Norðanfari


Norðanfari - 30.01.1880, Blaðsíða 4

Norðanfari - 30.01.1880, Blaðsíða 4
— 16 — Fundarlialíl og frjettir. Samkvæmt fundarboðun frá stjórnar- nefnd „framfarafjelags Akureyrarbúa,“ var. almennur fundur haldinn 26. þ. m. á Ak- ureyri. Fundarstjóri var Eggei't umboðsna. Gunnarsson. Fundur pessi var vel sóttur og fjölmennur. Mál pau er til umræðu komu á fundi pessum voru: Um almenna gripasýning fyrir Eyjafjarðarsýslu. Mál þetta var ýtarlega rætt. og var sú ályktun gjör á fundinum, að stefnað skyldi til almennrar sýningar, sem allir lireppar Eyjafjarðarsýslu gætu tekið þátt i, einnig eptir ósk einn lireppur úr þingeyjarsýslu , og jafnvel skyldi fieiri hreppum 1 Suður-Jpingeyjarsýslu gefinn kost- ur á að taka pátt í sýning pessari. Sýn- ingarstaður var ákveðinn að skyldi vera á Oddeyri og sýningin framfara 8. júní p. á. A sýningunni skal sýna: sauðfje, kýr, hross, tóvinnu, smíðar og ýmislegt fleira. Yerð- laun skyldi veita eptir nákvæmari ákvörð- unum síðar. f>eir Eggert Gunnarsson, Egg- ert Laxdal og Skapti Jósepsson, voru kosnir i nefnd til pess að rita sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu bænarskrá um að veita fje til sýningarinnar af sýslusjóði, og áskorun um að hún styddi mál petta og yrði pví hlynnt, og veldi pá menn er henni pætti par til hæíastir að undirbúa sýninguna og standa fyrir verklegum aðgjörðum hennar. Einnig að hún leitaði stvrks úr landssjóði til fyr- irtækis pessa. Hið annað mál er til umræðu kom á fundi þessum, var um sameiningu hinna svo nefndu framfarafjelaga í Eyjafirði. Ept- ir ýtarlegar og skarpar umræður var sú á- Jyktun gjör, að eitt framfarafjelag skyldi stofnað fyrir Eyjafjarðarsýslu, en hin smærri fjelög, sem pegar eru stof'nuð i nokkrum hreppum sýslunnar og Akureyrarbæ, skyldi standa undir yfirstjórn aðalfjelagsins, og í peim hrefipum setn fjelög enn ekki eru stofnuð, hjetu peir menn er á fundinum voru, fylgi sínu til pess að slík fjelög gætu myndast. J>eir síra Arnljótur Olafsson, Davið prófastur Guðmundsson, Eggert Gunnars- son, Eggert Laxdal, og Emar alpingism. Ás- mundarson á Nesi voru kosnir i nefnd til pess að seinja frumvarp til laga fyrir fram- farafjelag Eyjaíjarðarsýslu, og liinna smærri fjelaga. Frumvarp petta skyldi nefndin hafa fullgjört og lagt fram á fundi er á- kveðið var að haldinn yrði 7. júní næst komandi. Áustanpóstur kom hjer til bæjarins 26. p. m. Úr brjefum af Austurlandi er að frjetta hina sömu öndvegistíð i allan vetur, eins og verið hefir hjer um sveítir norð- an Yxnadalsheiðar. A nýársdag gjörði hrið mikla par eystra og setti niður snjó töluverð- an, einkum suður í Breiðdal og víðar, hvar skepnur fenntu. Bráðafár í sauðíje hefir töluvert gjört vart við sig í vetur í Múla- sýslum, hefir pað drepið margt fje t. d. á Val- pjófsstað um 60 og á einum bæ í Reyðarfirði fjórða hluta fjárins. Skepnuhöld að öðru leyti góö. Engin sjerleg veikindi hafa geng- ið par eystra, en pó látist nokkuð af