Norðanfari - 24.02.1880, Blaðsíða 4
I
ur til veraldlegra sýslana». Hann var skáld
gott, cnda sýnir «Stóra Vísnabók» Guðbrand-
ar byskups pað, par sem par eru eptir sjera
Jón pessi kvæði svo að bans nafns sje gctið
við:
1. Um köfuðóvini mannsins 41 erindi.
2. Jesú Sýraks bók, snúin í rímur. Alls
17 rímur. Og hefir Guðbrandur bysk-
up sjálfsagt fengið sjera Jón til aðkveða
pær, pví að svo kveður sjera Jón:
«Til áræðis anda sinn
Einn Guð mjer tillagði:
Hólastiktis Herra minn
Hróðrar-efnið sagði».
Er af pví auðsjeð, kvilíkt álit Guðbrandur
byskup J>orláksson, hinn bezti maður og
mesti guðfræðingur, hefir haft á sjera
Jóni.
3. Plokkavísur eða heilræðavísur út af fjór-
um mannkostum og dyggðum, sem kallast
Sapientia .Speki, vizka.
Justitia. rjettvísi.
Fortitudo. hughreysti.
Temperent.ia liófsemi.
Alls er kvæðið 105 erindi.
Enn var prentað á Hólum í tíð Guð-
brandar byskups eptir sjera Jón í Presthólum.
1. Otto Æssmanns: Sönn guðhræðsla og
kristilegur kærleiki. |»ýtt af síra .T. B.
Hólum, 1622.
2. Samkl Guðs við Evu og börn hennar
(3 rímur). Hól. 1624.
3. Iðrunarsálmar Davíðs. Hól. 1624.
4. Catons Siðalærdómur. Hól. 1624.
Síðan jeg kom hingað í fyrra hefi jeg
eignast kver með afgamalli settleturshendi,
skýrri og stórri (í litljii 8 bl. br.) og er á
henni pað, er nú skal greina:
1. «Spakmæli nokkur eða orðskviðir forn-
ahlarspekingaJón prestur Bjarnason hef-
ir snúið á íslenzku»:
Inngangur . . . • • 24 er.
Ráð Períanders . . . (59) = 14 -
— Bíasar .... ( 5) = 3 -
— Pittakusar . . . (24) = 8 -
— Kleóbúlusar . . (20) = 6 -
— Chylons .... (12) = 2 -
— Sólons .... (11) = 2 -
— Thalesar frá Míles (11) = 2 -
Niðurlag kvæðisins er . . 1 -
3.
Allt kvæðið er pá 7 spekinga ________
142 ráð eða spakmæli . . =62
«Nú eptirfylgia Borðsiðir . . . er Jón
prestr Bjarnason hefir snúið á íslenzku
undir rímnalag, og póað lióð hans sum
séu elcki vönduð sem bezt, pá er hér
hvergi breytt pví sem pryckt hefir verið
á Hólum», stendur enn fremur á kveri
pessu. Borðsiðir pessir eru 60 erindi.
Hugsvinnsmál eptir Cato snúin í íslenzku
af J. pr. B. = 47 heilræði = 20
Enn fremur: Fyrsta bók Catonis = 40
Önnur bók — 38
f>riðja bók — 26
Fjórða bók
(vantar í?) — 39
úr sama brot . . 7V2
er.
Er pví alls: 160V2er.
Kona Jóns prests Bjarnasonar var Ingi-
björg dóttir sjera Illuga Guðmundarsonar í
Múla (1551); pau áttu saman mörg börn og
par á meðal átti Ingibjörg við manni sínum
tvenna príbura og prenna tvíbura og mun
slíkt fágætt. Meðal pessara bar'na peirra
voru peir Illugi prestur á Iiirkjubæjarklaustri
og Kálfafelli á Síðu, er prestskap missti fyrir
galdraáburð (1628) og aldrei fjekk hann apt-
ur, prátt fyrír eiðsskýrslu sína sjálfs (1629)
og 24 manna dóm pann, er Holger höfuðs-
— 24 —
maður Rósenkrans útnefndi (1633), og ann-
ar Sigurður píestur skáld í Presthólum.
(Framh. síðar).
Fyrirspurn.
A nú aldrei framar að setja kúabólu ?
Er prestum vorum orðið leyfilegt að kom-
firmera óbólusett börn og gefa saman óbólu-
settar persónur?
