Norðanfari - 20.12.1879, Blaðsíða 4
— 120 —
á af síldinni, og hinn yngri liljóp pegar a
eptir og greip snöggt í E. svo að hann, sem
á undan var, missti fótanna og hrökk fram
af klöppinni og ofan á síldartorfuna í vogn-
um, en pá fleygði yngri bróðurinn sjer ofan
á hinn, en torfan var svo pykk að hún hjelt
hinum eldri uppi, en pegar punginn af hin-
um yngra bættist við tóku báðir að síga dýpra
niður; en maður, sem Gfísli heitir, mesta
snarmenni, kastaði til peirra streng og skip-
aði yngra drengnum að taka í hann og hin-
um aptur í fótinn á honum, en pa slitnaði
strengurinn af punga peirra beggja, pá tók
Gísli aptur annan streng bjó til lykkju á
hann og kastaði til pess yngra, svo að hann
náðist lifandi, kastaði Gisli pá enn strengn-
um fyrir fótinn á Einari, en lykkjanslapp af
fætinum og drengurinn drukknaði pegar.
Móðir drengjanna var sjónarvottur pessa hörmu-
lega atburðar.
Ur brjeii úr Seyðisfirði, d.23. nóv. 1879.
«Norðmenn hafa víst aflað hjer yfir8000
tunnur af síld; og er pað ekkert smáræði, og
par að auki hafði dáið svo púsundum skipti
í nótunum, en slíkt ætti eigi við að gangast
framar. J>að ætti að vera óhjásneiðanleg
skylda peirra jafnan að hafa næg ílát og á-
höld, svo að peir pyrftu ekki að myrða síld-
ina pannig að ópörfu og engum til nota.
Færeyingar koma nú hingað á hverju sumri,
og halda hjer út bátum sínum, en slíkt ætti
ekki að leyfast peim. Ef peir vilja róa hjer
pá ættu peir að róa á bátum vorum eða peir
að vera háðir eínhverri ískyldu til vor eða
hins opinbera. Jafnharðan fjölga hjer purra-
búðir og bátar.»
Úr brjefi úr Keyðarfirði dags. 26./n 79.
»Haustið og pað, sem af er vetri, má
heita að hafi verið öndvegistíð, pur og aldrei
stórviðrasöm, frostalítil og höfuðátt suðvestur
og vestur. Ekki má heita að snjó hafi fest
enn í byggð, og autt og svellalaust upp á
tinda. Fje gengur pví allt úti enn, og ber
ei á fári að heita megi. Yatnssótt með
meira móti. Afli hefir verið með minna móti
í Reyðarfirði í sumar fyr en út dróg að
fjarðarmynninu, j»ar hefir tíðast verið hlað-
fiski er síld var til beitu. Síld mun lítil hafa
gengið í Reyðarfjörð, en aptur ógrynni á
Norðf., Mjóaf. og Seyðisfjörð.
Sagt er að Norðmenn par, hafi fengið alls
(í haust mest) 10,000 tunnur síldar. Tvisvar
hefir skip komið til að sækja síld pangað og
von á pví enn einu sinni eða tvisvar.
í Mjóafirði drukknaði maður í haust við
síldarveiði; hann hrökk fram af klöpp og
varð ei bjargað. I gær kom haustskip Tuli-
niusar kaupmanns fyrst. frá Höfn «Sophie»,
hlaðin ýmsum vörum. Eru fá dæmi pess að
skip hafi komið hjer jafn seint. Kornlaust
mun hafa verið að kalla í báðum verzlunum
hjer áður, nema máske mengun af ormarúg,
er Tulinius var svo óheppinn að fá upp í
sumar. |>ann Túg hefir hann mestan selt
fyrir 14 kr. tunnuna o: 200 pd. Hefir pað
víst mátt heita allgott kaup, par rúgurinn
virðist að vera fallegur og lítt skemmdur, og
minna en úr var gjört, er fyrst frjettist um
orminn í korninu. Heyföng urðu mjög rír j
víðast hjer í ár, sökum grasbrests. 1 Hjeraði j
bera peir sig illa yfi'r ormi ekki einungis í j
slæjum heldur og högum, og telja sumstaðar ;
rítbeit ónýta fyrir pá sök. Engir dánir nafn- ;
kenndir. Heilsufar yfir höfuð all gott.