iólki úr ýmsum kvillum. Aflalaust var nú sagt á Austfjörðum. — Hinn 21. þ. m. gjörði hjer við Eyja- f'jörð aftaka mikið veður af suðvestri, skemmdust liús á nokkrum stöðum; báthr 2 í Svarfaðardal og 1 i Glæsibæjarhrepp fuku svo ekkert sást eptir af, fleiri bátar brotn- uðu. þilskipið „Pólstjarnan“, er stendur á- samt fleiri skipum á Svalbarðseyri, fauk á hliðina og brotnaði við pað annað mastrið í henni. Eigi höfum vjer enn haft spurn- ir af að fleiri skaðar hafi orðið að veðri þessu. Mannalát. t Að aptni 5. p. m. andaðist að Hólm- um í Reyðarfirði, prófastur sjera Hall- grímur Jónsson. Hann var fæddur 16. ágúst 1811, útskrifaður úr skóla 1835; tók próf í guðfræði við háskólann 1840. Giptist 3. okt. s. á. Kristrúnu Jónsdóttur prests og riddara á Grenjaðarstað. Var veitt Hólma presta- kall 1840, vígður 1841, og var par prest- ur til dauðadags. Prófastur í Suður- múlasýslu frá 1847—1862. — Jarðarför hans átti að framfara 23. þ. m. + Húsfrú Sigríður Hallgrímsdóttir, kona verzlunarstjóra Sigurðar Jónsson- ar á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, Ijezt 27. des. f. á. úr barnsfarasótt og 29. s. m. hið nýfædda barn þeirra. Hún var almenntálit- in hinn bezti kvennkostur. í vor um hvíta- sunnu höfðu pau lijón misst einkabarn sitt. Systir Sigríðar sálugu hafði í sumar alið tví- bura og dó pað allt, hún átti heima á Víði- völlum í Fljótsdal. Sigríður sál. var jarðsett 14. p. m. — Fyrir páska í fyrra ljezt Árni hóndi Sigurðsson á Skálanesi við Seyðisfjörð hafn- sögumaður, vellátinn maður og gestrisinn — 21. des. f. á. drukknaði unglingsmaður frá Skútustöðum við Mývatn ofan um ís í Ey- vindartjörn par skammt írá. Á næstl. þor- láksmessu varð kvennmaður úti á Skeggja- staðaheiði milli Fellna og Jökuldals. — Ný- dánir voru í Skaptafellssýslu, bændurnir Run- ólfur Sverrisson á Maríubakka, fáðir Sverris steinhöggvara, og Ari Sigurðsson á Reynivöll- um í Suðursveit, báðir með beztu bændum á sinni tíð. — 10. p. m. varð maður bráð- kvaddur á Sljettuhlíðar-vatni milli bæjanna, Fells og Syðstahóls, Gísli að nafni Jorleifs- son bóndi á Syðstahóli. Askorun. Hjer með skora jeg á alla pá, sem frá fyrri árum kunna að hafa hjá sjer bækur úr hinu gamla lestrarfjelagi Langdælinga í Húnavatnssýslu, sem nú er orðið eign Ból- staðarhlíðarhrepps, að skila peim hið bráð- asta til mín eða Kleinenzar Sigurðssonar söðlasnnðs á Botnastöðum. Einnig ef ein- hver kynni að vita hvar bækur úr lestrar- fjelagi pessu væru niðurkomnar, að benda okkur á hvar pað sje. Á saurblaði, eða fremst á öllum hinum vantandi bókum, á að standa númer, og „Bók lestrarijelags Langdæl- inga“. Bergstöðum, 12. jan. 1880. Stefán M. Jónsson, p. t. forseti lestrartjelagsins. Auglýsingar. Eptir að jeg fyrir nokkrum árum síðan ljet birta pað í Norðanfara, að jeg væri hættur að láta meðöl af hendi við pá sem leituðu þeirra til min, hafði jeg um tima að mestu leyti frið fyrir aðsókn með fram af pví að hjer var þá lika settur