Norðanfari


Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 2

Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 2
tveir fyrirlestrar um forna fræði, og skal ávalt annan peirra halda á ársdegi fjelagsins hinn 2. ágústmánaðar. II. I!m rjett fjelagsinanna. 2. gr. peir sem ganga í íjelagið, karlar eða kon- ur, skýra forseta frá því, og greiða tillag um leið. Tillag er annaðhvort 2 kr. á ári hverju, eða 25 kr. í eitt skipti fyrir öll. 3. gr. Fjelagar eiga rjett á atkvæði um mál fje- lagsins eptir lögum þessum, svo njóta peir og pess að íii ókeypis tímarit pað, er fjelagið gefur út; svo fá þeir og aðgöngu að heyra fyrirlestra pá, er haldnir kunna að verða. 4. gr. Fjelagsmenn, er ekki greiða tillög sín á ákveðnum tíma, mega vænta pess, að peir fyrir pá sök verði gjörðir rækir úr fjelagi eptir ákvörðun ársfundar. III. Um stjórn fjelagsins. 5. gr. Embættismenn fjelagsins eru formaður, skrifari og íjehirðir og 2 endurskoðunarmenn. Váraformaður, varaskrifari og varafjehirðir, sem gegna í forföllum. Formaður stjórnar framkvæmdum fjelags- ins með 6 kosnum fulltrúum. Emhættismenn skal kjósa á aðalfundi fjelagsins, annaðhvort ár, annan dag ágúst- mánaðar, til tveggja ára, en fulltrúa 1 sama mund til fjögra ára, og fer ávalt helmingur þeirra frá annaðhvort ár. Skal pví fyrsta sinn kjósa 6 fulltrúa; af peim fer helmingur frá árið 1881 eptir hlutfalli, en síðan fram- haldast reglulegai; kosningar til 4 ára á helrn- ing fulltrúa í stað þeirra, er frá fara. Milli- bilskosningar mega framfara á ársfundum, eða aukafundum, ef brýna nauðsyn ber til þess, og má pá ei kjósa merm til lengri tírna en sá átti að gegna, er úr gekk. 6. gr. Aðsetur fjelagsins er í Reykjavík og held- ur pað ársfund sinn 2. dag ágústmánaðar ár hvert, á pjóðhátíðardegi vorurn. 7. gr. Formaður stjórnar öllum framkvæmdum og athöfnum fjelagsins, eptir tillögum full- trúaráðsins, er hann kallar á fund, pá er hon- um pykir pörf til bera, eða fulltrúi æskir pess. Nokkru á undan pví, er aðalfundur er haldinn, alpingisár livert, á formaður að eiga fund með fulltrúum fjelagsins, og skal par ræða málefni þess og gjöra uppástungu um störf og framkvæmdir fjelagsins hin næstu tvö ár, eptir pví sem frekast er unnt. Áætlun pessa skal leggja fyrir aðalfund pann, er þar á eptir er haldinn, og sampykkt peirri, er á henni verður, skal síðan fylgja. 8. gr. Á ársfundum fjelagsins skal formaður skýra frá efnahag og aðgjörðum fjelagsins fyr- ir hið umliðna ár. 9. gr. Formaður getur og kvatt fjelagsmenn til aukafundar, pá er honum pykirpörf. Skyld- ur er hann og að kalla fund saman, er annað- hvort meiri hluti fulltrúa, eða 24 Ijelagsmenn krefja pess, um sjerstök málefni, ervarða fje- lagið, og skal þá ávalt tilgreina pau. Fundi skal formaður hoða með nægum fyrirvara með auglýsingu í blaði, er kemur út í Reykjavík. 10. gr. ]pá er lögmætur fundur fjelagsmanna, er minnst tólf, auk formanns, eru á fundi, og lögmætur fundur fulltrúa, ef lielmingur peirra, auk formanns, kemur á fund. Enginn á at- kvæði á fundi, utan hann sje viðstaddur. 11. gr. Á fundum fjelagsmanna og fulltrúa stjórn- ar formaður umræðum. Hann á ávalt at- kvæðisrjett, en sje atkvæði jöfn, ræður atkvæði hans úrslitum. Formaður skal ákveða dagskrá fundar og í hverri röð málefnin eru rædd. Ef fjelags- maður óskar sjerstaklega, að eitthvert mál sje tekið til umræðu á íundi, skal liann prem nóttum fyrir fund hafa skýrt formanni frá uppástungu sánni. Frá þessari reglu má ei hregða, nemá*meiri hluti' atkvæða á fundi sje með pví og formaður sampykki pað. 12. gr. Skrifari fjelagsins annast öll ritstörf pess, eptir ákvörðun formanns, og fjehirðir öll inn- gjöld og útgjöld eptir ávísan hans. Fjehirðir heimtir og inn tillög fjelagsmanna og semur reikning fjelagsins fyrir ár livert, frá nýári til nýárs, og afhendir forseta. Aðra hlutdeild í stjórn fjelagsins hafa skrifari og fjehirðir eigi, nema peir sje fulltrúar. Eptir að forseti heíir vottað reikning penna, skal senda hann endurskoðunarmönn- um til rannsóknar. Ef að reikningi erfund- ið, skal forseti með fulltrúum leggja á liann úrskurð, áður en ársfundur er haldinn, og tilkynna fjehirði sem og öðrum, er blut eiga að máli, en uni pcir honum ei, oiga peir rjett á að leggja ágreining sinn undir úrskurð árs- fundar. Enginn má eiga atkvæði til úrskurð- ar um pau atriði, er geta varðað honum ábyrgð. 13. gr. Skýrslu um reikninga, efnahag og fram- kvæmdir fjelagsins skal prenta fyrir hver 2 ár í senn, 1 hið fyrsta sinn sumarið 1881. 