Úr brjefi úr Seyðisfirði d. 27. nóv. 1879.
«Hjeðan er eigi annð en gott að frjetta,
sumarið var reyndar mjög kalt og votviðra-
samt, heyaði lítill og nýting heldur slæm;
haustveðrátta hefir verið hin bezta, staðviður,
frostleysur og ekkert snjófall. Eiskafii var
með minna móti í sumar, aptur í haust upp-
burður af stórum fiski og pað jafnt inn í
fjarðarbotni; enn pá er mikill afli úti í fjarð-
armynni. Síld kom eigi inn í fjörðinn til
muna fyrri en í byrjun októberm., en pá
fyllti svo alla voga og víkur af henni, að
Norðmenn hafa aldrei aflað svo mikið sem nú,
er talið að peir sjeu búnir að fylla nálægt
8000 tunnur. Gufuskip frá Björgvin hefir
sókt til peirra tvær hleðzlur (1700 tunnur
í hvert sinn), er von á pví eina ferð enn. í
dag kom hingað stór Skonnorta frá Mandal».
Fundaboð.
— Aukafundur í hinu Eyfirzka á-
hyrgðarfjelagi verður haldinn á Akureyri
í veitingahúsi herra L. Jensens priðjudag-
inn pann 27. næstkomandi janúarmánaðar
kl. 10 f. m. , til að útkljáhvert breyta skuli
fjelagslögunum samkæmt uppástungu peirri,
sem gjörð var á aðalfundi fjelagsins p.
12. síðastl. mán. :að ábyrgðargjald-
iðafskipunum skuliframvegis
v e r a 3% afpeirri upphæð, sem
i ábyrgðer framaðlé. júlíog
V//0 viðbót fyrir hvern hálfan
mánuð, sem skipið erí ábyrgð
e p t i r p a. n n t i m a til 14. s e p t e m-
b e r; e ð a til vara að gjaldið sje
minkaðum priðjungúrpví sem
pað hefir veríð, pannig: að 3%
sje goldið af ábyrgðarupphæð-
i n n i t i 1 14. j ú 1 i og 1% eptir pann
tímatil 14. sept., hvort skipinu
e r h a 1 d i ð 1 e n g i eða skammt úti
á pví tímabili.
Fleíri fjelagsmál munu verða borin fram
og rædd á fundinum.
Akureyri, 16. desember 1879.
Fjelagsstjórnin.
Hjer með leyfi jeg mjer að skora á
sjávarbændur og útvegsmenn kringum Eyja-
fjörð að eiga fund með mjer á Akureyri,
priðjudaginn p. 27. janúar næstk. kl. 6 e.
m. 1 húsí. veitingamanns L. Jensens, til að
ræða um og semja fastar reglur viðvíkjandi
fiskiveiðum á bátum og piljuskipum hjer
við Eyjafjörð, ákveða veiðistöðvar, og ann-
að sem hjer að lítur.
það er vonandi að fundur pessi verði
fjölmenntur par ekki allfáir af peim, sem
hlut eiga að máli, hafa látið i ljósi við mig
álit sitt um pað, að nauðsyn beri til að breyta
ýmsri tilhögun við útveginn frá pví sem nú
er og afnema ýmsan gamlann og rótgróinn
óvana, sem viðgengist hefir ef útvegurinn
eigi að geta borið kostnað pann, sem hann
heíir í för með sjer, og ekki eyðileggja eig-
ur peirra sem hann stunda; en petta getur
að eins orðið með eindregnum og abnenn-
um fjelagsskap og samtökum útvegsmanna.
Akureyri 16. desember 1879,
Eggert Laxdal.