læknir í sýslunni, en síðan hann fluttist burt hjeðan í aðra sýslu hafa menn að nýju tekið að venja komur sinar hingað þó einna mest siðan i haust og í pessu skammdegi. Af pví að jeg hefi meira ónæði af pessn enjeg er orðinn fær um að þola, en einkum af pvi, að pað eykur svo mjög á gestagang hjer, sem annars er nógur alla tima ársins pó ekki bætist við hann átroðningur af meðala mönnum hlýt jeg hjer eptir undan- tekningarlaust að neita öllum sem fram- vegis kynnu aö biðja mig um meðöl. Grenjaðarstað, 23. desember 1879. Magnús Jónsson. 2. október síðastliðinn tapaðist á Odd- eyri nálægt Lundi vaxdúkskápa dökk með mórauðum vetbngum í vasanum. sem finn- andi er beðinn að skila á skrifstofu Norð- anfara. eða til undirskrifaðs mót sanngjörn- um fundárlaunum. Hrauni, 2. janúar 1880. J. Jónatansson. Marklýsing á ósk’lafje sem selt var í Skriðuhrepp banstið 1879. 1. Hvitbornótt ær vetnrgömnl. mark: Tví- stýft framan biti aptan hægra, hvatrifað vinstra. 2. Hvíthornóttur hrútur veturg.. mark: Heilrifað hægra, sýlt biti apt. vinstra. 3. Hvit.ur lambhrútur, mark: Sneitt og fjöður apt. hæera, sneitt fr, gagnbitað vinsfra. 4. Svartleistótt lamb, mark: Tvístýft og hófbiti fr. hangfjöður og biti apt. vinstra. 5. Hvítur lambbrútur, mark : Stýft gagn- bitað hægra, tvístýft apt. hangfjöður fr. vinstra. 6. Hvítur lambgeldingur, mark: Stúfrifað og fjöður fr. hægra, sneitt fr. vinstra. 7. Grár lambgeldingur. mark: Stúfrifað fjöður fr. hægra, stýft og vaglskorið fr. vinstra. 0. Hvit lambgimbur, marlc Sneitt og fjöður fr. hægra, stýft biti fr. fjöður apt. vinstra. 9. Hvítnr lambhrútur, rnark: Tvistýft fr. fiöður apt. hægra. stýt't vinstra. 10. Hvít lambgimbur. mark: Sneitt apt. hægra.. tvær fjaðrír apt. biti fr. vinstra, 11. Hvit gimbtir, mark: Geirstúfrif. hægra. 12- Hvít gimbur. mark: Tvírifað i stúf hægra, tvístýft fr. fjöður apt. vinstra. 13. Hvit gimbur, mark: Sýlt biti fr. vinstra. 14. Hvitur hrútur veturg.. mark: Sneitt apt. biti fr. hægra, sýlt í sneitt apt. vinstra. Hrauni í Yxnadal, 2. janúar 1880. J. Jónatansson. Óskilakindur seldar í Arnarneshrepp haustið 1879. 1. Hvithornótt ær, mark: Tvístýft framan fjöður aptan hægra, stýf't vinstra. 2. Hvitur lambgeldingur, mark: Tvistýft fr. biti apt. bægra. hamarskorið viristra. 3. Svört lambgimbur. mark: Biti fr. hægra, stýft vaglskora fr. vinstra. Fagraskógi. 21. janúar 1880. Magnús Baldvinsson. Jeg vona að pjer sem enn pá skuldið Magnúsi gullsmið Jói syni látið ekki dragast fram yfir miðjan febrúar næstkomandi, að borga pað til mín. Akureyri, 26. janúar 1880. Páll Jónsson gullsmiður. Vjer undirskrifaðir biðjum alla pá sem vjer nú eigum skuldir bjá. að gjöra svo vel og borga oss þær fyrir miðjan febrúar næstkomandi. Aknreyri, 26. janúar 1880. Páll Jónsson Magnús Berijaminsson gullsmiður. gullsmiður. Eggert Thorlacius skósmiður. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánssen.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.