14. gr. Bóka skal í gjörðabók fjelagsins pað er fram fer á fundum, hvortheldurfjelagsmanna eða fulltrúa, og ritar fofmaður undir í hvert skipti til staðfestingar. IV. Uin breyting laga. 15. gr. Lögum pessum má ei breyta án sam- pykkis fundar og par á eptir aðlfundar með meiri hluta atkvæða. Tillögu urn breyting- una skal auglýsa fyrirfram á prenti, minnst mánuði áður en fundur er haldinn, og leggja undir atkvæði fundar. Frumvarp pað til breytingar er sampykkt er á pessum fundi, skal par næst á sama hátt auglýsa, og leggja undir aðalfund, .. er annaðhvort sampykkir pað til fullnaðar óbreytt eða fellir. Um iLieitntim alþýðu. Jeg e.r einn af peim, sem álít mennt- un alpýðunnar hið nauðsynlegasta mál, sem núna liggur fyrir, bæði a næsta pingi og utanþings, og að blaðamenn vorir geti aldrei haft nauðsynlegra, skyldara, nje verðugra stöðu sinni, sem leiðbeinendur pjóðarinnar, en petta mál. í>ví óska jeg peir taki málið sem ýt- arlegast fyrir, og skýri pað rækilega, og gjöri uppástungu um ílost atriði pess^ þar á meðal hvernig menntastofnunum í þessa átt verði bezt hagað til undirstöðu, hvað helzt ríði á að kenna, og hvað víða kennslaætti að verða fáanleg á landinu. og sjálfsagt að hún á að ná jafnt til kvenna sem karla, ríkra og fá- tækra. Fyrr er ekki nóg! Einnig ætti peir sem ætla að bjóða sig til næstu alpingis- kosninga; (jeg er eliki í peirra tölu), að hugsa petta mál vandlega, og halda fundi árið sem kemur, og vita þá livað alpýðan vill, pví taki hún því dauflega, sýnist málið eiga nokkuð langt í land til farsællegra ávaxta, pví bágt verður að reka pjóðina nauðuga til að menntast, með lögum, sem koma alveg utan að. En á fundum og eins 1 blöðum, ættu bæði pessi mál að fylgjast sem mest að. boðið að koma heím á herragarðinn, hvar margir gestir voru saman safnaðir, og hve undrunarfullur varð Reínhagen ekki þegar hann kom inn í gestaherbergið og hers- höfðingirm færði hann til hins ókunna manns, sem hann fyrir hitti á orustuvellinum og „Hjerna kæri herra prestur, sjerðu vin pinn ríkisforsetann, greifa R., honum áttu að pakka íyrir meðmæli sín“. Forsetinn rjetti prestinum höndina, vildi eigi heyra pakklæti nefnt á nafn, en bauð hann inni- lega velkominn, og bað hann telja sig með- al vina sinna. Meðan hinir eldri menn töluðu saman, endurnýjaði Diðrik greifi, yngsti sonur for- setans, og unglingur sá sem áður kom á hæðina með föður sínum, kunningskap sinn við Ödu. Hann hafði áður en hún kom hrósað henni svo mikið i viðurvist heldri kvenna peirra, er par voru samankomnar, að, öllum var mesta forvitni á að sjá hana, og pað Yar eigi trútt um að pær fyrirfram legðu á hana nokkuð harðan dóm.' En pegar hún svo auðmjúk, en þó svo fögur, svo sakleysisleg og pó svo einaröleg gekk inn í herbergið, og í samtali og öllu lát- bragði sýndi svo milcla menntun og kurt- eisi, pá ávann hún sjer allra velvilja, og Diðrik greifi fjekk að heyra frá öllum hlið- um, að hann hefði eigi sagt of mikið um hana. Kona herforingjans, sem átti engin börn, faðmaði hana að sjer, þegar hún ætl- aði að ganga burt og sagði: „Maðurinn minn hefir valið föður yðar s]er fyrir trú- íastan vin. Jeg vona líka í yður að finna dóttur pá, sem mjer er sönn gleði að ganga í móðurstað.“ Reinhagen kunni fljótt vel við sig í sinni nýju stöðu. Hann varð kær vinur herforingjans, og fann ástúð og vinsemd hjá öllum. Ada varð mesta uppáhald frú- arinnar, og skuggi liðins tíma hvarf smá saman fyrir geisla birtu pá tiðarinnar. Landseignir herforingjans lágu nálægt þeím stað, par sein ríkisráðið hafði aðsetur. Ríkisforsetínn heimsótti pví opt herforingj- ann vin sinn, og hin fyrstu viðkynni hans við Reinhagen endurnýjuðust. Diðrik, sem hafði aðsetur hjá föður- sínum, og aðstoð- aði hann við ýmsar embættisannir, kom opt með honum, og lifði marga skemmtilega stund með ödu. Og eins og pað vinskap- arband sem tengdi feðurnar saman varð æ sterkara, pannig skein og sól ástarinnar í barnanna ungu hjörtum, og forsetinn varð að sjá pær afleiðiiigar, sem samvera ’peirra hafði. En hann sýndist þó ekki að reyna til að aðskilja pau. Hann elskaðí son sinn með innilegri- nákvæmni, og hann hugði að ; einungis sú kona sem elskaði liann einlæg- lega, og sem hann sjálfur kysi sjer, væri fær um að pjóna honum og annast hann í sjúkleika og örkumslum peim er hann leið, af hinum mörgu og stóru sárum, sem hann fjekk í stríðinu. Og pegar hann sá hina

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.