Samkvæmt ályktun peirri, sem gjörð
var á fundi „Framfarafjelags Ákureyr-
arhúa“ p. 29. f. m. leyfum vjer oss hjer
með að skora á stjórnarnefndir hinna ann-
ara Framfarafjelaga, sem pegar eru stofn-
uð kringum Eyjafjörð, að eiga fund með
oss á Akureyri mánudagirm p. 26. janúar
næstk. kl. 10 f. m. í húsi herra veítinga-
manns L. Jensens til að ræða um :
1. Hvert fjelögin vilji ekki í
samemingu gangast fyrirað
á komanda sumri verði hald-
in sýning í Eyjafirði á skepn-
um, afurðum, iðnaðarvöru o.
fl., og verði pað sampykkt, pá að á-
kveða hið helzta um fyrirkomulag sýn-
ingarinnar, á hvaða stað og á hvaða
tima hún skuli haldin, hvert leita skuli
styrks af sýslusjóði og landssjóði tíl að
bera kostnaðinn, og kjósanefnd manna
til að undirbúa sýninguna og stjórna
henni.
2. Hvert fjelög pau, sem pegar eru stofn-
uð í hinum ýmsu hreppum, ekki vilja
ásamt fjelaginu hjer sameina sig í
eitt lijeraðsfjelag, að einhverju leyti
t. d. i pví að koma á parflegum fyrir-
tækjum, sem eru of kostnaðarsöm fyrir
einstaka menn eða einstakar fjelags-
deildir, o. s. frv.
Ajer leyfum oss einnig að skora á
sýslunefndarmennina og aðra beztu menn í
peim hreppum hjer við Eyjafjörð, par sem
framfarafjelög eru ekki enn stofnuð,
að eiga fundi með hreppsbúum sínum og
annaðhvort leitast við að peir stofni fjelög
hjá sjer, eða ef pað ekki getuí orðið pá:
að kosnír sjeu menn, einn eða fleiri úr
hreppunum er mæti á fundunum til að skýra
frá undirtqktúm og bera fram tillögur sveit-
arbúa sinna viðvíkjandi sýningunni.
Akureyri, 16. desember 1879.
Stjórnarnefnd Framfarafjel. Akureyrarbúa.
Auglýsingar.
— í Presthólahrepp var á næstliðnu
hausti, seldur hvitur sauður 2—3 vetra,
með óglöggu marki: sneitt framan, biti apt-
an hægra, sneitt aptan biti fr. vinstra.
Hver sem með rjettu getur sannað sauð
pennan eign sina, vitji andvirðis hans til
undirskrifaðs, að frádregnum kostnaði.
Grjótnesi 26. nóvemb. 1879,
G. Jónsson.
— Óskilakindur seldar í Helgastaða-
hrepp haustið 1879.
1. Hvítur hrútur, veturgamall, mark: Sneitt
aptan bægra, vagl aptan biti framan
vinstra. Brennimark SiGÖ.
2. Hvítur lambhrútur. mark: Sneítt apt.
biti fr. hægra, stýft, fjöður fr. vinstra.
3. Hvitur lambgeldingur, mark: Sneiðrif-
að fr. hægra, sneitt aptan vinstra.
4. Hvít lambgimbur , mark: Sýlt, biti fr.
hægra, stúfrifað, biti fr. vinstra
5. Hvít lambgimbur, mark : Sýlt, biti apt.
fjöður fr. hægra, tvístýft apt. vinstra.
Auðnum í Laxárdal 28. nóvember 1879,
Benedikt Jónssson.
giSgJT* Hjer með gefum vjer undirskrifaðir
öllum skiptavinum vorum til vitundar, að
vjer vegna annríkis um nýárið , ekki getam
gegnt neinum verzlunarerindum, eða opnað
búðir vorar frá nýársdegi til mánudags 12.
janúar.
Akureyri og Oddeyri 8. des. 1879,
E. E. Möller. J. Y. Havsteen. Eggert Laxdal.
— Fjármark Jóns Fr. Guðmundssonar
á Grjótnesi í Presthólahrepp : tvístýft fr.
hægra, sneitt framan vinstra.
Fjármark Jóhannesar Jónatanssonar á
Hörgsdal í Skútustaðahrepp: Stýft hægra
biti aptan, hvatrifað vinstra. Brm.: Jóh. Jt.
— Norðurlandspóstur er enn ókominn
kl. 10 f. m. pann 20.
Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson.
Prentsmiðju Norðanfara. B. M. Stephánsson.