Jeg skora á pá, sem hafa eiga umsjón
með heilbrigði' manna, að svara til pessara
spursmála, annaðhvort með pví, að gjöra nú
pegar gangskör að pví, að setja almennt kúa-
bólu, par sem pað hefir ekki verið nýlega
gjört, eða með pví að færa rök fyrir pví, að
pað sje hvorki lögskipað nje parflegt.
Spurull.
Askorun.
Einsog kunnugt er, gaf dr. Konráð Maurer
út mcrkilcga bók um Xsland 1874; höndlar
hún um sögu landsins og proska á pjóðveld-
istímanum eður frá landnámi til pess er land-
ið gekk undir konung, og er bókin samin á
pýzku. Oss furðar mjög á, að bók pessi
skuli enn ekki hafa birzt á íslenzku, pví hún
er sannlega pess verð og höfundurinn ætti að
oss pá athygli. Vjer skorum pví fastlega á
bókmenntavini vora og einkum á sjálft bók-
menntafjelagið, að pað gefi pessa merkilegu
bók Maurers sem fyrst út á voru máli.
Maigir.
Frjettir iimlendar.
— Laugardaginn 21. p. m. kom norðan-
póstur Daníel Sigurðsson að sunnan og með
honum Ólafur prentari Ólafson, er hjeðan
fór suður í vor eðvar til herra Einars j>órð-
arsonar. Höfðu peir farið úr Rvík 3. p. m.,
en póstskipið komið daginn eptir (4.), var
pví sent á eptir pósti og honum boðið nð
bjða í Hjarðarholti par til vestanpóstur kæmi
að sunnan , með pað er liann skyldi flytja,
og dvaldist pað um 6 daga. |>aðan af gekk
ferðin greiðlega allt hingað, og eigi snjór
til muna fyr en að Yxnadalsheiði kom. Af
pessu sjá menn að pað var eðlilegt pótt póst-
ur fygdi eigi áætlun sinni hingað.
Helztu frjettir af Suðurlandi, (eptir brjefl
dags. 2. p. m.), par hafði gengið megn kvef-
sótt, en engir nafnkenndir dáið. Veðurátta
verið mjög rosa- og umhleypingasöm, til
pess að stillti til með porratungli um tíma,
en með porranum geklc í útsynningshríðar,
stundum með .31 /20 frosti. IJm jólin var
afarillt og á nýársdag varla fært liúsa á mill-
um fyrir stormi og vatnskrapahríð, en snjó
til fjalla, ogfennti fje í Mýrdal, undir Eyja-
fjöllum og efst í Mosfellssveit. Ágætt fiski-
rí um allan Faxaflóa, mest af feitum porski.
Ufsaveiði afarmikil í Hafnarfirði, tunnan seld
á 2 kr. og hefir orðið góður fengur nær og
fjær.»
(Eptir «Mána»).
— Póstskipið Phönix hafnaði sigí
Reykjavík kl. 12 (á hádegi) 4. p. m., lagði
pað út frá Khöfn 16. f. m., oger pað víst í
fyrsta skipti sem gufusk hefir lagt par inn á
höfn í febrúarm., mun pað mörgum hafa
komið nú sem óvæntur, en pó velkominn
gestur. Með skipinu komu Sehow steinhöggv-
ari frá Khöfn, og Lúðvík steinhöggvari Alex-
j íusson, er með síðustu ferð í haust sigldi til
I Færeyja. Tíðarfar er sagt gött ytra, og víð-
| ast óeyrðarlítið. Stríðið milli Englendinga og
Afgana, er nú sótt með meira kappi en í
! haust. Englar tóku í haust höfuborgina Ka-
bul, en í vetur gjörðu Afganar tilraun aptur
að ná henni, og háðu par mannskæða orustu;
veitti Englum par miður, en J:>ó hafa Afgan-
ar eigi náð borginni aptur. í des. f. á. hafa
peir útilokað Engla frá vistaflutningum öll-
um, og Jakub khan, er kvað vera svarin
fjandmaður Englendinga hefir farið moð 12
hersveitir frá Herat til pess að ná Kandahar,
bæ sem er í suðvestur frá Kabul. — Á
Rússsakeisara var skotið í vetur, en hann
sakaði eigi, sá hjet Hartmann, er banatilræðið
framdi, bakarasveinn 19 ára, kvað hann vera
leiður orðinn á lífinu, 'og vildi pví ráða sjer
bana með bissu sinni, en kunningi hans hafði
bent honum á, að hann skyldi heldur skjóta
á keisarann. —• Spánarkonungi, er nú er ný-
giptur, var einnig sýnt banatilræði með skoti,
er hann var á skemmtiferð með drottningu
sinni og sakaði eigi.
