Norðanfari


Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 3

Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 3
Að endingu vil jeg geta pess, að pú lijor verði íarið að kenna skript og reikning í iiverri sókn, sem pví miður mun eiga oflangt 1 land, pó petta sje mjög hægt, pá álít jeg óum- flýjanlegt samt, að stofna pann alpýðuskóla hjer í Skaptafellssýslu, sem bæði piltar og stúllcur geti fengið tilsögn á, ekki einungis ikiklega, lieldui' verklega jafnframt, og pað í öllum aðalgreinuni buskaparins, pví vegna liafnaleysis éru lijer erfiðari samgöngur, en alstaðar á landi bjer annarsstaðar. Samt er pað elcki mín meining, að skóla purfi í hverja Sýslu. Jeg geými öðrum kunnugri að stinga upp á fjöldanum. En alpýðu vorri vil jeg benda á að pekkja sinn vitjunartíma. — Jeg heíi víst samvizku til að hætta að offra Bakkusi, ef menntamenn vorir vilja fara pess á leit. Tvískerjum, 16. desember 1879 S. I. í 3. ári «Skuldar,» nr. 31—32, er getið fráfalls presfaskólakennara síra Hannesar Árna- sonar, og fylgja par með nokkur orð um æfi og framferði pessa manns, sem betur hefðu verið ótöluð og óprentuð. Kitstjórinn segir um síra Hannes sáluga, að hann hafi verið «dagfarsgóður maður og stóriýtalaus». |>að er satt, og væri óskandi að sem flestir ættu slíkan dóm með rjettu. En pað, sem par fer á eptir, er ekki vel sagt, og, að ætlan minni, ekki sem sannast. Eða hvernig skyldi ritstjórinn fara að að sanna pað, að síra Hann- es hafi «einskis manns hugljúfi verið, og eng- um orðið harmdauður»? Jeg pori að full- yrða, að hver sá, sem pekkti síra H., hlaut að elska hann og virða sökum ráðvendni hans og sa'mvizkusemi. |>að veit jeg og, að rit- sljóri Skuldar sjer elcki inn í hjarta systur hins látna og annara ættingja, eða yfir höf- uð alira manna, svo hann geti sagt með vissu, að enginn haíi syrgt hann. Kitstjórinn kallar æfi sjera Hannesar «innihaldslitla og afkasta- smáa», en par get jeg ekki verið honum sam- dóma. |>að mætti að minnsta kosti vera öll- um lærisveinum síra H. kunnugt, live annt lionum var um, að leysa skylduverk sín sem bezt af hendi, og pó árangurinn kunni að hafa orðið minni, en hann vildi, pá var pað ekki honum einum að kenna, heldur miklu fremur liinu, að svo margir vanræktu pær vísindagreinir, er liann kenndi. Að teija síra Hannes sáluga með peim mönnum, sem fyrir engan og ekkert hafa að lifa fyrir utan sjálfii sig, pað nær engri átt, par sem allir, er nokkuð pekktu'hann, vissu, að hann lifði fyrir pær vís- j indagreinir, er hann átti að kcnna, og ney tti allr- j ar orku til pess að ná sem mestri fullkomnun I í peim og pannig verða sem bezt fallinn til að | kenna pær öðrum. Skyldu ekki vera æði margir peir, sem afkasta litlu, já miklu minna en síra Hannes, og hafa fyrir minna að lifa en liann, en komast pó eptir dauðann lijá áfellisdómum manna? Að síra Hanues hafi ' verið «merkilega ræktarlaus við fátæka ætt- ingja sína», er næsta ótrúlegt, að minnsta kosti á jeg bágt með að trúa pví, pví jeg ! pekkti eitt atriði í æfi hans, sem bar vott I um hina mestu tryggð og ræktarsemi. J>að er annars leiðinlegt, að vort bezta | blað, og pað er «Skuld», skuli færalesendum j sínum annaðeins óhræsi og penna dóm um J síra Hannes