Norðanfari


Norðanfari - 30.01.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 30.01.1880, Blaðsíða 1
mmm 19. ár. AkureyrL -50. janúar 1880. Nr. 7—8. Aintsráðsfiuidur i Norður- og Austuramtinu, 26. nóv. til 8. des. 1879. (rJíðurl.). 14. Forseti framlagði brjef bæjarfógetans á Akureyrifrá 1. apríl þ. á. , þarsem bæj- arfógetinn lýsir yfir því, í nafni hæjar- sjórnarinnar að Akureyrarbær hvorki geti gjört nje vilji gjöra tilkall til nyrðri stofunnar í fangahúsi því, sem hjer er í bæimm, og hefir amtsráðið ráðstafað þessari stofu til að geyma í henni amts- bókasafnið. 35. Kom.til umræðu 2. brjef landshöfðingja frá 4. jan. og 11. sept. þ. á., þar sem landshöfðingi leitar álits amtsráðsins um pað, hvernig verja eigi vöxtum af styrkt- arsjc"ði handa peim er biðu tjón af jarð- eldi. Tillögur beggja sýslunefndanna í Múlasýslunum um petta efni voru fengnar og hafðar til hliðsjónar. Amtsráðið legg- ur fyrir sitt leyti til í pessu máli, að helmingnum af pessa árs vöxtum sjóðs- ins — en peir eru taldir hjer um bil 800 kr. — sje varið pannig, að búfræð- ingarnir Jónas Eiríksson í Suðurmúla- sýslu eg Guttormur Vigfiíssryi í Norður- múlasýslu, fái hvor í sínu lagi 200 kr. eða báðir til samans 400 kr. til að ferð- ast um, hver í sinni sýslu og leiðbeina mönnum í pví er lýtur að framförum í búnaðarefnum. Amtsráðið vill koma pví til leiðar að í hverri sýslu pessa amts sje einn búfræðingur að minnsta kosti, er ferðist um til að leiðbeina bæhdum og sem sýslan launi sjálf af sínu fje með tiltölulegum styrk úr landssjóði meðan fjo verður veitt til pess í fjárlögunum. J>essi regla er nú þegar komm á í Húna- vatnssýslu og mundi einnig vera komin á í |>ingeyjarsýslu, ef búfræðingur sá er par var ráðinn til pessa starfa hefði eigi andazt á næstliðnu vori. Hinn helming vaxtanna af styrktarsjóðnum á- lítur amtsráðið að í petta skipti eigi að leggja við innstæðuna. En ráðið væntir pess að bráðum opnist vegur til að stofna búnaðarskóla í Miilasýsluimm, og ímynd- ar sjer að pá verði rjeítast að leggja vöxtu pessa sjóðs til viðhalds peirri stofnun. 16. Tbar næst kom til umræðu beiðni frá Jónasi búfræðing Eiríkssyni í Suður- múlasýslu um styrk til að kaupa mæl- inga- og jarðyrkju verkfæri. Beiðni pessi hafði komið fram á fundi amts- ráðsins 28. maí í vor, og var pá send sýslunefnd Suðurmúlasýslu til álita. Var nú komið álit sýslumannsins fyrir hönd sýslunefnarinnar um mál þetta, og enn framar ný beiðni frá Jónasi um fjárstyrk handa honum til að sigla til Kmph. og læra þar betur búfræði. Hvað hinni fyrri fjárbón viðvíkur, þá hefir amtsráðið eigi annað fje undir hendi til verkfærakaupa en vöxtuna af búnaðarsjóði amtsins, en af peim hafa verið sendar 200 kr. til Skotlands til verkfærakaupa eptir ályktun ráðsins í fyrra vetur. og er nú von á verkfærum þessum næstkomandi vor. fað sem nú er afgangs í sjóði, er a^eins 70—80kr. og er eigi hægt að veita af því neitt sem nokkuð munar um, til að kaupa plóg, herfi, aktygi o. s. frv., enda virð- ist eðlilegast að peir, sem geta gjört sjer von um hag af pví að nota slík áhöld, útvegi sjer pau sjálfir, hvort heldur pað eru einstakir menn eða búnaðarfjelög. Nokkuð öðru máli er að skipta um halla- mæli til landmælinga, jarðnafar til að leita að mó o. s. frv., og vill amtsráð- ið pví veita Jónasi 50 kr. úr búnaðar- sjóðnum sem styrlc til að útvega sjer pessi áhöld, er honum eru mjög nauð- synleg. En er ræða skal um hina síðari fjár- bón Jónasar til nýrrar utanferðar, pá virðist amtsráðinu að honum muni fyrst um sinn nægja það er hann hefir lært í skólanum að Steini í Noregi, þar sem Jónas hefir fengið mjög góðan vitnis- burð í öllum þeim 26 námsgreinum, er þar eru kenndar. Álítur amtsráðið því bezt hlýða, að sýslunefnd Suðurmúla- sýslu semji við Jónas um það, að gjör- ast ferðabúfræðingur þar í sýslu ánæsta sumri, og launi honum fyrir það í hið minnsta að hálfu leyti *af fje sýslunnar. Mun amtsráðið þá gjöra sitt ýtrasta til að Jónas fái allt að helmingi launa sinna af öðru almanna fje; því amtsráðinu þykir nauðsynlegt, að búfræðingur sje ráðinn í hverri sýslu amtsins með þess- um kostum, enda er slíkt þegar ákomið í einni eða tveim þeirra. 