haft hjer 10 háta úthúna með línum, og lagt fyrir utan Fáskrúðs- og Stöðvar- fjörðu og stýflað inngöngu aflans á firðina. J>eir hafa og sótt fast sjóinn, enda hafa peir ekki haft annað að stunda. J>eir voru hætt- ir að róa fyrir nokkru og biðu pví hjer eptir leiði, penna tíma notuðu peir sjer til pess að byrgja sig með heilum báta förmum af trjáviði úr franska herskipinu, sem strandaði hjer í vor og 'eptir var af. J>að var annars siður peirra á snnnudögum, að koma heim á bæi til að snýkja sjer út góðgjörðir, en kæmi menn fram til peirra, pá var lítið um greið- ann, sllkir ódrengir eru peir.» Úr brjefi úr Eskifirði dag 22. nóvember. «Ormakorn Tuliniusar mun nú að mestu eða öllu útselt, mest af pví mun hafa farið fyrir 14 kr. 200 pd., menn láta annars dável af pví (flestir hafa keypt pað sem gripafóður, en líklega slæðst nokkuð af pví ofan í liina æðstu gripi, mennina), telja pað hveitimikið. J>egar áleið fór ormurinn úr pví, hann var eins og Melur að sjá, hvítur á lit, með rauð- um díla um haus, hjer um puml. á lengd og á við mjótt seglgarn á digurð, og held jeg sje óhætt að fullyrða, að hálftunna mæld af pessu korni. hafi vegið yfir 100 pd., og var pó lítið sem ekkert af maðki orðið eptir í pví.» Úr brjefi að austan dag 23. nóv. 1879. «Jón á Borgargarði í Geithellnahrepp í Suðurmúlasýslu, merkismaður, rnissti dreng 13 ára gamlan, sem lijet Níels og passa átti vindmylnu föður síns, en vindmylnan varð nú drengnum að bana, er atvikaðist pannig, að hann gekk í mylnuna, en hvassviður var, syst- ir hans, sem var úti, sá að mylnan stansaði allt í einu, stúlkan og móðir hennar gengu pegar í mylnuna, sáu pær bá að drengurinn var hengdur í hálsúeti sínu, með pví móti að endarnir af pví höfðu flækst inn 1 mylnuna. Aður höfðu foreldrar pessa drengs misst 2 sonu sína, er báðir höfðu drukknað. Annah sorgar atburðinn bar að á Krossi í Mjóaíirði, sem leiddi af pví, að par kom inn á fjörð- inn mikið af síld, er fyllti par djúpan vog millum tveggja bæja og fólk pyrptist að til pess að ausa upp síldinni og nieðal annara 2 drengir frá Krossi, annar 16 til 17 ára er lijet Einar, en liinn yngri, faðir peirra hljóp til næsta hæjar, að fá par net til pess að girða fyrir voginn svo síldin misstist ekki aptur út, vildi pá svo til, er Einar hljóp par cptir hallfleyttri klöpp, sem hálka var komin

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.