sál. — Hún berzt fyrir sem ýtrustu persónulegu frelsi, en leyíir pó ekki dauðum mönuunx að bera sinn dóm með sjer, og liggja óáreittum í gröf sinni. Spurning til ritstjórans: «Hví hafðirðu ekki heldur ögn lengri greinina: ««Slarkara-prestur»», til að fylla út rúm pað, er dómur síra Hannes- ar tekur upp». — Hinir lifendu purfa áminn- inga við en ekki hinir dauðu. Grenjaðarstað 10. febr. 1880. B. Kristjánsson. Agrip af æfi noklturra presta í Prestlióluin. eptir J> or 1 eif Jónsson. Eptir bón Páls málaflutningsmanns Mel- steðs í Reykjavík og sjera Stefáns Thoraren- sens á Kálfatjörn hefi jeg samið stutt ágrip eptir pví sem eg bezt vissi af æfi nokkurra presta í Presthólum um liðnar aldir og læt jeg nú petta ágrip koma fyrir almennings- sjónir í blaði, pótt slíkt eigi öllu heldur heima 1 fræðiritum, enn að pað ekki kemur fram par,- er pvi að kenna, að liöfundur pess hefir , átt litlum byri að fagna um dagana hjá sum- um af peiin herrum, er nú sitja að völdum í hinu íslenzka bókmenntafjelagi, par sem nú er í ráði að slíkt fræðirit komi út. Til grundvallar hefi jeg lagt stutt og næsta ófullkomið ágrip af æli prestanna, fram- an.til í hinni elztu Prestspjónustubók (Mini- sterialbók) preatakallsins frá 1785, sem sjera Stefán prófastur J>orleifsson hefir að líkind- um ritað nokkuð af, en sjera Stefán Láritsson Scheving síðan jók með æfi formanns síns og tengdaföður sjera Stefáns prófasts, og svo að nokkru leyti sjálfs sín. En auk pess er farið — og pað rnest — eptir sögn áreiðan- legustu manna lifandi eða nýdáinna. Á Ár- bókum Espólíns er ekki mikið að græða í pessu efni, og er pað næsta merkilegt, að hann ekki skuli segja neitt frá öðrum eins manni, eins og sjera Stefáu prófastur J>orleifs- son var, sem um sína daga pótti svo mjög bera ægisbjálm yfir fiesta andlegrar stjettar menn á Norðurlandi. I. Jón Bjarnason. Oddur er prestur nefndur í Presthólum á síðari hluta sextándu aldar, og var kallað- ur Galdra-Oddur, pví að hann var brugðinn fjölkyngi eins og títt var á peim dögurn. Prestur pessi átti sonu, og er sagt, að hann liafi sjálfur kennt peim í uppvexti peirra. J>á bjó í Lónshúsum, hjáleigu niður við Prest- hólalón, sem nú er fyrir löngu komin í eyði, maður sá, er Bjarni hjet. Hann gat son er Jón hjet. J>egar Jón óx upp, bar skjótt á gáfum hans; kom hann pá við og við lieim á staðinn, og heyrði sjera Odd, er hann var að fræða sonu sína, og nam pannig af presti. Kom pá svo, að Jón fór 1 laumi að segja sonum prests til og leysa úr spurningum peim er vandasamar voru og faðir peirra lagði fyrir pá. En sjera Oddur tók petta illu upp, að Jón, sonur lítilfjörlegasta hjáleigubónda, skyldi vera gáfaðri en synir sjálfs hans; fiiukpá svo stundum í Galdra-Odd, að hann elti Jón út fyrir tún og ofán í liraun en Jón liafði fætur fyr- ir sjer og fjet prest ekki násjer. Enpauurðu endadægur sjera Odds, að hanh eitt sinn um vor reið útá tjörn pá, er Álptatjörn heitir uppi í Hraungörðum fyrir ofan fjall, líklega til að ná álptareggjum, en er út 4 tjörnina kom, sökk allt, og er pað gamallra manna mál, að par hefði skollinn sótt sitt, par sem Galdra- Oddur var; hefir hvorugt sjest síðan, hestur nje sjera Oddur, en í botni tjarnarinnar er liin mesta