17. Ólafur bóndi Guðmundsson í Hvammií Eyjafirði, sem er leiguliði á jörð erlegat Jóns Sigurðssonar á, hefir munnlega far- ið þess á leit að fá ábúðarjörð sína til eignar í staðinn fyrir einhverja aðra fast- eign, er stjórn legatsins áliti jafnmikils virði og jafngóða eign. Amtsráðið álít- ur vafasamt, hvert heimild er til að semja um slík jarðaskipti, eptir gjafa- brjefi pví, er sjóður pessi er stofnaður með, dagsettu 14. október 1831, og sem prentað er í «LdvsaiuIing for felaacb. Vill ráðið því leyfa sjer að bera undir álit landshöfðingjans, hvort hann álítur stjórnendur legatsins hafa heimild til að semja um skipti á jörðum legatsins fyr- ir aðrar jarðir. 18. f>á var samin ÁÆTLTJN um gjöld og tekjur jafnaðarsjóðs Norður- og Austur-umdæmisins á árinu 1880. Gjöld. Kr. a. 1. Til gjafsóknarmála ... 400 00 2. — sáttamála .... 20 00 3. — heilbrigðismála ._.__ 150 00 >lyt kr. 570 00 Tómas Reinhas-en. (Framh.). |>að var komið. sólarlag. Hinn eldri aðkomumaður rjetti prestinum höndina og mælti: „Mjer er pað mjög kært að jeg komst i kynni við yður, leyfið mjer þvi að spyrja yður að einu, af hverju kemur það að eins andrikur og merkur maður eins og þjer, hafið eigi fengið betra embætti"? „Jeg hef verið hjer í tvö ár", svaraði Reinhagen, „og jeg hlýt að trúa því að þetta sje mjer hentugur staður, því annars hefði forsjónin sett mig annarstaðar". „Hafið þjer þá áður haft betri kjðr; og hafið þjer eigi valið þetta embætti aí frjáJsum vilja" ? „Já, jeg var einusinni í betri kringum- stæðum" svaraði presturinn hrærður, en nu hef jeg eigi framar um að velja. — Hafið þjer aldrei — sagði hann eptir dálitla þögn.— heyrt getið um prestinn í Jammer- hayn, sem eins og Kain átti að hafa drepið bróður sínn" ? „Hvað", sagði aðkomumaðurinn undr- unar fullur, „eruð þjer hinn ógæfusami i Tómas Reinhagen"? j „Já jeg er Reinhagen" svaraði prestur- ; inn. Hinn ókunni hugsaði sig um nokkra j stund en sagði siðan. „Guð veri með þier, þú ert vissulega saklaus. við munum sjást aptur farsælli". Að svo mæltu gekk hann ofan af hæðinni, með hinum unga fjelaga sínum, og að vagninum sem flutti p;í burt, hvaðan unglingurinn veifaði til peirra kveðju sinni. Tómas Reinhagen hafði áður pjónað hinu arðsama prestakalli í Jammerhayn, hinn gamli faðir hans sem fyrrum hafði verið amtmaður, og safnað sjer nokkrum fjármunum, keypti sjer búgarð 5 Jammer- hayn, eptir dauða konu sinnar, og vildi eyða hinum seinustu árum í nálægð sonar síns. — 13- Hann átti annan son, Davið að nafni, en hann hafði breytt pannig við föður sinn, að hann gat eigi hugsað til hans nema með sorg. Ekki veraldarhafið, — sem pó lá í millum peirra t— heldur Davíðs kalda, dramb- sama og ágjarna sinnislag, hafði skilið pá að. f>egar á unga aldri sýndi hann ósæmi- lega fjegirnd, sem knúði hann til ójafn- aðar og harðýðgi. Hann komst i kaup- mannsstöðu, aflaði sjer auðlegðar, en skeytti ekkert um foreldra sína eða bróður, og fór í sjóferðir pvert í móti vilja þeirra. Mörg ár liðu þangað til þai^ komu loks brjef frá Surinans. f>ar hafði Davið grætt mikið fje, sezt þar að og gipst dóttur eins hins rikasta jarðeiganda. Hann útlistaði fyrir þeim, með hroka og stærilæti. hinn mikla auð sinn og hvað marga þræla hann ætti, og end- aði með því að segja: „Svona langt getur maðurinn komizt, þegar hann heíir til þess vit og viija". „Hínn góðs Gruð aaðgi hann að vits-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.