Úrbrjefi frá Kliöfn 15. jan. 1880.
---------«Jóni Sigurðssyni hnignaði ávalt
meir og meir, unz hann andaðist pann r
desember, mæddur af líkamlegum prautum.
Kona hans er hafði lifað með honum og far- .
ið jafnan ineð honum lieim og heirnan, varð
lieldur eigi viðskila við hann nú, hún
varð mjög brátt lasin og lifði eigi nema
nokkra daga; fór hið sama fram við útför
hennar sem Jóns. Tryggvi hefir staðið hjer
fyrir öllu ásamt Birni Jónssyni; var útför
peirra gjör svo virðuleg sem kostur var á.
A fundi hjelt Tryggvi tal við menn og kvaðst
hafa hugsað sjer uppflutning peirra hjóna
svo, að landshöfðingi veitti fje úr landssjóði,
er öllum pótti vel til fallið, og að pau skyldu
eigi sendast fyrri en með aprílferðinni, en s
senda skyldi mann með líkunum heim, að
afhenda pau landshöfðingja sem æðsta valds-
manni Islands. Svo nú tekur til ykkar
heima, að taka vel við lijónunum heim-
komnu; vjer segjum heim, pví pótt pau
væru hjer að jafnaði, pá munu pau pó ávalt
hafa álitið sig sem útlaga, fjarri tósturjörðu
sinni, eins og líka pað sýnir, að pað var
hennar vilji að hann yrði fluttur heim og
kvaðst hún mundi fylgjsi honurn. Jóns sál.
hefir verið getið með lofi í dönskum blöðum,
en pó gat Plógur eigi á sjer setið að hnýta
við honum og segja, að hann liefði verið
meiri vísindamaður en stjórnmiílafræðingur.
cn Plógur hcfir fcngið aptur arar í blöð-
unurn.
Loks var haldinn bókmenntafjelagsfundur
14. ján. Yar kosinn til forseta Sigurður
Jónassen, Tryggvi Gunnarsson fjehirðir,
Jón Jensson skrifari og Guðm. |>orláksson
bókavörður, Eigi er söguheptið búið enn, en
pað verður tilbúið með næstu ferð.
Nú fer póstskipið heim í janúar, svo á-
vallt fer okkur fram, var lengi verið að út-
kljá málið, og hyggjum vjer að pessi úrslit
pess sjeu mikið Tryggva að paklca, Oddgeir
Stepliensen og Nellemann voru og með pví».
Mannalát.
Merkiskonan húsfrú Helga G-unnlaugs-
dóttir, ekkja merkismannsins óðalaeiganda,
Sveins sál. Sveinssonar á Efra-Haganesi í
Fljótum, er dáin 10. febr. p. á. hjer um
sjötug að aldri. 15. p. m. dó merkiskonan
húsfrú Jóna Sigurðardóttir frá Möðrudal,
kona herra verzlunarmanns Gunnars Einars-
sonar, Asmundssonar á Nesi í Höfðahverfi;
hafði hún verið búin að liggja lengi rúm-
föst, og síðast alið barn er andaðit fám kl.
tímum síðar. 12. p. m. andaðist Jón Jóns-
son, sjálfseignarbóndi að Krókstöðum í
Kaupangssveit, úr lungnabólgu; hann vará
47. aldurs ári, siðprýðis- ráðdeildar- og dugn-
aðarmaður. Einnig ljezt 12. p. m. Magnús
bóndi Einarsson að Kotá í Akureyrarsókn,
ur taki og lungnabólgu eptir 11 dagasjúk-
dómslegu, 29 ára að aldri; dugnaðar og
prekmaður mikill. Fyrrum verzlunarstjóri
J. Hólm á Hofsós er og nýlega sálaður.
22. f. m. höfðu 2 menn frá Möðrudal
verið á heimleið af Vopnafirði, en pá peir
komu vestur á Fjöllin varð öðrum illt og
lagðist fyrir, en hinn náði heim mjög prek-
aður; pess sjúka var fljótlega vitjað og fannst
hann pá örendur. ______________________
Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson.
Prentsmiðja Norðanfara. B. M. Stephánsson.