leirbleyta. Síðan komst Jón Bjarna- son frá Lónshúsum til menningar og varð mjög ungur prestur að Helgastöðum í Aðal- reykjadal (fyrir 1591) og mun vera vígður af Guðbrandi byskupi J>orlákssyni. Erá Helga- stöðum fór sjera Jón að Prestliólum; var Sigurður sonur hans á 4. ári, oger mælt, að sveinninn haíi fyrstur allra ruðst inn í bæ- inn eða oltið inn af pröskuldinum, er sjera Jón og fólk lians kom hingað fyrst, og hafi pá faðir hans sagt: «Skyldir pú páverðalijer prestur eptir mig»? og kom pað fram. Síra Jón Bjarnason var «maður guðhræddur og andríkur kennimaður, en lítt pótti hann hneigð- nákvæmu aðhjúkrun og umhyggju sem Ada sýndi föður sínum, og af elsku til lians vildi neita sjer um allt. J>egar hann sá hina ungu stúlku, af náttúrunni gædda svo míkluni fullkomlegleikum, pá kviknaði hjá lionum sú ósk og löngun að hann mætti eiga slíka dóttur. Líka fann Ada að liún hafði hinn unga mann mjög kæran. En pví Ijósari sem pessi tilfinning varð henni, pví óttaslegnari dró hún sig í hlje. J>annig stóð á, pegar forlögin á ný sýndust viija trufia allan frið og ró. Kein- liagen liafði verið eitt ár í embættinu, peg- ar umsjónarmaður kirkjunnar og skólaráð E . . . . kom til staðarins vitjunarferð. Hann hafði verið pvi mótfallinn að Rein- hagen íengi kall petta, pví hann vildi ná pví handa einhverjum ættingja sínum. Hann haíði og opt sagt að hann gæti eigi borið traust til pess manns, sem ekki gæti hreins- að sig af pví að hafa drepið bróður sinn. Gestastofa sú sem hann fjekk til íbúðar á prestsetrinu lá við hliðina á hinu litla her- bergi, sem Ada bjó í. Umsjóaarmaðurinn varð var við nálægð hennar, pví hann liafði lieyrt hana syngja um kvöldið, og af pví hann hafði gaman af ungum stúlkum, og sá út um gluggann á herbergí sinu að hún gekk snemma um morguninn út í garðinn til að vökvn blóm, pá rak forvitnin hann til að litast um í herbergi hennar. Hann fann par allt hreinlegt og í röð og reglu. J>ar stóð lítið skrifborð og lykillinn í skránni, par fýsti hann að lita ofan í, og lauk upp borðinu, haun sá nokkurar skúffur fullar af brjefum : „sjálfsagt ástarbrjef“, sagði hann við sjálfan sig, en pau voru öll írá Jósep i bróður hennar. J>á sá hann allt i einu lít- ið skrín innst í' skrifborðinu, ofan i pað varð hann pó að skoða. En liver útmálar i undrun hans og hræðslu pegar hann niðri j í pví sá mannshönd, og á einum fingrinum fagran hring með rauðuin steini i. Nú sá hann grun sinn staðíestau, bjer \ lá hönd hins myrta, og nú áleit lianri Rein- hagen sjálfsagt morðingja bróður síns. Hann læddist nú burt úr herberginu. yfirgaf par eptir prestsetrið og fór strax til yfirvald- anna og kunngjörði peiin hvers hann hafði orðið visari. Rikísforsetinn varð ekki litið undrun- arfullur, að lreyra klögun pessa um pann mann, sem hann hafði truað svo vel. Og pó hann legði litinn trúnað á orð umsjón- armannsius, pá varð pó að rannsaka málið. Hann sendi pví lnð gamla rjettarráð Herbst nokkuð strangann en pó rjettsýnan mann pangað, og bauð honum að sýna peim kærðu svo mikla vægð sem hægt væri, en samt ef maniishöndm með hringnum find- ist, pá að setja 'prestinn ásamt dóttur hans í varðhald. (Eramhald).

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.